Alþýðublaðið - 14.06.1984, Side 1

Alþýðublaðið - 14.06.1984, Side 1
alþýöu- Fimmtudagur 14. júní 1984 112 tbl. 65. árg. 25 þús. eintök Enn á ný kemur Alþýðublaðiö út í 25 þúsund eintökum og fjallar efni blaðsins um atvinnulíf. Kemur þetta blað inná flest heimili á Reykjavíkur- svæðinu, auk þess sem það fertil áskrifenda Alþýðublaðsins um allt land. Blaði þessu hefur verið gffurlega vel tekið. Bæði hafa auglýsendur sýnt þvf mikinn áhuga og almenningur hefur þakksamlega þegiö eintak af blaðinu til lestrar. Af gefnu tilefni er minnt á að auglýsingasimi þessa stóra blaðs er sá sami og Alþýðublaðsins 81866. Alþýðublaðið er málgagn jafnaðarstefnunnar og jafnaðarmanna á íslandi. Það er skelggur vörður þeirrar stefnu sem mest áhrif hefur í þjóðmálum veraldarinnar og flestar þjóðir sækjast eftir að marka í stjórnarhætti sfna. Marga fýsir að kynnast þessari stefnu og viðhorfum hennar til hins dagleg$ Iffs. Með þvf að ger- ast áskrifandi að Alþýðublaðinu þá er þetta tryggt. Askriftasfmi er 81866. Eiður Guðnason, formaður þingflokks Alþýðuflokksins:___________ Óánægjan með stjórnina vex ört Á síðasta þingi kom vel fram hversu málefnastaða Alþýðuflokksins er sterk Blikur eru á lofti í stjórnmálum og efnahagsmálum íslendinga um þessar mundir. Innan stjórnar- flokkanna og á milli þeirra magnast upp sundurlyndi, hvert ágreinings- málið á fætur öðru kemur upp á yfirborðið og forsætisráðherra landsins viðurkennir fúslega að fjölmörgum f'ramsóknarmönnum sé meinilla við stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Innan Sjálf- stæðisflokksins fer úlfúðin vaxandi og sendi varaformaður flokksins ráðherrum sínum kaldar kveðjur nýlega. Almenningur í landinu verður þess æ meir var að lækkun verðbólgunnar stafar einungis af einhliða árás á kjörin, að ekkert hefur annað verið gert sem tryggt getur að verðbólgan haldist niðri. Rikisstjórn Steingríms Hermanns- sonar kann engin önnur ráð en að skerða launin og skera niður félags- lega þjónustu. „Ráðherrar stjórnarinnar munu sjálfsagt reyna að láta líta svo út sem allt sé með felldu, en við sjáum þess greinileg merki að það ólgar verulega undir niðri. Það er uppi veigamikill ágreiningur í hinum mikilvægustu málum. Segja má að sundurlyndið hafi farið verulega að magnast sl. haust þegar stjórnar- flokkarnir tóku að stunda hin ótrú- legustu hrossakaup og er þá ofar- lega i hugum manna húsnæðismál- in og mangósopinn. Síðustu dagar þingsins voru eftirminnilegir, ekki hvað síst vegna kartöflumálsins, þar sem ráðherrar ríkisstjórnarinn- ar minntu mann helst á nátttröll sem dagað hafa uppi á heiðiþ sagði Eiður Guðnason, formaður þing- flokks Alþýðuflokksins þegar Al- þýðublaðið ræddi við hann um stjórnmálaástandið og þinghaldið. Á 106. löggjafarþingi íslendinga vakti það verulega athygli hversu málefnastaða Alþýðuflokksins er sterk. Þingflokkurinn flutti 19Iaga- frumvörp, 21 þingsályktunartil- lögu, flutti 26 fyrirspurnir og auk þess beiðni um sérstaka skýrslu um Islenska aðalverktaka. Af frumvörpunum fékkst eitt samþykkt, en það var frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur um breyt- ingu á lögum um verðlag, sam- keppnishömlur og óréttmæta við- skiptahætti, en það fjallar um skipulagða og markvissa rannsókn Verðlagsstofnunar til að tryggja sanngjarna verðlagsþróun á ein- stökum vörum og þjónustu. Af 21 þingsályktunartillögum flokksins voru 9 samþykktar, en það er rúmur þriðjungur allra þeirra tillagna sem þingið sam- þykkti yfirhöfuð. „Ég hugsa að það sé algert eins- dæmi að svo margar tillögur frá stjórnarandstöðuflokki hafi verið samþykktar. En það var ekki vegna neinnar gæsku ríkisstjórnarflokk- anna að þessi mál komust í gegn. Hér var eingöngu um það að ræða, að þetta voru svo góð og nauðsyn- leg mál að stjórnarsinnar sáu sér hreinlega ekki fært að standa gegn þeimý sagði Eiður. TiIIögur Alþýðuflokksins sem þannig voru samþykktar voru: 1. — um afnám tekjuskatts af launatekjum, 2. — tillögur um úttekt á umfangi Framhald á 6 síðu Eiður Guðnason Mikla athygli vakti í Austurstrœti, þegar tískusýningarstúlkur frá Toginu hófu að sýna nýjustu sumartískuna fyrir utan verslunina. Dreif þegar að fjölmenni, sem fylgdist með af áhuga. (sjá bls. 20.) Guömundur Árni Stefánsson ritstjóri skrifar Það er hægt að útrýma fátækt á íslandi Það fyrirfinnst fátækt á Is- landi. Fátæku fólki, sem varla hefur ofan í sig eða á, hefur stór- fjölgað síðustu tvö misseri. Hér eru engar ýkjur á ferðinni. Hér er um ískaldan og napran sannleika að ræða. Þau kjör sem láglauna- fólki er boðið upp á framkalla ó- hjákvæmilega fátæktarástand á mörgum heimilum í landinu. Við íslendingar höfum stund- um gortað af öruggu og þéttriðnu neti tryggingarkerfisins, sem koma á í veg fyrir það að nokkur íslendingur þurfi að líða skort. Og víst er það rétt að fyrir tilstuðl- an jafnaðarmanna hefur tekist að skapa allvíðtækt og virkt al- mannatryggingarkerfi. En það dugir ekki. Tvennt kem- ur þar til. í fyrsta lagi hefur núver- andi ríkisstjórn sýknt og heilagt verið að höggva í þessar almanna- tryggingar og hefur boðað frekari atlögu í garð félagshyggjunnar og samhjálpar hér á landi. Nú skal hver vera sjálfum sér næstur. Og þegar síðan koma til viðbótar harkalegar kjaraskerðingar af völdum lagaboðs ríkisstjórnar- innar, þá er ekki von á góðu. Eins er það, að ekki er miðað við að fólk sem er heilt heilsu og stundar sína fullu vinnu þurfi að njóta aðstoðar eða bóta úr almanna- tryggingarkerfinu. En staðreynd- in er einfaldlega sú, að þau lág- markslaun, sem svo margir launa- menn á Islandi fá fyrir fulla 40 tíma vinnuviku nægja alls ekki til að framfleyta fjölskyldum við- komandi. Þar er langur vegur frá. Eða getur einhver stigið fram og skýrt alþjóð frá því hvernig unnt á að vera að reka t.a.m. fjögurra manna heimili fyrir 12.700 krónur á mánuði. Það er þau lágmarks- laun, sem verkalýðshreyfingin hefur samið upp á við vinnuveit- endur. En er það ófrávíkjanlegt að fátæktarástand verði að ríkja hjá ákveðnum hópum fólks hér á landi? Er efnahagsástand þjóðar- innar svo bágborið, að við verðum að bjóða fjölmörgum þegnum þessarar þjóðar upp á það, að geta ekki alið önn fyrir sjálfum sér og sínum? Allir hafa heyrt þannan söng atvinnurekenda, og einnig heyrt bakraddir ríkisstjórnarflokk- anna, þar sem kyrjað er að ekki sé hægt að greiða fólki hærri laun, en verðmætin, sem eru til staðar, standi undir. Og fólki er sagt að þjóðin afli einfaldlega ekki meiri verðmæta. Þess vegna verði þessi hópur láglaunafólks að sætta sig við orðinn hlut; „verði að herða sultarólina" eins og það er gjarn- an orðað. En er þetta svona? Er íslenska þjóðin það hart keyrð að svo og svo stór hópur fólks verði að vera undir fátæktarmörkum, verði að lepja dauðann úr skel? Hvernig kemur það þá heim og saman, að þjóðartekjur á mann hérlendis eru með því hæsta sem gerist í Evrópu? Hvernig stendur á öllu þessu gífurlega fjármagni, sem virðist á lausu, þegar ákveðnir aðilar vilja fara í stórfram- kvæmdir? Hvers vegna þurfa sumir og hafa sumir svona mikið fjármagn umleikis í lífinu á sama tíma og aðrir hafa langtum minna á milli handanna en mannsæm- andi getur talist? Það eru einhvers staðar maðkar í mysunni? Að sjálfsögðu vita allir fullvel, að peningar verða ekki til úr engu og því verður ekki eytt, sem ekki er til. Þetta vita launamenn best allra, enda hafa þeir ekki verið á- byrgðarmenn óðafjárfestinga undanfarinna ára, þar sem byggt hefur verið og framkvæmt út í loftið, m.a. fyrir opinbert Iánsfé. Mergurinn málsins er sá, að þjóðarverðmætum er ójafnt skipt. Það fá sumir langtum stærri og safaríkari bita af þjóð- arkökunni en aðrir. Og án alls réttar. Það eru þeir fáu stóru sem fá öll tækifæri til að maka krók- inn á sama tíma og niðurskurðar- hnífnum er beitt á fjöldann — á hið almenna launafólk með meðallaun og þar fyrir neðan. Svo einfalt er það. Líti menn eitt ár aftur í tímann, þegar ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar komst til valda. Það þurfti að grípa til aðgerða í efnahagsmálum. Þau voru L kaldakoli. Eitthvað þurfti að gera og þá aðallega það að slá niður verðbólguna. Og hverjir voru látnir borga þann herkostnað. Voru það stórfyrirtækin sem þurftu að raka saman auði og skila tugmilljónum króna í jFramhald á 11. síðu

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.