Tíminn - 13.04.1967, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 13. aprfl 1967.
9
Útgefandl: PR AMSOKNARFLOKKURINN
FramJrvæmdastjórl: Krlstján Benediktsson. Rltstjórar: Pórartnn
Þórarlnsson (áb). Andrés Krtstjánsson, Jón Helgason og IndriBl
G Þorsteinsson FulltrúJ ritstjórnar: Tómas Karlsson Ang-
lýslngastj. Steingrimur Gíslason Ritstj.skrlfstofur 1 fiddu-
húslnu simar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræt) ? Al-
greiðsluslml 12323 Auglýsingaslml 19523 Aðrar skrifstofur,
siml 18300 Askriftargjald kr 105.00 á mán tnnanlands — I
lausasðlu fcr. 7.00' eint. — Prentsmiðjan EDÐA n. t.
Jákvæð leið - eða
enn meiri lánahöft
Fyrri dagur eldhúsdagsumræðnanna á Alþingi færði
mönnum greinilega heim sanninn um það, að ríkisstjórn-
arflokkarnir hafa enga stefnubreytingu að boða þjóðinni,
engin nýmæli, engin ný ráð, enga nýja leið út úr þeirri
geigvænlegu efnahagskreppu, sem óðadýrtiðin, úreltur
hugsunarháttur og öfug peningamálastefna hefur leitt
yfir atvinnuvegi þjóðarinnar, og sem birtist hvern dag,
bæði í rekstrarfjárskorti fyrirtækjanna sjálíra og þeirri
uppmáluðu uppgjöf ríkisstjórnarinnar að geta ekki einu
sinni samið fjárlög fyrir heilt ár að því er varðar nauð-
synlegan stuðning við atvinnuvegina og verða að láta
10 raánaða fjárlög um þetta duga í stað 12. Slík afgreiðsla
er í senn furðulegt einsdæmi og alger gjaldþrotayfir-
lýsing ríkisstjórnar. Og þá gjaldþrotayfirlýsingu inn-
siglaði forsætisráðherrann síðan með því að segja, að
það kæmi í hlut þeirra, sem stjórna mundu á haust-
mánuðum að leysa þennan vanda.
Betur var ekki unnt að játa haldieysi bráðabirgða-
káksins í „verðstöðvuninni“ svonefndu og að vandanum
væri aðeins velt á undan sér fram yfir kosningar. Það
var ekki unnt að segja, að það vottaði fyrir tilraun til
varnar fyrir efnahagsöngþveitið eða bólaði á nokkrum
afsökunum. í stað þess hófu talsmenn stjórnarinnar upp
einhvern sjálfsdýrðarsöng, þar sem týnd voru til ýmis
einstök verk og athafnir og skrautlýst, eftir því sem
orðgleði hrökk til. >
Þá vakti ekki síður athygli neyðaróp kommúnista um
hjálp kjósehda og óhróður þeirra um Framsóknarflokk-
inn. Lögðu þeir allt kapp á að telja fólki trú um, að
Framsóknarflokkurinn gæti hvergi bætt við sig þing-
manni, og þvi væri eina leiðin til þess að fella stjórnina,
að kjósa kommúnista. Slíkt neyðaróp er ef til vill eðli-
legt, þegar höfð er í huga hin algera upplausn í þessu
liði. sem komið hefur greinilega á daginn síðustu daga
og beinlínis er sundrun Alþýðubandalagsms og yfir-
taka hreinna kommúnista. En Oisli Guðmundsson svaraði
kommúnistum eftirminnilega, er hann minnti á, að það
hefði einmitt verið þessi áróðui kommúnista, sem bjarg-
aði ríkisstjórninni í síðustu kosningum, eins og Mbl.
lýsti svo greinilega í frægum leiðara. Jón Skaftason
minnti kommúnista einnig á þá staðreynd, að úrslit síð-
ustu bæjarstjórnarkosninga sýndu, að Framsóknarflokk-
urinn hefði ekki aðeins augljósa möguleika á að vinna
kjördæmaþingsæti, heldur einnig uppbótarþingsæti, ef
það tækist ekki.
Einu nýju úrræðin, sem öent var á í umræðunum,
komu frá Framsóknarmönnum og þá fyrst og fremst
frá Eysteini Jónssyni, sem gerði glögga grein fyrir þeirri
jákvæðu leið og úrræðum, sem Framsóknarflokkurinn
bendir nú á. Hann dró upp skýra mynd af því hættulega
ástandi og öngþveiti, sem þjóðm býr nú við eftir ranga
s'tjórnarstefnu og öfug tök í sjo ár og benti á hið algera
úrræðaleysi stjórnarinnar, þar sem hún játar í orði og
verki mistökin, en heldur enn :ast fað sömu ófarnaðar-
ráðin. Hann sagði, að nú yrðu kjósendur að gera upp við
sig, hvort þeir vildu styrkja b-ssa öfugu stjórnarstefnu
með atkvæði sínu halda áfram i femnu, eða snúa við
inn á þá jákvæðu ieið, sem Framsoknarflokkurinn hefur
bent á.
TÍIVIINN________
Dr- Oddur Guðjönsson:
Tuttugu ára störf Efnahagsmála-
nefndar
í dag er þess minnzt í Genf og
raunar víða annars staðar, að
fyrir rúmum 20 árum kom Efna
hags- og félagsmálaráð Samein
uðu þjóðanna á fót sérstakri stofn
un eða nefnd til að fjalla um
viðskipta- og efnahagsmál Evr-
ópu. Stofnun þessi hlaut nafnið
United Nations Economic Comm
ission for Europe eða Efnahags
málanefnd Sameinuðu þjóðanna
fyrir Evrópu, venjulega skamm-
stafað ECE. Á þeim tuttugu ár-
um, sem síðan eru liðin hefir
vernefni þessarar nefndar beinzt
að þvi að rannsaka efnaihags-
ástand álfunnar almennt og ein-
stakra landa eða svæða sérstak
lega, safna hvers konar hagskýrsl
um, ræða efnalhagsvanda líðandi
stundar og síðast en ekki sízt
beita sér fyrir aukinni milliríkja
verzlun og þar með stuðla að
auknum hagvexti þátttökuríkj-
anna.
Aðild að þessari stofnun eiga
öll lönd Evrópu, sem eru meðlim
ir S. Þ. auk Bandaríkja Norður
Ameríku. Sviss er ekki þátttak
andi í S. Þ., en hefir frá upp-
hafi tekið þátt í störfum nefnd
arinnar. Eru þátttöku ríkin nú
31. ísland hefir frá upphafi átt
aðild að þessum samtökum.
Náin tengsl eru og milli ECE
og annarra stofnanna á vegum
S. Þ., svo sem við Alþjóða Mat-
væla- og landbúnaðarstofnunina
(FAO), Alþjóða Vinnumálastofn
unina (ILO), Alþjóða Heilbrigð
ismálastofnunina (WHO) o. .s
frv. Þá má geta þess, að sam-
starf er einnig við ýmsa starf-
andi viðskiptabandalög og ríkja
samtök, svo sem við Efnahags-
bandalag Evrópu (EEC), Frí-
verzlunarsvæði Evrópu (EFTA),
Viðskiptabandalag Austur-Evr
ópuríkjanna (CMEA), Efnahags-
og Framfarastofnun Evrópu
(OECD) o.s.frv. Hafa þessir að-
ila aðstöðu til að senda áheyrn
arfulltrúa á fundi Efnahagsmála
nefndarinnar og þannig fylgjast
með störfum hennar.
Um starfstilhögun og starfs-
háttu ECE er þetta að segja í
sem skemmstu máli: Störf ECE
fara að langsamlega mestu leyti
fram á vegum margra fastra und-
imefnda, sem hver um sig fjall
ar um tiltekin mál eða viðfangs
efni. Efnahagsmálanefndin sjálf
kemur saman til fundar einu
sinni á ári, venjulega í apríl eða
maí. Mæta þar fulltrúar ríkis-
stjórna þeirra landa, er aðild eiga
að samtökunum, ásamt áheyrnar
fulltrúum, er þar eiga rétt til
setu.
Á þessum fundum eru rædd
viðskipta- og hagþróunarmál álf
unnar, ályktanir gerðar um marg
vísleg málefni, sem ýmist eru
sendar til ríkisstjórna þátttöku
ríkjanna eða til Efnahags- og
félagsmálaráðs S Þ. Þá er samin
og samþykkt starfsáætlun fyrir
næsta tímabil og felast jafnan
í henni fyrirmæli og ábendingar
til hinna ýmsu undimefnda í
sambandi við verkefni þau, er
þeim hefir verið falin til úr-
lausnar.
Af fastanefndum þeim, er hér
koma til greina, skulu m. a.
þessar tilgreindar: Nefnd um
landbúnaðarmál og vörur. Nefnd
um járn- og stálvörur.Nefnd um
kol og gas. Nefnd um timbur og
pappír. Nefnd um kemískar vör
ur. Allar þessar nefndir safna og
S.Þ. fyrir
Dr. OiSdur Guðjónsson
fá til meðferðar skýrslur um fram
leiðslu, birgðir, verzlun, verðlag
og söluhórfur á framangreindum
vörum. Er að þessu hið mesta
hagræði fyrir þá, er annast fram
leiðslu og fást við verzlun með
framangreindar vörur. Þessar
nefndir beita sér einnig m a.
fyrir stöðlun í verzlun og fram
leiðslu áðurnefndra vara, þar
sem því verður við komið, leitast
við að fá staðfestar almennar
reglur um sölu þeirra, hafa milli
göngu um skipti á tæknilegum
nýjungum o.s.frv.
Þá má geta nefndar, er fjallar
um raforkumál. Hefir hún leyst
af hendi mikið starf í sambandi
við hvers konar upplýsingar um
framleiðslu á raforku í álfunni,
fyrirkomulag um sölu á raforku
í sveitum og borgum, auk kynn
ingu á margháttuðum tæknileg
um nýjungum. Nefnd, er fjallar
um hvers konar flutningamál.
Lætur hún m. a. til sín taka vöru
flutninga á vegum, með járn-
brautum og á skipum eftir ám,
einkum með tilliti til reglna um
tollmeðferð þessa flutnings, um
meðferð hættulegs vamings eða
vara, sem hætt er við að liggi
fljótt undir skemmdum o.s.frv.
í gildi eru þegar ýmsir alþjóða
samningar um þessi mál, sem
komið hefur verið á fyrir atbeina
ECE. Þá má nefna nefnd er
fjallar um húsnæðismál. Var
starf þessarar nefndar sérstak-
íega þýðingarmikið fyrst eftir
stríðið, þegar orðatiltækið
„borgimar hrundar og Iöndin
auð“ áttu víða við í bókstaflegri
merkingu. Nú beinist starf þess
arar nefndar einkum að tillög
um um margs konar tæknilegar
nýjungar á sviði íbúðabygginga,
skipulagsmál borga og þorpa,
samræmingu eða stöðlun, á
gerð íbúðarhúsa í fjöldafram-
leiðslu o.s.frv.
Á vegum ECE er öðru hverju
stofnað til ráðstefnu sérfræðinga
um hagskýrslugerð. Er þar leit
azt við að samræma vinnuaðferð
ir og þar með tryggja réttari
statistiskan (eða tölulegan) sam
anburð hagskýrslna. Er á þess
um vettvangi unnið hið mikil-
vægasta stárf.
Áður en hér er látið staðar
numið við upptalningu fasta
nefnda ECE, þykir rétt að geta
Evrópu
hér enn einnar nefndar, og þá
ekki þeirrar þýðingarminnstu.
Er það: Committee on the
Development of Trade eða við-
skiptanefnd ECE, eins og hún
er kölluð í daglegu tali. Eins og
nafnið bendir til er viðfangsefni
þessarar nefndar, einkum að
vinna að aukinnj verzlun milli
þátttökuríkjanna, en einnig að
aukinni milliríkjaverzlun al-
mennt. Er ærið verkefni fyrir
, þessa nefnd, þegar þess er gætt.,
að hluti þátttökuríkja ECE í
heimsframleiðslu iðnaðarvarnings
er nálega 80% nálega helmingur
af heimsframleiðslu landbúnaðar
vara og um 65% af alheimsverzl
uninni.
Frá upphafi hefir einn af þýð
ingarmestu þáttum í starfi við-
skiptanefndar ECE beinzt að at-
hugun á viðskiptum þjóða, er
búa við ólíkt efnahagskerfi —
m.ö.o. að viðskiptum Vestur-
Evrópu við socíalistísku löndin í
Austur-Evrópu — Austur/Vest-
ur viðskiptum og verður
nánar vikið að því síðar.
Fundir viðskiptanefndarinnar
heíiast að venju með umræð-
um um viðskiptaþróun álfunn-
ar almennt og einstakra landa
eða svæða sérstaklega. Virðast
þær umræður oft kærkomið til-
efni til að koma á (ramfæri gagn
kvæmum umkvörtunum eða
klögumálum af hálíu þátttöku-
ríkjanna hvers í annars garð —
en pess er einnig oft getið, sem
vel er talið hafa verið gert í við-
skiptum einstakra ianda. En auk
þessara almennu viöræðna, fjall
ar nefndin um margvísleg önn-
ur málefni, sem greiða eiga fyrir
miiiiríkjaverzlun. Skulu hér
nefnd nokkur viðfangsefni,. sem
nefndin hefur ’.átið til sín taka
og fcún fjallar að staðaldri um:
Reglur um gerð kaup- og sölu-
samninga. Samræmingu og
stöðlun útflutningsskjala. Reglur
um gerðardóma almennt og að
því er snertir einstakar vöruteg-
undir. Alþjóða vörusýningar og
toilmeðferð sýningarmuna. —
Samræmingu um reglur um
tryggingar á vörum í milliríkja-
verzlun. Gerð viðskiptasamninga
\til langs tíma. Afnám viðskipta
oálmana almennt og að því er
snertir einstakar vörur sérstak-
lega. Ráðstafanir til að greiða
fyrir yfirfærslum milli jafn-
kevpisreikninga (clearing-reikn-
inga). Má í þessu sambandi geta
þe.ss, að ísland hefur fyrir meðlil
göngu ECE nokkrum sinnum
fengið yfirfæ.-ðar verulegar upp
hæðir frá einu jafnkeypislandi
til armars, enda þótt viðkomandi
viðskiptasamningar hafi ekki
gert ráð fyrir slíkum greiðslum.
Heiur verið af þessu miklð hag
ræði.
Að sjálfsögðu mætti tilgreina
hér fleiri verkefni, sem við-
ski-nanefndin fjallar um, en hér
skal þó láta staðar numið.
Bein þátttaka íslands í störf-
um ECE eða einstökum undir-
nefndum hefur ekki verið miikl,
enda þótt íslenzka ríkisstjórnin
hafi þó jafnan síðan 1953 árlega
senr fulltrúa á funai viðskipta-
neíndarinnar Hefur þar ráðið
mastu um, að nefndir: hefur lát-
ið viðskiptin við sóslallstísku
löndin i Austur-Evrópu sérstak-
lega til sín taka. Má raunar
Framhald á h’s 12