Alþýðublaðið - 02.06.1984, Page 3

Alþýðublaðið - 02.06.1984, Page 3
Laugardagur 2. júní 1984 3. Fiskirækt — stóriðja framtíðarinnar? Um borð í togaranum Vtði, kringum 1920 halda stofnum eldisfiska frá margvislegum fisksjúkdómum, sem herja á eldisstöðvar víða um heim. Þannig er t.d. talið, að eini alheilbrigði regnbogasilungs- stofninn í heiminum sé á íslandi. Nú eru i undirbúningi allveru- legar framkvæmdir til að auka fiskeldi. Mikill áhugi hefur vakn- að á eldi ála (eel-farming), en með því að ala álinn í 25—28 stiga heitu vatni má margfalda vöxt hans. Þá er nú verið að kanna um eldi á vatnarækju og vatnahumar. Talið er, að fá Iönd í heiminum geti keppt við ísland í eldi fiska, sem þurfa að vera í heitu vatni, m.a. vegna þess, að á íslandi er gífurlegt magn af heitu hvera- vatni, sem um aldir hefur runnið ónotað til sjávar. Einnig er hægt að veiða margar ódýrar fiskteg- undir sem nota má í marning í fiskafóður. Þá leggst mikið til af fiskúrgangi. Það sem hefur staðið íslenskri fiskrækt fyrir þrifum, er skortur á fjármagni. Ríkisvaldið hefur ekki veitt þessu máli nægan stuðning, og einstaklingar, sem hafa byrjað á fiskeldi, hafa átt í miklum erfið- leikum með að fjármagna það. Eitt fyrirtæki fór þá leið, að gera samning við voldugt fiskræktar- fyrirtæki í Noregi, og eftir að mikið fjármagn var sett í upp- byggingu nýrrar laxeldisstöðvar, kom árangurinn þegar í Ijós. Þá hafa íslendingar mikið hug- að að eldi sjávarfiska síðustu árin, en þar skortir einnig fjármagn. Á þessu sviði eru möguleikarnir nærri ótæmandi. Það hefur oft valdið miklum erfiðleikunr á ís- landi, þegar fiskstofnar hafa brugðist. Astæðan fyrir því er oft sú, að klak hefur ekki tekist í haf- inu vegna slæmra skilyrða; kulda og skorts á æti. Nú er rædd í mikilli alvöru sú hugmynd, að með eldi sjávarfiska í kérjum á landi eða í sjó megi hafa áhrif á stofnstærðir helstu nytja- fiska t.d. þorsks og ýsu. Norð- mönnum hefur þegar tekist, að rækta þorsk og skarkola, og er það stórkostlegur árangur. ís- lendingar mega einskis láta ó- freistað til að efla þennan þátt, enda hafa þeir um 70°7o þjóðar- tekna sinna af útflutningi á fisk- afurðum. Þeir, sem eru bjartsýnir á fram- tíð fiskræktar hér á landi telja að á því sviði megi hefja stóriðju, sem geti haft meiri áhrif á þjóðar- tekjur en flestar aðrar atvinnu- greinar. Landrými er mikið og allsstaðar hægt að fá gífurlegt magn af heitu og köldu vatni. Með stóriðju í fiskrækt gætu ís- lendingar mjög aukið hlut sinn í fæðuöflun fyrir sveltandi heim, og framleitt mikið magn af þeim dýrmætu eggjahvítuefnum, sem Afríku- og Ásíuþjóðir hafa svo mikla þörf fyrir. Óvíða myndi fjármagn nýtast betur í þágu mannkyns. íslendingar hafa í marga ára- tugi flutt út einhvern besta fisk í heimi. Þessi fiskur er veiddur í svölu, hreinu og tæru Norður-At- lantshafinu, sem er ennþá laust við alla mengun. En íslendingum er löngu ljóst, eins og öðrum veiðimannasamfélögum, að það getur stundum verið erfitt að byggja trausta lífsafkomu þjóðar á veiðum. Af þessum sökum hefur verið leitað nýrra leiða til að renna styrkum stoðum undir atvinnulíf og efnahag. Það hefur m.a. verið gert með stóriðju og margvísleg- um smáiðnaði, fullvinnslu sjávar- afla og landbúnaðarafurða. Nú hefur vaknað mikill áhugi á fiskrækt hér á landi, bæði á eldi vatnafiska og sjávarfiska. Mögu- leikarnir eru gífurlegir, og þá einkum á sviði hafbeitar. Einnig má ná miklum árangri í ræktun fisktegunda, sem vaxa- hratt í volgu og heitu vatni. Fiskrækt er af mörgum talin sú atvinnugrein, sem einna mest get- ur aukið þjóðartekjur okkar ís- lendinga á næstu árum. Aðstæð- ur eru frábærar; mikið af fersku og góðu vatni, heitt vatn, hreinn sjór og möguleikar á mikilli fóð- urframleiðslu. Aukinn kostnaður við hefðbundnar fiskveiðar m.a. vegna hækkana á olíuverði og veiðarfærum, eykur mjög áhuga manna á fiskrækt. Mengun margra heimshafa ger- ir það að verkum að fleiri og fleiri lönd gera nú skipulagsbundið á- tak til að auka fiskrækt. Á íslandi hafa verið gerðar margvíslegar til- raunir. Góður árangur hefur náðst með ræktun á laxi í eldis- girðingum í sjávarlónum og í sjó. Einnig hefur hafbeit gengið mjög vel, og ræktun á bleikju og regn- bogasilungi, en mjög er hægt að hraða vexti regnbogasilungsins með því að hita eldisvatnið. íslendingum hefur tekist að TIL UMHUGSUNAR Breytt símanúmer Símanúmeri Landsvirkjunar, Háaleitis- braut 68, Reykjavík, hefur veriö breytt í 686400 frá og með 1. júní 1984. SJ LANDSVIRKJUN Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Fjölbrautaskólinn I Breiðholti er í reynd sjö mismun- andi skólar. Menntaskólinn er fjölmennastur með sex námsbraut- um og fer þar fram hefðbundin menntaskólakennsla. Þákemurlðnskólinn er veitir iðnfræðslu til sveinsprófs í: Málmiðnum, rafiðnum og tréiðnum. Þriðji fjölmennasti skólinn er Verslunarskólinn. I Verslunarskólanum I Breiðholti eru alls 10 námsbrautir og er læknaritarabraut ein þeirra. Námsþrepin eru þrjú til stúdentsprófs. Sérskóli heilbrigðisfræða veitir fullkomið sjúkraliða- nám undirbúning tæknináms heilbrigðisstétta og stúdentspróf er gerir heilbrigðisgreinum sérstök skil. Matvælatækniskólinn býður fram grunnnám fjögurra iðngreina, þá nám matartækna er starfa á sjúkrastofn- unum og loks nú í fyrsta sinn nám matarfræöinga öll- um þeim er lokið hafa matartæknanáminu. Matvæla- skólinn brautskráir stúdenta. Skóli uppeldisfræða í Breiðholti er að hluta til undir- búningsskóli fyrir Fósturskólann og Þroskaþjálfaskól- ann, svo og íþróttakennaraskólann á Laugarvatni, en býðursíðan fram framhaldsmenntun til stúdentsprófs er auðveldar háskólanám þeim er vilja undirbúa sig undirkennslustörf, félagsvísindagreinarog íþróttanám á háskólastigi. Loks er Myndlistarskólinn með þrem brautum, sam- eiginlegu grunnnámi, en síðan framhaldi í myndmennt- um og handmenntum. Síðari áfanganum lýkur einnig með stúdentsprófi. Innritun í hinasjöólíku skóla Fjölbrautaskólans í Breið- holti fer fram í Miðbæjarskólanum dagana 4. og 5. júní og í húsakynnum skólans við Austurberg 6.-8. júnl. Innritun þessi varðarbæði DagskólaF.B. og Kvöldskóla F.B., Öldungadeild og stendur alla dagana frá kl. 9 að morgni til kl. 18.00 síðdegis. Umsóknir skulu að öðru leyti hafa borist fyrir 10. júní. Skólameistari Tilboð óskast i eftirtaldar bifreiðar, sem veröa til sýnis, þriöjudaginn 5. júni 1984 kl. 13—16 i porti bak við skrifstofu vora Borgartúni 7, Reykjavík og viöar. Saab 900 fólksbifreiö árg. 1982 Mazda 323 fólksbif reiö árg. 1980 Peugeot 504 diesel station árg. 1979 Datsun 120Y fólksbif reiö árg. 1977 Volvo 145 station árg. 1972 Toyota Hi Ace diesel m. gluggum árg. 1981 Toyota Hi Lux pic up skemmd eftir árekstur árg. 1978 Mitsubishi sendif.bifreiö skemmd eftir árekstur árg. 1982 Mersedés Bens fólksf l.bif reiö árg. 1979 Mersedes Bens vöru og fólksfl.bifreið árg. 1974 Mersedes Bens vöru og fólksfl.bifreiö árg. 1973 Ford Econoline sendif.bifreiö árg. 1974 Ford F250 4x4 pic up meö 6 manna húsi árg. 1979 Chevrolet pic up 4x4 árg. 1980 Toyota Hi Lux 4x4 árg. 1980 Toyota Hi Lux 4x4 pic up árg. 1980 Ford Bronco 4x4 árg. 1977 Lada Sport 4x4 árg. 1984 Lada Sport 4x4 árg. 1979 Lada Sport 4x4 árg. 1978 Til sýnis við Kristneshæli Eyjafiröi: Mersedes Bens fólksfl.bifr. 22 manna árg. 1977 Til sýnis hjá Pósti og síma, Akureyri: Ford Transit sendiferöabifreið árg. 1975 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, Akureyri: Volvo L 475 vörubifreiö árg. 1963 Einnig vörubílspallur með sturtum. Tilboö verða opnuö sama dag kl. 16:30 aö viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn aö hafna tilboöum sem ekki teljast viöunandi. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 .PÓSTHÓIF 1441 TELEX 2006 NÝTT SÍMANÚMER 68-71-00 Verzlunarmannafélag Reykjavíkur

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.