Alþýðublaðið - 14.06.1984, Síða 8
8
Fimmtudayur 14. júní 1984
Mjólkursamsalan í Reykjavík:____
Alfarið átöppunar
og dreifingarstöð
— segir Guðlaugur Björgvinsson, forsjóri
Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar íReykjavík. Eignir seldar
til þess að fjármagna nýbygginguna.
Hjá Mjólkursamsöl-
unni í Reykjavík hittum
við forstjórann, Guðlaug
Björgvinsson og lagði
hann áherslu á það í upp-
hafi að rekstur Mjólkur-
samsölunnar væri að lang-
mestu leyti sala á mjólk og
mjólkurafurðum.
„Við erum einfaldlega
að gera verðmæti úr mjólk
frá okkar umbjóðendum,
sem eru mjólkurframleið-
endur á Suður — og Vest-
urlandi,“ sagði Guðlaug-
ur. „Kaup bænda er sem
kunnugt er reiknað út eftir
svokölluðu viðmiðunar-
verði og á siðasta ári rétt
tókst okkur að skila því
verði.
í ísgerðinni og brauðgerðinni,
sem hafa staðið sig vel, hefur aftur
á móti myndast einhver hagnaður.
Velta var hjá okkur á síðasta ári um
900 milljónir króna og þar af er
níundi partur í þessum síðast-
nefndu greinum, eða um 100 millj-
ónir.
Undanfarin þrjú ár höfum við
ráðstafað um kr. 100 milljónum í
nýbyggingu okkar, þar af var á síð-
asta ári byggt fyrir um kr. 60 inillj-
ónir. Öll mun byggingin nteð tækj-
um kosta um 400 milljónir, þannig
að aðeins fjórðungur byggingar-
verðs er nú þegar komin í bygging-
una.
Gífurlegt umfang er í rekstri
Mjólkursamsölunnar, þótt yfir 50
mjólkurbúðir hafi verið seldar fyrir
tæplega tíu árum og fór það fé til
þess að fjármagna nýbygginguna.
Árið 1976 var fyrirtækinu breytt í
heildsölufyrirtæki og öll mjólkur-
sala um leið gefin frjáls. Þetta
breytir auðvitað rekstrinum mikið
og er nýbyggingin sérstaklega hönn-
uð með hliðsjón af því i.
Á síðasta ári varð fjármuna-
myndun eða uppruni fjármagns um
75 milljónir króna. Afskriftir og
verðbreytingafærsla var um 40
milljónir, hagnaður undirfyrir-
tækja uppá fjórtán milljónir og í
byggingasjóði voru 17 milljónir.
Nýbyggingin breytir engu um
rekstur mjólkurbúa útá Iandi, t.d.
Mjólkurbús Flóamanna. Mjókur-
samsalan i Reykjavík er alfarið
átöppunar og dreifingarstöð.
Vinnsla á umframmjólk fer annars-
staðar fram í Iandinu. Sveiflur á
mjólkurframleiðslunni hafa því
ekki bein áhrif á rekstur Mjólkur-
samsölunnar.
Hérna vinna um 200 manns og
eðli starfseminnar er þannig að hér
er mikil þörf á góðri aðstöðu. í
rauninni erum við að endurnýja
hús, sem var hannað fyrir 45 árum,
á tímum mjóikurbrúsanna og síðar
flaskanna. Þá voru 60 þúsund neyt-
endur á svæðinu^núna eru þeir 150
þúsund. Núna erum við með yfir
100 framleiðslutegundir og í ísvör-
unum t.d. fleiri sérvörum þjónum
við allri landsbyggðinni. Víðast
hvar í heiminum tíðkast það t.d. að
mjólkurbílar tappi af mjólkinni
undir þaki nema hér. Þetta breytist
sem betur fer með nýju stöðinni,
auk þess sem einnig verður hægt að
þrífa bílana undir þaki.
Brauðgerðin er algjörlega rekin
sem sér fyrirtæki og 95% útakstur
brauða fer fram í sér bílum. Eignar-
staða alls fyrirtækisins er góð,
eignirnar hér eru metnar um 210
milljónir að brunamati.
Allar hefðbundnar mjólkurvör-
ur eru verðlagðar af sexmanna-
nefnd, skv. lögum. Eru það vörur
eins og mjólk, rjómi, skyr o.s. frv.
Sérvörurnar eins og jógúrt,
G—vörurnar, kakómjólk, ávaxta-
safar og mjólkurdrykkir eru aftur á
móti verðlagðar hér. Sexmanna
nefndin gæti auðvitað verólagt
þetta sjálf, en í reynd hefur það ver-
ið gert hér. Stefna okkar í verðlagn-
ingu þessara vara hefur fyrst og
fremst miðast við það, að þær skili
bændum hinu Iögboðna viðmiðun-
arverði. Hinar hefðbundnu mjólk-
urvörur mega aldrei bera kostnað-
inn af sérvörunum.
Lækknu sérdrykkjanna nýlega
byggðist á þcirri spurningu, hvort
þeir væru skattskyldir. Fjármála-
ráðuneytið úrskurðaði nýlega að
þessir drykkir væru söluskattskyld-
ir. í reynd þýddi þetta 40% hækkun
á drykkjunum og jafnframt að þeir
yrðu óseljanlegir. í íramlialdi af
þessu komu svo tilmæli frá land-
búnaðarráðherra. Þrátt fyrir allt
höfum við þó með liinu nýja verði
fyrir breytilegum kostnaði og auk
þess eitthvað uppí fastakostnað.
G—vöruframleiðslan er t.d sér-
staklega dýr vegna dýrra tækja. Þar
er núna tap á framleiðslunni að
öðru óbreyttu, verður erfitt að skila
bændum viðmiðunarverði. Ef
framleitt hefði verið t.d. á þessu
verði á síðasta ári, þá hefði vantað
17 til 18 aura uppá hvern framleidd-
an mjólkurlítra til þess að ná því
viðmiðunarverði sem bundið er í
framleiðsluráðslögunum.
í gegnum árin hefur salan á
mjólk verið góð og stöðug, breyting
á efnahagsástandi hefur fyrst og
fremst áhrif á sölu sérvaranna.
Hinu er ekki að leyna að hringl
stjórnvalda með vísitöluna hefur
haft slæm áhrif á sölu vissra vöru-
tegunda.
Annars liggur reksturinn Ijós fyr-
ir í reikningum fyrirtækisins. Þar
eru sundurliðaðir reikningar fyrir
alla rekstrarþættina og deildir, m.a.
brauð- og ísgerðir.
Mig langar svo að lokum að
framá yfir nokkur mál fyrirtækis-
ins enda eðlilegt að gefa sem
gleggstar og bestar upplýsingar um
svo þýðingarmikinn rekstur, sem
snertir beint og óbeint öll heimili
landsins.
í blaðagrein um nýbyggingu
Mjólkursamsölunnar segir, að
bygg'ig hafi verið mikið „milli
tannanna“ á fólki. Ekki skal lagður
dómur á það hér, hvort þessi full-
yrðing sé rétt. Hitt er Ijóst að þó
nokkru moldryki hefur verið þyrl-
að upp um bygginguna og margt
sagt, sem því miður er úr lausu lofti
gripið. Er rétt eins og menn hafi
gefið sér svör við tilteknum spurn-
ingum, er lúta að húsbyggingunni
án þess að hafa spurt hinna réttu
spurninga í upphafi.
Ástæða erþvítilaðspyrjaréttra
spurninga og svara þeim svo að um-
ræðan komist á ntálefnalegan
grundvöll.
í fyrsta lagi: Yfir hvers konar
starfsemi er MS að byggja við
Bitruháls í Reykjavík? Hvað er
þegar búið að, gera og hvað er
ógert?
Við Ióðaúthlutun var gert ráð
fyrir, að MS gæti þegar fram liðu
stundir flutt alla starfsemi sína inn
á þessa sömu lóð við Bitruháls, þ.e.
mjólkurstöð, skrifstofur, rann-
sóknastofur, verkstæði, ísgerð og
brauðgerð.
Ennþá hefur ekki verið unnið við
annað en að koma mjólkurstöðvar-
húsinu upp, en í því verða einnig
skrifstofur og ísgerð. Bygging
mjólkurstöðvarhússins er mest að-
kallandi og bíða önnur vandamál
úrlausnar enn um sinn.
Stefnt er að því, að mjólkurstöð-
in verði tilbúin til notkunar á miðju
ári 1986, og er hún hönnuð fyrir þá
starfsemi, sem nú fer fram í Mjólk-
urstöðinni í Reykjavík. Allt tal um
að verið sé að reisa vinnslusal fyrir
aðra starfsemi á því ekki við rök að
styðjast.
I öðru lagi: Hve stór verða þau
hús, sem er verið að reisa og hversu
mikil stækkun er fyrirhuguð?
Gert er ráð fyrir að mjólkurstöð-,
in verði alls 10.600 rrr og skrifstofa
og starfsmannaaðstaða 3.2001.
Stækkun miðað við núverandi hús-
næði verður samkvæmt þessu
u.þ.b. 75%.
Hins vegar er slíkur samanburð-
ur óraunhæftur m.a. vegna þess að
í nýjum húsakynnum er gert ráð
fyrir, að viss starfsemi sem nú er
undir berum himni, flytjist undir
þak. Nægir í því sambandi að nefna
mótttöku á mjólkinni og Iosun bíla.
í þriðja lagi: Hvað munu fram-
kvæmdirnar kosta? Hvernig á að
fjármagna þær?
í september sl. var gerð áætlun
um heildarkostnað við umræddar
framkvæmdir og var allur kostnað-
ur tekinn inn i þá áætlun þ.e. vegna
lóðar, húss og véla. Áætlun þessi
hljóðar upp á 420 millj. króna. Ef
gert er ráð fyrir, að sú fjárfesting
dreifist á 4 ár, 1983—1986, þá er um
að ræða 100 millj. króna á ári, mið-
að við verðlag í september. Eitt
hundrað milljónir er vissulega stór
tala, en þó mismunandi eftir því við
hvað er miðað. Þarf í því sambandi
að taka mið af umsvifum fyrir-
tækisins, eignum þess og þá um leið
fyrningum, sem verja má til endur-
nýjunar. Þá má og nefna afkomu
undirfyrirtækja og margt fleira.
Ef byrjað er á fjármagnsmynd-
un, þ.e. fyrningum, tekjum bygg-
ingarsjóða, hagnaði undirfyrir-
tækja o.fl., þá er fjármagnsmynd-
unin á árinu 1983 kr. 70.959 þús.
(sjá fjármagnsstreymi). Eignir MS
eru að brunabótamati kr. 210.700
þús. og verða þessar eignir seldar
eins og þær 50 mjólkurbúðir, sem
ekki var þörf fyrir eftir 1976. Sala
mjólkurbúðanna styrkti byggingar-
sjóðinn og á sinn þátt í að nú má
heita að lokið sé !ó þeirra fjárfest-
inga, sem fyrirhugaðar eru. Þá er
ótalin sú leið sem langflestir hafa
þurft að fara sem staðið liafa í mikl-
um fjárfestingum, en það er lána-
leiðin. Það væri óeðlilegt að þurfa
ekki að taka lán til þessarar bygg-
ingar, sem annarra. Á hinn bóginn
hlyti einnig að teljast óeðlilegt ef
Mjólkursamsalan, eitt elsta og
stærsta matvælafyrirtæki landsins,
réði fjárhagslega ekki við að endur-
nýja bráðum 40 ára gamlan húsa-
kost.
í fjórða lagi: Hvaða áhrif munu
þessar fjárfestingar hafa á vöruverð
og uppgjör við framleiðendur?
Á þessu stigi er erfitt að svara því
nákvæmlega, þar eð endanleg áhrif
koma ekki í ljós, fyrr en fjárfesting-
ar þessar hafa verið teknar í notk-
un. Víst er að þá munu t.d. afskrift-
ir 'aukast verulega frá því sem nú er.
Hinu má heldur ekki gleyma, að í
nýjum húsakynnum verður aukin
hagræðing sem vonandi mun lækka
ýmsa aðra kostnaðarliði.
Síðast en ekki síst: Af hverju var
ráðist í þessar fjárfestingar?
Sumir hafa nefnt þær óþarfar
þar sem ónotuð aðstaða er í Borgar-
nesi og á Selfossi. En hvar er þessi
ónotaða aðstaða? í Flóabúinu?
Ekki er það að heyra á ráðamönn-
um búsins. Til Selfoss berst mest af
mjólkinni. Á undanförnum árum
hefur sífellt þurft að byggja við hús-
næðið á Selfossi, sem upphaflega
var reist 1958 og þótti þá vel við
vöxt. Þannig blasir við sú staðreynd
að byggja þyrfti yfir hverja þá starf-
semi, sem flutt væri frá Reykjavík
austur á Selfoss og stendur því valið
aðeins um það, hvor staðurinn sé
heppilegri. Það er að vísu Iöngu af-
greitt mál, einfaldlega vegna þess að
það er samdóma álit sérfræðinga,
að hagkvæmast væri að staðsetja
þessa starfsemi í Reykjavík. Sama
máli gegnir að mestu fyrir Borgar-
nessamlagið, nema hvað þar eru
einhverjir ónotaðir fermetrar, sem
voru þó á engan hátt hannaðir fyrir
þau verkefni sem hér um ræðir.
Öðru máli gegnir um framleiðslu á
ýmsum sérvörum. Þeirri fram-
leiðslu hefur markvisst verið beint
til þessara tveggja vinnslufyrir-
tækja.
Að lokum er ástæða til að benda
á, að Mjólkursamsalan starfar
annars vegar eftir lögum nr. 101 frá
1966 um Framleiðsluráð, sölu land-
búnaðarafurða o.fl. og hins vegar
styðst hún við eigin samþykktir. í
lögunum er bæði kveðið skýrt á um
rétt Samsölunnar og skyldur.
Skyldurnar númer eitt, tvö og þrjú
eru ad sjá sölusvæði, þar sein búa
150 þúsund neytendur, fyrir næg-
um mjólkurvörum á öllum árstím-
um og veita nauðsynlega þjónustu í
því sambandi.
Til þeirra hluta þarf ákveðna að-
stöðu, tryggan fjárhagsgrundvöll,
hæft fólk við framleiðslu og dreif-
ingu og siðasta en ekki síst hús og
vélbúnað sem hæfir nútíma neyslu-
mjólkurbúi. í úttekt sem Heilbrigð-
iseftirlit ríkisins gerði fyrir 2-3 ár-
um er talið að nýr og betri liúsa-
kostur mjólkurstöðvarinnar sé
forsenda fyrir tryggari vörugæð-
um,“ sagði Guðlaugur Björnsson,
forstjóri að lokum.
LIMMIÐAR!
Vinsæl og hagkvæm lausn
til hverskonar merkinga.
Límmerkí sf
Sibumúli21 105Reykjavik Simi31244
Límmiöaprentun
Breytir ekki rekstri mjólkurbúarina útá
landi. Gamla húsið nœr hálfrar aldar gamalt.
Gífurleg breyting á framleiðsluháttum og
auknar hreinlœtiskröfur kalla á nýja
byggingu. Verðlagning miðuð við lögbundin
ákvœði
G.T.K.