Tíminn - 15.03.1967, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.03.1967, Blaðsíða 6
TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 15. marz 1967 UNDIRSTAÐAN REISN mm VINNUL Nú eru liðin fjögur ár síðan við komum hér saman síðast á Flokksþing Framsóknarmanna, skömmu fyrir kosningarnar 1963. Síðan hefur margt á dagana drifið og verður drepið á fæst af því í þeim inngangsorðum að starfi íþessa flokksþings sem ég mun flytja. En þó mun ég nefna nokk- ur höfuðatriði og minnast síðan á ýms af þeim verkefnum sem framundan blasa við. Alþingiskosningarnar 1963 urðu mikill sigur fyrir Framsóknar- flokkinn. Fylgi flokksins óx um 10% og er það óvenjulegur vöxt- ur hér á landi. Jafnframt vann flokkurinn tvö ný þingsæti. En ríkisstjórninni tókst að hanga á naumum meirihluta í báðum deild um Alþingis, en munaði þó mjóu, t.d. í Vesturlandskjördæmi að stjórnarflokkarnir misstu þing- mann og þar með meirihlutann og stjórnin yrði að hætta. Ríkisstjórnin þarf því ekki að kvarta yfir því, að henni hafi ekki gefizt tóm til að sýna stefnu sína rækilega í verkinu, og þá hafa vinnuskilyrðin ekki verið bágbor- in, því segja má að allt þetta sjö ára tímabil hafi verið óvenjuleg uppgripaár og viðskiptakjör ís- lenzku þjóðarinnar við önnur lönd líklega aldrei hagstæðari en ein- mitt þetta tímabil. Það leikur ekki á tveim tungum að ef þessu hvorutveggja hefði ekki verið til að dreifa, hefði ríkis stjórnin orðið að leggja upp laup- ana fyrir löngu, vegna ráðleysis og stjórnleysis. Er þetta hrein- lega viðurkennt af mörgum stuðn- ingsmönnum rikisstjórnarinnar, sem upp á síðkastið hafa lýst því með sterkum orðum, að hinar miklu verðhækkanir erlendis og óvenjulegur afli, séu undirstaða þess að atvinnuvegirnir hafi ekki stöðvast alveg fyrir löngu. Allt öðru vísi en lofað var Það er ömurleg mynd, sem nú blasir við eftir sjö ára viðreisn. Það átþi þó að verða öðruvísi, þegar af stað var farið og ekki vantaði yfirlætið. Það var sagt að pjóðin yrði að leggja á sig byrgðar til þess að lækka skuld- irnar við útlönd og létta skulda- baggann. Nú er niðurstaðan sú, að skuldir við útlönd að frádregnum innstæðum og að frádregnum hin- um margumtalaða gjaldeyrisvara- sjóði eru miklu hærri en þær voru árið 1960, og lán til stutts tíma meiri en nokkru sinni. Það átti að verða stöðugt verð- lag, eftir fyrstu hækkunarbylgj- una :.960, og því var lýst yfir með miklu yfirlæti, að bær ráðstafanir, sem gerðar voru, væru allt öðru vísi en þær sem áður höfðu tíðk- ast hér á landi, því nú væri inn- leitt kerfi, sem hefði f sér fólgna varanlega lausn á verðbólguvanda máiinu En niðurstaðan hefur orð- ið stórfelldari óðaverðbólga en við höfum nokkurn tíma átt við að giíma. Þannig hefur verðbólgu- vöxturinn hér verið að minnsta kostj þrisvar sinnum meiri en f helz'u viðskiptalöndum okkar, og hefur þetta lamað íslenzkt at- vinnulíf og sært stórum sárum. ej’ðilagt margan lífvænlegan rekst ur og valdið sóun í fjárfesting- unni, sem dregur alvarlegan dilk á eftir sér. Það átti að innleiða algert frelsi, en það hafa verið lagðir á harka- legri fjötrar í ýmsum greinum en menn hafa áður þekkt. Nægir í því sanibandi að nefna lánsfjár- höftin alræmdu og framkvæmd þeirra. Bann við því að hefja skólabyggingar, þótt menn standi með féð í höndunum, og svo mætti lengi telja. í ''eyndinni hefur það, sem átti að verða algjört frelsi, orðið að stjórnleysi og óskapnaði. Það átti að afnema uppbótar- kerfið með öllu, bæði útflutnijgs uppbætur og niðurgreiðslur, sem hvoru tveggja eru þættir í sama kerfinu, en niðurstaðan hefur jrð ið sú, að nú hefur verið innleitt á ný stórfellt og flókið uppbótar- kerfi til þess að fleyta atvinnu- vegunum um stundarsakir — fram yfir kosningar og fer miklu meira en milljarður af ríkistekjunum í þetta, eins og nú er komið. Því var lýst yfir að afnema ætti skatta á venjulegum launa- tekjum, en efndirnar orðið þp— að skattar eru þyngri en nokkia sinni fyrr og margbreytilegri og fleiri tegundir nýrra skatta hafa verið innleiddir á síðustu árum en nokkur dæmi eru til áður. — Hefur skattheimtuglínia þessarar ríkisstjórnar við íbúa landsins orð ið sannkölluð fjölbragðaglíma af stjómarinnar hendi. Mikið á ann an tug skatta hafa verið innleiddir. En aðalstefnuyfirlýsing ríkis- stjómarinnar snerti sjálft atvinnu lífið og kjarna efnahagslífsins og í því sambandi var sagt m.a.: „Það hefur verið augljóst ein- kenni allra þeirra efnahagsráð- stafana sem gripið hefur verið til árlega undanfarið, að þær hafa verið gerðar til bráðabirgða, enda ekki staðizt nema stuttan tíma í senn“. Síðar segir svo: „Af þessum sökum er það megin tilgangur þeirrar stefnubreytingar sem ríkisstjórnin leggur til, að fra mlei$slustörfum og viðskipta- lífi landsmanna sé skapaður traustari, varanlegri og heilbrigð- ari grundvöllur en atvinnuveg- irnir hafa átt við að búa undan- farin ár“. Og i yfirlýsingunni er svo enn til viðbótar lögð áherzla á, að um gangandi fram að þessu, þrátt fyrir óðaverðbólgu og ofboðslegar álögur í hinum fjölbreytilegustu myndum. Þessi tæknibylting í síldveiðunum, sem hafin var áður en núverandi ríkisstjórn tók til starfa, hefur gert útvegsmönnum kleift að koma sér upp mjög góð- um fiskiskipaflota til síldveiða, sem hefur farið stækakndi undan farin ár. Fer því þó fjarri, að sú aukning síldveiðiflotans, sem orð- ið hefur hafi komið til fyrir for- ystu eða tilverknað stjórnarvald- anna, heldur þvert á móti. Það hefur sem sé látlaust verið gert erfiðara og erfiðara að eignast staðar annars staðar blasa við öm- urlegar afleiðingar stjórnarstefn- unnar. Ástand atvinnuveganna Togaraflotinn hefur gengið óð- fluga saman á þessum árum og ríkisstjórnin hvorki hreyft legg né lið til þess að vinna gegn því. Á sama tíma sem aðrar þjóðir byggja nýtízku togaraflota, hverfa gömiu togararnir, einn af öðrum úr landi og engir nýir koma í staðinn og hefur svo gengið ár eftir ár. Hinir nýju togarar ann- arra þjóða eru farnir að moka Eysteinn Jónsson, formaður Framsóknarflokksins. Fyrri hluti ræðu Eysteins Jónssonar við setningu 14. flokksþings Framsóknarflokksins í gærkvöldi rikisstj iynin teldi það höfuðverk- efni sitt að koma atvinnulífi þjóð- arinnar á traustan og heilbrigðan grundvöll. Hvernig hefur svo þetta tekizt? Hver hefur orðið þróun atvinnu- lífsins þessi sjö ár við óvenju- lega hagstæð skilyrði? Hvernig er ástatt í dag? Vegna nýrrar tækni í síldveið- um sem sjómenn og útvegsmenn hafa tekið i sína þjónustu af mikl um dugnaði, hafa síldveiðar aldrei verið meiri en þessi ár. Það 6- hemjumagn óg verðmæti, sem mokað hefur verið á land af síld- inni, hefur haldið þjóðarbúskapn- nýtizku síldveiðiskip, með allskon- ar nýium, skilyrðum um fjárfram- lög fyrirfram og öðru af líku tagi. Sama er að segja um uppbygg- ingu síldariðnaðarins, sem hefur orðið veruleg, að þar hefur ekki að neinu leyti komið til forusta ríkisstjórnarinnar. En síldveið- arnar eru eini þáttur þjóðarbúskap arins. sem hefur getað staðið af sér lömunaráhrif stjórnarstefn- unnar Þar hafa uppgripin verið svo stórfelld, að óðaverðbólgan, álögurnar og lánsfjárhöftin hafa ekki fram að þessu náð að lama þá atvinnugrein, þótt röðin sé að koma að henni nú. Nálega alis fiski inn á markaðina og verða hættulegri keppinautai með hverj um deginum sem líður. En það er til marks um reisn ríkisstjórn- arinnar í þessu efni sem fleirum, að sjávarútvegsmálaráðherra hef- ur að eigin sögn verið að leita fyrir sér um að leigja erlendan togara til reynslu fyrir íslend- inga. Þorskveiðiflotinn, sem hefur verið og hlýtur að verða, ef vel á að fara, ein« þýðingarmesti þátt ,ur þjóðarbúskapnum, gengur |saman ár frá ári. Ofan á algjört | tómiæti um nokkra forustu til þess lað bæta úr í þessu efni, hefur ríkisstjórnin bætt því við að velta halla á rekstri togaranna að nokkru leyti yfir á bátaútvea- inn, í stað þess að láta þjóðar- búið 1 heild, taka á sig byrði. Frystiiðnaðinn er að reka í algjört strand, en hann hefur um langa hríð verið þýðingarmpsti einstaki þátturinn í þjóðarbúskapn um. Eru þar að verki áhrif stjórn arstefnunnar og stjórnarfarsins á rekstur bátanna og sjálfra frysti- húsanna. Ekki tekur betra við ef athugað er hvernig ástatt er varðandi iðn- aðinn í landinu og áhrif stjórnar- 1 stefnunnar á hann. Fjöldi fyrir- tækja hefur orðið að hætta störf- um og mikill þorri þeirra, sem enn starfa, eiga við stórkostlega erfiðleika að etja, sem eiga rætur sínar að rekja til þeirrar stefnu sem fylgt hefur verið undanfarin ár, óðaverðbólgunnar, reksturs- lánaskortsins, álagaflóðsins og þess algera forustuleysis og skorts á samstarfi um lífsnauðsynlegar nýjar framkvæmdir til endurbóta, sem einkennir stjórnarstefnuna. Landbúnaðurinn er í úlfa- kreppu vegna óðaverðbólgu og beinna ráðstafana ríkisstiórnarinn ar m.a. í vaxta- og lánamálum, sem hækkað hafa reksturskostnað- inn og hafa bændasamtökin orðið iað grípa til neyðarráðstafana út af þessum vanda. Neyðarráðstafanir til bráðabirgða Þýðingarmestu útflutningsgrein unum er nú haldið gangandi um stundarsakir með þeim ráðstöfun- um, sem sjálf stjórnarvöldin hafa kallað neyðarráðstafanir til bráða birgða, en það eru uppbætur í alls konar myndum, sem greiddar eru án bess að tekna hafi verið aflað þannig til þeirra, að þær geti stað- izt til frambúðar. Ofan á þetta bæt is svo það, og tekur þá steininn úr, að dagkaupið í algengri vinnu hefur nálega ekkert hækkað að kaupmætti frá 1959. AUt eru þetta svo furðulegar niðurstöður að hroll setur að mönnum, en þetta eru staðreyndir, sem ekki verður komizt hjó að horfa framan í. Duga þar engin undanbrögð þeirra seku. Lákúru legar tilraunir til þess að fela þetta um stundarsakir, eins og er beitt og kallað stöðvunar- stefna, eru ekkert annað en sjón hverfingar bugaðra manna, sem brestur kjark til þess að segja þjóðinni satt um það hveraig þess um málum er komið undir þeirra stjórn. Nú mætti spyrja með fulliun rétti, hvað orðið hefur ai öllum þeim miklu fjármunum, sem inn í þjóðarbúið hafa komið á þess- um árum? Það er sannarlega tímabær spuming, enda mun henn ar verða spurt víða í vor. En hverjir eiga að svara henni aðrir en ráðsmennirnir á þjóðarbúinu þessi uppgripaár? Ráðsmennirnir eiga að gera þjóðinni grein fyrir þvi, hvað hef- ur orðið af hinum auknu þjóðar- tekjum, vegna uppgripanna á síld veiðunum og hins hagstæða verð- lags út á við. Ég mun ekki taka af þeim ómak ið og svara þeirri spurningu, en hitt dylst okkur eksi, að þeir, sem

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.