Tíminn - 15.03.1967, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.03.1967, Blaðsíða 3
/ MIÐVIKUDAGUR 15. marz 1967 TfMINN 3 Bandaríska leikkonan Carol Baker, sem varð fræg fyrir leik sinn í kvíkmynd Tennessee Williams, Baby Doll hefur flakk að um nú undanfarið og hafn aði loks í Róm þar sem hún hefur verið að leika í kvik mynd, sem nefnist Harem. Fyrir skömmu hélt hún blaða mannafund í Róm og ræddi þá um kvikmyndina og ýmsa leikara I Hollywood. Meðal ann ars sagði hún blaðamönnum það, að Marilyn Monroe hefði drukkið vodka eins og vatn- Páll páfi hafði fyrir skemmstu fund með meira en þúsund nunnum. Van tilefni fundarins að vara nunnurnar við öllum hinum miklu breyt ingum, sem verið er að gera á nunnubúningunum og þá lagði hann sérstaka áherzlu á að nunnurnar létu ekki stuttu tízkuna hafa áhrif á klæðaburð sinn. Það er heldur fátt, sem heyr ist um Nikita Krustjoff núorð ið en þó er alltaf eitthvað hægt um hann að segja. Fyrir skemmstu tók hann þátt í kosn ingum og þag upplýstist, að hann fór á kjörstað og kaus Alexis Kosygin, sem vgr í framboði í hans kjördæmi. Ennfremur herma nýjustu fregnir, að hann hafi horazt og það er ítalski klæðskerinn Angelo Litrico, sem lét um- heiminum í té þessa vitneskju Hann er talinn vel fær um það, því að hann hefur saumað tuttugu jakkaföt á þennan fyrr verandi æðsta mann Sovétríkj anna. Litrico var ráðinn til þess ag sauma á Krustjoff, þeg ar hann kom til Moskvu til þess að sýna föt, sem hann hafði saumað. í hvert sinn, er hann hafði saumað föt á Krust joff fékk hann auðvitað borgað, áð vísu ekki í peningum eins og við mátti búast, heldur með fjórum kílóum af kavíar, og hélt fjölskyldan því veizlu í hvert sinn. Nú er Litrico í Róm og segist vonast til þess að fá að sauma föt á Breshnéff. * Tízkudrottningin Mary Quant er á stöðugri uppleið. Fyrir skemmstu opnaði hún sjö verzlanir í götunni Via Mergutta í Róm, sem nú hefur fengið sitt Carnaby Street. ítal ir hafa reynt að koma í veg fyr ir þessar brezku verzlanir, þar sem þær munu skyggja á ítalska tízku að þeirra áliti. Mary Quant er eins og kunnugt er ein af aðal uppfinningamann eskjunum í sambandi við stuttu tízkuna og er þegar farið að berast ýmislegt af hennar fatn aði hingað til lands og má þar nefna gull- og silfurlita sokka, sem fást í búðum Reykjavíkur. Hér á myndinni sjáum við Mary og er myndin tekin þegar liún var að/opna búðirnar. Sjötíu ára gömul kona lá fjögur ár látin í íbúð sinni j stóru fjölbýlishúsi í Ports- moufh í Englandi, án þess að nokkur uippgötvaði það. Á hverjum einsta degi gengu í- búar hússins fram hjá dyrunum hennar og engum fannst neitt athugavert við það, að gamla konan sæist aldrei. Loksins uppgötvaðist lát hennar, þegar pípulagningamaður þurfti að gera við í húsinu. Hin látna hét frú Thompson og hún flutti inn í íbúðina tyrir 17 árum síðan, ásamt systur sinni og hafa íbúar hússins sagt að þeim hafi þótt þær nokkuð undarlegar. Þær gengu alltaf svartklæddar og ef þær fóru út í búðir gerðu þær það aldrei fyrr en orðið var dimmt. Fyrir fjórum árum dó systir frú Thompsons og hefur einn ná- granninn sagt, að hann hafi af tilviljun séð jarðarförina og eina manneskjan, sem var við stödd var frú Thomson. Eftir lát systur sinnar varð hún enn undarlegri og sást aldrei á ferli. Á hurðinni hjá henni var miði, þar sem beðið var um bréfum yrði ekki kastað inn um bréflúguna. Þegar svo lik ið fannst var ekkert eftir annað en beini og er talið að dánar orsökin hafi verið vannæring. ★ Meðal hinna mörgu dýrmætu brúðkaupsgjafa, sem Margrét ríkisarfi Dana og Henri greifi eiga að fá, er seglbátur að verð mæti um 300 þúsund krónur. Er verið að safna fé í bátinn og rikir mikill áhugi á að hvetja greifann til þess að stunda siglingafþróttina og vonast Danir til þess að sjá greifann oftar en einu sinni í keppni í þeirri grein, en eins og kunn ugt er, er hinn „tengdasonur" Dana, Konstantin Grikkjakon ungur Ólympíuverðlaunahafi í siglingum, og vonast Danir sennilega til að Henri greifi komi til með að krækja sér í einhver verðlaun líka. Það þykir talsverður viðburður, þegar verið er að frumsýna kvikmyndina The Taming of a Shrew, en í henni leika þau hjónin Elizabeth Taylor og Richard Burton. Þessi mynd er tekin, í NY þegar hertogahjón in af Windsor koma tjl sýning arinnar. ★ Það er ýmislegt, sem er selt á uppboðum nú til dags og nú á að fiara að selja á uppboði í Bandaríkjunum atvinnuum- sókn frá 1945.'- Þar er verið að sækja um vinnu, í rafmagns fyrirtæki í Boston og átti sá sem starfið hlyti að fá um 2000 krónur á viku. Hins vegar er búizt við að umsóknin seljist á um það bil 60-000 krónur. Ástæðan til þess að umsóknin selst fyrir svo háa upphæð er að umsækjendinn var enginn annar en John F. Kennedy. Það má taka það fram, að hann fékk ekki stöðuna. ★ Joan Fontaine, sem margir muna sjálfsagt eftir úr ýms um kvikmyndum frá því um 1940, virðist eiga erfitt með að halda í eiginmenn sína. Nú hef ur hún misst þann fjórða og var það fréttamaðurinn Alfred Wright. Um hann sagði Joan: Hann hefur ekki þörf fyrir heimili, aðeins einhvern stað til þess að sækja hrein föt á. Heimili hans er allir golfklúbb ar landsins. Stalinfjölskyldan er mjög mik ið í fréttum þessa dagana og þótt lítið sé minnzt á konu Stal ins þótti okkur tilhlýðilegt, þeg ar við rákumst á þessa mynd að birta hana. Hún er af minn ismerki úr marmara og er á leiði eiginkonu Stalins í kirkju garði í Moskvu. Á minnismerk inu stendur Nadezhda Sergey- evna Alliluyeva, aðili í komm- únistaflokknum, frá J.V. Stalin. Á VlÐAVANGI Ný sprengja? Það hefur verið aðaluppi- staðan í pólitískum áróðri kommúnista hér á landi á und- am'örnum árum, að sprengjan væri að koma. Nú eru Sjálf- stæðismenn farnir að draga dám af kommúnistum í þessum efnum. Það er bara önnur sprengja, sem þeir ætla að hræða menn með. Það er Vísir í gær, sem byrjar sprengju- áróðurinn. Þar segir; „Hér áður fyrr var það föst regla, að þensla í atvinnulífinu leiddi til sívaxandi umsvifa, framkvæmda og fjármagnseftir- spurnar. Þessi þróun endaði ætíð með sprengingu og þróun í öfuga átt, í átt til kreppu, hnignunar atvinnulífsins og al- menns atvinnuleysis. Smám sam an jafnaði atvinnulífið sig aftur og hóf aðra hringferð af þessu tagi. Hin nýja hagstjórn beitir samræmdum aðgerðum til þess að rjúfa þennan vítahring. Hún heldur þenslunni innan hæfi- legra marka og hindrar sprengj una, sem leiðir til kreppu. Hér hefur liinum nýju hag- stjórnaraðferðum verið beitt með góðum árangri. Sumir hafa átt erfitt með að átta sig á, að t.d. sparifjárbinding í Seðla- bankanum og hailalaus fjárlög eru nauðsynlegir liðir í þessari stefnu. Forustumenn Framsókn arflokksins hafa ekki getað skil ið þetta og halda enn fram hin- um gömlu kreppuráðum, sem allir aðrir hafa varpað fyrir borð.. Það er alvarlegt mál, að fjölmennur stjórnmálaflokkur skuli halda til streitu úreltum hugmyndum, og er vonandi að hana fái ekki tækifæri til að framkvæma þær." Sálarháski Þessi sprengjuleiðari Vísis ætti að gefa mönnum nokkra innsýn í þann pólitíska sálar- háska svartsýninnar, sem stjórn arflokkarnir eru nú í, og hvað það er, sem stiórnar mörgiim furðulegustu athöfnum þeirra, svokölluðum efnahagsráðstöfun um, sem þeir hafa verið að gera á síðustu árum. Það er <il að koma í veg fyrir „spreng- inguna“, sem þeir skilja nú íslenzka atvinnuvegi eftir flak- andi í sárum og á heljarþröm eftir 7 ára samfellt góðæri og aflauppgrip ásamt stórhækk- andi verðlagi á útflutningsaf- urðum ár eftir ár. Það er af ótta við sprenginguna, sem þeir hafa horft upp á það aðgerðar lausir, að togaraútgerð er að leggjast niður og frystiiðnaður og þorskveiðiútgerð er í kör inni á sama tíma rig alis kon ar fjármálasipilling og svik vaða uppi í fjármálaiifi þjóðarinnar. Það eru fiestir farnir að sjá það, að sú stefna, sem fylgt hef ur verið og þau vinnubrögð sem við höfð eru, hljóta að leiða til upplausnar og kreppu og það eru aðrir en Framsóknarmenn, sem skilja ekki, hve alvarlegt ástandið er. Framsóknarmenn gera sér fuila grein fyrir því, hve nú er ískyggilega sigið á ógæfuhlið þrátt fyrir alla ár- gæzkuna og þeir krefjast að farið verði inn á nýjar leiðir ekki ósvipaðar þeim, sem farn ar hafa verið í nágrannalönd um með góðum árangri með samstarfi ríkisvaldsins við at- vinnureksturinn í landinu og áætlanagerð og vali á því í Framhald á bls. 15. csasíaBSBfitefc- 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.