Alþýðublaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 10. maí 1984
21
Davíð Scheving Thorsteinsson forstjóri Sól hf.:_
Traustur framleiðsluiðnaður
— forsenda bættra lífskjara
Auðvitað þarf að virkja orkuna í
fallvötnunum. En við erum ekki að
virkja til þess að leika okkur. Ónei.
Við erum að virkja til þess að selja
orkuna til iðnaðar. Stóriðnaðar
sem getur borgað hana dýrt og
greitt há laun. Hér eru endalausir
möguleikar. Menn verða bara að
vita hvað hlutirnir kosta og læra að
mynda arð, en ekki botnlaust tap á
öllum hlutum. Gífurlegir mögu-
leikar eru á þessu sviði. Aðein tíu
prósent tæknilegrar virkjanalegrar
orku íslendinga er nú þegar virkj-
aður. En það þýðir ekki bara að
rjúka í þetta. Það verður a.m.k. að
vita að það geti skilað arði, fyrr má
ekki hefjast handa.
Svo er það þetta ægilega sjónar-
mið, að ekki megi hafa samstarf við
útlendinga um nokkurn skapaðan
hlut. Eru þetta þó ekki okkar við-
skiptavinir? Mennirnir sem eiga að
kaupa af okkur framleiðsluna. Af
hverju má þá ekki hafa samstarf við
þessa menn frá byrjun. Það er líka
þessi óskaplega rómantík, sem
blundar með mörgum íslending-
um.
Þetta er rómantíkin sem stoppaði
framkvæmdir Einars Benedikts-
sonar. Talað er um að selja landið.
Þvílík fjarstæða. Heldurðu að væri
ekki betra að þjóðin ætti nú tíu til
tuttugu virkanir, algjörlega afskrif-
aðar sem möluðu þjóðinni gull.
Myndu slétta út allar hagsveiflur.
Þetta gerðu Norðmenn fyrr á öld-
inni og þetta þurfum við svo sann-
arlega að gera núna. En við þurfum
að græða á því — alls ekki tapa á
því. Meiri skuldabirði þolir þjóðin
ekki.
Svisslendingarnir hafa t.d. æ of-
aní æ ítrekað að þeir vilji stækka ál-
verið. Þá gætum við virkjað hag-
kvæmt. Samningum við þessa
menn hefur bara algjörlega verið
klúðrað. Pólitískur metnaður og
auglýsingamennska hefur verið lát-
in sitja í fyrirrúmi. Þjóðarhag hefur
verið gleymt. Og svo er það auðvit-
að gamla tortryggnin við alla út-
lendinga og blessuð rómantíkin.
Byggðamál? Auðvitað þarf að
vera visst jafnvægi í byggð landsins
og byggð þarf að vera sem víðast.
Þjóðin á bara heimtingu á að vita
hvað þetta kostar. Fólk er að borga
af launum sínum fyrir þetta mál og
það verður að fá að sjá reikninginn.
Hvað þetta kostar svart á hvítu.
Byggðastefnan er annars svo al-
veg sér á parti. Þar rísa nú vitsmun-
irnir fyrst hátt. Raunveruleg byggð-
arstefna er nefnilega alls ekki til.
Það er bara sagt að byggð eigi að
vera þar sem byggð er. Er þetta ein-
hver byggðastefna? Nei, — það sér
hvert mannsbarn. Þetta er bara ó-
breytt ástand. Auðvitað ber að efla
byggðakjarna út um landið sem
geta boðið einhverja þjónustu, og
gera sér grein fyrir bestu lausn mál
í framtíðinni. Það er þó einhver
byggðastefna, ekki bara status quo.
Svo er komið og beðið um fram-
kvæmdir í nafni þessarar svoköll-
uðu byggðastefnu. Hafa menn al-
mennt gert sér grein fyrir hvað það
þýðir. Er t.d. mannafli fyrir hendi
að reka 700 manna álver út um allt
land. Eða þjónusta. Við verðum að
gera okkur grein fyrir innri bygg-
ingu þjóðfélagsins við svona stór-
framkvæmdir. Þessi innri bygging
eða „infra structur" hefur nefni-
lega alls ekki minna að segja heldur
en t.d. einhver mengunarmál eða
því um líkt. Það kostar þjóðfélagið
gífurlegt fé að byggja allt upp frá
grunni vegna stórframkvæmda.
Að lokum vil ég bara segja það,
að ævintýramennsku íslensku þjóð-
arinnar verður að linna. Við erum
komin fram á hengiflugið í skulda-
söfnuninni. Nú gengur það ekki
legnur að slá sér bara fyrir annarri
bokku og halda að allt sé í lági.
Við veröum að mynda arð af
fjárfestingum okkar og við verðum
að gera okkur grein fyrir hvað hlut-
irnir kosta, jafnvel þótt einhver at-
kvæði hangi á spýtunni. Það er
bjargföst skoðun mín að þetta ger-
um við best með því að byggja upp
þróttmikinn og heilbrigöan fram-
leiðsluiðnað byggðan á öllu þvi
hyggjuviti sem mannleg þekking
hefur að bjóða. Samstarf við út-
lendinga er eölilegt ef við græðum á
því. Annars bara að láta það eiga
sig. í lýöfrjálsu ríki getur heldur
engin þjóð fengið betri stjórn en
hún á skilið. Happdrættisvinningar
fljóta hvorki á okkur til lengdar í
efnahagsmálum eða í pólitík. Að-
eins raunsætt mat, áræði og dugn-
aður mun bjarga þjóðinni út úr
þessum ógöngum," sagði Davíö
Scheving Thorsteinsson að lokum.
ÞU..HEFUR
TVQ TROMP
AHENDI
NOTAÐU ÞAU
INNLÁNSSKÍRTEINI
ÚTVEGSBANKANS
RÁÐGJAFINN í
ÚTVEGSBANKANUM
Þeir eru reyndar fleiri en einn, enda
á hverjum afgreiðslustað bankans.
RÁÐGJAFArSN í ÚTVEGSBANKANGM hittir þú á þeim afgreiðslustað bankans
sem þú kýst að skipta við. Hann er reyndur og traustur bankamaður
með örugga yfirsýn yfir hvers konar ijármálaumsvif.
Hann getur manna best útskýrt fyrir þér hin ýmsu
innlánsform, t.d. kosti hinna nýju Innlánsskírteina (Jtvegsbankans.
INNLÁNSSKÍRTEINI ÚTVEGSBANKANS ber hæstu innlánsvexti sem bjóðast.
Það er útgefið til 6 mánaða.
Skírteinið er framseljanlegt og vextir af því skattfrjálsir.
Enginn kostnaður fylgir þessu skírteini.
Gpphæð þess ræður þú, allt frá kr. 1.000,-.
Að liðnum sex mánuðum frá útgáfudegi getur þú innleyst skírteinið ásamt
fullum vöxtum, eða stofnað annað sem þá gefur þér ennþá hærri ávöxtun.
Ráðgjafínn í Útvegsbankanum getur reyndar
útskýrt allt þetta enn betur. Komdu því og spyrðu eftir honum.
ÚTVECJBANKINN
EINN BANKI • ÖLL ÞJÓNUSTA