Tíminn - 26.02.1967, Page 4

Tíminn - 26.02.1967, Page 4
16 TÍMINN SUNNUDAGUR 25. febrúar 1967 HÚS OG HE1M1L1 SONGLEIKURINN, COCO' FRUM- SÝNDUR Á BROADWA YÍHAUST í haust verður frumsýndur á Broadway söngleikurinn „Coco“ en hann fjallar um líf tízku- drottningarinnar frönsku, Ga- brielle „Coco“ Chanel, en ég sagði ykkur einmitt svolítið frá skoðunum hennar á tízkunni síðasta siunnudag. Ooco, en það er gælunafn Madam Chanel, hefur verið með Madam Chanel hefur haft mikil áhrif á kvenfatatízkuna og allt sem viS kemur búnaði kvenna. Hún varð fyrst til þess að klippa hárið stutt, það var hún, sem kom því í tízku að fatlegt væri að vera sólbrennd, og þægilegur jersey-klæðnaður kvenna er einnig upp- runninn frá hennl. Og það sem meira er, hún hefur alltaf hugsað um það fyrst og fremst, og látið það vera einkunnarorð sín, að fatn- aðurinn eigi að vera þægilegur og skuli henta konunni og lífs- venjum hennar. al þekktustu tízkuteiknara Frakklands allt frá árinu 1914, og Ihefur teiknað föt handa mörgium þekktustu konum heims. Hún hefur haldið fast við einfaldleikann í stíl sínum, þrátt fyrir bæði stórar og smá- ar breytingar, sem orðið hafa hjó öðrum tízkuteiknurum á þessum langa startfsferli henn ar, en Coco er nú 84 ára göm uil. Söngleikurinn Coco fjallar um líf Ohanel og störf í tízku- heiminum. Á blaðamannafundi skýrði Coco frá því, að Alan Jay Lerner, sem samdi hand- ritið að My Fair Lady muni einnig semja handritið að þess um söngleik. André Previn semur tónlistina, en Cecil Beaton annast skreytingarnar og teiknar búningana. Söng- leikurinn v.erður frumsýndur á Broadway nú í haust, og bú- izt er við, að kostnaðurinn við uppsetninguna nemi um 21- milljón íslenzkra króna. Leik- arar hafa énn ekki verið ráðn- ir til þess að fara með hlut- verk í ,,Coco“. Á blaðamannafundinum greip Clhanel tækifærið til þess að segja nobkur velmeint, en ef til vill ekki jafn velþegin orð, um tízkuna í dag. — Fullorðnar konur, . sem ganga í stuttpilsum, eru heimsk ar. Það er heldur ekki vit- undar ögn betra, að ganga í allt of þröngum fötum, en of stuttum, konur eiga alltaf að klæða sig í samræmi við það, sem fer hverri og einni vel, TANNLÆKNAR MÆLA Á MÓTI SNUÐUM Aðeins f jórar tegundir af þrettán stóðust prófið - HJÁ DANSKA NEYTENDABLAÐINU „TÆNK" — Það á ekki að þvinga hvert einasta barn til þess að nota snuð. Ef menn létu ^ér nægja að gefa aðeins þeim börnum snuð, sem virkilega þurfa eitthvað til þess að verða rólegri, og þá aðeins á þeim augnablikum, þegar brýn nauð- syn krefur, væri miklu náð. En miklu betra væri, ef okkur tækist að fjnna eitthvað ann- að ráð, en snuð, til þess að veita börnunum það öryggi og óttaleysi, sem þau þurfa, sagði danskur bamalæknir nýlega, þegar verið var að ræða um kosti og galla snuðanna. Danskir tannlæknar tóku þetta mál einnig fyrir á árs- þingi sínu nú fyrir skömmu. Töldu þeir sn-uð geta haft skað- leg áhrif á tanngarð barnanna, og í alvarlegustu tilfellunum einnig á kjálka og góm, og vöruðu þeir mjög við ofnotk- un snuða. Þá hefur danska neytenda- blaðið „Tænk“ rannsakað end- ingu og gæði nokkurra tegunda af snuðum, og varð niðurstaða rannsóknarinnar því miður ekki hagstæð fyrir snuðin. Þrettán mismunandi tegund- ir voru reyndar, og þar af voru aðeins fjórar góðar, að því er „Tænk“ segir. Við þessa athugun var reynt hversu mikið togþol snuðanna var og einnig, hvernig þau þyldu að detta og vera slegið utan í fasta hluti. Tilraunm með togiþolið byggðist á undan- genginni athugun sænskra sér- fræðinga, sem hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að togkraft- ur barna geti numið allt að 8 kílóum. Öll þrettán snuðin, sem reynd voru þoldu togtilraun- ina ný, en pftir að hafa verið soðin tíu sinnum, þoldu aðeins f jögur snuð 8 kg. tog. „Tænik“ fann ekki eitt ein- asta snuð á markaðinum í Kaupmannahöfn, sem var al- gjörlega loftþétt, en eins og allir vita er mjög mikil hætta á að munnvatn komist inn í tútturnar, ef þær eru ekki þétt- ar, og þá verða þær hreinasta paradís fyrir sóttkveikjur. Er af þessum ástæðum mikil nauð syn að velja snuðin vel, og þá ekki síður að gæta þess að halda þeim ávallt hreinum. hvort sem það er í samræmi við tízkuna eða ekki. Mín skoð un er sú, að kjólarnir fari fljótlega að síkka aftur. Um karlmennina, sem skapa kvenfatatózkuna, og vilja að konan gangi karlmannlega klædd og eigi að vera flatvax- in, sagði Ohanel: — Þessir menn, sem hvort eð er stendur á sama um kon- urnar, ættu ekki að vera að blanda sér í kvenna-mál. Þeir gera allt, sem þeir geta til þess að láta konurnar líta hlægi- lega út, og reyna að láta þær líkjast sem mest stórum hópi 'hirðfífla. Laukur fylltur með kjötfarsi borinn framá hrísgrjónum ÞETTA ÞARF: 4 stóra Iauka, vatn, 2 tsk salt í 1 lítra af vatni, 1 msk rasp, Vi dl. rjóma, Ys dl. vatn 150 gr. kjötfars, salt, pipar, papriku, 1 msk smjörlíki og 1 dl. lauksoð. HRÍSGRJÓNIN: 2 dl. hrís- grjón, % 1. vatn, 1 tsk salt, smávegis af söxuðum agúrkum, og 1 tsk af papriku. Tekur um það bil 1 klst. að framreiða réttinn. Takið híðið utan af laubun- um og sjóðið þá, þar til þeir eru orönir mjúkir í saltvatni. S'kerið síðan toppinn af þeim, og takið innan úr þeim með varúð. Setjið raspið út í rjóm- ann og vatnið. Blandið krydd- inu saman við farsið og hakk- ið það, sem tekið var innan úr laukunum og blandið því einnig út í fansið. Ef þörf krefur rná hræra soði út í fars- ið, þar sem það á að vera mjög lint. Skiptið síðan fars- inu niður í laukana. Setjið smá smjörlíkisklumpa ofan í hvern HEILLA RÁÐ Fyrir nokkrum dögum kom •kona að máli við mig, og sagð- ist hafa heyrt, að mörgum gengi mjög illa að ná appelsín- blettum úr t.d. gólfteppum, ef svo illa vill til, að hellist nið- ur i þau. Hún sagði, að því- líkt óhapp hafi einmitt viljað til á sinu heimili nú nýlega, og hafi hún óttazt, að ná ekki blettinum úr. Greip hún til þess ráðs að þvo blettinn upp úr heitu vatni og Spick and Span, og viti menn, hann hvarf, og teppið var eins og nýtt á eftir. Ef sama óhappið á eftir að henda einhverja ykkar, vona ég að þið gerið eins og allt gangi vel. Og svo þakka ég konunni fyrir ráðlegginguna, og gott væri að fá fleiri slíkar. ★ PEYSUKJÓLLINN er ineð rúllukraga, vasamir eru neðar- lega og alls staðar eru brugn- ingar, þar sem hægt er að koma þeim við. í skinnreim um háls inn hangir stórt og mikið úr. Það er opið, eins og þið sjáið, og á það að vera til skrauts, en svo má einnig loka þvi til þess að hlífa úrskífunni. JERSEY-kjólIinn til hægri er mjög einfaldur í sniði, og eina skrautið á honum eru rendurn- ar á kraga og vasa. ★ lauk og komið þeim fyrir í eld- föstu formi, og bakið það í ofni við ca. 225 st. hita í 30 mínútur. Hellið dálitlu af lauk- soðinu yfir annað slagið á með- an þeir eru að stikna. Sjóðið hrísgrjónin, látið ágúrkurnar út í og sömuleiðis paprikuna. Ef þið eigið skál- ar, sem hægt er að bera þenn- an rétt fram í fyrir hvern og einn, þá á að setja hrísgrjón- in fyrst í skálina og síðan einn lauk í miðjuna og bera fram um leið og það er til- búið. Annars má setja hrís- grjónin á fat, og koma lauk’- unum fyrir otfan á þeim, og láta svö hvern og einn fá sér á disk af fatinu. BB I

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.