Tíminn - 15.03.1967, Blaðsíða 13

Tíminn - 15.03.1967, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 15. marz 1967 ÍÞRÓTTIR TÍMINN 13 Sprengja Haukar aftur í kvðld? Mæta Fram í kvöld - FH mætir Víkingum í kvöld verða leiknir tveir þýð- ingarmiklir leikir í 1. deild í handknattleik. FH mætir Víking- um í fyrri leik, en í síðari leikn- um mætast Fram og Haukai Það er einkum síðari leikurinn, sem verður undir smásjá. Spurningin er, hvort Haukar muni varpa ann- arri sprengju í kvöld. Það varð mikil sprenging, þegar þeir unnu FH nýlega og gerbreyttu þar með stöðunni í mótinu. Þeir opn- uðu möguleika fyrir Fram — og um leið fyrir sjálfa sig — en eyðileggja þeir möguleika Fram í kvöld með því að sigra þá einnig? Það er vandi að svara þessari spurningu, en alla vega má bú- ast við skemmtilegri viðureign. Bæði liðin tefla fram sterkustu mönnum sínum, nema hvað Guð- jón Jónsson, Fram, er enn á sjúkralista. Hann mun þó bnátt hefja æfingar aftur. Það veikir e.t.v. stöðu Hauka, að þetta er þriðji leikur þeirra á 6 dögum. Hún er .einkennileg niðurröðun- in í mótinu. Leikur FH og Víkings getur líka orðið skemmtilegur. FH-ing- ar eru auðvitað sigurstranglegri, Framhald á bls. 12. Magnús P. og Karl dæma í NM Alf-Reykjavík. — IVeir íslenzkir handknattleiks- dómarar munu dæma í Norð urlandamótum unglinga, pilta og stúlkna, sem hald- in verða um mánaðarmot- in. Magnús Pétursson mun dæma í NM stúlkna, sem haldið verður í Noregi og Karl Jóhannsson mun dæma í NM pilta, sem háð verður í Svíþjóð (sjá frétt annars staðar á síðunni). Unglingalandsiið endanlega valið Fyrsti leikurinn í NM gegn Svíum Alf-Reykjavík. — Unglinga- landslið pilta í handknattleik, sem þátt tekur í Norðurlandamóti um næstu mánaðamót, hefur nú ver- ið valið endanlega, en eins og kunnugt er, varð misskilningur um valið á sínum tima og gaf HSÍ blöðunum rangar upplýsing- Háskólastúdentar efna til Alf-Reykjavík. — Iþróttafélag stúdenta er 40 ára um þessar mundir. Og i tilefni af þvi efna stúdentar til íþróttahátíðar í Laug ardalshöllinni annað kvöld. Keppa stúdentar í mörgum greinum. þ. á.m. gegn úrvalsliði í körfuknatt- leik, sem landsliðsnefml K KÍ valdi. Stúdentar munu liafa haft hug á því að lcika í handknattleik gegn úrvalsliði HSÍ, en fegnu neitun hjá HSÍ þrátt fyrir góð orð í fyrstu. Leika stúdentar þess í stað gegn hinu efnilega KR-liði, sem nýlega vann sæti í 1. deiiil. Auk þess keppa stúdentar í knattspyrnu gegn leikmönnum ir íslandsmeistaraliði Vals. Og enn fremur keppa þeir í 10x200 metra boðhlaupi gegn úrvalsliði Reykja- víkur. Ekki er að efa, að keppnin annað kvöld getur orðið skemmti leg, enda eru margir frábærir iþróttamenn innan Hláskóla ís- lands, landsliðsmenn í öllutm grein um. Keppnin annað kvöld hefst kl. 20.15, en áður munu allir þátt- takendur í þessu afmælismóti ganga fylktu liði inn í salinn. Framhald á bls. 12. ar um valið þá. Hið endanlega val li'ósins er þannig: Birgir Finnbogason, FH Emil Karlsson, KR Jón H. Magnússon, Vík. Einar Magnússon, Vík. Rúnar Gíislason, Vík. Jón Karlsson, Val Gunnar ólafsson, Val Sigurbergur Sigsteinsson, Fram Pétur Böðvarsson, Fram Arnar Guðlaugsson, Fram Björgvin Björgvinsson, Fram Bogi Karlsson, KR Ásgeir Elfeson, ÍR Brynjólfur Markússon, ÍR. Af þeim 14 leikmönnum, sem valdir hafa verið, eru 12, sem leika með meistaraflokki félaga sinna. Er íiðið því skipað reyndari og sterkari leikmönnum en oft áður. Eins og áður hefur komið fram fer Norðurlandsmótið fram í Sví- þjóð að þessu sinni. Verður það haldið í Vanersborg dagana 31. marz til 2. apríl. Fyrsta dag keppn innar, föstudaginn 31. marz, mæt- ir íslenzka liðið Svíum. Daginn eftir leikur íslenzka liðið tvo leiki þann fyrri við Finna og síðavi leikinn gegn Dönum. Sunnudag- inn 2. apríl mætir íslenzka liðið svo Norðmönnum. Meistarar geta dottið líka Enginn er svo góður, að honum geti ekki mistekizt. Á myndunum hér að ofan sjáum við frönsku skíðadrottninguna Marielle Goitschell í keppni nýlega. Á efstu myndinnl kemur hún brunandi niður en missir jafnvægið. Á miðmyndinni er hún faliin. Og á neðstu myndinni liggur hún í snjónum og er að jafna sig. — ÍR 60 ára S.L laugardag, 11. marz, átti íþróttafélag Reykjavikur 60 ára afmæli. Félagið var stofnað 11. marz 1907 og var Andreas J. Bertelsen aðalhvatamaður að stofnun þess. Ilann var jafn- framt fyrsti formaður ÍR. í tilefni 60 ára afmælisins efnir félagið til afmælishófs í Lídó föstudaginu 7. apríl. Verð- ur nánar skýrt frá tilhögun síðar. Þá munu hinar ýmsu deildir félagsins efna til afmæl ismóta, en fyrsta mótið heldur sunddeild ÍR 4. apríl n.k. í Sundhöllinni. Frá stofnun félagsins hafa 17 menn veitt því formennsku. Núverandi formaður ÍR er Gunnar Sigurðsson, vara- slökkviliðsstjóri. Fyrir 20 ár- um var stofnað Formannafélag ÍR, en það skipa fyrrverandi formenn félagsins. Formanna- félagið stendur í beinu sam- bandi við stjórn félagsins og hefur m.a. úrslitavald í rneiri háttar ráðstöfunum varðandi fjármál og eignir félagsins. Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, er heiðursformað- ur félagsins. ÍR er fyrsta íþróttafélagið hérlendis, sem hefur þau meg- instefnumál i lögum sínum að efla fimlcika og frjálsar íþvótt- ir, en félagið efndi m.a. til fyrsta frjálsíþróttamótsins, sem haldið var í Reykjavík — ár- ið 1911. Forystumenn ÍR voru á sín- um tima aðalhvatamenn að stofnun ÍSÍ. Má þar einkum nefna Helga Jónasson frá Brennu, sem var einn mesti áhugamaður og driffjöður um íþróttir í áratugi. ÍR efndi til viðaysngshlaups árið 1916, *en víðavangshiaup ÍR þótti hér áður fyrr einn mesti íþróttaviðburður hvers árs. Hlaupið hefur farið fram á hverju ári og oft með miklum glæsihrag. Hin síðan ár hefur verið daufara yfir hlaupinu. Á þeim 60 árum, sem lið- in eru frá stofnun ÍR hefur félagið^ fært mjög út starfsemi sína. Á stefnuskrá ÍR eru nú ■MNnMMMMMM ÍR hefur átt marga frábæra frjálsíþróttamenn, þ. á. m. Jón Þ. Ólafsson. Hér sést Jón kenna nokkrum yngri meðiimum Frjálsíþróttadeildar ÍR hástökk. sex íþróttagreinar frjálsar íþróttir, sund, fimleikar, hand knattleikur, körfuknaiúeikur, og skíðaíþróttir. Félagið á, og hefur átt, frábæra íþróttamenn og konur innan sinna -rvarda. Mun nú getið helztu atriða í afrekum hinna ýmsu iþrótta- deiiöa. Á undanförnum áratugum hefur ÍR verið eitt fremsta fé- lag landsins í frjálsum íþrótt- um, þó að misjafnlega hafi gengið frá ári til árs. Um þess- ar mundir er ÍR með sterkustu unglingaflokka landsins í trjáls íþróttum og mesti afreksmaður íslands í frjálsíþróttum nú, er íiR-ingur JÓn Þ. Ólafsson. Á s.l. ári hlaut ÍR flesta fslands meistara í frjálsum fþróttum, þegar allir aldursfíokkar eni reiknaðir. Formaður Frjáls- iþróttadeildar er Karl Hólm, en þjálfarar Jóhannes Sæ- mundsson og Karí. Hólm. Framhald á bls. i2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.