Alþýðublaðið - 02.06.1984, Síða 7

Alþýðublaðið - 02.06.1984, Síða 7
7 Laugardagur 2. júní 1984 Fiskeldi Grindavíkur hf — nýstofnað: Hlutafélag um fiskrækt og hafbeit Stofnað hefur verið í Grindavík hlutafélag um fiskrækt og hafbeit. Nafn félagsins er Fiskeldi Grinda- víkur h/f. Að stofnun félagsins standa vel- flest fyrirtæki í Grindavík, þau er útgerð stunda og fiskverkun, auk Hagvirkis h/f og Vélsmiðju Orms og Víglundar s/f í Hafnarfirði og fiskeldisfyrirtækisins Eldis h/f, Húsatóftum við Grindavík. Félagið hyggst koma á fót eldis- stöð á næstu árum, sem framleitt getur 800-1000 t af laxi árlega. Fengist hafa jákvæðar undirtektir Iandeigenda um athafnasvæði til handa félaginu vestan Grindavíkur. Jafnframt er fyrirhugað að nýta jarðvarmaorku til upphitunar sjáv- ar, þannig að vaxtarskilyrði verði sem best allt árið um kring og er þess vænst að samningar takist við Hitaveitu Suðurnesja um varma- og raforkuviðskipti. Fyrsti áfangi eldisstöðvarinnar, 100 t að stærð, byggður á þessu og næsta ári, þannig að starfsemi mun hefjast á miðju næsta ári. Hér er um nokkurs konar tilraunaáfanga að ræða, sent notaður verður til að þróa tilhögun og aðferðir áður en lagt er í stærri framkvæmdir. Félagið hyggst einnig beita sér fyrir hafbeit á laxi og eldi annarra fisktegunda í framtíðinni auk krabba- og skelfiskræktunar. Sömuleiðis hefur félagið huga á þátttöku í innlendri fóðurfram- leiðslu, sem nýtir íslenskt sjávar- fang og jarðgufu til framleiðslunn- ar. Einnig er áhugi á úrvinnslu- greinum í tengslum við tramleiðsl- una svo sem reykingu og niðursuðu. Stofnkostnaður við fyrsta áfanga er áætlaður um 35 Mkr á verðlagi i jan. sl. Stjórn félagsins skipa: Guð- mundur Þorbjörnsson, Gjögri h/f, formaður, Aðalsteinn Hallgríms- son, Hagvirki h/f og Björgvin Gunnarsson, Fiskanesi h/f, með- stjórnendur og Ágústa Gísladóttir, Gullvík h/f, varamaður. Fram- kvæmdastjóri er Jónas Matthías- 'son, verkfræðingur, Hafnarfirði. Óskar 1 hirða ekki einu sinni um að greiða atkvæði, þá er eitthvað meira en lít- ið að. Það spilar nú auðvitað veru- lega inn í að sjómenn eru í erfiðri aðstöðu. Það var slegið veigamikið vopn úr höndum okkar með kvóta- kerfinu og svigrúmið því ekki sem skyldi. En hitt er víst, að ef ekki verður hlustað á okkar mál og veru- leg breyting verður ekki komin til á haustdögum, þá stefnir í stórfelld átök. Ég vil að lokum skora á útgerðar- menn að fara að tilmælum hæst- virts sjávarútvegsráðherra um að lofa sjómönnum að taka þátt í sín- um hátíðarhöldum. Þá vil ég nota tækifærið i tilefni dagsins og færa hinni íslensku sjómannastétt kveðj- ur og árnaðaróskir“, sagði Óskar. Q TRAUST h£ Sími 91-83655 Sjálfvirk saltdreifing Snigilmötun á salti í dreifikassa. Sérstakur umsöltun- arbúnaður, auðveld- ur og öruggur í notk- un. • Enginn mokstur • Spararerfiöi • Spararvinnu • Spararsalt • Sparartíma • Sparar húsrými • Eykurgæði • Eykur þrifnað Box 4413, Knarrarvogi 4 124 Reykjavík Tökum að okkur hverskonar verkefni í setningu, umbrot og plötugerð. Ármúla 38 — Sími 81866 Opnum upp a gatt I tilefni 30 ára afmælis ISARN HF, SCANIA umboðsins á fslandi, verður SCANIAbflasýning laugardaginn 2. og sunnudaginn 3. júní kl. 10“-17“ að Skógarhlíð 10 Reykjavík. Við sýnum fvrsta bílinn sem ÍSARN HF flutti inn fvrir 30 árum. Það nýjasta sem er að gerast í vörubílum, steypu- bílum, flutningabílum, olíubílum og gámabílum. Nýjustu rútur, sem gera ferðalagið mun þægilegra. ÍrattN M.F. SKÓGARHLÍÐ 10 • SÍMI 2 07 20

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.