Alþýðublaðið - 08.09.1984, Síða 6

Alþýðublaðið - 08.09.1984, Síða 6
6 Laugardagur 8. september 1984 Dómsdagur 1 Samvinnubankanum 20% en út- lánsaukning hans er í hærri kantin- um, 51,5%. Þar sem þrengst hefur mjög um lausafjárstöðu bankanna hafa þeir nú gripið til þess ráðs að taka svo til algjörlega fyrir ný útlán, nema reglubundin rekstrarlán til atvinnu- veganna. Einnig er ætlunin að herða mjög hvers konar innheimtu- aðgerðir vegna vangoldinna lána. Ennfremur verður framvegis ekki hægt að semja um lengingu lána í þeim mæli, sem áður hefur tíðkast. Og verður ekki vikið frá þessari nýju stefnu fyrr en ljóst er að sparn- aður hefur aukist, eftirspurn eftir lánum minnkað og lausafjárstaða bankanna komist í eðlilegt horf. Þessar aðgerðir setja eðlilega mikinn ugg í fólk nú. Svo hefur ver- ið þrengt að efnahag manna í tíð núverandi ríkisstjórnar að fólk á erfitt með að standa í skilum, eins- og berlega kemur fram í því hvernig staða bankanna er nú. Hætt er við að margur, sem stað- ið hefur í íbúðarframkvæmdum á undanförnum árum og tekið á sig skuldabagga, sem hægt hefur verið að rúlla áfram, sjái nú allt í einu dómsdag framundan. Hvað gerist eiginlega? Verður fjöldi heim- ila gerður upp á næstunni? Það er eðlilegt að menn séu svartsýnir á framtiðina. En hversvegna koma þessar að- gerðir bankanna nú? Það er langt síðan séð var hvert stefndi. Það gerðu allir sér grein fyrir því að að- gerðir ríkisstjórnarinnar í banka- málum komu alltof seint. Vaxta- frelsið, sem átti að örva innlán var dauðadæmt þar sem litlir sem engir peningar eru í umferð. Hver er þá hinn eiginlegi tilgang- ur þessara hörkulegu aðgerða? Einsog alþjóð veit þá stefnir í hörkuleg átök á vinnumarkaðinum í haust. Fjöldi verkalýðsfélaga hef- ur sagt upp samningum, BSRB hef- ur boðað til verkfalls og bókagerð- armenn leggja niður vinnu á mánu- daginn ef ekki semst. í ljósi þessa fá þessar aðgerðir nýja merkingu. Getur verið að til- gangurinn sé sá að skjóta launþeg- um skelk í bringu með því að taka fyrir öll útlán? Fari launþegar í verkfall missa þeir sínar stöðugu tekjur og eiga því erfitt með að standa í skilum við lánveitendur sína. Þegar svo lánveitendur hóta öllu illu fara eðlilega að renna tvær grímur á fólk. Gæti verið að þetta sé hugsunin á bak við aðgerðir bankanna nú? Að þeir vonist til að geta lamað baráttuþrek launafólks með þessu? Sé þetta ástæðan, sem ekkert verður um fullyrt hér, er langt síðan gripið hefur verið til jafn lúalegra baráttuaðferða. Ráðherrar 1 lega hvað varðar landbúnaðarmálin og Framkvæmdastofnun innan þingflokks Framsóknarflokksins. Sérstaklega hefur verið tekið til þess, að ekki mun vera stafkrókur um húsnæðismálin í hinum nýja og „endurbætta" stjórnarsáttmála, enda þótt ástand þeirra mála sé með ósköpum. Þá er ekkert um mennta- mál í pakkanum, ekkert um kjara- málin, utan þess að boðað er að kjaraskerðingin haldi áfram á næsta ári, þegar lög um bann við verðbótum á Iaun á að ganga ,úr gildi; það bann á að framlengja. Hitt er athyglisvert að forystu- menn stjórnarflokkanna hafa loks viðurkennt það fullum fetum að 60% markið varðandi erlendar lán- tökur er fokið út í veður og vind. Hlutfall erlendra lána á þessu ári verður á bilinu 62-63 % og stefnt er að því að það hlutfall verði 61% á næsta ári. Margt fleira er ástæða til að tí- unda í þessu sambandi. Það mun Alþýðublaðið gera síðar. Vonandi strax eftir helgi, ef verkfall bóka- gerðarmanna setur ekki strik í þann reikning. Laust embætti er forseti íslands veitir Embætti útvarpsstjóraer laust til umsóknar. Embættiö veitist frá 1. janúar 1985 að telja. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfs- feril sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 20. október 1984. Menntamálaráðuneytið, 7. september 1984. Verkamenn — Hafnarfiröi Áhaldahús Hafnarfjarðar vantar menn á loft- pressu og til almennrar útivinnu (mötuneyti á staðnum). Upplýsingar í síma 53444. Yfirverkstjóri. ffl Bókari In'nkaupastofnun Reykjavíkurborgaróskareftirað ráða bókara. Upplýsingar veitir Sigfús Jónsson, Fríkirkju- vegi 3, í síma 25800. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- vlkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á sérstökum um- sóknareyðublööum sem þar fást fyrir kl. 16.00 mánu- daginn 17. september 1984. flAUSAR STÖÐUR HJÁ j REYKJAVÍKURBORG Heilsuverndarstöð Reykjavíkur vill ráða starfsfólk til eftirtaiinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamn- ingum. Hjúkrunarfræðinga við barnadeild Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur og eftirtalda skóla; Austurbæjarskóla, Álftamýrarskóla, Langholtsskóla, Laugalækjarskóla, Laugarnesskóla, Vogaskóla, Selja- skóla og Olduselsskóla. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í sima 22400. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- vlkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á sérstökum um- sóknareyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00 mánu- daginn 17. september n.k. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVIKURBORG Reykjavikurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Skrifstofumenn I hálfsdags störf viö hinar ýmsu stofn- anir hjá Reykjavfkurborg. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri Reykjavíkurborg- ar í sima 18800. Uppeldisfulltrúa á meðferðarheimiliö að Kleifarvegi 15. Staðan er laus frá 1. sept. og veitist til 4ra mánaða, eða til 31. des. 1984. Upplýsingar veitir forstöðumaður I sfma 82615. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- vfkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á sérstökum um- sóknareyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00 mánu- daginn 17. september n.k. SÆNSKA OG NORSKA TIL PRÓFS í STAÐ DÖNSKU Nemendur í grunnskóla og framhaldsskóla sem vilja læra norsku eöa sænsku í stað dönsku eru beðnir að mæta með stundatöfluna sína í Mið- bæjarskóla sem hér segir: Miðvikudag 12. sept.: 5. bekkur kl. 17 6. bekkur kl. 18 7. bekkur kl. 18 Fimmtudag 13. sept.: 8. bekkur kl. 17 9. bekkur kl. 18 Framhaldsskólanemendur kl. 19 ATHUGIÐ að kennslan er einungis ætluð nem- endum sem hafa undirstöðu í sænsku eða norsku. Námsflokkar Reykjavíkur. 77/ námsmanna á fyrsta ári, í lánshæfu námi Sækið um námslánin strax! Menntamálaráðherra hefur ákveðið að Lánasjóður ís- lenskra námsmanna veiti námsmönnum á fyrsta ári ekki víxillán í haust, heldur verða þeir að leita á náðir banka og sparisjóða. Vilji námsmenn á fyrsta ári að Lánasjóður veiti þeim lán eftir áramót til að greiða aftur það sem bankar og sparisjóðir kunna að lána, verða þeir að sækja um nú þegar. Lán fyrir haustmisseri verður ekki veitt nema sótt sé um áður en nám hefst. Sækið því um strax. Sé það ekki gert fæst aðeins lán fyrir vormisseri! Ennfremur skal námsmönnum á fyrsta ári bent á að hafa samband við samtök námsmanna, vanti uppiýs- ingar eða komi til einhverra vandræða, til dæmis í viðureign við banka og sparisjóði. Stúdentaráð Háskóla íslands Bandalag íslenskra sérskólanema Iðnnemasamband íslands Samband ísl. námsmanna erlendis Tilkynning til söluskatts- greiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á þvi, að gjalddagi söluskattsfyrirágústmánuðer15. sept- ember. Ber þá að skila skattinum til innheimtu- manna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þrí- riti. Fjármálaráðuneytið. PRÓFADEILDIR Eftirtaldar prófadeildirverðastarfræktará vegum Námsflokka Reykjavíkur í vetur: í Laugalækjarskóla: Hagnýt verslunar- og skrifstofudeild. Viðskiptabraut: 1. og 3. áfangi hefjast á haustönn. Almenn menntadeild: íslenska, stærðfræði, danska og enska, 1. og 3. önn á framhaldsskóla- stigi. í Miðbæjarskóla: Forskóli sjúkraliða. Bóklegar greinar sjúkraliða- náms. Fornám. Samsvarar námi 9. bekkjar grunnskóla. Aðfaranám. Samsvarar námi 7. og 8. bekkjar grunnskóla. Innritun í allar prófadeildir mun fara fram 10. og 11. september i Miðbæjarskóla kl. 17—20. Innritun í almenna flokka mun fara fram 18. og 19. september. Hjúkrunarfræðingar Sjúkrahúsið á Husavík óskar að ráða hjúkrunar-1 deildarstjóra og hjúkrunarfræðinga í fastar stöð- ur nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 96-41333 alla virka daga. Sjúkrahúsið í Húsavík sf

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.