Tíminn - 26.02.1967, Qupperneq 10
22
TÍMIWN
SUNNUDAGim 25. febrúar 1957
ATHUGASEMDIR
Framhald af 18. síðu.
hendur Skúla voru ekki allir í
sambandi við þetta mál, heldur
var reynt að búa allt til sem at-
hugavert mætti finna við embætt-
isfærslu hans. Þetta gerðu menn
sér almennt ljóst. Skúli var aðal-
persónan í þeim málum öllum og
eftir því tóku þeir afstöðu. Sig-
urður Jóhannsson var þar fullkom
in aukapersóna, en þeim sem
stóðu fast með Skúla hefur eflaust
fundist vel fara á því, að Sig-
urður væri engrar miskunnar verð
ur. Sjálfsagt hefur það eitthvað
litað viðhorf sumra, sem heitir
voru 1 málinu, einkum þó, ef þeir
þekktu lítið eða ekki til Sigurðar
sjólfir.
Þegar ég mátti falla í faðm á
fljóði ungu
ekkert vissi ég af mér lengur.
Höfundur vitnar til þess sem
mikilla nýmæla að Hafstein bið-
ur kæru sína að koma á stefnu-
mót í kvöld er rökkva fer eða
sigla með sér að eyju og ganga
þar á land svo að þau hvíli þar al-
ein við faðmlög og elskenda ljúf-
ustu ljóð meðan þýtur í laufinu.
En Grímur Tlhomsen orti til þeirra
sem gerðu mest úr staupagleðinni:
„Þið 'hafið í lund ei setið svölum
svanna hjá um aftanstund
og við nið af næturgölum
nálangt hjalað frétt við sprund“.
Unaður ástalífsins.
Fyrst ég er farinn að ræða um
þessa góðu bók vík ég aðeins að
einstökum ályktunum höfundar,
sem mér þykja vafasamar. Auð-
vitað sjá alíir, að það eru hans
ályktanir, sem í engu breyta
sjálfri sagnfræðj bókarinar. Á
bls. 201 segir svo um Ilannes
Hafstein:
„Hann var sá fyrsti, sem þorði
að yrkja raunveruleg ástarljóð.
Fyrir það dáði sérstaklega unga
kynslóðin hann. Með hans ástar-
óð á vörum hélt unga fólkið frá
ströndum og upp til dala á leyni-
fund. Hann kenndi því að þekkja
betur sínar logheitu ástríður 0.3
finna unað í ástinni."
Ég held að fólk hafi kunnað
að njóta ásta og finna unað í
henni áður en Hannes Hafstein
fór að yrkja, þó að hann væri
gott ástaskáld. Sigurður Breið-
fjörð orti:
Þegár ég tók í hrundar hönd
með hægu glingri
fannst mér, þegar ég var yngri,
eldur loga í hverjum fingri.
Og hann hélt áfram:
Drjúgum eldra er viðlagið:
„Mig langar út í lundinn með
þér jómfrú,“ að ekki sé minnst á
hitt:
„Svo er hún fögur, sem sól í
heiði renni,
augun voru sem baldinbrá
bar þar ekki skuggann á .
Og er sá sæll er sofna náir hjá
henni.
Og einhvern veginn var það nú
svo á dögum Jónatans stúdents
að mönnum fannst að ekki yrði
meira lof kveðið um tóbakspont-
una en þetta:
Ó hve þú ert yndislig
orma búin dýnu,
líkt og frúin faðmi mig
fati rúin sínu.
Eg hirði ekki að leiða hér flejri
vitni en ég held að íslenzkt fólk
hafi fyllilega kunnað að njóta
ásta fyrir daga Hannesar Haf-
steins. Annað mál er það, að þeir
Brandesarmenn munu sumir
hverjir hafa haft frjáislegri skoð-
anir um ástamál en viðurkenndar
voru fyrir þeirra daga enda man
REYKJAVIKURHOFN
HEFUR OPNAÐ BAÐHÚS
Á GRANDAGARÐI
í
KRÍSUVÍK
Jörðin Krísuvík, Hafnarfirði, ásamt gróðurhúsum,
er til leigu. Tilboð um leigu á jörðinni í heild
eða einstökum hlutum hennar, skulu send bæjar-
skrifstofunum fyrir 20. marz n.k.
BÆJARSTJÓRINN í HAFNARFIRÐI
Mjólkurframleiðendur
Austur-Skaftafellssýslu
Fundur verður haldinn ; lélagsheimili Mýrahrepps
2. marz næstkomandi, klukkan 20,30 — Fundar-
efni: Samþykktir fyrir mjólkursamlagið. Önnur
mál.
Kaupfélag Austur-Skaftfellinga.
ég ekki betur en Agnes Henning-
sen segi svo frá, að Brandes hafi
sjálfur talað um þá óhæfu, að
kvenlegur yndisleiki, sem gæti
verið mörgum til unaðar væri
dæmdur einkaeign svo að eiming-
is einum væri frjálst að njóta
hans.
Hafstein og áfengið.
Á bls. 210 er þessi ályktun:
„En ef menn afchuga þau fcþ.e.
drykkjukvæðin) ofan í kjölinn,
ætti þeim að skiljast, að svo get-
ur aðeins ort maður, sem hefur
fullkomið vald yfir nautnum sín-
um, sem gleðst prúður i /inahópi
yfir gullnum veigum. Skýrt dæmi
um þetta er eitt sérkennilegasta
kvæðið í íslenzkum ljóðaskáld-
skap, Sálmur yfir víni.“
Nú skal ég ekki mótmæla því,
sem höfundur segir um drykkju-
venjur Hafsteins á þessum árum,
en mér er ómögulegt að sjá að
kveðskapurinn sanni neina hóf-
semi og fullkomið vald yifir nautn
inni, þó að hnýtt sé í „fyllisvín."
Það er alkunnugt að blindur er
hver í sjálfs sök og á það alveg
sérstaklega við þegar áfengi er
annars vegar, enda ýmsar skrítl-
ur til um það, að drukknum
mönnum vaxi í augum fylli hinna,
sem eru þó engu drukknari. Ekki
held ég að hið yndisfagra drykkju
kvæði Jónasar Hallgrímssonar:
Hvað er svo glatt, bendi til þess
að höfundurinn hafi drukkið sig
í hel hálffertugur en fráleitt dug-
ar það til að afsanna það. Hins
vegar hygg ég, að Hannes Haf-
stein hafi vel þolað drykkinn
framan af ævi, — hann var karl-
menni — og má því vel vera rétt
að hann hafi aðeins „glaðst prúð-
ur í vinahópi yfir gullnum vejg-
um“ meðan hann var á fertugs-
aldri. En mér hefði fundist að
Þorsteinn Thorarensen hefði vel
mátt taka upp eitthvert sannasta
og bezta drykkjukvæði Hannesar
Hafsteins:
Úr krystalglasi gullið drakk ég
vín
og gleðin kyssti varir mér.
í djörfum leik sér lyfti sála min
sem lausklædd mey í dansinn
fer.
Ég skæru glasi hélt í hendi fast
sem hönd það væri á kærum íin.
En, minnst er varði, bikar sund-
ur brast
og brotin skáru æð og sin.
Þannig lýsir Hannes Hafstein
þvi að leita §ér yndis- og 'ífs-
nautnar í víngleðina.
Ekki sé ég ástæðu til að fjöl-
yrða hér um bannlögin en ekki
tek ég það sem ósbeikult dóms-
orðs þó að Indriði Einarsson segði
í elli sinni að Hannes Ifafstein
hafi verið raunsærri en bannmenn
irnir.
Hver er ekki bannmaður í sam
bandi við heroin og slík eituriyf?
Þar verðum við væntanlega bann-
menn, þangað til þeir, sem neyta
þessara eiturlyfja eru orðnir svo
margir, að þeir geta borið okkur
hina ráðum. Hvaða banni er
hægt að kenna um útbreiðslu síga
rettureykinga frá þvi að bannlög-
in voru samþykkt á íslandi?
Svo mikið er vist, að þeir sem
sögðu að íslendingar myndu sigr-
ast á áfengisböli með frjálslegri
áfengislöggjöf og fjölbreyttari og
meiri áfengissölu hafa ekki reynzt
öðrum raunsærri, því að 50 ára
saga þessara mála á íslandi sýnir
og sannar að öll þeirra ráð hafa
illa gefizt og því meir sígur á
ógæfuhlið sem meira er eftir þeim
látið,
Mál og still.
Hér skal staðar numið, en
margt væri hægt að segja í tilefni
þessarar góðu bókar og væntan-
spillt að verulegur smekkmaður
á mál hefði lesið handritið yfir.
Pennaglöp eins og þau á bls 148
að það verði seint vanmetið að
Magnús landshöfðingi benti Matt
híasi Jochumsyni á að sækja um
Akureyri og réði því að honum
var veitt kallið eru hvimleið í
góðri bók. Og ástæðulaust finnst
mér að hafa eftir landslhöfðirigja,
eins og gert er neðar á sömu
síðu: „Má ég presentera." Varla
hefur landshöfðingi haft þau orð
við franska skipfherrann, sem
sennilega hefur hvorki skilið ís-
lenzku né dönsku.
Flestum getur orðið það á að
missa klaufalega setningu úr
penna sínum og aðrir taka miklu
fremur eftir því en höfundurinn
sjálfur og því s'kyldu menn jafn-
an bera undir aðra, það sem raun-
verulega á skilið að vera vandað.
H.Kr.
MINNING
Framhald af bls 19.
hann kallar Á ferð og flugi, aft-
ast í ljóðasafn sitt 1944, og mættj
sökum þess líta á hana sem eins
konar niðurstöðu höfundar:
Hér um stund ég staðar nem,
stari, spyr og svara.
Ég veit ekki hvaðan ég kem
né hvert ég er að fara.
Gísli Ólafsson var minnisstæður
maður sakir ýmissa hluta. Hann
var vel greindur, þó ekki gefinn
fyrir fhugun, og ef í kappmæli
sló, flutti hann skoðanir sínar af
tilfinningahita fremur en rök-
vísi. Hann var glaðsinna og
jafnan málhress, Og fáa menn hef
ég þekkt sem hlógu jafn dátt að
kímnitilsvörum. Hann var mann-
blendinn, en gaf sig þó lítt að
félagsmálum og fundasetum, svo
mér sé kunuugt. Hins vegar kom
hann oft fram sem upplesari ljóða
sinna og flutti gamanvísur eftir
sig bæði fyrir norðan og í Heykja-
vík á sínum fyrri árum. En þótt
hann væri gleðimaður og óragur
í fjölmenni, hafði hann langmest
yndi af samræðum og fjöri í litl-
um hópi samvalinna manna.
Gísli var gæddur frásagnargáfu
svo af bar, færði allt söguefni
mátulega í stílinn svo áheyrilegra
yrði. Því var oft hin mesta
sbemmtun af samverustundum
með honum. Leik- og hermigáfu
hafði hann líka til að bera, náði
t.d. hinni sérstæðu rödd og tals-
máta Símonar Dalaskálds með ólik
indum vel, að kunnugra manna
sögn. Mun ríkisútvarpið eiga í fór
um sínum upptöku þar sem Gísli
er í gervi Símonar, og var hún
á sínum tíma gerð fyrir forgöngu
Helga Hjörvars. Einnig var Gísli
söngvinn og kvæðamaður ágætur,
má um kvæðaflutning hans dæma
af hljómplötu sem nýlega var gef
in út í annað sinn á vegum Fálk-
ans. Hann var og drátthagur,
fékkst nokkuð við skrautritun, og
ekki alls fyrir löngu sá ég gamalt
ljóðahandrit eftir hann, fagurlega
myndprýtt.
Gísli kunni kynstrin öll af kveð-
jskap, einkum þó stökum, var eld-
ifljótur að nema vísu sem hann
hafði ekki heyrt áður, ef hún féll
honum í geð. Hann hreifst opin-
skátt af velkveðinni vísu eftir
hvern sem hún var og lá ekki
á liði sínu að gera öðrum heyrin-
kunna nýja stöku sem hann hafði
numið, skaut henni að samborg-
urum sínum á götu eða gerði sér
beinlínis erindi til manna í þvi
skyni að hafa vísuna yfir. Þetta
voru manni hátíðisstundir i fá-
breytni rúmhelginnar. Sjalfur
ljómaði Gísli í framan, hló hjart-
anlega, væri vísan hnyttin, og
bætti við um leið og hann sleppti
út úr sér síðustu hendingun.ii:
„Hún er góð, þessi!“
Gísli Ólafsson var fríður maður
í andliti, fremur smáleitur og
lega hefur það víða verið gert og hafði fallega og íjosbruna ,m
verður gert. En ekki hefði það I Þunnhærður og ennið mikið. Ljósl
myndir sem til eru af honum,
sýna svipmótið allvel, þó ekki
fjörglampana í augnaráðinu. Gísli
var lágvaxinn, en svaraði sér vel,
ekki þrekmikill til burða, frem-
ur léttur i hreyfingum en gerð-
ist nokkuð lotinn með aldri.
Ég kynntist Gísla vel í upp-
vexti mínum á Sauðárkróki, eign
aðist hann að vini þó ærinn væri
aldursmunurinn. Ég lagði undir
hans dóm sum af mínum fyrstu
kvæðum — eða öllu heldur suma
af mínum fyrstu kveðskapartil-
burðum — frteddist af honum um
hagyrðinga lífs og liðna, nam af
honum vísur og sagnir. Nokkur
sumur unnum við saman í da»-
launavinnu þar nyðra og þá
kynntist ég honum bezt, því ein-
att hylltist ég til að vera sem
næst honum til að missa ekki af
neinu sem hann kynni að fitja upp
á. Sízt var þetta til að auka vinnu-
afköstin, þvl Gísli tók mann með
sér í ferðalög á vængjum vísna
og sagna aftur í tímann eða út
og suður um landið. Nú hvílir yfir
þessum stundum ljómi hins liðna
og ég minnist þeirra með þakk-
læti, því öll kynni mín af Gisla
voru á einn veg: hressandi og
ánægjuleg. Og nú þegar ég horfi
aftur, sé ég fyrir mér hinn aldna
þul í miðri starfsönn dagsins, hak-
ar og skóflur glamra, en hugur
hans er hálfur annars staðar,
hann þræðir stigu ljóða og minn-
inga.
Hannes Pétursson.
ERLENDAR FRÉTTIR —
Framhald af bls. 13.
Lane, sem einnig er þekktur
rithöfundur i New York hef-
ur skrifað eina jmideil.dustu
bó(k um Kennedy-morðið:
„Rush for Judgement".
Mark Lane var staddur í
Róm, þegar Garrison hélt blaða
mannafundinn í New Orleans.
Við fréttamann Reuters sagði
hann, að rannsóknir saksóikn-
arans gætu leitt til afhjúpunar
samsærisins á bak við morð
Kennedys, forseta. Lane sagði,
að Warren-nefndin hefði senni-
lega vitað um mörg þeirra
atriða, sem rannsókn Garri-
'sons beindist nú að, en ekki
fjallað ítarlega um þau. Lét
Lane þá ósk í ljós, að Garri-
ison héldi sjálfur áfram rann-
'sóknum sínum og léti þá í
Washington hvergi nærri koma,
og því hefur Garrison rauDar
þegar heitið. Lane sagði, að
ef Garrison tækist að hafa upp
á Kúhumönnunum tveim, sem
voru samtíma Oswald, undir
nafninu Leon Oswa'll, í New
Orleans, rétt fyrir forsetamorð
ið, væru miMar líkur til, að
koma mætti upp um samsærið.
— David Ferrie, sem fannst
látinn á heimili sínu á miðviku-
dag hafði laugardaginn áður
verið að því spurður, hvers
vegna hann teldi Garrison hafa
svo mikinn áhuga á honum í
sambandi við rannsólcnina, og
svarað því til, að e.t.v. grun-
aði Garrison, að hann mjmdi
fljúga með þá, sem viðriðnir
væru morðið á Kennedy í er-
uggt fylgsni.
Ferrie rak lítið flugfélag.
Hann hafði verið handtekinn
eftir morðið í Dallas, en lát-
inn laus, eftir að Oswald komst
undir lögregluhendur.
Jean Dixon, þekktasta
skyggni-kona Washington á
að hafa sagt fyrir um dauða
Roosevelts og kosningaósigur
Ohurehills árið 1954. Hún á ..ö
vísu einnig að hafa spáð þriðju
heimstyrjöldinni fyrir árið
1958. En það, sem hún raun-
verulega sagði við hádegisverð-
inn á Hotel Mayflower þann
22. nóvember 1963, verður 0-
vissu hulið um alla tíð. Hv^r
sannleikurinn um atburðim ■
Dailas í raun er, verður ef til
vill einnig eilíf gáta.