Alþýðublaðið - 02.06.1984, Qupperneq 2
2
Laugardagur 2. júní 1984
‘.RITSTJ ÓRNARGREIN "■ .
Njótum lands, níðum ei
„Viö islendingareigum engadýrmætari eign
en landið okkar, þjóöerni og tungu. Um þá
þrenningu erum við reiðubúin að standa vörð.
Okkur ber því að gefa henni gaum alla daga og
skila tii vaxandi fjölda landsins barna svo ó-
snortna sem kostur er. Okkur ber einnig skylda
til að miðla öllum nýjum þegnum af reynslu
okkarog þekkingu um það hvernig best verð-
ur staðið að varðveislu og uppbyggingu." •
Þannig kemst forseti íslands, Vigdís Finn-
bogadóttir, aö orði í ávarpi sinu vegna „Átaks
’84“, sem Ferðamálaráð íslands efnir til og
beinist að auknum ferðalögum íslendinga um
eigið land og bættri umgengni. Helsta slagorð
þessa átaks er „Njótum lands, níðum ei“ og
annað er: „Arfleiðum börnin að enn betra
landi“.
í orðum forseta íslands kemurfram hvatning
til þjóðarinnar allrar að fara vel með þá verð-
mætu eign, sem okkarkynslóð hefurverið falin
til gæstu og umhirðu, og að skila henni enn
betri til komandi kynslóða. Þetta var einnig
rauði þráðurinn i rökstuðningi fyrir þjóðargjöf-
inni miklu, þegar ákveðið var að bæta þær
skemmdir, sem fólk, fénaðurog náttúruöfl hafa
unnið á landinu frá landnámsöld. Þá var tak-
markið að komagróðri í svipað horf og var, þeg-
ar fyrstu norrænu mennirnir stigu hér á land.
En það er margt sem hjálpast að til að gera
þessa baráttu erfiðari. Nútíma samgöngur eru
slíkar, að hver maður kemst hvert sem hann vill
á góðum ökutækjum. Enginn reitur er óhultur.
Takmörkuð beitarstjórn hefur valdið því, að
víða hefur beitarþungi stórskemmt land. Upp-
blástur og eldgos hafa hjáipað til.
Almennri umgengni hefur mjög verið ábóta-
vant. Þettaá bæði við um þéttbýli og dreifbýli.
Hverskonar plastefni gera mikinn usla í náttúr-
unni, og notkun þeirra gerir kröfu til mun meiri
umhirðu og þrifa. Víða er sorpeyðing í slæmu
horfi, umgangurvið stóra vinnustaði slakurog
einnig við marga sveitabæi.
Aksturskeppnir af ýmsu tagi krefjast betra
skipulags, og ekki má gleyma stöðugt auknum
fjölda erlendra ferðamanna, sem kemur til
landsins með eigin bifreiðir, oft voldugar fjalla-
bifreiðir. — Boð og bönn er ekki aigild aðferð
til að draga úr gróðurskemmdum; miklu f remur
fræðsla og leiðbeining.
Einmitt að þessum þætti beinist sú herferð,
sem Ferðamálaráð beitir sér fyrir. íslendingar
verða að taka þátt i þeirri viðleitni að gæta
þess dýrmætasta, sem þeir eiga. Takmarkið
felst í lokaorðum ávarps forseta íslands:
„Það átak sem nú skal gert í gróðurvernd og
gróðuraukningu er ekki nema brot af því, sem
við skuldum landinu. Það er aðeins upphaf
skrefs á langri leið að settu marki: að gera ís-
land eins gróðurríkt og það var er menn völdu
það af frjálsum vilja sem ættjörð sína.“
- ÁG -
er frjáls og óháð félagssamtök
hraðfrystihúsaeigenda.
Fyrirtækið er stofnað árið 1942
í þeim tilgangi að sjá um eftirfarandi
fyrir félagsaðila:
Tilraunir með nýjungar í
framleiðslu og sölu sjávarafurða
Markaðsleit
Innkaup nauðsynja
Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna
Áheit og gjafir til
Stokkseyrarkirkju á árinu 1983
Seld Minningarspjöld Kr. 7.890,00
Áheit:
G.J. Kr. 100,00
N.N. — 300,00
Hjördís I. — 300,00
Guðrún Sturlaugsdóttir — 100,00
Bjarnþór Bjarnason — 300,00
Ingólfur G. — 300,00
S.H. — 100,00
Dúa frá Sæborg — 500,00
G.V.J. — 250,00
N.N. — 200,00
G.J. — 100,00
R.J. — 200,00
B.G.B. — 300,00 — 3.050,00
Gjafir:
N.N. Kr. 200,00
Ágúst Bjarnason — 500,00
Árni Ólafsson — 100,00
Ingóifur Gunnarsson — 300,00
Til minningar um Sigurð
Ingiberg Gunnarsson frá
Strönd Stokkseyri frá I.E. — 500,00
Sætún — 200,00 — 1.800,00
Samtals Kr. 12.740,00
Séra Jónas Jónasson frá Hrafnargili, segir í bók sinni íslenskir
ÞjóðhEéttir á bls. 373 meðal annars. „Menn trúðu lengi á helga og
vigða hluti, t.d. Gvendarbrunna, Strandakirkju Dg Stokkseyrar-
kirkju og fl. einnig segist hann hafa heyrt að gott væri að heita á
nefndar kirkjur" Margir hafa heitið á Stokkseyrarkirkju undanfarin
ár og oft er það sama fólkið og virðist sem áheitin hafi gengið eftir.
Sóknarnefnd Stokkseyrarkirkju færir öllum bestu þakkir.
Tæknifræðingur
óskast til starfa úti á landi. Umsóknum
skal skila til Vegagerðar ríkisins, Borgar-
túni 7, 105 Reykjavík, fyrir 20. júní n.k.
Vegamálastjóri.
Aðalfundur S.I.F.
Aðalfundur Sölusambands íslenskra fiskfram-
leiðenda fyrir árið 1983 verður haldinn að Hótel
Sögu 7. júní n.k. og hefst kl. 10 f.h.
Dagskrá samkvæmt félagslögum.
Stjórn Sölusambands íslenskra
fiskframleiðenda.