Alþýðublaðið - 24.07.1984, Síða 4
alþýðu
blaðið
Þriðjudagur 24. júlí 1984
Útgefandi: Alþýöuflokkurinn.
Stjórnmálaritstjóri og ábm. Guðmundur Árni Stefánsson.
~Blaðamaður: Friðrik Þór Guðmundsson.
Gjaldkeri: Halidóra Jónsdóttir.
Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúia 38, Reykjavík, sími 81866.
Setning og umbrot: Alprent hf. Ármúla 38.
Prentun: Blaðaprent, Síðurnúla 12.
Áskriftarsíminn
er 81866
T!L UMHUGSUNAR
Pólitísk eða
fagleg verkföll
Vinnustöðvanir eru tíðari þegar hœgri
stjórnir ríkja, en er um pólitískan þrýsting
að rœða eða réttmœta óánœgju?
ISt vinnustöðvunum beitt í póli-
tískum tilgangi? Þegar litið er á töl-
ur yfir verkföll og aðrar vinnu-
stöðvanir síðustu 25 árin eða svo
kemur vissulega í ljós að fjöldi
vinnustöðvana og þátttaka í þeim er
með meira móti þá er „hægri“
stjórnir hafa setið við völd, borið
saman við „vinstri“ stjórnir. Hægri
sinnar vilja auðvitað túlka þetta
sem svo að verkalýðshreyfingunni
sé beitt gegn „sínum“ stjórnum.
Þannig var fyrir nokkrum mán-
uðum birt stutt grein í gamla Tím-
anum þar sem greint var frá því að
fjöldi vinnustöðvana hefði 1970-
1973 verið 82 (4ár), 1974-1977 verið
631 (4 ár), en 1978-1981 verið 50 (4
ár). Þá spurði blaðið í fyrirsögn
hvort vinnustöðvunum væri beitt í
pólitískum tilgangi, en forðast var
hins vegar að reyna að svara spurn-
ingunni eða leggja fram tilgátur.
Hins vegar hefði fyrirsögnin allt
eins getað hljóðað sem svo: Er
verkalýðshreyfingin óánægðari þá
er „hægri“ stjórnir ríkja?
r
A fyrri hluta valdakeiðis Viðreisn-
arstjórnarinnar var talsverður upp-
gangur í efnahagslífinu. Stjórnin
beitti sér meðal annars fyrir því að
stórauka framlög til almannatrygg-
ingakerfisins og til hins almenna
Byggingasjóðs auk þess sem stofn-
aður var Byggingasjóður verka-
manna (í tengslum við Breiðholts-
framkvæmdirnar meðal annars).
1960-1964 voru vinnustöðvanir að
jafnaði um 50 á ári, sem stóðu að
meðaltali yfir í um 15 daga. 1965-
1969 harðnaði hins vegar í ári, at-
vinnuleysi jókst sem og óánægja.
Þá urðu vinnustöðvanir að jafnaði
nálægt 100 ár ári, en stóðu hins veg-
ar að meðaltali aðeins yfir í 5 daga.
Sérstaklega voru árin 1968 og 1969
launþegum erfið, þá fór vísitala
kaupmáttar greidds tímakaups úr
um 125 í 115stig(miðað við lOOárið
1963), en það var nokkuð í sam-
ræmi við lækkun á vísitölu þjóðar-
tekna. Á móti kom hins vegar átak
í útgjöldum til almannatrygginga.
Aftur tók að rétta úr kútnum og ár-
ið 1970 varð fjöldi vinnustöðvana
65. Á valdatíma „vinstri“ stjórnar
Ólafs Jóhannessonar 1971-1974 var
talsverður uppgangur í efnahagslíf-
inu, þjóðartekjur fóru ört vaxandi
og kaupmátturinn fylgdi með upp á
við. Kaupmáttur kauptaxta fór úr
100 vísitölustigum 1971 í 116.4 stig
1974 og aðeins „handfylli“ af
vinnustöðvunum (5-7) árlega.
Nema hvað 1974 (stjórnin fór frá í
lok ágúst) fjölgaði vinnustöðvun-
um í 94.
Þegar ríkisstjórn Geirs Hallgríms-
sonar tók við völdum lét hún það
verða sitt fyrsta verk að ráðast
harkalega á kjör launafólks, kaup-
máttur kauptaxta hrapaði úr 116.4
stigum í 99.3 stig og enn í 94.2 stig
árið 1976. Þrátt fyrir að vísitala
þjóðartekna hafði aðeins lækkað
örlítið 1975 og vaxið 1976. Fyrir
þennan tíma hafði þróun þjóðar-
tekna og kaupmáttar haldist
þokkalega að, en nú var sem sagt
búið til hyldýpi þar á milli, sem ekki
hefur enn verið brúað, heldur þvert
á móti víkkað og dýpkað og þá
einkum og sér í lagi í tíð núverandi
stjórnar. Ríkisstjórn Geirs Hall-
grímssonar réðist því að tilefnis-
lausu á kjör launafólks og er nema
von að það hafi viljað láta óánægju
sína í ljós? 1975 fór fjöldi vinnu-
stöðvana upp í 122, var svipaður
1976. 1977 voru kjörin aftur á móti
orðin það óbærileg að verkalýðs-
hreyfingin sá sig tilneydda til að
knýja fram úrbætur með aðgerð-
um, fjöidi vinnustöðvana fór upp í
292. Árangurinn varð sá að kaup-
mátturinn fór upp í 105.2 stig, sem
þó var langt frá því sem hann var
bestur 1974. Árið 1978 rættist enn
úr kaupmættinum, en stjórnin fór
frá völdum í byrjun september. Á
árinu fór kaupmátturinn upp i 113.1
stig. Miðað við 1971 höfðu þá þjóð-
artekjur vaxið um 34<7o en kaup-
mátturinn var aðeins 13% meiri.
Verkalýðshreyfingin hafði náð
fram takmarkaðri leiðréttingu 1978
(sem eignast ríkisstjórn Geirs) og
slíðraði vopnin í bili, því vinnu-
stöðvanir urðu það árið aðeins 7 og
stóðu almennt yfir í mun skemmri
tíma að auki. Árið 1979, þegar
vinstri stjórnin sat við völd, stóð
vísitala þjóðartekna nánast í stað
og kaupmáttur kauptaxta launþega
lækkaði lítillega, einkum þó er líða
tók á árið og óánægja innan stjórn-
arinnar óx (Alþýðuflokkurinn fór
þá úr stjórninni vegna þess að ekki
tókst samkomulag um aðgerðir).
Það árið fjölgaði vinnustöðvunum
upp í 13, en urðu síðan sárafáar í tíð
ríkisstjórnar Gunnars Thorodd-
sens. Segja má að verkalýðshreyf-
ingin hafi svo sannarlega sýnt þeirri
stjórn biðlund þrátt fyrir að hún
hafi byrjað á því að skerða kjörin
og þau hafi síðan skerst enn er líða
tók á valdatímann. Frá 1979 til 1982
fór meðalkaupmátturinn úr 112.1
stigi í 104.3 stig, en vísitala þjóðar-
tekna í heildina stóð nokkurn veg-
inn í stað. En ef verkalýðshreyfingin
sýndi þeirri sjórn biðlund og þolin-
mæði, hvað er þá hægt að segja um
afstöðu hennar gagnvart núverandi
ríkisstjórn það sem af er? Sáttfýsi
hennar hefur verið með eindæmum
þegar litið er til þess að kaupmátt-
urinn hefir verið skertur um fjórð-
ung. Samið hefur verið um óbreytt
ástand til að gefa stjórninni tæki-
færi á að sýna hvort hún myndi
treysta undirstöðurnar og gera eitt-
hvað annað en að skerða kjörin. Nú
er hins vegar þolinmæðin að bresta
vegna aðgerðarleysis stjórnarinnar,
en þrátt fyrir það er ekki hægt að
segja að þær kröfugerðir sem settar
hafa verið fram séu „róttækar“
nema síður sé.
Það er sagt að verkalýðshreyfingin
sé vond við „hægri“ stjórnir. Til-
tekið er sem dæmi að hún hafi beitt
ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar
hörðu 1977 og 1978, þannig að
stjórnin hafi nánast hrökklast frá
völdum. Er það einsdæmi ef túlka-
má aðgerðir verkalýðshreyfingar-
innar á þennan hátt? Hvað er þá að
segja um þá staðreynd að fyrsta
„vinstri" stjórnin hrökklaðist frá
völdum 1958 einkuúi og sér í lagi
vegna þess að verkalýðshreyfingin
hafnaði þeirri beiðni stjórnarinnar
um að fresta hluta verðbótahækk-
unar launa?
Það er vissulega sitthvað til í því
að verkalýðshreyfingunni kunni að
vera beitt í pólitískum tilgangi. En
ástæðanna fyrir því að verka-
lýðshreyfingin grípi til verkfalla og
vinnustöðvana hlýtur þó fyrst og
fremst að vera að leita í þeirri ein-
földu staðreynd að „hægri“ stjórn-
ir, samstjórnir Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks, ráðast í aðgerð-
um sínum mun harkalegar á kjör
launafólks en aðrar stjórnir. Það
sýnir reynslan af ríkisstjórn Geirs
1974-1978 og það sýnir jafnvel enn
betur reynslan af núverandi ríkis-
stjórn. Ef slíkar stjórnir sýndu það
áþreifanlega að þær gætu gert eitt-
hvað annað en að ráðast á kjörin
mættu þær vafalaust skilningi
verkalýðshreyfingarinnar, eins og
sýnt hefur sig hingað til hjá núver-
andi stjórn. F-
MOLAR
Hvemig væri aö gera Jón
Pétursson í Botnskálan-
um að heiöursfélaga
Reglunnar, strákar?
Úr umferðinni
Nýjasta bráðabirgðaskráning
Umferðarráðs, sem nær yfir
fyrstu 6 mánuði ársins, sýnir með-
al annars að goðsögnin gamla um
að karlmenn séu betri ökumenn
en konur er ekki einasta úr lausu
lofti gripin, heldur á leið með að
snúast við.
Af þeim ökumönnum er lentu í
umferðaróhöppum 1983 (fyrri
hluta) reyndust 248 vera karlmenn
en 74 konur (77% á móti 23%). í
ár hefur karlkynsökumönnum í
óhöppum hins vegar fjölgað upp
í 281 (13% fjölgun) en kvenkyns-
ökumönnum fækkað í 60 (19%
fækkun). Hlutföllin kynjanna á
milli urðu því nú 82.4% karlar en
17.6% konur.
Svipaða sögu er að segja af slös-
uðum.Þar fjölgaði körlum frá ár-
inu áður úr 180 í 204 en konum f-
ækkaði úr 112 í 104.
•
Árás á SÍS fyriskipuð
Málgagn sjálfstæðismanna við
Eyjafjörð birtir fyrir helgi átakan;-
legan Ieiðara þar sem fram kemur
mikill ótti og harmur yfir velgeng-
ni/auðsöfnun Sambandsveldis-
ins. Segir þar að meðal hugsandi
manna („einkum sjálfstæðis-
manna“) gæti nú vaxandi ug£s
vegna stöðugt aukinna áhrifa SÍS
á atvinnulíf í landinu. Óþekkt er
að samvinnufélög leggi upp laup-
ana, ósýnilegur „stóri bróðir“
kemur alltaf til hjálpar.
Veigamesta ástæðan fyrir vel-
gengninni/auðsöfnuninni er talin
13 ára samfelld seta Framsóknar-
flokksins í ríkisstjórn. Og hver er
dagskipunin hjá leiðarahöfundi
gagnvart samflokksmönnum sín-
um sem verma ráðherrasætin með
frömmurum? „Það er ósann-
gjarnt að ætlast til þess að sjálf-
stæðismenn í ríkisstjórnarsam-
starfi, nú upphefji og svipti burt í
einni svipan þeim peningavöldum
og viðskiptaaðstöðu sem SÍS hef-
ur tekist að afla sér á meir en ára-
tug — á löglegan þó ef til vill sið-
lausan hátt ... en menn mega ekki
missa sjónar af þjóðfélagsmark-
miðum ... glöggt dæmi um slíkan
ótta er í sambandi vió uppgjör á
nokkrum erfiðustu útgerðarfyr-
irtækjum Iandsins. Sambandsfyr-
irtæki eru stærstu aðilar í u.þ.b.
helmingi þeirra skipa, sem lenda
munu á uppboði skv. nýjustu
reglugerð um skuldbreytingar út-
gerðar. Það er óheppilegt og
óheilbrigt ef sjálfstæðismenn
færu að reyna að draga úr því að
reglugerðinni verði framfylgt.
Þvert á móti er það skylda þeirra
að sjá til þess að svo verði gert.
Óttinn við SÍS hjálpar Framsókn
við að ganga á lagið og forðar
Sambandsfyrirtækjum frá því að
standa við eigin skuldbindingar.
Það er ólíft í þrælsótta SÍS-veldis-
ins. Það verður að mæta út-
þenslustefnu þess af fullri hörku
og taka frekar einhverjum áföíl -
um í eigin garði.“
Má ég koma með?
Víkurfréttir eru létt og skemmti-
legt blað, að minnsta kosti á köfl-
um. Nú er blaðið að fara í sumar-
frí, en eftir að því lýkur hefst
dreifing á blaðinu í Grindavík og
um leið verður það „vikublað
allra Suðurnesjamanna“T Frá
þessu er meðal annars sagt í með-
fylgjandi tilkynningu um sumar-
fríið og ekki ber á öðru en að
starfsmenn ætli aldeilis að hafa
það gott í fríinu ...
SUMARFRÍ
Vegna sumarleyfa
fellur útkoma Víkur-
frétta niöur
2. og 9. ágúst n.k.
Er næsta blaö, sem
út kemur fimmtudag-
inn 26. júli, þvi síö-
asta blað fyrir
sumarleyfi.
Frá og meö 16. ágúst
hefst dreifing á blaö-
inu i Grindavik og um
leiö veröa Víkur-
fréttir vikublaö