Tíminn - 13.05.1967, Blaðsíða 8
s'VV'T'-'
8
TÍMINN
LAUGARDAGUR 18. maí 1967.
Opna í Morgun'blaðinu (20—21. síða) 10. maí 1967.
Höfuðbaráttan
Eftir að framboðsfresturinn
rann út, er það miklu ljósara
en áður, að höfuðbaráttan í
þingkosningunum er milli Fram
sóknarlflokksins og stjórnar-
flokkanna. Alþýðubandálagið
gengur klofið til kosninganna
og bendir þó allt til, að klofn-
ingurinn innan þess verði enn
meiri eftir kosningarnar. Stjórn
arflokkunum stafar ekki nein
hætta af því, enda mun orka
þess fara mesf í baráttuna inn-
byrðis. Ríkisstjórnin verður sízt
af öllu að velli lögð með því
að andstæðingar hennar skipti
sér í smáflokka og flokksbrot.
Aðeins með því að stjórnarand-
stæðingar fylki sér fast um
einn öflugan flokk, verður rík-
isstjóminni og óheillastefnu
hennar hnekkt. Þetta gera for-
ustu-menn stjómarflokkanna sér
vel Ijóst. Þess vegna hlakka
þeir yfir klof-ningnum í Alþýðu-
bandalaginu og beina öllum
vopnum sínum gegn Framsókn-
arflokknum.
í þingkosningunum 1959 og
1963 jók Framsóknarflokkur-
inn verulega fylgi sitt. Hann
styrkti og mjög aðstöðu sína í
kaupstöðun-um í bæjarstjóraar-
kosningunum 1962 og 1966. í
bæjarstjórnarkosningunum 1966
varð hann næststærsti flokkur-
inn í kaupstöðunum. Fleiri og
fleiri íhaldsandstæðingar hafa
skilið að eina leiðin til að draga
úr áhrifum fhaldsins er að efla
einn sterkan þjóðlegan umbóta-
flokk. Klofningurinn í Allþýðu-
bandalaginu mun verða fhalds-
andstæðingunum ný hvatning
111 að fylkja sér um Framsókn-
arflokkinn.
Þetta gera stjórnarflokkarnir
sér líka ljóst. Þess vegna beina
þeir nú öllum vopnum sínum
eegn Framsóknarmönnum.
Miklir möguleikar
Framsóknarflokkurinn hefur
marga möguleika til að vinna
þingsæti af stjómarflokkunum,
ef stjómarandstæðingar gæta
vöku sinnar og láta ekki kljúfa
sig í smáflokka og flokksbrot.
Þennan möguleika hefur flokk-
urinn í allmörgum kjördæmum.
Loks hefur flokkurinn þann
möguleika, • ef þessar vonir
kynnu að bregðast söku-m klofn-
ings íhaldsandstæðinga, að bæta
við sig 20. þingmanninum sem
uppbótarmanni. Milli bæjar-
stjórnarkosninganna 1962 og
1966 jók Framsóknarflokkurinn
fylgi sitt um 22% í þeim 11
bæjarfélögum, þar sem voru
hrein flokksframboð. Hann
þyrfti ekki að bæta fylgi sitt
frá því í þingkosningunum
1963 nema um 15% til þess að
fá uppbótarsæti og er þá gert
ráð fyrir, að hann haldi öllu-m
núv. þingsætum sínum.
Framsóknarflokkurinn hefur
því marga og mikla sigurmögu-
leika í kosningunum. Hann einn
getur örugglega fellt stjórnina,
ef stjórnarandstæðingar láta
ekki smáflokkana og flokksbrot-
in Mekkja sig.
Kommúnistar og
Hannibal
Ef kommúpistum hefði ekki
tekizt að narra Hannibal Valdi-
marsson út í A'lþýðubandalags-
ævintýrið 1956, hefði bandalag
Framsóknarfl-okksins og Alþýðu
flokksins að líkindum orðið
varanlegt og upphaf öflugra
stjór-nmálasamtaka umbóta-
manna. Brottför Hannibals úr
Alþýðuflokknum 1956 gerði
það allt í senn, að umbótabanda
lagið fékk ekki nógu öflugan
stuðning í þingkosningunum
1956, hægri öflin náðu yfirráð-
um í Alþýðuf lokknum og komm
únistum var bjargað frá hmni
að sinni.
Að því hlaut að koma, að leið
ir Hannibals og kommúnista
skildu. Báðir voru áheilir í sam-
starfinu. Kommúnistar ætluðu
sér aðeins að nota Hannibal
meðan þeir hefðu gagn af hon-
um, en Hannibal ætlaði sér að
gera þá áhrifalausa í Alþýðu-
bandalaginu. Að klofningi þess
ara aðila hlaut þvi að koma.
Það ber ekki að harma, en hitt
er verra, að þeir velja versta
tíma til uppgjörsins. Næstu vik
ur hefði öll sókn stjórnarand-
stæðinga átt að beinast gegn
ríkisstjórninni, en í stað þess
mun orka Alþýðubandalagsins
fara í innbyrðis stríð. Jafnt
kommúnistar og Hannibal hafa
teflt hér eins og ríkisstjórninni
kom bezt.
Eina ráðið til þess, að þetta
innbyrðis stríð í Alþýðubanda-
laginu verði ekki ríkisstjórn-
inni til óeðlilegs framgangs, er
að frjálslyndir kjósendur 1-áti
það sem afskiptaminnst, en
beini orku sinni því meira að
því að efla hinn eina flokk,
sem fellt getur ríkisstjómina,
Framsóknarflokkinn.
Hver er „hin
leiðin“?
WObl. og Alþýðubandalagið
spyrja nú daglega spurningar,
sem þau eru þó búin að fá marg
svarað. Þessi spuming er: Hver
er hin leiðin?
Þótt það ætti að vera óþarft,
skal þeim svarað hér einu sinni
enn:
íslendingar ráða yfir tak-
mörkuðu vinnuafli og fjár-
magni. í landi þeirra er hins
vegar margt ógert. Þetta verð-
ur ekki gert allt í einu. Þess
vegna verður að leitast við að
raða verkefnum þannig niður,
að það gangi fyrir, sem er mest
áðkallandi. Núv. ríkisstjórn hef
ur látið það að mestu afskipta-
laust, hvaða -framkvæmdir sætu
í fyrirrúmi. Hún vill láta þá,
sem yfir peningunum ráða,
hafa sem mest sjálfdæmi í
þeim efnum. Þess vegna m. a.
hefur verið byggt hér mikið af
skrifstofu- og verzlunarhöllum
meðan hagræðing í þágu at-
vinnuveganna, spítalar og skól-
ar hafa mætt afgangi. Hending
ein ræður því, hvaða fram-
kvæmdir ganga fyrir, þegar
þessari stefnu er fylgt, enda
blasa nú við mörg ömurleg
dæmi þess. Þetta er leiðin, sem
stjór-nin hefur farið. Hin leið-
in er að leitast við að fram-
kvæma verkefnin í réttri röð,
þ. e. eftir nauðsyn þeirra, og
hafa um það samvinnu milli
ríkis, atvinnurekenda og stéttar
samtaka, að vinnuafli og
fjármagni sé beitt á þann hátt.
Það er hrein blekking, að
þessa stefnu sé ekki unnt að
framkvæma án víðtæks .leyfa-
og haftakerfis. Svisslendingar,
Svíar og fleiri þjóðir hafa farið
hana meira og minna, án nokk-
urs sérstaks leyfakerfis og þann
ig beint fjármagni og vinnuafli
að hinum mikilsverðustu verk-
efnum.
Endurtaka Bjarni og
Emil skömmtunina?
Sjaldan hefur verið illræmd-
ara haftakerfi á íslandi en
skömmtunin, sem var í gildi á
árunum 1947—49. Hún var af-
leiðing þess, að nýsköpunar-
stjórnin hafði eytt öllum hinum
mikla gjaldeyrissjóði, sem hún
hafði erft frá utanþingsstjórn-
inni. Þeir, sem mestu réðu um
fyrirkomulag og framkvæmd
skömmtunarinnar 1947—49,
voru þeir Bjarni Benediktsson
og Emil Jónsson. Þeir, sem
höfðu sérstaklega ráðlagt hana,
vom Gylfi Þ. Gdslason, Jónas
Haralz og Ólafur Bjöm-sson.
Nú látast þessir menn vera
sérstaklega á móti höftum.
Undir forustu þeirra sækir þó
orðið mjög í hið sama borf og
í tíð nýsköp-unarstjórnarinnar.
Á síðastl. ári var hallinn á við-
skiptunum við útlönd nær 400
millj. kr., þratt fyrir metútflutn
ing. Þessi halli var jafnaður
með lántökum erlendis, en það
verður ekki gert til lengdar.
Fyrstu þrjá mánuði þessa árs
var hallinn á viðskiptajöfnuðin-
um 330 millj. kr., en í fyrra var
viðskiptajöfnuðurinn hagstæð-
ur um 14 milli. kr. á sama fíma
Flestar horfur «r« á, að hallinn
nemi mörg huiidruðum miHj.
kr. á þessu ári Ef þeir Bjami
og Emil f!á að halda þannig
áfram, er hætta á, að sá gjald-
eiTÍsvarasjóður, sem hefur
myndazt vegna óvenjulegs góð-
æris og skuldasöífnunar erlend-
is, gangi fljótt til þurrðar.
Reynslan frá 1947—49 sýnir
ótvírætt, hvað Bjami og Emil
myndu gera og hvað Gylfi, Ólaf
ur og Jónas myndu ráðleggja,
undir þeim kringumstæðum.
Lánsfjárhöftin
Annars er óþairft að fara alla
leið tíl áranna 1947—49 tdl þess
að nefna dæmi um haftastefnu
þeirra Emils og Bjama. Hún
blasir glöggt við í dag. Hún birt
ist í vaxandi vanskilum fjölda
fyrirtækja. Hún birtist í sístækk
andi biðröðum við dyr banka-
stjóranna. Með sparifjárfryst-
ingunni hefur ríkisstjómin
skapað hin stórfelldustu láns-
fjárhöft, sem hér hafa þekkzL
Glöggt dæmi um þetta er það,
að á síðastL ári jókst innláns-
fé í Iðnaðarbankanum um 124
milj. kr., en útlánin jukust að-
eins um 67,7 millj. kr. Ríkis-
stjómin frysti nær helminginn
af innlánsauk-ningunni. Á þenn-
an hátt hefur viðskiptabönkun-
um verið gert óíkleift að valda
því hlutverki sínu að sjá at-
vinnuvegunum fyrir eðlilegu
starfsfé. Af þessu em sprottin
öll vanskilin og biðraðirnar í
bönkunum.
Nauðungarupp-
boðin og Bjarni
Sennilega hefur ekkert blað
hnekkt rækilegar áróðri sín-
um en Mbl. gerði síðastl. mið-
vikudag. Mbl. er nú látið halda
þvi fram nær daglega, að allt
sé í stakasta lagi í efnahagsmól
um þjóðarinnar og „viðreisnar-
grunnurinn" sé öruggur til að
byggja á blómlegan atvinnu-
rekstur og bjarta framtíð. Um-
ræddan dag birti Mbl. stóra aug
lýsingu með myndum af Bjarna
og Ingólfi og frambjóðendum
Sjá'lfstæðisflokksins í Vestur-
landskjördæmi, þar sem til-
kynnt var, að þeir myndu fara
í mikinn leiðangur um Vestur-
landskjördæmi til að kynna
mönnum „viðreisnargrunninn".
Svo hlálega vildi hins vegar til.
að á sömu opnu Mbl. birtust
ekki færri en 16 auglýsingar
um nauðungaruppboð. Það er
vitnisburður um „viðreisnar-
grunninn", sem ekki verður
hnékkt. Sannarlega er ekki
Framhaid á bls. 16.