Alþýðublaðið - 08.09.1984, Side 7

Alþýðublaðið - 08.09.1984, Side 7
Laugardagur 8. september 1984 Þeir grínast 2 farið þrátt fyrir allt. I þeirri um- ræðu veit ég ekki hvorum á að trúa. Ef fjárlagahalli er slæmur hvað varðar vaxtaþróun og viðskipti, þá skulum við minnka hann. Ef minni halli þýðir hærri skatta, þá skulum við hækka þá. Og ef leiðtogar okk- ar eru ekki hreinskilnir við okkur, þá skulum við skipta um leiðtoga". Snemmbær sigurvíma? Sem áður segir eru Bandaríkja- menn ekki þekktir fyrir að hafa mikinn áhuga á stjórnmálum. í ferð undirritaðs til Seattle-borgar og ná- grennis varð hann yfirhöfuð ekki var við mikinn stjórnmálaáhuga, en þó sögðu mér kunnugir að það væri nokkuð að breytast. I Seattle gætir talsverðra áhrifa frá Skandi- navíubúum sem sest hafa þar að. Ef til vill er áhuginn þar meiri en tíðk- ast víða annars staðar í Bandaríkj- unum. Hvað sem því líður er óhætt að segja að ef Gerry Ferraro heldur áfram að hrífa áheyrendur með sér eins og hún gerði í Seattle þennan fagra ágústdag, þá er langt í frá að Reagan geti farið að fagna sigri. Það var einmitt talsvert til umræðu í fjölmiðlum að Repúblikanar ættu á hættu að vera of sigurvissir og gleyma sér í snemmbærri sigur- vímu. Það er engan veginn hægt að afskrifa Mondale- og Ferrarofram- boðið þó kannanir sýni Reagan og Bush með gott forskot nú í septem- ber. Repúblikanar hafa gefið á sér höggstað, sem felst í öfga hægri- sinnaðri útkomu flokksþings þeirra í Dallas, Texas. Oft hefur verið sagt að enginn raunverulegur munur sé á flokkunum tveimur í Bandaríkjun- um. Með öfgasinnaðri stjórn Reag- ans hafa skilin orðið gleggri en nokkurn tímann áður. 6. nóvember munu kjósendur í Bandaríkjunum standa frammi fyrir skýrum val- kosti. Flestir, Repúbljkanar með taldir, reikna með því að Demókrat- ar muni markvisst minnka það- mikla bil sem nú er milli fylgis frambjóðendanna. Hitt er annað mál að flestir búast við því að Reag- an-framboðið muni sigra, en að munurinn verði mun minni en nú lítur út fyrir. FÞG ítölsk myndlist Laugardaginn 8. september kl. 14.00 mun verða opnuð sýning á grafíkverkum, vatnslitamyndum, silkiþrykkmyndum og verkum unn- in í svonefndri upphleyptri aðferð, „relievografía", eftir 13 listamenn sem starfa í Mílanó á Ítalíu að mestu leyti. Sýningin verður í Listamiðstöð- inni h.f. við Lækjartorg, annarri hæð. Flest verkin á sýningunni eru eftir Giovanni Leombianchi Giovanni hefur málað margar myndir hér á landi, mynda- seríu frá Grímsá í Borgarfirði auk þess sem hann er að vinna seríu af myndum frá Norðurá. Þá er ein mynd eftir hvern hinna 12 listamannanna og vinna þeir myndir þessar í kringum tölustaf- inn sjö. Hver listamaður túlkar hina magísku tölu sjö, hver eftir sínum stíl. Myndasería þessi er öll unnin í vinnustofu Giovanni Leombianchi í Mílanó. Allir listamennirnir eiga það sameiginlegt eins og áður var nefnt að starfa að mestu leyti í Mílanó og telja sig vera „ítalska" listamenn, þótt í hópnum sé einn Breti, einn Kínverji og einn Frakki. Frumkvöðull að þessum sam- skiptum er Friðrik Á. Brekkan. Samskipti listamanna og gallería verðuríframtíðinniunninígegnum S Listamiðstöðina h.f. í Reykjavík. S Sýningin er opin daglega milli kl. e 14.00 og 22.00 og lýkur henni | sunnudagskvöldið 16. september. Á miðvikudaginn verða sett i umferð NÝR PENINGASEÐILL OGNÝMYNT Á grundvelli laga um gjaldmiðil íslands nr. 22 frá 23. apríl 1968 mun Seðlabanki íslands gefa út og setja í umferð hinn 12. september nk. eitt þúsund króna peningaseðil og tíu króna mynt af svofelldri gerð: 10 KRÓNA MYNT Stærð myntarinnar er 27,5 mm í þvermál og 1,78 mm að þykkt, og hún er 8 g að þyngd. Myntin er slegin úr kopar/nikkel, og er rönd hennar riffluð. Á framhlið myntarinnar eru landvættirnar eins og á 5 króna myntinni, verðgildi í bókstöfum, „ísland“ og útgáfuár. Á bakhlið er mynd af fjórum loðnum og vérðgildi myntarinnar í tölustöfum. 1000 KRÓNÁ SE: Stærð: 150 x 70 mm E00003801 SAMKVÆMT LÖGUM NR 10 29. MARS1961 SEÐLABANKI ÍSLANDS FRAMHLIÐ Aðallitur: fjólublár Á spássíu (upptalning efnis ofan frá og niður): Á myndfleti (upptalning frá vinstri): Upphæð í tölustöfum Númer seðilsins með bókstafnum E fyrir framan, svart Vatnsmerki ber mynd Jóns Sigurðssonar forseta Tilvísun í lög Seðlabanka Islands Undirskriftir tveggja bankastjóra í senn Utgefandi Seðlabanki Islands Borði, unninn út frá myndefni á rekkjurefli í Þjóðminjasafni Islands Blindramerki, 2 lóðrétt upphleypt strik Oryggisþráður þvert í gegnum seðilinn Upphæð í bókstöfum, leturgerð af skírnarfonti úr Brynjólfskirkju, Skálholti Grunnur, fjöllita Mynd af Brynjólfi Sveinssyni Skálholtsbiskupi (1605-1675) Númer, prentað í rauðu, neðst til hægri Upphæð í tölustöfum, lóðrétt, efst til hægri BAKHLIÐ Aðallitir: fjólublár og gulbrúnn Á myndfleti (upptalning frá vinstri): Á spássíu (upptalning ofan frá): Upphæð í tölustöfum neðst til vinstri Sneiðing af Brynjólfskirkju efst til vinstri Brynjólfskirkja í Skálholti, séð að vestan Grunnmynstur sama og í borða á framhlið Upphæð í tölustöfum Vatnsmerki Mynd af hring úr eigu Brynjólfs Sveinssonar

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.