Alþýðublaðið - 14.06.1984, Side 18

Alþýðublaðið - 14.06.1984, Side 18
18 Fimmtudagur 14. júní 1984 B.B. byggingavörur Nýtt útibú í Ártúnsholti í tilefni þessara tíma- móta tókum við hjónin Sigríði og Birgi Bernhöft tali og inntum þau nánar um þróun fyrirtækisins. Þau sögðu okkur að þau hefðu fengið lóðina að Nethyl 2 um síð- ustu áramót. 12. maí sl fluttu þau svo hús það sem verslunin er í á lóð- ina og 2. júní opnuðu þau verslun- ina. Má segja að vel hafi tíminn ver- ið nýttur á þeim bæ. „Þetta er alhliða byggingavöru- verslun og er útibú frá verslun okk- ar að Suðurlandsbraut 4“ sögðu þau og lögðu áherslu á að allar sömu vörurnar fengjust á nýja staðnum eins og í versluninni niður á Suðurlandsbraut, sem að sjálf- sögðu verður starfrækt áfram. „Við erum hér í miðri þjóðbraut- inni en þjónum sérstaklega nýju hverfunum í Grafarvoginum, Ar- túnsholtinu, Selásnum, Árbænum og Breiðholtinu. Það eru núna sjö ár síðan við opnuðum verslunina niður á Suð- urlandsbraut og skipuðum okkur fljótlega meðal helstu bygginga- vöruverslana í Reykjavík. Hjá okkur er opinn viðskipta- reikningur fyrir alla húsbyggjend- ur. Við veitum öll sömu greiðslu- kjör og aðrar verslanir, auk þess sem við bjóðum lán í formi víxla og skuldabréfa. Rœtt við hjónin Sigríði og Birgi Bernhöft um horfurnar í hyggingariðn- aðinum, þjónustu við greinina og unga fólkið á uppleið, sem er að byggja Við erum nýlega byrjuð með „fittingsdeild" og öllu sem því við- víkur á Suðurlandsbrautinni. Sé um pantanir að ræða þá keyrum við það, ásamt öðru byggingarefni á byggingarstað" Þau hjón vinna saman að rekstr- inum og sér Sigríður um skrifstofu- störfin en Birgir um rekstur verslan- anna. Birgir var áður verslunar- stjóri í Byggingarvöruverslun H. Ben. en hóf sjálfstæðan rekstur I húsnæðinu þar, þegar H. Ben. hætti. Foreldrar Sigríðar aðstoða einnig við reksturinn. Lxjð sú sem fyrirtækið fékk út- hlutað er 6.200 fermetrar og er framtíðarlóð fyrir fyrirtækið. Gert er ráð fyrir því að hefja frekari framkvæmdir á lóðinni á næsta ári. Þau Birgir og Sigríður voru mjög bjartsýn með framtíð byggingar- iðnaðarins á höfuðborgarsvæðinu. Aldrei hafi verið byggt eins mikið og nú. Samkeppnin hefði þó aukist mikið í versluninni fyrir byggingar- iðnaðinn og það væri auðvitað gott fyrir greinina, því þjónusta og vöru- úrval hefði stóraukist og lánakjör einnig. Þau sögðust að lokum vonast til þess að geta verið eins og svo margir sem eru að byggja, ungt fólk á upp- leið með bjarta framtíð, tilbúin að takast á við vandamálin. Auðvitað væri þetta allt gífurleg vinna en á- huginn væri fyrir hendi og starfs- fólkið allt væri sem einn maður að hjálpa þeim að byggja fyrirtækið' upp og veita góða þjónustu. — G.T.K. Hjónin Sigríður og Birgir Bernhöft við gaflinn á nýju verslun sinni að Nethyl 2. Ungt fólk a uppleið, eins og allir þeir sem eru að byggja. Ljósm.: G.T.K. Nýlega flutti B.B, bygg- ingarvörur h.f. í nýtt útibú að Nethyl 2 í Ártúnsholt- inu og er þá verslunin komin á tvo staði í borg- inni, en eldri verslunin er að Suðurlandsbraut 4 í H. Ben. húsinu. COROLIA Það þarf hugrekki til að endurhanna bíl sem nýtur jafn mikilla vinsælda og Toyota Corolla, - bíl sem í mörg ár hefur verið mest selda bifreið í heimi. — Nú er komin ný Corolla sem sannar að enn má bæta það sem best hefur verið talið. Viðhönnun hennar hefur þess verið gætt, að hún hafitil aðberaalla þá kosti sem öfluðu eldri gerðum vinsælda, en aðaláherslan hefur verið lögð á að auka innanrými,draga úr eldsneytis- eyðslu og bæta aksturseiginleika. Til þess að ná þessum árangri hefur Corolla verið búin þverstæðri vél og framhjóladrifi, hjólabil hefur verið aukið, gólf ækkað, sætum breytt og dregið hefur verið úr loft- mótstöðu (0.34 Cd á Corolla Liftbackj.Corolla-Breyttur og Betri Bíll. KÝMÍ! Corolla DL 5 dyra 349.000.-

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.