Tíminn - 28.04.1967, Blaðsíða 12

Tíminn - 28.04.1967, Blaðsíða 12
24 TÍMBNN FÓSTUDAGUR 28. apríl 1961?. Þórarinn Þórarinsson: LAUSN AÐ FRAMTAK Hvert atkvæði sem Framsóknarflokkurinn fær styður að því að trúin á íslenzkt framtak móti þróun stjórnmálanna á kom- andi árum og þannig verði tryggð batnandi kjör frjálsrar þjóð ar í frjálsu landi. Bætur almannatrygginga Herra forseti. Benedikt Grön- dal hrósaði núv. ríkisstj. mjög fyr- ir það, að bætur almannatrygg- inga hefðu hækkað. Þess gat hann að sjálifsögðu ekki, að mest af hækkuninni vœri tekið atf bóta- þegum aftur í útsvörum og tekju skatti. Ég flutti ti.ll. á þessu þingi um að undanþiggja elii- og ör- orkulaun, fjölskyldubætur og aðr- ar almannatrygginga útsvari. Al. þfl. hjálpaði íhaldinu til að fella þessa till. Útvarpsþátturinn Þjóðlíf og Jóhann Hafstein Jóhann Hafstein sagði hér áðan að hann hefði engan þátt átt í því að stöðva útvarpsþáttinn þjóð- Ííf, heldur hefði hann gert till. til útvarpsráðs um aðra meðferð þáttarins en stjórnandi þáttarins viðhafði. Þetta stangast alveg á við það, sem ráðih. sjálfur sagði í Morgunblaðinu 4. marz, en þar sagði hann orðrétt í viðtali við blaðið: „Ég var strax þeirrar skoð- unar, að kjaramál lækna væru við- kvæmari en svo, að þau ættu að ræðast í slíkum útvarpsþáttum “ Það var fyrst og fremst þessi af- staða ráðh. sem réði því, að þátt- urinn var stöðvaður. Til útvarps- ráðs barst aldrei till. frá Jóhanni um aðra meðferð þáttarins. Bene- dikt Gröndal formaður útvarpsráðs spurðist nýlega fyrir um það af gefnu tilefni á útvarpsráðsfundi, hvort nokkur slík till. hefði borizt útvarpsráði frá Jóhanni eftir einni eða annarri leið, en fékk þau svör, að engin slík till, frá Jóhanni hefði borizt ráðinu. Það eru því hrein ósan’nindi Jóhanns og yfir- klór eftir á, að hann hafi gert slíka till. Mesti haftaráðherrann £ Það hefur mér þótt raunalegast í þessum umr. að hlusta á Gíylfa Þ. Gíslason, vegna gamals kúnn- ingsskapar. Ég held, að öllu lengra sé ekki hægt að komast í skin- helgi en hann gerði í ræðu sinni. Hann talaði eins og hann væri ákaflega andvígur höftum. Ég held að það sé ekki of sagt, að aldrei hafi verið meiri haftamaður á ís- landi en Gylfi Þ. Gíslason. Sem bankamálaráðh. ber hann aðal- ábyrgð á því, að flesta morgna koma nú milli 400—500 manns í biðstofur bankanna í Reykjavdk til að bíða þar tímum saman eftir viðtali við bankastjóra. Flestir fara þaðan aftur með' óleyst er- indi. Fjöldi vel stæðra fyrirtæfcja eru í vanskilum vegna þess að þau fá ekki eðlilega þjónustu í bönkunum. Lánsfjárhöftin, sem ríkisstj. hefur komið á með spari- fjánfrystingunni, eru að draga allt efnalhagslíf í dróma. Fyrir þessu 'hef ég ummæli fjölmargra manna, sem fást við atvinnurekstur og viðskipti. Svo þykist bankamála- ráðh. vera á móti höflum. Er nokkur svo fáfróður, að hann blekkist af þessari hræsni hans? Kommúnistar björguðu aðalvígi íhaldsins Það hefur mjög einkennt þess- ar umr., að kommúnistar, sem nú hafa tekið öll völd í Alþb., telja sig ekki getao biðlað til vinstra fólks vegna stefnu sinnar, heldur gera það nær eingöngu á þeim grundvelli. að öruggasta ráðið til að fella ríkisstj. sé að kjósa þá en ekki Framsfl. Þennan sama á- róður ráku þeir fyrir seinustu þingkosningar í Reykjavik. Þá var sagt, að Framsfl. ifengi örugglega einn mann kosinn, en öll atkv., sem hann fengi umfram það, færu til ónýtis. Hefði þessi áróður bor- ið árangur, hefði Framsfl. fengið einn mann kosinn í stað tveggja, en Sjálfsbfl. fengið 7 þm. kosna í stað 6. Sem betur fór bar þessi áróður kommúnista ekki árangur í þingkosningunum 1963, en hann bar il'lu heilli árangur í borgar- stj'órnarkosningu'num 1966. Þá var rekinn sá áróður, að Framsfl. væri öruggui^ með tvo borgarftr. en von laus með þrjá. Þess vegna ættu vinstri menn ekki að kjósa hann, heldur Alþb. sem væri að tapa þriðja manni sínum. Þess vegna fór svo, að Framsfl. vantaði tæp 400 atvk. til að fá 3 borgarftr. fcosna og fella með því 6. mann Sjálfsbfl. Sjálfstfl. getur fyrst og fremst þakfcað þessum áróðri kommúnista það, að ihann missti ekki þetta sberkasta vígi sitt á s.l. vori, Það er ekki í fyrsta sinn, sgm kommúnistar hafa reynzt í- jhaldinu mest hjálparhella, þegar það hefur verið í mestri hættu. Það er því ekki að furða, þótt Bjarni Benediktsson hafi lánað þeim 10. þm. þegar kosið hefur verið í bankaráð og þýðingarmikl- ar nefndir. 20. þingsætið Nú fara kommúnistar enn á ’Stúfana til að reyna að vinna það óþurftaverk, sem eitt gæti hjálp- að stjórnarflokkunum til að halda j þingmeirilhl. sínum. Þeir segja enn, að atkv. verði ónýt, ef þau falli á Frams.fi. Sannleikurinn er hins vegar sá, að það eru engar líkur til þess, að meiri hl. stjórn- arinnar tapist nema Framsfl. bæti við sig einu eða fleiri þingsætum. iÞetta þingsæti eða þessi þingsæti getur flokkurinn unnið í þeim kjördæmum, þar sem tvísýnt er um seinasta sætið. Ebki er þó Þórarinn Þórarinsson öruggt, að flokkurinn vinni nýtt þingsæti nema hann fái svo mörg atkvæði, að hann fái uppbótar- sæti, ef hann vinnur ekki nýtt eða ný þingsæti í kjördæmunum. Það er ekkert fjarlægt takmark að keppa að, að Framsfl. fái 20. þingsætið sem uppbótarsæti. Til þess þarf flokkurinn aðeins að aúka áifram fylgi sitt lí'kt og í þingkosningunum 1963 og bæjar- stjórnarkosningunum 1966. Til þess benda allar líkur, að hann geri það. Menn skilj'a fleiri og fleiri nauðsyn þess að efla einn sterkan umbótaflokk. Menn eru ó- ánægðir með ríkisstj. Menn van- treysta Alþb. í vaxandi mæli, eftir að kommúnistar hafa tekið þar öll völd. Það eitt getur bjargað meiri hl. ríkisstj., að óháðir vinstri menn láti bleklkjast í annað sinn á þeim áróðri kommúnista, sem tryggði afturhaldinu áframhald- andi völd í borgarstjórn Reykja- víkur á s.l. vori. Er hægt að treysta ríkísstiórninni? Það hefur í þessum umr. verið deilt hart á ríkisstj. og hún og stuðningvsmenn hennar reynt að færa henni flest til ágætis. Þaö ætla ég, að sé öllum ljóst eftir þess ar umr., að þjóðin býr í dag, þrátt ifyrir langvarandi góðæri undan- farið, við haillarekst í mörgum atvinnugreinum og mifcla óvissu í efnahagsmálum. Það eru allir sammála um, að með hinni svo- nefndu verðstöðvun sé aðeins tjald að tal einnar nætur. Það búast allir við því, að eftir kosningarn- ar verði að grípa til stórfelldra og róttækra efnahagsaðgerða, ef atvinnureksturinn á ekki að stöðv ast. Mundi slíkt blasa við eftir hið mesta góðæri, ef fylgt hefði verið réttri stjórnarstefnu og góð- ærið notað til að búa i haginn fyrir framtíðina? Trúa menn því, að rí.kisstj., sem ekki hefur haldið betur á málum í góðærinu sé fær um að mæta erfiðleikum, þegar þá ber að höndum? Verður hægt að treysta þreybtri og úrræðalít- illi rfkisstj. til að sýna þá úr- ræðasemi og þann manndóm, sem þá verður krafizt, ef farsællega á að leysa vandamálin? Hvaða tímamót átti Emil við? Þau ummæli, sem fallið hafa í þessum umr. og mér hafa orðið minnisstæðust, voru sögð af Emil Jónssyni. Hann komst svo að orði að í tíð núv. stjórnar hefðu orðið tímamót. Hv-er voru þessi tíma- mót, sem ráðh. átti við? Átti Emil kannski við það, að nú hefði tog- arafíotinn, sem lengi var bjarg vættur Haínarfjarðar, verið efldur og styrktur og íslenzka þjóðin hefði eigi síður en aðrar fiskveiði- þjóðir bætt stórum og glæsilegum skuttogurum í flota sinn? Nei, ekki átti Emil við þetta, því að aldrei hefur togurum fækkað meira né togaraútgerð vegnað verr en í tíð núv. ríkisstj. Atti Ernil þá e.t.v. við, að þorskveiði- flotinn hefði verið efldur og stynkt ur, svo að valdið hafi tímaimótum? Nei, saga þorskveiðiflotans hefur orðið hin sama og^ togaranna í tíð núv. stjórnar. Átti Emil þá við, að iðnaðurinn hefði verið al- mennt öfldur eða ný stórfyrir- tæki á vegum íslendinga líkt og Áburðarverksmiðjan og Sements- verksmiðjan hefðu verið stofn 'sett? Nei, ebkert slífct hefur ver- ið gert, heldur býr iðnaðurinn nú við versnandi kjör og vaxandi samdrátt. Átti Emil þá kannski við það, að stórt átak hefði verið gert til að efla visindi og tækni? Nei, vissulega ekki, þ\'í að þar eru öll framlög enn skorin við nögl. Átti Ernil kannski við það, að gert hefði verið stórátak í vega málum og hafnarmálum? Nei, ekki átti hann við það, enda hefur á- stand íslenzkra þjóðvega aldrei verið hörmulegra en nú og fram- lög ríkisins til hafnarmála hafa hlutfallslegá aldrei verið lægri. Átti Emil e.t.v. við það, að tíma- mót hefðu orðið á sviði skóla- bygginga og skólamála? Nei, ekki átti hann við það, enda hefur skort urinn á skólahúsnæði ekki ver- ið meiri um langt skeið en nú og ek'kert hefur verið gert til endurbóta á hinni úreltu skóla- íöggjöf. Átti Emil þá við það, að tímamót hefðu orðið á sviði heil- 'brigðismála? Nei, enda hefur ríkt þar hið mesta sinnuleysi og sleif- arlag á undanförnum árum, eins og bezt sést á því, að dregið hefur verið árum saman að fullgera Borgarspítalann og viðbyggingarn ar við Landsspítalann, meðanj ihver verzlunarhöllin annarri meiri hefur þotið upp. Og síðast en okki sízt, átti Emil e.t.v. við það, að tímamót hofðu orðið í við- skiptasiðferði og ráðvendni og skilvísi aukizt í fjármálum? Nei, sannarlega átti hann ekki við það, því að nú er að verða uppvíst um 'hvert fjársvikamálið öðru meira og aldrei hafa vanskil verið al- mennari og stórfelldari, enda er það óhjákvæmi'leg afleiðing þeirr ar stefnu, sem fylgt er af stjó bankamálanna. Trúin á atvinnurekstur útlendinga En hver vofu þá tímamótin, sem Emil Jónsson átti við? Það var koma svissneska alhringsins til fslands. Það var tilfcoma erlends atvinnureksturs á íslands. Þar var rudd ibrautin, eins og for- srh. hefur orðað það, til lausnar þeim efnahagslega vanda, sem þjóðin glímir við. Það er forsjá og forysta útlendinga í atvinnu- málum, sem á að bjarga þjóðinni úr ógöngunum, sem núverandi stjórn hefur leitt hana í. Það er atvinnurefcstur útlendinga á ís- landi, sem núv. ríkisstj. trúir á sem lausn alls vanda. Þess vegna er það_ aðaltakmiarfc hennar að koma fslandi í efnabagsbandalög, er myndu skapa útlendiwgum greiðan aðgang tl atvinnwrekst- urs á íslandi. En hver er þá sannlei'burinn um hinn svissnesfca bjargvætt í Straumsvík? Hefur hann tekið að sér að reka abvinnufyrirtæki á ís- landi við önnur og lakari skilyrði en íslenzk atvinnutfyrirtæki búa við? Hyggst hann þannig sanna, að íslenzkir framtaksmenn séu skussar og kunni ekki að reka fyr- irtæki? Sannarlega efcki. Hann krefst í nær öllum efnum betri aðbúnaðar að háffu hins opinbera en íslenzk fyrírtæki búa við. Hann fcrefst lœgrl sfcatta, lægri toTla og svo lágs raforkuverðs, að lítlar lík ur eru til, að kostnaðarverð fáist fyrir það rafmagn, sem við selj- um honutn. Þannig vill hann búa við allt önnur og betri skilyrði en íslenzkir atvinnurekendur. Halda menn svo, að það sóu slíkir at- vinnurekendur, sem eigi eftir að 'bjarga fslandi? Nei, það verður aldrei erlent framtak, sem bjargar íslandi. Það er hin íjarstæðasta villukenning, sem stjórnarblöðin halda fram, að 'svonefnd efnahagsundur hafi aðal- lega gerzt hjá þjóðum, sem leyft hafa erlenda fjárfestingu í rfkum mæli. Svo fjarstæð er þessi kenn- ing, að mesta efnahagsundur sein- ustu ára hefur einmitt gerzt hjá þjóð, sem útil'okar erlenda fjár- festingu. Hér er átt við Japan. í stað þess að treysta á erlent 'framtak, hafa Japanir treyst á eig- ið framtak. Það hefur gert gæfu- muninn. Trúin á íslenzkt framtak Ég er nú kominn að því, sem ég vildi láta verða trúarjátningu Imína að þessu sinni. Það er öll- um ljóst, að við þurfum að glíma við mikil efnahagsleg vandamál næstu missirin. Hvert á að vera höfuðráð okkar við þessum vanda? Ég get svarað þessari spurningu fyrir mitt leyti með aðeins fjórum orðum: Að efla ís; lenzkt framtak. í þeim efnum er ekki um að ræða neitt, einfalt úrræði. Það verður að leita margra Framhald á bls. 22

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.