Tíminn - 26.02.1967, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.02.1967, Blaðsíða 7
StrNNTJDAGTTR 25. febrfar 1967 TÍMINN 19 MINNING GÍSLI ÚLAFSSON hagyrðingur frá Eiríksstöðum Hinn landskunni hagyrðingur, Gísli Ólaísson frá Einikssitöðum, lézt í Héraðssjúkralhúsimi á Sauðárkróki 14. janúar síðast- liðinn eftir stutta legu. Hann hafði verið sjúklingur nokkur síð ustu misserin, þó haft ferlivist löngum. en andlegir kraftar hans nær þrotnir. Gísli fæddist á Eiríksstöðum í Svartárdal f Austur-Húnavains- sýslu 2. janúar 1885, sonur hjón anna Ólafs Gíslasonar bónda Ólafs sonar á Eyvindarstöðum og Helgu Sölvadóttur bónda Sölvasonar á Syðri-Löngumýri. Skáldgáfu sína hlaut hann í arf úr báðum ættum. Gísli ólst upp í föðurgarði sín um á Eiríksstöðum og átti þar heimili fram til þrítugsaldurs. Hann sat lítt á skólabekk á upp vaxtarárum, var þó einn vetur við nám í unglingaskóla, sem haldinn var stutta hríð í Vík í Skagafirði. >ann 2. janúar 1914 kvæntist hann JakoWnu Þorleifs- dóttur úr Bolungarvik, og lifir hún mann sinn. Þau voru íyrst í húsmennsku á Bergsstöðum í Svartárdal, en þar sat þá séra Bjöm Stefánsson, bjuggu því næst fáein ár í Hólabæ, hjáleigu frá Gunnsteinsstöðum í Langa- dal, fluttust þaðan á Blönduós og að síðustu til Sauðárkróks árið 1928 og áttu þar heimili upp frá þvf. Þrjú eru böm þeirra: Hulda Guðrún og Ólafur. Öll hafa þau gifzt, eignazt mannvænlega afkom endur og verið búsett á Sauðár- króki lengur eða skemur. Búskaparár Gísla í Húnaþingi munu hafa reynzt honum örðug á margan veg, fé hafði hann ekki handa milli þegar hann hélt úr föðurgarði og ekki harðsækni til að afla sér þess þegar < út í lífið kom. Hann var sveimhugi likt og fleiri sem hlotið hafa skáld gáfu í vöggugjöf, hugur hnns „reikaði víða“, og gat hann því ekki lagt hann allan í lífsbaráttu sína frá degi til dags. Líklega hefur hann talið hag sínum betur borgið við sjávarsíðuna og þess vegna flutzt þangað. Stopul dag launavinna reyndist þó ekki kosta drjúg á 3. og 4. áratug aldarinnar. En þegar atvinna jókst á striðs- árunum rýmkaðist hagur margra, og urðu þá einnig góð viðbrigði í lífi Gísla. Hann hafði áður kom ið sér upp allsæmilegu húsi á Sauðárkróki, og mun ekki hafa SKÁKIN verið þrengra í búi hans hin seinni ár en gerðist og gekk um alþýðumenn af hans kynslóð. En hér má ekki gleyma hlut konu hans, sem verið hefur bæði þrek mikil og fyrirhyggjusöm. Gísli Ólafsson hóf vísnagerð á ungum aldri, og brátt flugu stökur hans og kViðlingar víða um byggðir. Fyrstu bók sína, Ljóð, gaf hann út árið 1917, á eftir komu Nokkrar stökur (1924) Svart-Reykjavík: Jónas Þorvaldsson Ilallur Símonarson Hvitt.-Akurcjrri: Gunnlaugur Guðmunclsson, Margeir Steingrímsson- 8. Hal—bl aftur Ljóð (1929), Heiman úr dölum (1933), Á brotnandi bárum (endurprentun fyrri bókanna með nýjum viðauka, 1944) og að sið- ustu í landvari (1960). Þá hafa og visur eftir hann og kvæði ver ið tekin upp í safnútgáfur, svo sem Stuðlamál I (1925) og Hún vetninga ljóð (1955). Ekki geyma þó áðurnefndar bækur allt sem Gísli felldi í bundið mál, því eins og nærri má geta kastaði hann fram margri stöku sem houum þótti of tækifærisbundin til að eiga erindi á prent eða þá of nærgöngul við einhvem samland- ann. Sumar af vísum þessum eru í tölu hinna smellnustu sem frá Gísla komu, en mega enn um sinn sætta sig við hina munnlegu geymd ellegar viðdvöl í visna- söfnum og uppskriftum. — Árið 1936 hlaut Gísli 600 kr. skálda laun af opinberu fé og árlega eftir 1945. Gísla Ólafssyni var einstaklega létt um að yrkja og lagði mikið upp úr því að lipurlega væri kveð ið og öll bragáferðin slétt og útbrotalaus, vildi að kveðskapur inn kæmi fljúgandi í fang les andans. Sjálfur notaði hann sjald an dýra hætti, en hringhendusmið ur var hann raunar á við flesta aðra. í hópi svonefndra „lærðra skálda“ mat hann einna mest Þorstein Erlingsson, Guðmund Guðmundsson og Davíð Stefans son, hafði auk þess miklar mætur á Páli Ólafssyni, Stefáni frá Hvíta dal, sem hann kynntist nokkuð persónulega, og öðrum þeim sem ekki eru „þungskildir". Hann var aldrei í fullri sátt við Jónas Hall grímsson sökum þess að hann hafði ráðizt á rímnagerð Sigurðar Breiðfjörðs, og tók Gísli þar upp þykkjuna fyrir alþýðuskáldið. Honum var hreint ekki um atóm kveðskap gefið og valdi honum þung orð. Vísnagerð Gísla mótaðist annars vegar af alþýðlegum tæki færiskveðskap eins og hann tiðk aðist á uppvaxtarárum hans, hins ÞÁTTUR KIRKJUNNAR FRELSA OSS FRÁ ILLU „Argan tel ég Ófögnuð og engan mun það leysa vandann, að þykjast trúa á góðan Guð, en gera Ihann engu betri áh fjandann." Þessi glettnislega vísa eftir spekinginn Grétar Fells hefur sannleika og vizku aó geyrna, sem sannarlega er íhugunarvert, einmitt í sambandi við guðs- hugmynd þá, sem öldum sam- an hefur verið haldið að fólki og talin kristileg. Það er einmitt þessi tkni um miðja föstuna, sem kirkj- an minnist og ihugar hið illa og áhrif þess í sambandi við þjáningaferil Drottins upp á Golgataihæð. Að sjálfsögðu er hin barna- lega hugmynd, um fjandann, sem algeng var hér áður, já, alla leið fram á þessa öld, að mestu horfin. En hún var smíðuð úr lík- ingamáli trúfræðinnar og jafn vel Nýja-testamentisins og kom fram eða var túlkuð, sem hið illa væri persóna, t.d. líkt og refur með horn og klaufir. Og mætti segja, að betta sé haglega gjörð hugmynd eða líking, en það skal ekki nánar rætt hér. Hitt er annars vist, að málið er ekki svo auðvelt, né auðveldlega afgreitt. Hið ilía og áhrif þess, kraft- ur þess og kynngi er ekki nein ein persóna, vættur eða vera hvorki þessa heims né annars, fremur en myrkur eða frost er draugur eða boli c-ins og börnum var stundum sagt. Hið illa, sem svo er nefnt get- ur meira að segja verið gott í eðli sínu eða á vissu stigi alveg eins og myrkur eða frost er í rauninni misjafnlega mik- il birta eða varmi. Eátt mun svo gott, að ekki eigi sína ranghverfu ef svo , mætti segja, fátt svo dasam- legt, að ekki geti orðið til ills, það er skapað böl og þján- ingu, dauða og glötun, svo að mannssálin .Jklæðist forsmán arfllkum fnáskúfuð Drottni ríkum, nakin og niðurlút." Jafnvei listin, spekin, ástin, gleðin, já fegurðin sjálfur sannleikurinn og meira að segja misskilinn og misnotaður móðurkærleikur, allt þetta get- ur orðið til ills eða illt, ef óskynsamlega og öfgafullt er að farið og notað. Og ailt þetta hefur meira að segja kirkjan fordæmt í ein hverri mynd og talið hættu- legt og Ijótt, og illt á vissan hátt, bannað meira að segja. Og við það kannast allir að því er snertir listir, lífsfögn- uð og ástir. Öfgar og eigingirni geta líka breytt gleðinni í djöful- gang, ástinni í ófreskju og hatur, fegurðinni í ófrýnileika og sannleikanum í lygi. Þar þarf engan persónuleg- an djöful til, heldur aðeins rangsnúið hugarfar. Ilít teljum við allt, sem eyk- ur böl, heimsku, hroka og þján ingu, skapar öðrum vansælu, ótta angist og kvöl. Kristinn dómur vill i eðli sínu og anda berjast gegn öllu slíku, öllu sem grýtir hið góða, krossfestir sakleysi og ástúð, víkur brott samúð og góðvild, fælir brott frið og öryggi. Aðferð kristins dóms við þetta starf þarf alltaf að byggj ast á hófstillingu, mannúð og mannást, sem metur mannssál ina mest og revnir að cinna hinn rétta meðalveg í öllu og finna jafnvægið milli öfg- anna með skynsemi og víðsýni mannúð og mildi. Einmitt þess vegna hefur kristinn dómur verið nefndur Vegurinn, það er hamingju- leiðin. Og þessa lífsstefnu frelsis og óttaleysis, þessa braut hins góða, réttlætis eða jafnvægis kenndi Kristur og þessa lífs- skoðun varð hann að full- komna með því að þjást og Ifða fyrir misskilið réttlæti, i nafni misskilinnar guðshug- sjónar. í því liggur það, sem kallað er frelsun hans frá valdi hins illa. Og til þess að njóta þessa frelsis þarf að fylgja honum, breyta eins og hann leynt eða ljóst, meðvitað og markvisst eða óafvitandi og eins og að sjálfsögðu. Önnur leið til sannra heilla er naumast fær til sigurs og framgöngu gegn hinu illa, það er, þeim ofgum og andhælisskap, sem eykur þjáningar, böl og vansælu í sálum og samfélagi manna. Og það verður ekki gjört með öðru fremur en ljómandi takmarki, leiftrandi guðshug- sjónar á lýsandi leið. Og það takmark vexður ekki greint né metið nema fyrir takmarka- lausa trú á sigur hins góða og fagra, eða þess jafnvægis í til- verunni, sem Jesús nefndi rétt læti, en það er oft harla frá- brugðið þvi, sem lög og réttur mannlegrar vizku kalla réttlæti. Það er réttlæti góðvildar og omburðarlyndis, en ekki hroka- fullrar sjáífsánægju. En það var í nafni slíks réttlætis, hroka- fullra og þröngsýnna manna, sem Kristur var krossfestur og kvalinn og er það óbeinlínis enn í dag. Og sú guðshugmynd sem það leyfir og gerir hvort sem það var í „kristnu" Þvzka- landi á dögum Hitlers, Rauðu Rússlandf á dögum Staiins, Rauða Kina á dögum Maos eða i Vietnam á dögum John- sons, sú guðshugsjón, sem er svo ferleg að auka böl og kval- ir, hún er áreiðanlega ekki * guðshugmynd Krists né hans lífsstefna og fagnaðarboðskap- ar. Hún er einmitt sá hluti og það svið tilverunnar, þar sem ,yhið illa“ hefur komizt lengst í öfgum sínum og „umhverft sannleika Guðs í lygi, göfgað og dýrkað skepnuna í stað skaparans, sem er blessaður um aldir. Og sá Guð, sem er talinn varpa flestum eða öllum í ei- líft kvalaból að lokinni augna- bliksvist í þessum stundar- heimi, hann er ekki vitund skárri en Hitler með sinar 6 milljónir Gyðinga í gasofnun- um. Og satt að segja er varla unnt að hugsa sér hryllilegri hugmynd um vald hins illa. Og gæti ekki slíkur átrúnaður átt sinn þátt í hertækni, her- tækjum, styrjöldum og grimmd svokallaðra kristinna þjóða aUt fram á þennan dag? Er það kannske ekki tilvilj- un, að gasofnar og „útrýming- arstöðvar" 20. aldarinnar eru í Þýzkalandi við vöggustokk þeirrar kristni, sem hefur tal- ið sjálfsagt að sigla með þetta lák í lestinni í 500 ár. „Argan tel ég ófögnuð og engan mun það leysa vandann, að þykjást trúa á góðan Guð en gera hann ekki betri en fjandann." Árelius Níelsson. vegar af nýjum kveðskap undir alþýðlegum bragformum eftir þjóðkunn skáld, svo sem Þorstein Ehlingsson, þar sem rímnahættir eru fylltir nýju ljóðrænu lífi. Hann náði snemma tökum á því að smíða heilsteypt ljóðrænt kvæði úr nokkrum fenskeytlum, þvi Lækurinn, líklega kunnustu vísur Gísla meðal alls þorra manna, birtast í Eimreiðinni árið 1909. En af einhverjum ástæð- um lagði GísU á skáldferli sínum minni rækt við þetta kvæðasnið en búast hefði mátt við, þess í stað orti hann hin lengri kvæði sín mestmegnis undir öðrum hátt um en rímnaháttum, og bar þá stundum á endurómi frá þekkt.um samtiðarskáldum. Reyndar skip- aði ferskeytlan og skyldir bragar- hættir ávaUt stórt rúm í háttavali Gísla, en vísnaflokka sem að efn- isskipun mynda heilsteypt kvæði eftir listarinnar reglum — á borð við Lækinn — orti hann ekki marga, þótt honum hefði verið það í lófa lagið. Vísqaflokkur hans, yngri en Lækurinn, eru lang flestir safn sjálfstæðra vísna um ýmis efni, vísna sem ekki eru í svo beinum efnistengslum hver við aðra að þær tapi nokkru við að standa einar utan flokksins — verða lausavísur. Engin Lækjar- vísnanna nýtur sín á hinn bóg- inn tij fulls, slitin úr samhengi við etrisröð kvæðisins. Sama má segja um vísnaflokk þann sem GísU kvað til minningar um Jón Ósmann ferjumann, sem drukkn- aði i Vesturósi Héraðsvatna vorið 1914, ljúfar vísur og tregablandn- ar, heilsteypt kvæði að allri efnis- meðferð og ásamt Læknum ágæt- ast hinna ferskeyttu kvæða Gísla, að mínum dómi. Stökur eða Ijóðabrot eftir Gísla Ólafsson eru á flestra vönim sem eitthvað kunna af alþýðukveðskap einkum þó vísur og kv;ðlingar fi hans fyrri árum. Sumt af þvi e heimild um ævikjör hans, anna um hugarheim skáldsins, vonir o vonbrigði. Þar er því fólgin efn viður hverjum þeim sem hugsai til að rita lengra mál en hér e gert um þetta látna alþýðuskáh Þess ber þó að gæta að Gísli var mörgu maður hraðfleygrar stun ar, hvort heldur var í gleði eð hryggð, opinskár og tjáði hu sinn og hjarta eftir því hverni heimurinn-sneri við honum hverj sinni, gladdist í dag, hryggðist morgun, var í dag sáttur við il og alla, á morgun ósáttur, og æ sjá þess mörg dæmi í bókum han skoðanir hans og dómar fóru o eftir stundinni sem var að líð fengu blæ sinn og brag af henn Þetta hefur hann sjálfsagt gei sér ljóst, að minnsta kosti sett hann eftirfarandi stöku. sei Framhald á 22. siðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.