Alþýðublaðið - 10.05.1984, Side 20

Alþýðublaðið - 10.05.1984, Side 20
Fimmtudagur 10. maí 1984 JmuuESTonE Öryggisins vegna! Nú eru fyrirliggjandi Bridgestone radial og diagonal sumar- hjólbarðar. Óbreytt verð frá í fyrrasumar! BÍLABORG HF Smiöshöföa 23 sími 812 99 Við höfum nú tekið að okkur umboð á íslandi fyrir stórfyrirtækið RICHARD KLINGER. RICHARD KLINGER er einn stærsti og virtasti framleiðandi kúluloka í heiminum í dag og eru verksmiðjur nú starfræktar í 12 þjóðlöndum Gæði kúlulokanna frá KLINGER eru allsstaðar viðurkennd og með háþróaðri framleiðslutækni hefur KLINGER tekist að sameina hámarksgæði og lágt verð. Okkur er því mikil ánægja að geta boðið þessa úrvalsloka og munum við kappkosta að eiga jafnan til á lager allar algengar gerðir af KLINGER kúlulokum. Heildsala — Smásala Allt til pípulagna Burstafell Byggingavöruverslun Bíldshöföa 14 Sími 38840 Davíð Scheving Thorsteinsson: „Ekki möguleiki að fá vitrœna umrœðu um efnahagsvanda íslensku þjóðarinnar. Við höfum hagað okkur eins og róninn, sem slœr fyrir flösku, og heldur að hann sé orðinn vellauðugur“. Ljósm.: G.T.K. íslendingar eru alveg einstök þjóð. Hugsaðu þér. í tíu ár, sem formaður Félags íslenskra iðnrekenda, reyndi ég stöðugt að segja sannleikann um það hvert stefndi í efnahagsmálum þjóðarinnar. Enginn svo mikið sem hlustaði á þessi varnaðarorð mín. En þegar ég kippti bjórkassanum með mér forðum daga í Fríhöfninni í Keflavík, þá stóð þjóðin á öndinni og hvert orð sem ég sagði flaug þegar inná hvert heimili í landinu. Þetta er alveg furðulegt. Þetta mál sannaði endanlega fyrir mér að enginn möguleiki væri að fá vitræna umræðu um efnahagsvandamál íslendinga, hvað þá að einhver tæki eftir henni, eins og ástandið var þá í miðjum dansinum kringum gullkálfinn.“ Það er Davíð Scheving Thor- steinsson forstjóri Sól hf., sem mælir þessi orð. Davíð er reyndar einnig formaður bankaráðs Iðnað- arbankans og á sæti í stóru nefnd- inni ásamt framkvæmdanefndinni sem forsætisráðherra hefur kallað saman til þess að finna ljós í myrk- viði efnahagsmála þjóðarinnar í framtíðinni. Auk þess var Davíð í áratug formaður Félags íslenskra iðnrekenda, þannig að hann ætti að vita hvað hann syngur í þessum efn- um. „Vissulega hafa lífskjör þjóðar- innar batnað á síðasta áratugþ heldur Davíð áfram. En nauðsyn- legt er að gera sér glögga grein fyrir því, af hverju það stafar. Aðallega er um að ræða tvær orsakir. í fyrsta lagi útfærsla íslensku landhelginn- ar og hækkun fiskverðs á heims- markaði. í öðru lagi, og taktu nú vel eftir, því þessi orsök er fölsk. Það er nefnilega söfnun eyðsluskulda er- Iendis. Fénu gersamlega kastað á glæ. Þér finnst það kannski hart til orða tekið en mér finnst að þjóðin hafi hagað sér þarna eins og glað- beittur róni, sem hefur slegið sér fyrir einni flösku og finnst hann vera gífurlega auðugur. Þegar flaskan er svo tæmd, þá er bara slegið fyrir þeirri næstu. Sorglega staðreyndin hefur verið sú, að það er einmitt það sem íslenska þjóðin- hefur verið að gera og talið það merki um bætt lífskjör. Það stórkostlega í þessu máli er svo það, að blessaðir stjórnmála- mennirnir okkar hafa bókstaflega ekki þagnað við að þakka sjálfum sér þennan gífurlega bata, — þetta væri allt stjórnvisku þeirra að þakka. Þjóðin trúði þessu. Belging- urinn í stjórnmálamönnunum var nefnilega svo mikill að þjóðin trúði þessu og hélt að allt kæmi að sjálfu sér. En hvað voru stjórnmálamenn- irnir í rauninni að gera. Það er mjög einfallt og það sjá allir núna þegar í óefni er komið. Það sem þeir voru að gera var einf aldlega það að kepp- ast um að kaupa sér atkvæði okkar með okkar eigin peningum. Ár eftir ár benti ég á þetta. Ár eft- ir ár stóð ég upp, sem formaður iðn- rekenda og reyndi að opna augu þjóðarinnar fyrir þessum leikara- skap. Á mig var aldrei hlustað. Ekki einu sinni yrt á mig. í besta tilviki var mér sagt að ég væri hundleiðin- legur. Allt i einu var svo veislan búin. Afleiðingarnar af því súpum við Rœtt við Davíð Scheving Thorsteins- son um kœruleysi í efnahagsmálum, bœtt lífskjör, pólitískar fjár- festingar, byggða- stefnu og framtíðina íefnahagsmálum íslendinga. seyðið af núna. Skuldadagarnir eru komnir. Nú þarf að borga fyrir Hrunadansinn. Sjáðu t.d. fjárfestingarmál þjóð- arinnar. Hugsaðu þér alla togarana sem við eigum umfram það sem við þurfum til þess að taka leyfilegan afla. Auðvitað er gaman að sjó- mennirnir fái góð skip til þess að fiska með. En hvað hafa þeir við að gera allt of mörg skip. Vilja þeir láta draga tapið af launum sínum. Auð- vitað ekki, þótt ef til vill sé verið að reyna að gera það. En þjóðin verður að borga. Annan aðila er ekki hægt að kalla til ábyrgðar fyrir mislukk- aðar fjárfestingar. Laun þjóðarinn- ar allrar lækka því óhjákvæmilega. Hugsaðu þér virkjanasukkið. Mottóið er. Bara að virkja ef þig vantar atkvæði. Þjóðin getur borg- að tapið. Krafla er talandi dæmi um svona pólitíska virkjun eða Blanda.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.