Alþýðublaðið - 10.11.1984, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 10.11.1984, Qupperneq 3
Laugardagur 10. nóvember 1984 3 Vanskilasaga úr Garðabœ í 8 hús af 12 Alþýðublaðið hefur ítrekað greint frá stórauknum vanskilum fyrirtækja og einstaklinga í þjóð- félaginu, stórauknum gjaldþrotum og nauðungaruppboðum. Er það mál manna að sjaldan eða aldrei hafi ástandið verið jafn slæmt hjá mönnum og nú og tengja auðvitað flestir það við stjórnarstefnuna. Alþýðublaðið hefur fregnað af heldur óskemmtilegri dæmisögu um hversu víðtækt og almennt þetta ástand er hjá fólki. Hún sýnir að ekki einu sinni fólk í Garðabæ sleppur við ástandið, en í því bæjar- félagi eru meðaltekjur einna hæstar á landinu. Fyrir skömmu voru innheimtu- menn Garðabæjar á ferð í því skyni að „skrifa upp á“ eins og það heitir: Vara fólk við vegna vanskilanna og skrifa niður eigur ef til uppboðs þyrfti að koma. í einni götu þar sem eru 12 einbýlis- og tvíbýlishús þurftu þeir í þessum erindagjörðum að koma við í alls 8 húsanna! Verkakvennafélagið Framsókn 70 ára Hinn 25. október sl. varð Verka- kvennafélagið Framsókn 70 ára. Af ófyrirsjánlegum ástæðum var ekki hægt að minnast afmælisins á þeim degi. Stjórn félagsins hefur nú ákveðið að efna til opins húss í Átthagasal Hótels Sögu 25. nóvember nk. Eru félagskonur hvattar til að líta inn og þiggja kaffi í tilefni þessa merka af- mælis. Skattsvik 1 það sé mikil brotalöm að því er þetta ákvæði varðar og þetta þurfi endurskoðunar við, þær viðmiðun- arreglur sem ríkisskattstjóri notar varðandi það að reikna laun við eig- in atvinnureksturþ sagði Jóhanna. „Það kom fram á sl. þingi að menn meta það svo, þó að það sé ekki staðfest . . . að skattsvikin gætu numið 10-11%, af þjóðartekjum. Hér er vissulega um stórar fjárhæð- ir að ræða!‘ í umræðum á Alþingi hefur einn- ig komið fram það mat manna að skattsvikin nemi um þriðjungi af fjárlögum, en það gera yfir 5 millj- arða miðað við fjárlög 1984. Og eru þá söluskattssvik undanskilin. Þrátt fyrir umræður um þessi mál og ítrekaðar samþykktir liggur fyrir að innan við 1% af framtölum fé- laga og einstaklinga í atvinnurekstri lenda í ítarlegri skoðun hjá skatta- eftirlitinu. Skattyfirvöld búa enda við fjárskort og eru illa búin af mannskap. Tillögur alþýðuflokks- manna sem samþykktar voru í vor lutu að úttekt á og aðgerðum gegn skattsvikum, en í umræðum um fyrirspurnir Jóhönnu Sigurðardótt- ur um afdrif þessara tillagna kom berlega í ljós að enginn pólitískur vilji er fyrir hendi hjá stjórnarherr- unum fyrir því að gera átak til að bæta hér úr. Albert varð á Alþingi öskuillur yfir því að þessar upplýsingar úr fórum skattrannsóknarstjóra skyldu koma fram. „Við skulum átta okkur á því að það er ekki alltaf hægt að sækja gull í greipar annarraþ sagði Albert. „Við skul- um þá bara rannsaka okkur um leið og við látum rannsaka aðra!‘ Fannst honum það ekki nógu gott að það væri gert tortryggilegt að atvinnurekendur skuli hafa minni meðaltekjur en launþegar! Að öðru leyti vildi hann lítt tjá sig, en viður- kenndi þó að hann „efaðist ekkert um það að það er þarna brotalöm sem þarf að athuga“. Hins vegar hefur ítrekað komið fram að lítið sem ekkert hefur verið gert til úr- bóta og öllum tilmælum um aukið fjármagn og meiri mannskap í skattrannsóknir hefur verið vísað frá við undirbúning fjárlagafrum- varpsins. Útboð — Viðbygging Hafnarfjaröarbær leitar tilboöa í viðbyggíngu Hafnarborgar, Strandgötu 34. Húsinu á að skila fokheldu og frágengnu aö utan, 20. ágúst 1985. Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu Bæjar- verkfræöings, Strandgötu 6, gegn 3000 kr. skilatryggingu. Tilboðin veröa opnuö á sama staö þriðjudaginn 20. nóv. kl. 11. Bæjarverkfræðingur. Heimilishjálp Starfsfólk óskast í heimilishjálp, tilvalið fyrir hús- mæður og skólafólk sem hefur tíma aflögu, geta unnið 2 saman ef óskað er. Upplýsingar veittar í síma 18800. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR DROPLAUGARSTAÐIR — SNORRABRAUT 58 - SÍMI 25811 Félagsráðgjafi Staða félagsráðgjafa á verndaða vinnustaðnum Örva í Kópavogi er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 20. nóv. n.k. Umsóknum og upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skila á Félagsmálastofnun Kópavogs, Digranesvegi 12. Stjórn Örva. Hugmynda- samkeppni Iðnaðarbankans Ytf/ mnhi n\tt tákn Mikil gróska er nú í starfsemi Iðnaðarbankans. Bankinn hefur vaxið ört undanfarin ár, enda lagt kapp á að mæta kröfum viðskiptavina sinna um sífellt betri þjónustu. Um þessar mundir stendur yfir víðtæk endurskipulagning á starfsemi bankans, í því skyni, að búa hann enn betur undir það markmið,. að vera nútíma banki, sem veitir góða þjónustu. Liður í þess- ari endurskipulagningu er hugmyndasamkeppni sem bankinn efnir nú til. Samkeppnin er í tveimur liðum: a) Um nýtt merki, skrift og einkennislit, eða liti fyrir bankann.__________________________________ b) Um myndrænt tákn til notkunar í auglýsingum og kynningargögnum bankans. Samkeppnin er haldin samkvæmt reglum FÍT, Félags íslenskra augiýsingateiknara og er öllum opin. Veitt verða ein verðlaun fyrir bestu tillögurnar. a) Fyrir merki, skrift og einkennislit kr. 120.000.00 b) Fyrirtáknkr. 40.000.00 Tillögur um merki skulu vera 10-15 cm í þvermál, í svörtum lit, á pappírsstærð DIN A-4. Einkenna skal tillögurnar með kjörorði, en nafn höfundar og heimilisfang fylgi með í lokuðu ógagnsæju umslagi. Pátttakendum er heimilt að senda fleiri en eina tillögu. Skal hver tillaga þá hafa sér kjörorð og henni fylgja sér umslag með nafni höfundar. Dómnefnd skipa: Bragi Ásgeirsson, listmálari, Gísli B. Björnsson, teiknari FÍT., Rafn Hafntjörð, prent- smiðjustjóri, Tryggvi T. Tryggvason, teiknari FÍT. og Valur Valsson, bankastjóri. Ritari dómnefndar og jafnframt trúnaðarmaður keppenda er Jónína Michaelsdóttir, Iðnaðarbankan- um við Lækjargötu. Þátttakendur geta snúið sér til hennar og fengið frekari upplýsingar um samkeppn- ina og um Iðnaðarbankann. Síminn er 91 -20580. Skilafrestur tillagna er til 15. janúar 1985. Skal skila tillögunum í póst eða til einhverrar afgreiðslu Iðnaðar- bankans merktum: Iðnaðarbankinn H ugmy ndasam keppn i b/t Jónínu Michaelsdóttur Lækjargötu 12 101 Reykjavík. Dómnefnd skal skila niðurstöðum innan eins mánað- ar frá skiladegi. Efnt verður til sýningar á tillögunum og þær endur- sendar. Verðlaunaupphæðin er ekki hluti af þóknun höfundar. Iðnaðarbankinn áskilur sér einkarétt á notkun þeirra tillagna sem dómnefnd velur. Jafn- framt áskilur bankinn sér rétt til að kaupa hvaða tillögu sem er samkvæmt verðskrá FÍT. Iðnaöarbankmn -nútímabanki

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.