Tíminn - 24.02.1967, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.02.1967, Blaðsíða 3
FOSTUDAGUR 24. febrúar 19G7 TÍMBNN I SPEGLITIMANS r ‘l ■ | ! •• Hér sjáum við Mia Farrow, eiginkonu Frank Sinatra þar sem hún er á flugvellinum í London, en hún var á leið til Parísar til þess að máta kjól hjá tízkuteiknaranum Cardin. Kjólinn á hún að nota í næstu kvikmynd sinni. Vakti klæða- burður frúarinnar talsverða at- hygli, en Mia Farrow var ein þeirra kvenna, sem voru á lista yfir verst klæddu konur heims. * Romina Power, hin fimmtán ára dóttir leikarans fræga Tyr- ones Power, fetar nú í fótspor föður síns og er farin að leika í kvikmyndum. Um þessar mundir er hún að leika i þriðju kvikmyndinni og er hún tekin á Sikiley. Mótleik- ari hennar er Stanislaus Kloss- owi de Rola, sem er bæði leikari og dægurlagasöngvari, og auk þess greifi að nafnbót. Og nú er svo komið, að Rom- ina er orðin yfir sig ástfang- in í greifanum, sem er. níu ár- um eldri en hún. Og greifinn virðist endurgjalda þessar til finningar hennar og segir: — Þegar ég sá hana í fyrsta sinn, vissi ég, að hún var eina konan fyrir mig. Robert Kennedy er sagður vera mjög hárprúður maður og fyrir skömmu gerðist það í Kaliforníu, að fullorðin kona kom þar sem Kennedy var að halda ræðu og þreif í hár hans með báðum höndum. Harðneit- aði konan að sleppa honum og varð að fá lögregluna til þess að koma henni í burtu. Annars er það sagt í Banda- ríkjunum, að í hvert sinn, sem einlhver deyi, missi gö'mlu stjórnmálamennimir atkvæði, en í hvert sinn, sem einhver verði 21 árs, fái Robert Kenne- dy nýtt atkvæði. Eitt sinn var Kennedy að halda ræðu í há- skóla í Washington og var hann þá spurður hvenær hann hyggðist gefa kost á sér sem fonsetaefni, — Þegar þið eruð öll orðin 21 árs, var svarið. Forsetadóttirin Lynda Bird Johnson hefur nú verið við nám 1 blaðamennsku hjá kvennablaðinu McCalls í nokkra mánuði. Fyrir skemmstu sendi blaðið hana til San Fransisco til þess að afla efnis í blaðið. Lynda Bird fór þangað og í fylgd með henni lifverðir frá bandarísku leyni- þjónustunni og fékk hún sér íbúð á fínasta hóteli borgar- innar og kostaði hún um S þúsund krónur yfir sólarhiing- inn. Það var blaðið, sem borg- aði. Nautábaninn frægi E1 Cor- dobes slasaðist fyrir nokkru á hægri handlegg og varð að framkvæma skurðaðgerð á handleggnum. Meðan hann var að ná sér eftir uppskurðinn, fór hann að mála málverk og innan tíðar fóru þessi málverk að seljast fyrir 10 þ isund krón ur og meira. Oordobas lét kaup endur vita, þegar hann seldi myndimar, að þær væru mál- aðar með vinstri hendinni. Það eru ekki allir, sem fylgja verðstöðvunarlögum Wilsons í Bretlandi. Um síðustu áramót hækkaði Elísabet Bretadrottn- ing aðgangseyri að görðunum við Sandringshamshöll um tvo shillinga. Hirðin afsakar þessa hækkun með því, að blóma- áburður hafi hækkað í verði. Elizabetih Taylor hóf rnikla hertferð á Ítalíu til þess að úf- vega sjúkrahúsum þar blóð. Lét hún birta mynd af sér í blöðum þar sem hún var að gefa blóð. Var hún klædd síð- um kjól og með hálsmen og armband sett smarögðum og og átti myndin að sýna það, að það væri ekki hættulegt að gefa blóð. Leikkonan Monica Vitti, sem sögð er hafa til að bera hina djöfullegu fegurð og fræg er fyrir leik sinn í ýmsum kvik- myndum undir stjórn leik- stjórans Antonioni, er nú u.n þessar mundir að leika i mið- alda gamanleik. ítölsk blöð hafa annars að undanfcrnu verið að skrifa það, að Monica sé leynilega gift Antonioni. ítalska kvikmyndaleikkonan Claudia Cardinale er nú orð- in mjög vinsæl í Bandarikjun. um og nú ætlar kvikmyndafé- lag hennar að fara að hefja mikla áróðursherferð og á að kynna Claudiu fyrir öllum, sem eintoverja þýðingu hafa í Bandaríkjunum. Og meðal ann ars á að koma því svo fýrir, að hún hafi blaðamannafuad í Hvíta húsinu, — það er að segja, ef Johneon Bandaríkja- j forseti gefur samþykki sitt. Adrian Conan Doyle, sonur Arthurs Conar Doyle, höfund- ar Sherlocks Holmes, sagn- anna býr í Sviss og í apríl næstkomandi hyggst hann opna kastala þann sem hann býr í fyrir almenning. Er talið að fjöldi aðdáenda Holm- es komi til Sviss því að hann hefur gert hann að eins konar safni til minningar um Sher- iock Holmes og er þar meðal annars að sjá tönn úr Basker- ville-hundinum fræga og na- kvæma eftirlíkingu af herbergi Sherlocks Holmes í Baker Street 221b. Þar eru pípurnar, fiðlan hans fræga, vindlar, göt eftir byssukúlur á veggjunum og á gólfinu eru blóðblettir, sem stafa af blóði ,,frægs for- sætisráðherra", og fleira mætti upp telja. Þótt Sir Art'hur Conan Doyle hafi látizt 1930, eru bækur hans enn jafnvin- sælar og þá og enn þann dag í dag berast bréf, þar sem Holmes er beðinn að leysa morðgátur. Bréf þessi eru öll endursend með þeirri afsök- un, að Holmes sé svo önnum kafinn, að hann geti ekki sinnt beiðni bréfritara. i r* Það eru nú um fimmtíu ár síðan John Barrymore lék í fyrstu Holmes kvikmyndinni og við það tækifæri sagði Barrymore: — Ég hlakka sann arlega til að hitta Holmes, þeg- ar ég kem til Englands. Þetta er væntanleg vor- og sumartízka. Er flíkin búin til úr marglitum plasthringjum og eru eyrnalokkar í stíl við. Það er auðvitað í París, sem þessi tízka er sýnd og það er teiknarinn Paca Rabanne, sem á hugmyndina. ALCAN '■ ALÚMÍN PROFILAR • SLÉTTAR & BÁRAÐAR PLÖTUR ocröksii REYKJAV^iLÁ0GAVtGI17g SÍMI3800B veitingahúsið ASKUR BÝÐUR YÐUR GRILLAÐAN KJUKLING o,fl. íhandhœgum umbúðum til að taka HEIM ASKUR suðurlandsbraut 14- sími 38550 OTIHURDIR SVALAHURÐIR BÍLSKÚRSHURÐIR HURDAIDJAN SF AUDBREKKU 32 KÓPAV. SÍMI 41425

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.