Tíminn - 24.02.1967, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.02.1967, Blaðsíða 7
FOSTUDAGUR 24. febrúar 1967 ÞINGFRÉTTIR TÍMINN ÞINGFRÉTTIR iétta verður ranglátum álögum af útgerðinni Fram var haldið í neðri deild í gær 1. umræðu um frumvarp þeirra Björns Pálssonar og Jóns Skaftasonar um afnám íáuna- skatts af útgerð báta undir 120 tonnum og af vinnulaunum við fiskverkun. Sverrir Júlíusson, sem er for- maður Landssam'bands íslenzkra útvegsmanna, og 7. landskjörinn 'þingmaður, sagði það góðra gjalda vert að létta gjöldum af útvegn um, en þetta frumvarp væri van Jiugsað og aðeins sý.idartillaga, því flutningsmenn vissu, að ó- (hugsandi væri að frumvarpið næði frarn að ganga, þar sem iauna- skatturinn væri liður í _ júní- samkomuiaginu frá 1964. Útvegs- menn hefðu lagt til að iauna skatturinn væri miðaður við kaup tryggingu sjómanna en það hefði ekki náð fram að ganga. Bauðst hann til að flytja með Jóni Skaftasyni frumvarp um það efni en ekki þetta. Þá sagði Sverrir að ógerlegt væri að reik.na út við fiskverkun, hvaða fiskur væri lagður upp af minni bátum og hver af stærri slíkt ryði dýrt i í framkvæmd. Jón Skaftason sagði að Sverrir Júlíusson talaði sem forystu- maður útvegsmanna og það hefði verið skiljanlegt að útvegsmenn um land allt hefðu átt þess kost að heyra þessa ræðu. Menn nefðu áreiðanlega búizt við meiri reisn og sóknarbörku formanns síns en í Iþessari ræðu hefði komið fram. Fjöldasamþykktir út- vegsmanna um land allt dyndu yífir um nauðsyn þess að létta álögum af útgerðinni, en > sjávar útvegsmálum í þingliði Sjálfstæðis flokksins hefðu ekki ílutt eilt einasta mál í þessa átt hvorki á þessu þingi né fyrri þingum held ur staðið að smíði þeirra pikla allra sem ríkisstjórnin hefði hengt á útgerðina á stjórnarár- um sínum. Þá leiðrétti Jón þann misskilning Sverris, að frumvarp- ið gerði ráð fyrir að létia að- eins launaskatti af verkun afla minni báta, skýrt væri teaið fram i 2. grein frumvarpsins að hér væri átt við alla fiskverkun. ★ Skúli Guðmundsson liefur tekið aftur sæti sitt á Alþingi. ■+C Þórarinn Þórarinsson liefur flutt breytingatillögu við 3. umræðu um frumvarp um breyting á lögum um tekjustofna sveitarfélaga þess efnis, að bætur almannatrygginga skuli undanþegnar útsvarsálagningu og heimilt sé að lækka útsvör gjaldenda, sem orðnir séu 65 ára. ■jkr Karl Kristjánsson mælti í gær fyrir frumvarpi sínu um heimild fyrir ríkisstjórnina til að selja sex eyðijarðir í Grýtubakkahreppi til Suður-Þingeyjarsýslu. itr Ásgeir Bjarnason mælti í gær fyrir frumvarpi er hann flytur ásamt Páli Þorsteinssyni uin styrk við heimilisvatnsveitur. ★ Ríkisstjómin lagði í gær fram frumvarp til laga um Búreikninga- stofu landbúnaðarins. Frumvarp þetta er samið af nefnd og gerir ráð fyrir nokkrum breytingum á starfsemi búreikningsskrifstofunnar og skipulagi þeirra mála. Vestur-Skaftfellingar Aðalfundur Framsóknarfélags , inn 26. þessa mán. kl. 2 e. h. Þing Vestur-Slcaftafellssýslu verður | menn flokksins í kjördæminu haldinn í Vík í Mýrdal, sunnudag-' mæta á fundinum. Almennur stiómmálafundur á Snæfells- flftSÍ - Nv yjftlwf \ 5cl Ungir Framsóknarmenn efna til 15. Frummælendur verða Stefán almenns stjórnmálafundar um ný ; Jóhann Sigurðsson. Ólafsvík og viðhorf í íslenzkum stjórnmálum á j Jónas Gestsson, Grundarfirði. Vegamótúm á Snæfellsnesi næst j Stjórn SUF mun mæta á fundin komandi sunnudag 26. febrúar, kl. I um. Allir velkomnir. Væri því fallin brott aðilmótbára Sverris, en hollara væri honum að lesa þingskjöl betur áður en hann gagnrýndi þau. Staðreynd væri að útgerðarfyrirtækin og frystihúsin gætu ekki greitt benn an launaskatt og hvaða vit er þá í því að heimta hann af þeim til þess eins að borga þeim upp bætur í staðinn, sem ríkissjóður aflaði svo með nýjum sköttum á fól'kið í landinu, sem yrði svo að fá hærra kaup til að risa undir þeim. Björn Pálsson sagði, að hér væri uim tvær stefnur að velja halda áfram á þeirri ófærubraut, sem farin hefði verið á undan- förnum árum eða fara þá leið að létta ranglátum álögum af út gerðinni, lengja lán og lækka vexti og búa að öðru leyti þannig að henni með löggjöf að hún gæti staðið á eigin fótum styrkjalaust. Mesta vitleysa, sem núverandi ríkisstjóra hefði gert væri vaxtahækkunin, sem átti að draga úr eftirspurn eftir lánsfé og stöðva verðbólguna en aldrei væri meiri eftirspurn peninga en nú og verðbólgan á fullrj ferð. Til lögur bátanefndarinnar væru vel- viljaðar og jákvæðar en næðu ekki nógu iangt., Sverrir Júlíusson sagði bað engu skipta, þótt í frumvarpinu væri átt við alla fiskverkun, bví að bóbhald þyrfti að auka ef þetta væri tekið upp. Spurði hann Jón Skaftason, hvort hann vildi flytja með sér breytingatil lögu um afnám greiðslu slysa tryggingar miðað við aflahlut, sem nú væri lagt á útgerðina, skv. lögurn er sett voru 1963. Loks sagði Sverrir, að hann væri nú að vinna að því að fá vexti lækk aða á lánum útvegsmanna. Jón Skaftason sagði að þetta frumvarp væri flutt sem próf steinn á það, hvort stjórnarflokk ar léðu máls á því að vinna að því að lótta álögum af utgerð- inni, sem hún gæti ekki borgað. Fjarstæða væri að segja slíka laga breytingu og frumvarpið frum varpið ráðgerði ólhugsandi vegna þess að um málið hefði venð samið í júnísamkomulaginu 1964. Stangaðist það heldur óþyrmilega á við þann málflutning, sem Sjálf stæðisflokkurinn beitti gegn vinstri stjórninni vegna þess að hún kvaðst vilja leysa ef.tahags vandamálin í samstarfi við launa stéttirnar. Júnísamkomulagið heíði verið endurnýjað 1965 til eins árs en éngin slík endurnýj un átt sér stað 1966 og því væri það úr gildi fallið. Þann tekju missi til húsnæðismála, sem af samþykkt frumvarpsins leiddi gerðu flutningsmenn ráð fyrir að bættur yrði upp eftir öðrum leiðum af sameiginlegum sjóðum þjóðlfélagsins. Varðandi tilboð j Sverris um aðild að flutningi að frumvarpi um afnám slysa- tryggingar að aflahlut sagði Jón að bátanefndin hefði orðið sam mála um að mæla með að það mál yrði atlhugað og reynt að finna á því lauisn í samráði við sjómannasamtökin. Þegar ljóst yrði, að þessi tillaga næði ekki fram að ganga kvaðst Jón reiðu búinn að flytja um málið frum varp með Sverri Júlíussyni en að sjálfsögðu með þeim fyrirvara, að þeir yrðu ásáttir um efni þess. FRAMKVÆMDÍR i STRAUMS- VÍK GANGA EFTIR ÁÆTLUN FB—Reykjavík, fimmtudag, Stjórnarfundur var lialdinn í ISAL á miðvikudaginn, og í til- efni af því komu hingað' til lands Meyer stjórnarfonnaður og aðal- forstjórj Alusuisse og dr. Miiller aðalframkvæmdastjóri Alusuisse, sem eiga sæti í stjórn ISAL. Auk þess eru staddir hér dr. Hammer- licli aðallögfræðingur og Miiller viiVikiptalegur framkvæmdastjóri Alusuisse. Frrmkvæmdir við und- irbúning Álverksmiðjunnar í Straumsvík munu ganga samkv. áætlun. og vinna nú 20 manns við ceiknjngar og annað, sem við kemur undirbúningnUm. Nu liafa verið pöntuð tæki til verksnriðjunnar fyrir 80 milljónir íslenzkra króna, og bráðlega verða frekari tækjapantanir gerðar fyr- ir 500—600 mjlljónir. Hefur Alusuisse gert ráð fyrir, að á yfiriiandandi ári verji það milli 300 og 400 milij. kr. til fram- kvæmdanna við verksmiðjuna, sem fullgerð. miðað vjð 60.000 tonna ársframleiðslu, muni kosta 2000 til 2500 millj kr. Byggingaframkvæmdir eiga að hefast í sumar. og verða skrif- stofur íbúðar'núsnæði fyrir starfs menn og skemmur fyrst reistar. Samkvæmt áætlun verður fyrsta áfanga lokið árið 1969, eða á sama tíma og lokjð verður við fyrsta áfanga Búrfellsvirkjunar. Þá á verksmiðjan að geta afkastað 30.000 tonnum, en eftir þriggja ára starfrækslu verður verksmjðj an stækkuð um 15.000 tonn, og innan 6 ára aftur um 15.000 tonn. GOLFTBPPI WILTON TBPPADRBGLAR TBPPALAGNIR BFTIR MÁLI Laugavegi 31 - Simi 11822. IBUÐA BYGGJENDUR Smíði á INNIHURÐUM hefur verið sérgrein okkar um árabil Kynnið yður VERÐ GÆDÐI AEGREIÐSLU FREST 4.4 SIGURÐUR ELÍASSON% Auðbrekku 52 - 54, Kópavogi, sími 41380 og 41381 BOKAMARKAÐUR í dag hefst hinn árlegi bókamarkaður Róksaiafélags íslands í Listamannaskálanum. Stærri og fjölbrevttari en nokkru sinni fyrr OPIÐ TIL KLUKKAN 10 E.H. BÓKAMARKAÐURINN LISTAMANNASKÁLANUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.