Tíminn - 13.04.1967, Síða 2
I
TÍMINN
FIMMTUDAGUR 13. apríl 1967.
Hjálparbeiðni
HJÁLPARBEIÐNI
Á bæ einum við innan-
verðan Breiðafjörð búa ung
hjón ásamt sex börnum sín
um. Á s. 1. fjórum árum hafa
þau verið að byggja upp öll
hús á jörð sinni. Allir sem
þekkja til slíkra fram-
kvæmda, fara nærri um
hvernig fjárhag þeirra muni
komið.
Eitt barna þeirra er 9
ára gömul telpa og hefur
hún aldrei á þessu stutta
æviskeiði gengið heil til
leiks né starfa. ítrekuð rann
sókn lækna hefur leitt í
Ijós, að litla telpan hefur
þjáðst og þjáist af meðfædd
um hjartagalla. Æðaþrengsli
eru að og frá hjartanu. Einn
ig ætla læknar, að auka op
sé á milli hóifa vinstra meg
in í hjartanu.
Sérfræðingar, sem- litlu
telpuna hafa rannsakað,
telja að eina leiðin til að
lækna hana sé sú, að hún
gangi undir læknisaðgerð
vestur í Bandaríkjunum.
Kostnaður við þessa för
og skurðaðgerð hefur verið
áætlaður um 300 þúsund
krónur. Hjartaverndarsjóður
og aðrir aðilar leggja fram
kr. 80.000,—
Framhald á bls. 15.
...........
l SÍÐASTA DANSSÝNINGIN
IFB-Reykjavík, mióvikudag.
Nemendasýning Danskennara
sambands íslands sú þriðja og
síðasta að þessu sinni verður
í Austurbæjarbíói á morgun,
fimmtudag kl. 7. Nemendur frá
Idans- og ballettskólum borgar
innar taka þátt -t'sýningunni,
eða samtals um 110 manns.
Skólarnir sem þarna eiga full-
trúa eru Ballettskóli Sigríðar
Ármann, Ballettskóli Katrínar
Guðjónsdóttur, Listdansskóli
Guðnýjar Pétursdóttur og Ball
ettskóli Eddu Scheving, og
Dansskólar Heiðars Ástvaldsson
ar, Hermanns Ragnars og Sig-
valda Þorgilssonar. Sýningin
stendur í einn og hálfan tíma
og eru sýndir ballettdansar,
barnadansar og samkvæmisdans
ar, nýjasti táningadansinn og
sýningin endar á sameiginleg
um vínarvals frá samkvæmis-
dansskólunum. Þetta er í fyrsta
sinn, sem skólarnir taka sig
saman og efna til sýningar sem
þessarar, en vonir standa til að
nemendasýningin eigi eftir að
verða árlegur viðburður í starf
semi skólanna. Myndina tók
GE á sýningu um helgina.
Skemmtun til styrktar „Minn-
ingarsjóði Dr. V. Urbancic"
Nýstárleg hressingar- snyrti-
og fegrunarstofa er áð opna
FB-Reykjavík, miðvikudag.
Á föstudaginn tekur til starfa
hressingar- snyrti- og fegrunar-
stofa af nýju tagi hér í borg, og
nefnist hún Heilsulindin og er að
Hverfisgötu 50, 3. hæð. Eigendur
stofunnar eru Sigríður Gunnars-
dóttir og Jóhann M. Jónasson. Stof
an er ætluð bæði körlum og konum
og eru á henni ýmis tæki, sem
aklrei hafa verið í notkun hér á
landi áður.
Þegar viðskiptavinur fyrirtækis
ins hefir afklæðzt og farið í
steypibað, getur hann valið á milli
gufubaðs og þurrhitabaðs, en 'að
því búnu getur hann fengið nudd
af ýmsu tagi. Þeir, sem þess óska,
geta fengið handnudd með venju
legum hætti, en auk þess stendur
til boða notkun ýmissa nuddtækja.
Má t. d. nefna tæki, sem kallað er
G—5 en því fylgja ýmis aukatæki,
sem notuð eru við nudd ýmissa
líkamshluta.
Grenningarbekkur, „Relax-a-
tron‘“ stendur einnig viðskipta-
vinum til boða. Nuddbekkur þessi
var fundinn upp með margra ára
samstarfi og tilraunum lækna og
tæknifræðinga, og eru á honum
tíu reitir, knúðir rafmagni, sem ná
til hinna ýmsu hluta líkamans, þeg
ar legið er á bekknum. Er hægt
að láta einhvern einstakan reit
vera að verki t. d. ef þörf er á
að nudda aðra öxl viðskiptavinar
ins — en hœgt er að beita fleiri
reitum í senn, ef þarf, því að alls
geta níu starfað samtímis.
Þá hefir Heilsulindin rafmagns
tæki til að hreinsa andlitshúð,
og í því sambandi er hægt að fá
fullkomið andli'tsnudd. Auk þess
er tæki til lagfæringar á æðasliti
í andliti, og Imís er rétt að geta
geysimikils ljósalampa til baða.
Gefur hann bæði heita og kalda
geisla, innrauða og útfjólubláa.
Konum er þinnig veitt sérstakt
brjóstnudd til þess að styrkja
brjóstin.
Ráðunautur við skipulag og til-
högun Heilsulindarinnar hefir ver
ið ensk kona, Pota Hancock, sem
hefir unnið við uppsetningu á slík
um stofum víða um lönd á undan
förnum árum.
Loks má geta nýjungar, sem
stendur til boða verðandi mæðr
um, og segir frú Hancock svo um
hana:
„Fyrir nokkru var tekin upp sú
nýjung á Englandi, að við veitt
um verðandi mæðrum sérstakt
nudd. Hefir þetta orðið vinsætl,
bæði meðal verðandi mæðra og
lækna, þvi að með þessu móti er
slí'kum konum gert fært að varð
veita vöxt sinn og þær verða einn
ig léttari á fæti á þessu erfiða
tímabili. Þær fá nudd fram að 7.
mánuði meðgöngutímans, og byrja
aftur 3—4 vikum eftir barnsburð
inn. Aðeins sex eða sjö vikum eft
ir fæðinguna getur móðirin klæðzt
á ný þeim fötum, sem hún notaði
fyrir meðgöngutímann.
Heilsulindin verður opnuð al-
menningi kl. 9 á föstudag, en unnt
er að panta tíma nú þegar í síma
20743.
Skagfirðingar -
Sauðárkróksbúar
Kosningaskrifstofa Framsóknar-
flokksins er í Framsóknarhúsinu
Suðurgötu 3. Sími 204. Vinsamleg
ast hafið samband við skrifstofuna.
SÖNGFÉL. HREPPAMANNA
GÞE-Reykjavík, miðvikudag.
Þjóðleikhúskórinn hefur kaffi-
solu og fjölbreyttan kabarett í
Sulnasal Hótel Sögu n.k. sunnu-
dag kl. 15—18, og um kvöldið
verða skemmtiatriðin endurtekin
og hljómsveit hússins leikur fyrir
dansi. Er þetta gert til ágóða fyxir
„Minningarsjóð Dr. Victors Ur-
bancic," sem kórinn stofnaði að
Urbancic látnum, en hlut-
verk sjóðsins er að styrkja lækna
til sérnáms i heilaskurðlækijing-
um.
Hefur kórinn selt minningar-
spjöld til ágóða fyrir sjóðinn, og
fyrir nokkrum árum hélt hann j
tónljika í Kristskirkju í fjáröflun-j
arskyni, en þessi skemmtun sem!
hér um ræðir er með allt öðru
sniði. Skemmtiatriðin eru við allra
hæfi, ungra sem gamalla, og mjög
til þeirra vandað á alla lund. 9
óperusöngvarar korna fram og
syngja einsöng og tvísöng, mest-
megnis létt lög, þá leika Björn
Ólafsson og Ingvar Jónasson tví-
leik á fiðlu og víólu. Þá syngur
Þjóðleikhúskórinn atriði úr óper-
unni Mörtu, stúlkur úr tízkuskóla
Andreu sýna fatnað frá verzlun-
inni Eros, og nemendur úr Dans
skóla Hermanns Ragnars sýna
dansa. Tvær balletdansmeyjar
sýna listdans, efnt verður
j til skyndihappdrættis, með fjölda
j glæsilegra vinninga, og á milli at-
Framhald á bis. 15.
SKÁKIN
Svart: Reykjavík:
Jónas Þorvaldsson
Hlnn mikli Ijósalampi Hellsultndarinnar.
EFNIR TIL SAMSÖNGS
Hvítt: Akureyri
Gunnlaugur Guðmundsson.
Margeir Steingrímsson.
27. Hb2—a2
! Stjas-Vorsabæ, miðvikudag.
j Söngfélag Hreppamanna hefur
i æft lög eftir innlenda og erlenda
| höfunda að undanförnu og verður
; fyrsti samsöngur kórsins að þessu
! sinni í Félagsheimili Hrunamanna
i næst komandi föstudagskvöld kl.
21,30. Söngstjóri er Sigurður
Ágústssson í Birtingarholti. Undir
leik annast Skúli Halldórsson tón-
, skáld og Sigfús Ilalidórsson tón
skáld, en eftir nann eru nokkur
lög á söngskránni.
Mikil þátttaka í Sæluvikuskemmtunum
FB-Reykjavík, miðvikudag.
Sæluvika Skagfirðinga stend
ur yfir, og hafa allar skemmtan
ir sem haldnar eru í sambandi
við hana verið mjög fjölsóttar
enda er fært um allar sveitir
Skagafjarðar og veður hefur
verið ’gott. í dag var barnasýn
ing á Deleríum Búbónis og í
kvöid var sýnt leikritið Hve
gott og fagurt, sem Leikfélag
Sauðárkróks sýnir. Myndin er
úr þeim leik og er hún af
Höllu Jónasdóttur í hlutverki
Viktoríu og Kristjáni Skarp-
héðinssyni í hlutverki Willi-
ams stríðshetju. Sæluvikunni
lýkur á sunnudaginn, og eru
margbreytilegar skemmtanir og
leiksýningar á hverjum degi.
Auk einsöngvara úr kórnum
sjálfum syngur Guðmundur Guð-
jónsson óperusöngvari með kórn
um. Söngfélag Hreppamanna er
blandaður kór og telur nú milli
30 og 40 starfandi félaga flest
bændur og húsfreyjur úr Hruna
manna og Gnúpverjahreppum. Kór
inn var stofnaður áiið 1961 og
hefur haldið söngskemmtanir víða
á Suðurlandi síðari hluta vetrar að
einu ári undanskildu. Einnig hef
ur kórinn sungið á samkomum
annarra félagssamtaka m. a. á af-
mælishátíð Héraðssambandsins
Skarphéðins og að Laugarvatni á
landsmótinu þar, og einnig komið
fram i útvrapi.
Söngstjóri kórsins frá upphafi
hefur verið Sigurður Ágústson i
Birtingar'holti. Sigurður varð sex
tugur í síðasta mánuði og hefur
verið söngstjóri í sínu byggðarlagi
óslitið síðan hann var 17 ára. i
þessu tilefni verður sérstaklega til
söngskrárinnar vandað að þessu
sinni. Næsti samsöngur kórsins
verður i Aratungu n. k. sunnu
dagskvöld kl. 21,30.