Tíminn - 28.04.1967, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.04.1967, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 28. apríl 1967. TÍMINN :'*TOæs^iw»g(|W'rf* 21 Ræða Halldórs - Framíhald af bls. 17. því að setja á svið nýjan leik sýndarmennskuna frá 1959 með tali um verðstöðvun. Nú hefur hún að vlsu gefizt upp við það að halda þessari sýndarmennsku um verð- stöðvun fram, sem framtíðarleið síbr. ummæli fjárm.ráðh. um óvissu í efnahags- og atvinnumálum þjóð arinnar, svo að áaetlunargerð fram f tímann sé óraunlhæf. Sannleikur inn er líka sá, að á fjérl. eru ekki einu sinni til tekjur til þess að standa undir niðurgreiðslum að fullu nema til 1. nóvember n.k. í»ó að tekjuáætlun fjárl., sem mun miðuð við verðibólgu í innflutningi og verzlun fái staðizt. Svo er hitt, að abvinnuvegunum er nú haldið gangandi með fjárveitingum, sem aflað var á s.l. ári. Þeir fjármun- ir verða ekki notaðir aftur. Aðrir eru reknir með halla eins og Tryggingastofnun ríkisins. Verð- stöðvunin er þvi gaspur eitt, tjald- ið fellur að kosningunum lokn- um eins og 1959. Herra forseti. í ræðu minni hér að ftaman hef ég sýnt fram ó, að óhófleg skattheimta, stjórnleysi' í fjármálum ríkisins hefur átt veru- legan þátt í vexti verðbólgunnar og þar af leiðandi erfiðleikum at- vinnuveganna. Ég hef einnig bent á það, hvernig verðbólgan hjfur sogað til sín ríkistekjurnar gegn- um niðurgreiðslu og eyðslu. Fram- kvæmdir ríkisins hafa að veru- legu leyti verið gerðar fyrir láns- fé. Verðstöðvunin er blekking. Tækifærin, sem góðu árin gáfu, hafa ekki verið nýtt. Dauðþreytt og úrræða- laus forusta leysir ekkc vandann Um orðinn hlut þýðir ekki að sakast. Þjóðin á tækifæri með kwsningunum í sumar til að kveðja til nýja forystu. Dauðþreytt og úr ræðalaust forystulið stjórnarliða mun ek'ki frekar eftir kosningar en fyrir þær leysa vandann. Enda ekki von, þar sem þeim er ekki Ijóst, að neitt sé að. Framsfl. hef- ur áður sýnt örugga forystu í mál efnum þjóðarinnar og á erfiðum tímum reynzt henni bjargvættur. Honum einum getur þjóðin treyst til að leysa vandann. Hann einn hefur möguleika til að auka svo fylgi sitt í næstu kosningum, að ríkisstj. falli. Honum mun þjóð- in falla forystuna með fylgi sínu í kosningunum í júní til sóknar á leið til al'hliða framfara. Auglýsið f íimanum SJDNVARP Föstudagur 28. apríl 1967. 20.00 Fréttir. 20.30 Á föstudagskvöldi. Skemmti þáttur í umsjá Tage Ammendrup. M. a. koma fram Borgar Garðars son, Sigrún Kvaran, Svala Niel sen, Guðmundur Guðjónsson og Carole Deene. Kynnir er Bryn- dís Schram. il.15 í brennidepli. Innlend mái- efni ofarlega á baugi. Umsjón: Haraldur J. Hamar. 21.40 Dýrlingurinn Roger Moore í hlutverki Simon Templar. ís- lenzkur texti: Bergur Guðnason. 23.30 Þöglu myndirnar — „Blóð og sandur“. Bandarísk kvikmynd gerð árið 1922. í aðalhlutverkum: Rudolf Valentino og Nita Naldi. Þýðinguna gerði Óskar Ingimars son. Þulur er Andrés Indriðason. 22.50 Dagskrárlok. ÁST 0G HATUR ANNEMAYBURY 19 dýrin skutust um í runnunum og einu sinni vældi ugla. Haifði maðurinn náð sér nógu vel til að komast til húsa? En Munkahetta var nálægust og hvers vegna var hann á okkar landi? Ég stóð grafkyrr og hlustaði og skimaði inn á milii trjánna. Þykki sloppurinn minn var jafn heitur og kiápa, en samt skalf ég. — Svo að iþér eruð á gangi í tungilskininu eins og galdranorn! Röddin gerði mér svo bylt við, að ég hafði næstum misst iamp- ann. Hjartað tók að hamast í brjósti mér. Ég sneri mér við. Hvað hafði lúkas Herriot hortft lengi á mig? — Þurftuð iþér endilega að gera mér svona bylt við? sagði ég. — Mér þykir það leitt. En það var gagnkvæmt. Þér gerðuð mér bjdt við. Ég átti eki.i ven á að reikast á unga stúilku á reiki um skóginn á þessum tíma nætur. — Ég kom út, af þvi að ég heyrði einhvern kalla á hjálp. Ég leit út um gluggann og sá mann standa þarna yfir frá. Ég benti. Ég sá hann detta. Þess vegna kom ég — til. . . til að hjálpa . . . — Jæja, það er enginn hér nema ég, og ég fulilvissa yður um, að ég kallaði ekki á fajálp. En þér hljót- ið að - sofa • mjög Igust, fyrst þér vö'knuðuð við þetta. — Ég var ekki sof andi, sagði ég. En ég hef heyrt alls ikonar hljóð. Ég heyrði vagna aka upp og nið- ur heimreiðina. Og ég sá Ijós í skóginum. — Virkilega? Trúði hann mér, eða var hann að hlæja að mér? — Ég fuUvissa yður um að ég er ekki að spinna þetta upp: og mig var heldur ekki að dreyma. Ég heyrði í vögnum. Ég hélt . . . Ég hélt að það væri veizla hjá yður. — Það eru engar veizlur í Bar- bery Háll þessa dagana, sagði hann. Ég hef ekki gaman af þeim. Ég býzt við að ég sé einrænn að eðlisfari. Ég hef gaman af að hafa tvœr eða þrjár manneskjur í kring um mig — en helzt eina í einu. IÞá er hægt að eiga skemmtilegar viðræður. Eruð þér ekki sammála, umgfrú Eothian? Hann var að leiða huga minn frá vögminum og Ijósunum í nætur- myrkrinu. En ég var aftur á móti áfcveðin í að haida mig við efnið, aðal'lega fyrir forvitni sakir . . . Kannski herra Gaunt sé með gesti í vinnustofunni sinni, sagði ég. Lúkas Herriot hló. — Það er sennilegra að hann sé í kránni. — Heyrðuð þér ekki neitt? Og er það ekki undarliegt að það sé svona mikil umferð á einkavegi? Hlátur Lukasar breyttist í hnegg. — Kannski Jiónas hafi verið að æfa gandreið álfakóngs ins á Jónsmessunótt. — Nú eruð þér að gera gys að mér. En mér er aivara. Allt í lagi, við skulum vera alvarleg. Þér sáuð mann dett-a niður. Það var sennilega einhver á kvöldgöngu, sem hrasaði um trjárót. Og meðan þér voruð að hlaupa til að bjiarga honum, stóð hann upp og gekk á burt. — Segið mér þá hvers vegna hann hrópaði tvisvar upp yfir sig. — Hafið þér nokkurn tíma heyrt i uglu. — Ójá. Ég heyrði í einni áðan. Eg mundi ekki fara að villast á hljóðum. — Vitið þér þá að blesendur- nar fljúga upp á nóttunni og igiarga að fuilu tunglinu? Þær verða tunglóðar. Og það eru hlesendur á vatninu á landareign minni, ungfrú Lothian. — Þetta voru mannleg vein. Ég veit það með vissu. —• En maðurinn, hver sem hann nú var, er farinn og vill auðsjáanlega ekkert með aðstoð yðar hafa. Tunglsljósið gerði augu'Lúkasar siifurlit. Mér fannst hann ennþá vera að skopast að mér. — Þér helgið líf yðar alger lega öðrum, er það ekki? Ég hef sagt þetta við yður áður. En vertu varkár, Jess. Svona helgun gietur verið hrífandi. En hún igetur komið þér í vandræði. Hann rétti fram hendina og tók af mér lampann. — Tunglið er nógu bjart. Þú þarft hann ekki. Og það er hræðileg lykt af hon um. Hann slökkti á Lampanum. Ég rétti fram hendina eftir honum. En Lúkas setti hann á tfallinn trjálbol. — Farið þér oft í gönguferðir á nóttunni? spurði ég. — Já, það geri ég. Vindurinn hafði blásið hettunni aíf höfði mér. Lúkas rétti fram báðar hendurnár og setti hana aífttpvá sinn: ^tað.,,-fíendur hans dvöldu þar smástnnd,'ég fann lófa hans sraerta enni mitt. Þeir voru hlýir viðkomu, og ég fann dynj andi æðaslátt sem byrjaði þar sem hendur hans voru, og breidd ist út um allan líkama minn. Ég vék snöggt frá honum. — Ekki vera hrædd. Ég meiði þig ekki. — Ég er ekkert hrædd. I © INNLENT LAN RÍKISSJÓÐS ÍSLANDS1967,1.F1 SPARISKIRTEINI Sala spariskírteina ríkissjóðs 1967, I. fl., hefst í dag, 28. apríl. Skírteinin verða til sölu í viðskiptabönkum, bankaútíbúum, stærri sparisjóðum og lijá eftirfarandi verðbréfasölum í Reykjavík: Ágústi Fjeldsted og Benedikt Blöndal, Lækjargötu 2, Málflutningsskrifstofu Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar og Guðmundar Péturssónar, Aðalstræti 6, Kauphöllinni, Lækjargötu 2 og Lögmönnum, Tryggvagötu 8. Skírteiniii eru einnig seld í afgreiðslu Seðlabankans, Hafnarstræti 14. SEÐLABANKI ÍSLANDS ^%'V slasV Þótt hann soeri þannig að skuggi féHi á andlit hans, vissi ég að hann horiði fast á mig. — Nei, fjandakwmið, ég heM ekki að þú sért auðskelfd. Eg gætti mín ekki andartak. Hann dró mig skjótt til sín, beygði dökkt hölfnð sitt og kyissti mig á varimar. — Jess. Jess. Hann nefndi raatfn mitt tvisvar. Ég hreyfði mig ekki. Andlit mitt var upplyft og varimar hálf opnar. Ég hafði ekki naagan vilja sfcyrk til að sdCfca mig úr faðmi hans. Ég gat ekki hnigisað, var agndotfa og töfruð og skeytti ekk ÚTVARPIÐ Föstudagur 28. aprfl. 7.00 Morgnnútvarp. 12.00 Hádegis útvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13i30 Vlð vinnuna: Tón- leikar. 14.40 Við, sem heima sitj um. Rósa Gestsdóttir les söguna „Zinaida Fjodorovna“ eftir Ant on Tjelkhov; Kristján Albertsson þýddi (2). 15.00 Miðdegisútvarp. 16.00 Siðdegisútvarp. 17.4S Dans- hljömsveitir leika. 18.20 Tilkynn ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dag- skrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19. 20 Tilkynningar. 19.30 Kvöld- vaka. a. Lestur fomrita: Úr Hrólfs sögu kraka. b. Þjóðlhættir og þjóðsögur. Ámi Bjömsson cand. mag. talar nm merldsdaga um ársins hring. c. „Gmndar dóma, hvergi haim haHar réttu máli.“ Jón Ásgeirsson kynnir ís- lenzk lög með aðstoð söngfólks. d. Sagnir úr Héðinsfirði. Skráð hefur Guðlaugur Sigurðsson á Siglufirði; Sigurbjöm Stefánsson flytur. e. f hendingum. Sigurður Jónsson frá Hankagili flytur vísnaþátt. 21.00 Fréttir. 21.30 Víð sjá. 21.45 Tónleíkar í útvarpssal: Sonya Monosoff leiknr á fíðlu og Þorkell Sigurbjömsscm á pfanó. 22.10 Kvöldsagan: ,J,andið týnda eftir Johannes V. Jensen. Sverr ir Kristjánsson les (8). 22.30 Veð urfregnir. Kvöldhljómleflcar: Frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar ísl. í Háskólabíói kvöldið áður. Stjórnandi: Bohdan Wodiczko. Einleikari á pianó: Friedrich Wiihrer frá Vínarborg. 23.20 Fréttir l stuttu máh. Dagskrár- lok. Laugardagur 29. apríl. 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Há- degisútvarp. 13.00 Óskalög sjúklinga. Sigríður Sigurðardóttir kynnir. 14.30 Vikan framundan. Baldur Pálmason og Þorkell Sigur- björnsson kynna útvarpsefni. 15.00 Fréttir. 15.10 Veðrið í vikunni. Páll Bergþórsson veð- urfræðingnr skýrir frá 15.20 Laiugardagslögin. 16.30 Veður- fregnir. Þetta vil ég heyra. Vil hjálmur Vilhjálmsson stud. odont. velur sér hljómplötur. 17.30 Á nótum æskunnar. Dóra Ingvadóttir og Pétur Steingríms son kynna nýjustu dægurlögin. 18.00 „Það var kátt hérna1 um laugardagskvöldið á Gili“ MA- kvartettinn syngur nokkur lög. 18.20 Tilkynningar. 18.45 Veð- urfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.20 Tilkynning ar. 19.30 Sönglög eftir Björg- vin Guðmundsson 20.00 „Hinu megin við heiminn". Upphafs- kafli samnefndrar skáldsögu Guðmundar L. Friðfinnssonar. Valur Gíslason leikari les. 20.40 Tónlist alþýðunnar. Sungin og leikin þjóðlög frá ýmsum lönd um. 21.30 Leikrit: „f fomminja safninu" eftir Bjama Benedikts son. Leikstjóri: Gísli Halldórs- son. 22.15 Tvö lög fyrir trompet eftir Henry Purcell. 22.30 Frétt ir og veðurfregnir. Danslög. 01. 00 Dagskrárlok. (Síðan útv. veð urfregnum frá Veðurstofunni). * * -***»••*

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.