Tíminn - 18.05.1967, Qupperneq 1
RTLQN SOKKAR
NYLON SOKKAR
108. tbl. — Fimmtudagur 18. maí 1967. — 51.árg.
er listabókstafur
F ramsóknarf lokkS'
bss um allt larsd
STÖÐVAST
KAUPSKIPA
FLOTINN ?
EJ—Keykjavík, miðvikudag.
Yfirmenn á íslenzka kaupskipa-
flotanum hafa boðað verkfall frá
fimmtudeginum 25. maí að telja.
Mefst verkfall þeirra á miðnætti
þana dag hafi samningar ekki tek
izt fyrir þann tíma.
Samningaumleitanir í kjaradeilu
þessan. en í henni standa félög vél
stjóra, stýrimanna og loftskeyta-
manna á kaupskipaflotanum, hafa
verið til meðferðar hjá sátta-
UTANKJÖRSTAÐA-
ATKVÆÐAGREIÐSL
AN ER NÚ HAFIN
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er nú hafin og fer. hún fram í Mela-
skólanum, en þar tók Ijósmyndari Tímans þessa mynd í gærdag. Fer at-
kvæðagreiSslan þar fram alla virka daga kl. 10—12, 2—6 og 8—10, en á
sunnudögum kl. 2—6 síðdegis.
Skrifstofa Framsóknarflokksins vegna utankjörstaðaatkvæðagreiðslunn
ar er í Tjarnargötu 26, símar 19613, 23757 og 16856. Er fólk beðið að hafa
samband við skrifstofuna og gefa upplýsingar um þá, sem fjarverandi
verða á kjördag. (Tímamynd ÍJ)
Tekst de Gaulle að
sannfæra Wilson?
NTB-París og London, miðvikudga.
Haft er eftir áreiðanlegum heim
ildum í París í dag, að de Gaulle,
Frakklandsforseti hyggist gera til
raun til þess að sannfæra aðildar
lönd Efnahagsbandalagsins um, að
Bretar séu enn ekki færir um að-
ild að bandalaginu. Muni hann nota
tækifærið, þegar ráðlierrar EBE-
landanna koma saman til fundar
29. maí n. k. í Róm. Enda þótt al-
mennt sé talið, að de Gaulle muni
ekki beita ncitunarvaldi gagnvart
upptökubeiðni Breta, heldur hann
fast við þá skoðun, að Bretar séu
enn ekki færir um að taka á sig
þær margvíslegu skuldbimdingar,
sem aðild að EBE eru samfara. Þá
er sagt, að de Gaulle óttist þá
miklu röskun, sem óhjákvæmilega
verður á bandalaginu fái Bretland
aðild.
Frá Lundúnum berast þær fregn
ir, að Wilson, forsætisráðherra,
muni fljótlega senda de Gaulle
svar við ummælum lians á blaða-
Framtoala á bls. 14.
semjara ríkisins undanfarið, en
samningar hafa ekki tekizt, og
verkfall því boðað-
Er þetta þriðji aðilinn sem boð
ar verkfall nú undanfarna mánuði.
Nýlega er sem kunnugt er búið
að banna verkfall lyfjafræðinga,
en það hafði staðið yfir í um mán
aðartíma og yfir hafa staðið vik
um saman skyndiverkföll sex
félaga innan Málm- og skipasmiða
sambandsins, og munu þau halda
áfram enn um nokkurn tíma eða
a. m. k. 18., 23. og 25. mai n. k.
Varðliðum beitt á Breta
NTB-Hong Kong og Peking, mið-
vikudag.
Nú cr röðin komin að Bretum.
Mörg hundruð þúsund Rauðir varð
liðar fara nú í hópgöngur fram
hjá skrifstofum brezka scndiráðu
nautarins í Peking til að mótmæla
framkomu brezkra yfirvalda í
óeirðum verkafólks í Hongkong í
síðustu viku. Samtímis berast fregn
ir af miklum mótmælaaðgerðum
unglinga í Hongkong og hafa
brezk yfirvöld lýst yfir útgöngu
banni í sumum hverfunum. Ungl
ingarnir hafa grýtt skrifstofubygg
ingar brezkra yfirvalda rifið nið-
ur skilti, velt um bifreiðum og
framið íkveikjur. Hefur lögreglan
orðið að beita táragasi til að halda
múgnum í skefjum.
Óeirðir þessar og mótmælagöng
ur eiga rætur að rekja til mótmæla
orðsendingar, sem Pekingstjórnin
sendi brezku stjórninni á mánu
dag, þar sem mótmælt er fram
komu brezkra yfirvalda í verkalýðs
óeirðunum í Hongkong.
í Peking byrjaði múgur manns
að festa upp skilti fyrir utan skrif
stofur brezka sendiráðunautarins
og hrópa ókvæðisorð um brezku
stjórnina, eins og t. d.: Myljið
humdshaus Wilsons, niður með
brezku heimsvaldastefnuna o.s. frv
Talið er, að um 400.000 manns
hafi farið fram hjá brezku skrif
stofubyggingunni í dag og ólgar.
vex stöðugt. f dag hópuðust nokk
ur hundruð Rauðra varðliða am
bústað eins fréttaritara Reuters,
og á sama tíma var kanadískum
fréttamanni haldið föngnum í bif-
reið sinni í langan tíma. Þegar
fréttamaður Reuters fór út á þak
byggingarinnar til þess að hafa
betri yfirsýn yfir múginn, var
steinum varpað að honum. í gær
réðist hópur Kínverja inn á heim
Framhald á bls. 14.
Tveimur
bjargað
af báti
GJ—Grímsey, miðvikudag.
8 tonna bátur, Aidan SK
11 frá Hofsósi sökk úti fyrir
eyjarfælinum í morgun en
skyndilegur leki mun hafa
komið að bátnum. Tveir
menn voru á bátnum, og
tókst Grímseyingum að
bjarga þeim, en vart mátti
tæpara standa.
Aldan, s^m var á leið í
róður írá Grímsey, var rétt
undan Básavík, er mennirn
ir urðu lekans varir, en
hann var svo mikill að þeir
gátu ekkert að gert. Þeir
ætluðu fyrst að bjarga sér
inn í víkina, en það tókst
ekki, og kölluðu þeir þá í
Siglufjarðarradíó, sem þeg
ar í stað hafði samband við
Grímsey, og þrjár trillur
sendar út mönnunum til
bjargar. Bálurinn var sokk
inn, pegar að var komið, en
mennirnir tveir höfðu kom-
ízt i gúmbjörgunarbát. Voru
þeir oegar fluttir til Grims
eyjar Mennirnir gátu ekki
gert sér neina grein fyrir
því, hvað lekanum hafði
valdib
Aldan, sem í vetur hefur
róið frá ýmsum Norður-
landshöfnum kom til Gríms
eyjar í gær, og höfðu menn
irnir í hyggju að halda til
veiða fyrir Austurlandi.
11 SLUPPU NAUMLEGA UR BRENNANDIHUSI
FB-Akureyri, miðvikudag.
Kl. 18.52 í kvöld kom upp eldur
í húsinu Strandgata 39, sem er
gamalt timburhús, 3ja hæða, og
var búið á öllum hæðunum.
Slökkvilið Akureyrar kom þegar
á vettvang, og vann ötullega við
slökkvistarfið, en þeir sem fyrst
urðu varir við eldinn, sáu Jdsúlu
standa upp eftir húsinu miðju
frá kjallara og upp yflr þakskegg-
ið. Lengi vel virtist ætla að
ganga illa að ráða niðurlögum
eldsins, og urðu slökkviliðsmenn
að vera með súrefnisgrímur, þar
sem reykurinn var mjög mikill.
Eldsupptökin eru ókunn, en þó
er talið áreiðanlegt, að elduriríi
hafi komið upp á jarðhæð hússins.
Við náðum tali af Marselínu
Hansdóttur, 17 ára gamalli. Hún
er dóttir Hans Þorsteinssonar, sjó
manns á Sléttbak, sem bjó á efstu
hæð hússins ásamt konu sinni og
tveimur börnum, 17 ára og 10 ára.
Marselína sagði, að fjölskyldan
hefði verið heima, og móðir henn
ar hefði fundið reykjarlykt og litið
fram á ganginn, en þá var allt á
kafi í reyk og niðdimmt fram að
sjá. Komust þau þó öll út úr hús-
inu.
Á jarðhæð hússins bjó Ólafur
Guðmundsson, vélsmiður í Odda,
kona hans og tvö ung böm, 3ja og
5 ára. Á miðhæðinni bjó Rósa
Rósantsdóttir með eitt barn
þriggja ára og auk þess bjó hjá
henni unglingsstúlka, systir henn
ar. Mun konan á jarðhæðinni hafa
verið uppi hjá Rósu með bæði
börn sín, þegar eldurinn kom upp,
Framhald á bls. 'A