Alþýðublaðið - 14.06.1984, Blaðsíða 2
2
Fimmtudagur 14. júní 1984
*
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Stjórnmálaritstjóri og ábm. Guðmundur Árni Stefánsson.
Blaðamaður: Kriðrik Þór Guðmundsson.
Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir.
Kitstjórn og auglýsingar eru að Árrnúla 38, Reykjavik, sími 81866.
Setning og umbrot: Alprent hf. Ármúla 38.
Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12.
Áskriftarsíminn
er 81866
QITCT IfiDMfl DODCIK
Albert svíkur enn eitt loforðið
Mlbert Guðmundsson fjármáiaráðherra greip
til þess hálmstrás þegar Ijóst var að fjárlögin
hans voru á sandi byggð og ríkisfjármálin öll í
kaldakoli, að slá sig til riddara sem fjármála-
ráðherrann, sem segir þjóðinni sannleikann,
hversu óþægilegur hann væri. Albert hældi
sjálfum sér í hástert fyrir það að segja fólki frá
því að fjárlögin hans væru plat og staða ríkis-
fjármála langtum erfiðari, en hann hafði upp-
lýst áður.
Og víst fékk Albert plús hjá fólki fyrir það að
reyna ekki að draga fjöður yfir sannleikann.
( Sannleikurinn var sá, að stórt gat var í ríkisfjár-
máladæminu, gat upp á tvo milijarða. Ríkis-
stjórnin og Albert voru hins vegar ekki jafn-
upplýsingaglöð', þegar að því kom að ráða
þurfti bót á fjárlagagatinu, því sannleikurinn
var sá að stjórnvöld stóðu á gati yfir gatinu. Og
niðurstöður mála þekkja allir: Slegin voru er-
lend lán til að gatfylla.
En hvar skyldi sannleiksástin liggja hjá fjár-
málaráðherra um þessar mundir? í Útvarpinu í
fyrrakvöld var leitað frétta af ástandi ríkisfjár-
málanna núna, þremur mánuðum eftir siðasta
uppgjör. Nú hins vegar brá svo við að fjármála-
ráðherra, sem hafði lofað þjóðinni nákvæmri
skýrslugerð reglulega um ástand ríkisfjármái-
anna, sneri upp á sig og sagðist ekki tilbúinn
með neitt slíkt í sínum fórum. Albert sagði í
útvarpsviðtalinu, að það væri spurning hvort
hann væri nokkuð að standa í slíkri upplýs-
ingaþjónustu gagnvart almenningi vegna þess
að fjölmiðlar og blaðamenn hefðu ráðist svo
harkalega á sig, þegar han.n birti slíkar tölur
síðast.
Albert ætlar sem sé að kenna blaðamönnum
og fjölmiðlum um það, að hann ætlar að ganga
á bak orða sinna; ætlar ekki að leyfa fólki að
fylgjast með gangi fjármála hjá hinu opinbera.
Það er æði lélegt hald í þessari skýringu fjár-
málaráðherra og hætt við að lítið kæmi í fjöl-
miðlum frá embættismönnum og stjórnmála-
mönnum, ef þeir ætluðu fyrirfram að biðja um
einhverja silkihanskameðhöndlun hjá blaða-
mönnum, þegarákveðin mál væri til umfjöllun-
ar.
Það sem er að gerast, er einfaldlega það, að
fjármálaráðherra er að svíkja gefin fyrirheit. Út
af fyrir sig þarf það ekki að koma neinum á
óvart. Núna svíkur Albert það að koma hreint
fram við fólkið í landinu og segja því sannleik-
ann umbúðalaust. Áður hafði hann svikið það
loforð sitt, að erlend lán hækkuðu ekki. Hann
hafði einnig svikið það loforð sitt, að skattar
hækkuðu ekki. Honum hefur mistekist það
ætlunarverk sitt að spara, því óðafjárfestingar
haldaáfram innan ríkisgeirans, en niðurskurð-
ur á sér stað einvörðungu á hinu félagslega
sviði.
Þau eru æði mörg feilspörkin hjá fjármálaráð-
herraáaðeins rúmlegaeins árs valdaskeiði. Út
af fyrir sig hef.ur mistakaferillinn ekkert verið
skrautlegri hjá honum en öðrum ráðherrum
þessarar makalausu ríkisstjórnar, því allir
standa þeir framarlega í keppninni um mesta
mistakaráðherrann. Allír hafa þeir verið dug-
legir við að vinna sér prik á þeim vettvangi.
Mest voru þó mistökin í byrjun; nefnilega
þau að þessi rikisstjórn komst á laggirnar. Það
hefur þegar sannast áþreifanlega á síðustu
tveimur misserum og á eftir að verða fólki enn
Ijósara eftir þvi sem lengri tími líður og núver-
andi ríkisstjórn er að völdum, að ríkisstjórn
Steingrlms Hermannssonar hefði betur aldrei
orðið að veruleika. — GÁS.
40 ára afmœli lýðveldisins 17 júní:
Fjölbreytt
hátíðarhöld
Skartið íslenskum þjóðbúningum
Borgaryfirvöld hafa faliö Æsku-
lýðsráði Reykjavíkur að annast
störl' þjóðhátíðarnefndar og sjá um
dagskrárgerð og framkvæmd 17.
júní hátíðarhaldanna.
Dagskrá þjóðhátíðar í Reykjavík
1984 verður með hefðbundnum
hætti fram að hádegi. Markús Örn
Antonsson, forseti borgarstjórnar,
leggur blómsveig frá Reykvíkingum
á leiði Jóns Sigurðssonar í kirkju-
garðinum við Suðurgötu og hefst
athöfnin kl. 10.00. Síðan verður
dagskrá við Austurvöll og hefst hún
kl. 10.40. Þórunn Gestsdóttir, vara-
formaður Æskulýðsráðs Reykja-
víkur, setur hátiðina. Forseti ís-
lands leggur blómsveig frá íslensku
þjóðinni að minnisvarða Jóns
Sigurðssonar og Steingrímur
Hermannsson, forsætisráðherra,
flytur ávarp. Þá verður ávarp fjall-
konunnar og Karlakórinn Fóst-
bræður syngur og Lúðrasveit
Reykjavíkur leikur. Kl. 11.15 verður
guðþjónusta í Dómkirkjunni, sr.
Solveig Lára Guðmundsdóttir
predikar og dómkórinn syngur
ásamt Elísabetu F. Eiríksdóttur.
Dagskrá í miðbæ Reykjavíkur
hefst kl. 13.30 og fara öll hátíðar-
höldin fram í miðbænum. Dag-
skránni lýkur síðan með dansleik á
tveimur stöðum, í miðbænum og í
Höllinni.
Af einstökum atriðum má nefna
að félagar úr Fornbílaklúbbi ís-
Iands aka bifreiðum sínum um
borgina og að Kolaporti þar sem
fram fer sýning á gömlum bifreið-
um. í Hljómskálagarðinum sýna
skátar tjaldbúðar- og útistörf. I
Lækjargötu skemmta Tóti trúður
og Breakbræður og félagar úr
Félagi tamningarmanna sýna hesta
sína. Þjóðdansafélag Reykjavíkur
sýnir þjóðdans og þjóðbúninga á
Kjarvalsstöðum. Kl. 15.20 hefst
skrúðganga frá Hlemmtorgi undir
stjórn skáta og Lúðrasveitar verka-
lýðsins, og verður gengið að Arnar-
hóli þar sem fjölskylduskemmtun
hefst kl. 16.00. Á skemmtuninni,
sem er í umsjón Leikfélags Reykja-
víkur, koma fram 13 leikarar leik-
félagsins auk hljóðfæraleikara.
I Gerðubergi verður sýning á
munum og listaverkum, tengt sögu
lýðveldisins. Sýningin er unnin af
nemendum Fossvogsskóla. Sýning-
in stendur yfir til 1. júlí. Um kvöld-
ið kl. 20.00 hefst síðan kvöld-
skemmtun í miðbænum. Lúðra-
sveitin Svanur leikur létt lög í
Lækjargötu og síðan hefst kvöld-
skemmtun og dansleikur á Lækjar-
torgi. Hljómsveit Magnúsar
Stefánssonar ásamt Jóhanni Helga-
syni, Ernu Gunnarsdóttur og
H-L—H flokknum skemmta til kl.
23.30.
Leikhúsið „Svart og sykurlaust"
býður þjóðhátíðargestum í ferðalag
inn í Laugardalshöll þar sem mið-
næturdansleikur í samvinnu Lista-
hátíðar og Æskulýðsráðs Reykja-
víkur hefst kl. 23.00. Fram koma
Hjómsveitirnar Stuðmenn og Pax
Vobis auk leikhópsins „Svart og
sykurlaust".
Gert er ráð fyrir að skemmtun-
inni Ijúki kl. 03.00.
Strætisvagnar Reykjavíkur aka
frá Lækjartorgi að Laugardalshöll
kl. 23.30 og síðan aka vagnarnir til
kl. 03.30 um nóttina frá Laugar-
dalshöll í hverfi borgarinnar.
í tilefni 40 ára afmælis Iýðveldis-
ins er það ósk margra að íslenskir
þjóðbúningar setji sérstakan svip á
hátíðarhöldin um allt land.
í Reykjavík er fyrirhuguð skrúð-
ganga frá Hlemmtorgi að Lækjar-
torgi og viljum við hvetja alla þá
sem eiga þjóðbúning að fara að
huga að búningnum og koma hon-
um í Iag og fylkja svo liði kl. 3.30
e.h. á Hlemmtorgi og ganga með í
skrúðgöngunni niður í miðbæ.
Munið eftir að vera i svörtum
sokkum og svörtum skóm við upp-
hlutinn og peysufötin.
Upplýsingar um þjóðbúningana
verða fúslega veittar í Leiðbeining-
arstöð um íslenskraþjóðbúninga að
Laufásvegi 2 í síma 15500 miðviku-
daginn 13. júní frá kl. 4-6 e.h.
Heimilis-
peningarnir
Hagurheimilisins byggistáfjárhagsleguöryggi.
Sparibaukurinn, sparisjóðsbókin, ávísanareikningurinn og verðtryggðu
reikningarnir eru þar nauðsynleg hjálpargögn, auk þess tryggja þau
arðbær bankaviðskipti.
Gott yfirlit heimilisútgjalda og reglubundinn sparnaður er hverju heimili
nauðsyn.
WP LANDSBANKINN
xK/ Banki allva landsmanna