Tíminn - 23.04.1967, Side 7

Tíminn - 23.04.1967, Side 7
SUNNUDAGUR 23. apríl 1967 TIMINN 7 Útgefandl: FRAMSÓKNARIFLOKKURINN Framkwæmdastjórl: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Pórartan Þórartasson (áb), Andrés Krlstjánsson, Jón Helgason og tadritSI G. Þorsteinsson. Fulltró) ritstjórnar: Tómas Karlssoa Ang- lýslngastj.: Stelngrimnr Gíslason Ritstj .skrlf stofur « Kddu- hústan, statar 18300—16305. Skrifstofnr: Bankastræd 7. Al- greiOslustml 12323. Anglýslngasimi 19523 AOrar sitrifstofnr, siml 18300 Askriftargjald kr 105.00 á mán tnnanlands — 1 lansasðlu kr. 7.00 elnL — Prentsmlðjan EDDA n. t. Frjálst samstarf um áætlunarbúskap Núverandi ríkisstjóm hefur á undanförnum árum sífellt hælt sér af því, að húr væri aS beita sér fyrir vandlegri áætlanagerð, helzt ti! nokkurra ára, bæði fyrir einstaka landshluta og framkvæmdir ríkis og bæja. Ríkis- stjómin hefur básúnað það í mörg ár, að hún væri að láta gera hina merkilegustu Vestfjarðaáætlun, og á síðustu misserum hefur hún fullyrt, að þessi áætlun væri til. Hins vegar hefur engmn fengið að sjá hana, þegar um hefur verið spurt, og fyrir nokkmm dögum sannaðist af framburði manna í Efnahagsstofnuninni, að Vestjarðaáætlim væri engin til, aðeins hefði verið gerð lausleg samgöngumálaáætlun og til væru drög um fleira á norsku eftir norskan sérfræðing, en þau hefðu ekki einu sinni verið þýdd. Svo fór um sjóferð þá. í annan stað hefur verið unnið að Norðurlandsáætlun, en verkinu seinkað til muna í vandræðafálmi ríkisstjóm- arinnar, hvað sem úr verður. í þriðja lagi þóttist stjómin misserum saman vera að gera áætlanir um skipulegar ríkisframkvæmdir fram í tímann, og var sífellt boðað, að á næstu grösum væm áætlanir, sem mundu valda þáttaskilum og stórflýta og stytta byggingatíma skóla, sjúkrahúsa o.sirv. En ein- mitt þegar menn væntu fæðmgarinnar hjá stjórninni, steig f jármálaráðherrann fram og tilkynnti, að því miður hefði reynzt ógerlegt að gera áætlanir fram í tímann vegna hins óvissa ástands efnafcagsmála. Og þetta er til- kynnt beint í kjölfar stöðvunarlaganna. Þannig er hrakn- ingasaga ríkisstjómarinnar og efndir á fögmm loforðum um áætlanagerð. Hún hefur gefizt upp. En skynsamleg áætlanagerð og annar áætlanabúskap- ur er að sjálfsögðu meginþáttur þeirrar nýju og jákvæðu leiðar, sem við verðum nú að fara út úr ógöngum þess átta ára tímabils, sem senn er að ljúka, og þar verður að hafa allt önnur tök, en nú hafa tíðkazt um sinn. Skyn- samleg áætlanagerð og áætlunarbúskapur kemst ekki á með því að stjórnin láti skrifa eítthvað á blað, sem helzt enginn má sjá. Hann verður að byggjast á heilu sam- starfi stjórnarvaldanna annars vegar og einstaklings- framtaks hins vegar. Þetta friálsa samstarf er beinlinis gmndvöllur, sem byggja verður á. Forystu um að koma því samstarfi á, verður ríkisvaidið að hafa. Þessir aðilar verða að taka hverja atvinnugrein til gagngerðrar athug- unar í ljósi nútíma þekkingar á skilyrðum, tækni og hag- ræðingu og gera síðan í sameiningu áætlanir, þar sem tryggt er, að það sem meginmáli skiptir fyrir þjóðarhag komist í framkvæmd og' sitji í fyrirrúmi, þegar menn hafa við slíkt sameiginlegt mat komizt að niðurstöðu um, hvað það sé. Til þessa samstarfs og mats þarf öðru fremur að bjóða ungu og vel menntu fólki, því að því er bezt treystandi til þess að meta málin hleypidómalaust og skilja þarfir komandi ára, jafnrramt því sem junga kyn- slóðin hefur öðrum fremur djórfung og áræði til þess að leita lausnar eftir nýjum lciðum. Slíkt samstarf um áætlanir og áætlunarbúskap á ekk- ert skylt við haftastefnu af haifu ríkisvalds. Allir vita að gott og frjálst félagsstarf er aðeins einstaklingsfram- takið í öðru veldi, sterkara og öflugra en fyrr, og slíkt frjálst samstarf um áætlunarbúskap þjóðarinnar er af nákvæmlega sama toga spunnið Og þegar menn hafa valið sér með pessum hætti sameiginleg markmið og sett í áætlanir, verður að láta framkvæmdafé þjóðar- innar þjóna þeim markmiðum og tryggja nýtingu þess fyrir atvinnuvegi og uppbyggíngu. 1 ERLENT YFIRLIT V' ■■ i Valdarán grískra fasista áfall fyrir samstarf vestrænna þjóða Ósk vestrænna lýðræðissinna aðvaldaskeið þeirra verði sem stytzt PAPANDREOU YNGRI Seinustu mlsslrln hefur andstaSa grlskra faslsta belnzt elnna mest gegn Andreas Papandreou. Hann ólst aS mlklu leyti upp I Banda- rikjunum, þvl aS faStr hans var lengl landflótta. Þar lauk hann hagfræSlnáml og var prófessor viS bandarlska háskóla um skeiS. Hann fluttl helm til Grikklands fyrlr nokkrum árum og gerSlst leiS- togi vinstra arms MiSflokkabandalagslns. Mynd þessl var tekln af honum á blaSamannafundl I Kaupmannahöfn á siSastl. ári, en meS- an hann dvaldl þar, báru fasistar út, aS hann myndi ekki þora aS snúa tll Grikklands aftur. ENN ER MARGT óljóst í sambandi við valdarán fasista í gríska hemum, sem gerðist að- faranótt síðastl. föstudags. Það er t. d. enn ekki fullljóst, hvort Konstantín konungur hefur verið frumkvöðull valdaránsins eða aðeins verkfæri í höndum hershöfðingjanna. Hitt er vitað, að hann hefur jafnan verið mjög hliðhollur fasistunum, lfkt og móðir hans, er á sínum tíma var aðdáandi þýzku nazist anna. Þá er enn ekki fullljóst um afstöðu foringja Éhalds- flokksins. Það var minnihluta stjórn þeirra, sem fór með völd undir forustu Kanellopoul- us, foringja flokksins. Sumir telja, að byltingin hafi verið gerð með vitund'foringja íhalds flokksins og Kanellopoulus hafi aðeins verið fangelsaður til málamynda. Aðrar fregnir herma, að Kanellopoulus hafi ekki verið hafður í ráðum og hann hafi mótmælt aðförum hersins eindregið. Það virðist öllu líldegra, því að Kanello- poulus hefur haft orð á sér sem frjálslyndur og lýðræðissinnað ur stjómmálamaður. UM TILEFNI valdaránsins standa hinsvegar engar deilur. Konstantin fól Kanellopoulus I fyrir nokkru að mynda minni hlutastjóm í trausti þess, að hann fengi traust þingsins. Það fékk hann ekki og rauf hann þá þing og boðaði til þingkosn- inga 28. maí. Fullvíst var talið, að Miðflokkabandalag Papandre ou myndi þá vinna glæsilegan sigur. Valdarán fasista f hem um er framið til að koma í veg fyrir að lýðræðislega kjör in stjóm Miðflokkabandalags- ins komi til valda á ný. ÍMiðflokkabandalagið kom til sögu á árinu 1963. Þá var stjóm íhaldsflokksins, sem kallar sig róttæka þjóðflokkinn, búinn að f-ara með völd í átta ár undir fomstu Karamanlis. Sú stjórn hafði reynzt sæmileg að ýmsu leyti, en völd henn- ar vom samt talin byggjast á kosningasvikum. Papandreou, sem er fremsti og frægasti nú- lifandi stjórnmálaleiðtogi Grikkja, tókst að sameina ýmsa sundurlaúsa flokka í Miðflokka bandalagið. Það var andstaðan gegn Karamanlis, er sameinaði þá fremur öðra. Miðflokka- bandalagið vann sigur í kosning unum 1963 og myndaði Papan dreou þá stjórn. Þar sem þing- meirihluti hans var veikur, rauf hann þing rétt eftir ára- mótin 1964 og efndi til kosn- inga. Miðflokkabandalagið vann þá mikinn sigur. STJÓRN SU, sem Papan- dreou myndaði eftir kosningar 1964, var ekki vel samstæð. Innan Miðflokkabandalagsins voru bæði hægri og vbjstri öfl. Papandreou hafði orðið að láta hægri mönnunum eftir emb ætti varnarmálaráðherrans. Hét sá Garoufalias, sem gegndi , því. Fasistar, sem lengi hafa átt sterk ítök innan gríska hers ins, hugðust nota sér þetta tii að steypa stjórn Papandreou úr stóli, en þeir höfðu illan bifur á henni, auk þess, sem hún hafði ýmsar róttækar umbætur í undirbúningi. Ráð þeirra var að setja á svið svonefnt Aspida- mál. Samkvæmt því vom 28 herforingjar ákærðir fyrir að hafa undirbúið byltingu í þágu vinstri aflanna. 011 rök benda til, að hér sé um hreint Ijúg- vitnamál að ræða, og þó ekki sízt varðandi meinta þátttöku sonar Papandreous í málinu. Herréttur, sem felldi dóm sinn nýlega, treysti sér ekki heldur annað en að sýkna 13 hinna ákærðu, en dæma hina í fang elsisvist, enda þótt þeir hefðu allir átt að hljóta dauða dóm, ef ákæmrnar hefðu verið réttar. Fasistarnir í hern um réðu þó skipun þessa her- réttar. Eftir að Aspidamálið kom upp, taldi Papandreou ekki kom ist hjá því að gera upp sakir við fasistana í gríska hemum- Hann krafðist þess að Garoufali as segði af sér, en hann neitaði. Papandreou bað þá konung að víkja honum frá. Þessu neitaði kopungur og vék jafijframt stjórn Papandreous frá völdum. Konungur skipaði sér hér við hlið fasistanna í hemum og bandalag hans og þeirra varð síðan meira og meira opinbert. Síðan þetta gerðist, en það var í júlí 1965, hefur ríkt hrein stjómmálaleg óöld í Grikk- landi. Papandreou hefur heimt að þingkosningar, en konungur neitað og myndað hverja rikis- stjómina á fætur annarri til að reyna að koma í veg fyrir kosningar. BERSÝNILEGT ER, að það er ótti fasista við lýðræðisstjóm sem ráðið hefur mestu um, að þeir hafa nú látið til skarar skríða. Lengi hefur gengið orð rómur um, að þeir hefðu slík áform í huga, en óttuðust mót- aðgerðir almennings. Um allan heim munu frjálsir menn votta Papandreou, hin- um aldna og glæsilega stjórn- málaforingja og frelsishetju Grikkja, fyllstu samúð og þeim öðmm grískum lýðræðissinnum, er nú verða að þola valdbeitingu og ofbeldi af völdum fasista.Fyr ir vestrænar þjóðir, sem eru í samtökum með Grikkjum, er alveg sérstök ástæða til að harma þessa atburði. Þessi sam tök eru stofnuð til að standa vörð um frið og frelsi. Nú hef ur hinsvegar her, sem þessi samtök hafa átt þátt í að efla, svipt þjóð sína frelsi. Það er von og ósk alíra vestrænna lýðræðissinna, að valdatími hinna grísku fasista og ofbeld ismanna verði sem allra stytzt- ur. Þ. Þ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.