Alþýðublaðið - 14.06.1984, Síða 17

Alþýðublaðið - 14.06.1984, Síða 17
Fimmtudagur 14. júní 1984 17 Ný vél Sœlgœtisgerðarinnar Freyju: Stóreykur framleiðslu Hjá Freyju hf í Kópa- vogi hittum við fram- kvæmdastjórann, Skúla Sigurðsson að máli og inntum hann eftir því hvað væri efst á baugi hjá fyrir- tækinu um þessar mundir. „Við erum einmitt núna að taka nýja fullkomna vélasamstæðu í gagniðý sagði Skúli. Hún er sú full- komnasta sem gerist á markaðinum í dag. Hún getur steypt allar mögu- legar tegundir af súkkulaði og sett í allar þær fyllingar sem við óskum, auk þess sem hún býr til konfekt með öllum tegundum af fyllingum. Það kemur sér vel að fá þessa Skúli Sigurðsson, framkvœmdastjóri Freyju hf, í Kópavogi. Rcett við Skúla Sigurðsson, fram- k væmdastjóra um sœlgœtisgerð, íslenskan iðnað og þjóðhagslegt mikilvœgi hans fullkomnu vél núna, því salan er mikil. Alls framleiðum við 51 vöru- tegund, sem skiptast í sex aðalfram- leiðsluflokka. Séu tekin dæmi þá má fyrst nefna átsúkkulaði, en þar í er t.d. hið sí- vinsæla Valencia súkkulaði og rís- stangirnar. Þá eru konfektvörur og suðusúkkulaði og það sem við flokkum undir sykurvörur, sem eru m.a. hinar þjóðfrægu Freyjukara- mellur og brjóstsykurinn. Þá er súkkulaðikexið en þar í eru hinir vinsælu staurar og hrísið. Að lokum má svo nefna það sem við köllum markaðspoka en í þeim eru blöndur af ölium framleiðslutegundunum á tilboðsverði. Auk alls þessa erum við svo um- boðsaðilar fyrir norska sælgætis- fyrirtækið Freia a.s. og þar getum við boðið uppá fjölda tegunda af heimsfrægu gæðasælgæti. Hér hjá okkur vinna nú yfir 20 manns og sala fyrirtækisins á síð- asta ári var mjög góð. Ég legg áherslu á það, að þetta fyrirtæki er eins og önnur íslensk iðnfyrirtæki í framleiðsluiðnaði bæði atvinnuskapandi og sparar þjóðinni dýrmætan gjaldeyri auk þess sem það þjónar henni með gæðaframleiðslu aðlagaðri að neysluháttum fólksins í landinu. Þetta er atvinnugrein sem hefur sýnt sig að því að vera fullkomlega samkeppnisfær við framleiðslu hvaða þjóðar sem er. Svona iðnað-, ur á auðvitað fyrst og fremst heima í landinu sjálfu og því ríður á að ráðamenn íslensku þjóðarinnar setji ekki fótinn fyrir hann með skammsýnni efnahagsstjórn eða óraunsærri gengisskráningu. Það er augljóst þjóðahagslegt atriði, að þau störf, sem við íslendingar sjálf- ir getum unnið jafn vel og útlend- ingarnir, séu unnin í landinu sjálfu og sú verðmætasköpun sem af þeirri framleiðslu rennur hafni hér hjá okkurý sagði Skúli Sigurðsson að lokum. Hin fullkomna súkkulaðigerðarvél, sem Freyja er að taka í gagnið, getur steypt allar gerðir af súkkulaði og sett i allar þœr fyllingar, sem óskað er, auk þess að gera konfekt. Ljósm.: G.T.K. Hér er verið að vinna við vélina. öflug hmðflutningspjónusta Fm verksmiðjuch/rum eriendis alla leið heim í hlað Nýja hraðflutningsþjónustan okkar, „EIMSKIP - EXPRESS" tryggir þér mesta mögulegan flutn- ingshraða á sjóoglandi. „EIMSKIP - EXPRESS" sér um að sækja vöru þína við verksmiðjudyr erlendis og annast flutning hennar til útskipunar- hafnar, þar sem skip Eimskips taka við. Nú þegar bjóðum við „EIMSKIP - EXPRESS" í Bretlandi, Belgíu, Frakklandi, Hollandi, Ítalíu, Þýskalandi og Danmörku, og auðvitað höldum við áfram útbreiðslu Express-þjónustunnar víðar um heim. Flutningur er okkar fag EIMSKIP Sími 27100

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.