Tíminn - 18.05.1967, Síða 2
2
TÍMINN
FIMMTUDAGUR 18. maí 1967.
w—awuiii.an—bp w?
' "vmMíimiKisKe^mTr*W0r
Kosningaskrifstofur
Framsóknarflokksins
utan Reykjavíkur
Framsóknarflokkurinn hefur opnað kosninga
skrifstofur á eftirtöldum stöðum utan Reykja-
víkur.
AKRANES: — Framsóknarhúsinu, Sunnubraut 21, sími 2050,
opið frá kl. 2—10.
BORGARNES: — Þórunnargötu 6, sími 7266, opið frá kl. 2—7.
ÍSAFJÖRÐUR: — Skrifstofa Framsóknarflokksins Hafnarstræti
7, sími 690, opið kl. 1—10 síðdegis.
SAUÐÁRKRÓKUR: — Framsóknarhúsinu, Suðurgötu 3, sími
204, opið allan daginn.
SIGLUFJÖRÐUR: — Framsóknarhúsinu Siglufirði, sími 71533,
opið frá kl. 5—10 síðdegis.
AKUREYRI: — Hafnarstræti 95, sími 21180, opið frá kl. 9—5
og flest kvöld. GLERÁRHVERFI: — Lönguhlíð 2, sími
12-3-31, opið kl. 8—10 öll kvöld nema laugardagskvöld.
HÚSAVÍK: — Garðarsbraut 5 (gamla bæjarskrifstofan),' sími
41435, opið frá kl. 8—10 öll kvöld nema laugardagskvöld.
Opið sunnudaga frá kl. 5—7 síðdegis.
EGILSSTAÐIR: _ Laufási 2, sími 140, opið frá kl. 9—7.
VESTMANNAEYJAR: — Strandvegi 42, sími 1080, opið frá
kl. 5—7 fyrst um sinn.
SELFOSS: — Trygvagötu 14 B sími 1247, opið frá kl.. 1—6 fyrst
um sinn.
KEFLAVÍK: — Suðurgötu 24, sími 1116 opið frá kl. 10—10.
HAFNARFJÖRÐUR: — Strandgötu 33, sfaii 5-21-16 og 5-18-19,
opið frá kl. 2—7 fyrst um sinn.
GARÐAHREPPUR — Félagsheimilinu Goðatúni, sími 52307,
opið kl. 2—10 s. d.
KÓPAVOGUR: — Neðstutröð 4, sfaii 4-15-90 og 4-25-67, opið frá
kl. 4 síðdegis.
'Frá búvinnunámskejðl.
Búvinnunámskeið
Búvinnunámskeið ‘ fyrir börn
10—14 ára, sem áhuga hafa á
sveuastörfum, eða ætla í sveit
í sumar, verður haldið í næstu
viku 22.—27. maí. Slík námskeið
voru áður haldin 1962—63 og ’66
við vaxandi aðsókn. S.I. ár voru
þátttakendur 150, sem er hámarks
tala. Námskeiðið hefst mánudag-
inn 22. maí kl. 1,30 í Tjarnarbæ.
Innritun fer fram í dag og á morg
un kl 2—8 s.ri að Fríkirkjuv. 11.
Námskeiðinu er þannig hagað,
að ráðunautar frá Búnaðarfélagi
Íslaíids ræða um sveitastörf, bú-
fé, garðrækt og búvélar, og sýna
kvikmyndir og listskuggamyndir
til skvringar. Börnin Iæra björg-
un úr dauðadái með blástursað-
ferð. Þá fræðslu annast Slysa-
varnaríélagið.
Sérnámskeið verður haldið á
vegum „Varúðar á vegum" í með
ferð dráttarvéla fyrir unglinga
14—16 ára, í umsjá Sig. E. Ágústs-
sonar. fimmtudaginn 25. maí. Börn
in fara í kynnisferð í Mjólkur-
stöðina, Skógræktarstöðina í Foss-
vogi, og ennfremur verður kennd
meðferð hesta á skeiðvelli Fáks.
Námskeiðinu Iýkur með kynnis-
ferð að Hvanneyri laugardaginn
27. maí. Námskeiðsgjald er kr. 50,-
Hvanneyrarferðin kostar kr. 80,00.
Umsjónarmenn með námskeiðinu
eru Jón Pálsson og Agnar Guð-
mundsson.
Frá vígsluathöfninni.
(Tímamynd GPK)
Hótel Varðborg á
Akureyri stækkað
FB-Akureyri, þriðjudag.
Á laugardaginn var vígð ný-
bygging við hótel IOGT í Varð-
borg á Akureyri. í þessari við-
byggingu er veitingastofa, sem
rúmar 50 manns í sæti, og 8
tveggja manna herbergi með
snyrtingu. Getur nú Varðborg tek
ið á móti 70 næturgestum, og sé
bæði nýja og gamla veitingastof-
an nutuð, geta setið þar til borðs
í eini> 80—90 manns.
Framkvæmdastjúri Varðborgar,
Stefán Ágúst Kristjánsson, skýrði
blaðinu svo frá, að 5. júní í fyrra
hefði verið tekin fyrsta skóflu-
stungan að nýju byggingunni. —
Skarpihéðinn Jóhannesson arkitekt
í Reykjavík, gerði teikningar í öll
um aðalatriðum, og lagði á ráðin.
Byggingin er 9,5x11 metrar að
flatarmáli.
Vcitingastofan er á jarðhæð, en
Framnaic a bis. 14.
HLUTABRÉFí
EVU” BOÐIN UT
OÓdteyikjavík, miðvikudag.
Stjórn Sokkaverksmiðjunnar
Evu á Akranesi ákvað að auka
hlutafé fjrirtækisins og bjóða út
,á almennum markaði hlutabréf að
upphæð tvær milljónir króna, en
upphaflegt hlutafé verksmiðjunn-
ar var fjórar milljónir kr. Auk
þess hefur verið ákveðið að hef ja
dreifingu beint frá verksmiðjunni
tfl smásöluverzlanna á kvensokk-
um undir framleiðslumerkinu
„Ballerina.“ Verð þeirra sokka
verða 27—34 krónur í smásölu.
Verksmiðjan hefur ekki um
tveggja ára skeið selt framleiðslu
vörur sínar undir upplhaflegu
vörumenki, sem var Eva. Hins
vegar hafa sokkar framleiddir hjá
verksmiðjunni verið seldir hér-
lendis með um 20 mismunandi
vörumerkjum, allt eftir þvi hver
annazt hefur dreifingu á hverju
merki. Ekki er annað að sjá en
framleiðsluivörur fyrirtækisins
hafi líkað vel hvert sem vörumerk
I ið hefur verið hverju sinni, því
framlieiðslugeta og eftirspurn
hafa vaxið verulega undanfarið.
Framkvæmdastjóri Sokkaverk
smiðjunnar, Ingi Þorsteinsson,
bauð í dag blaðamönnum á sinn
Framhald á bls. 14.
Velheppnuð söng-
íerð nm Norðurlund
6EKK VEL YFIR
SKEIÐARÁRSAND
KJ-íteykjavík, miðvikudag.
Snemma í gærmorgun lagði af
stað héðan úr Reykjavík leiðang-
ur frá Vegagerðinni, og var ferð-
inni heitið austur að Jökulsá að
Breiðamerkursandi.
Fór leiðangurinn að Klaustri í
gær. og síðan yfir vötnin á Skeið
ársandi í dag. í fylgd með brúar-
gerðarmönnunum Voru tveir sölu-
mem á Bronoo bíl. og gekk öll-
um vei austur yfir í dag, Leiðang-
urinn frá Vegagerðinni er með
vélar og efni til brúargerðar á
Jökulsá á Breiðamerkursandi, en
í fyrrasumar var byrjað á mikilli
brú þar, og er vonazt til að brúar
gerðinni geti iokið nú í sumar.
Komast íbúar Öræfasveitar þar
með samband við þjóðvegakerfi
landsms, og er þetta því stór-
kostleg samgöngubót fyrir þá.
Það er af sölumönnunum á
Framiiaid a 15. síöu.
GS-ísafirði, þriðjudag.
Sunnukórinn og Karlakór ísa-
fjarðar fóru í söngför um Norður-
land fyrir og um hvítasunnuna og
var hvarvetna ’ el tekið. Þeir fóru
með Esju á fimmtudagskvöld og
komu til Húsavíkur á föstudag!
kl. 1, en þar tók á móti þeim
Karlakórinn Þrymur og kirkju-!
kórinn. Héldu þeir samsöng í i
kirkjunni um kvöldið við mjög
góðar undirtektir, en troðfulit var
í kirkjunni.
Að samsöngnum loknum var
ihaldin kaffidrykkja og þar ávarp
aði séra Friðrik A. Friðriksson,
kórana, og flutti þeim þakkir fyrir
komuna.
Á Akureyri hélt kórinn samsöng
í Sjálfstæðishúsinu á laugardag-
inn, en Karlakór Akureyrar tók
á móti þeim á bryggjunni. Bæjar-
stjórn Akureyrar bauð þeim til
kaffuirykkju í Skíðahótelinu og
þar ávarpaði fulltrúi bæjarstjóra,
Valga/ður Baldvinsson, kórana.
Á Siglufirði var haldinn sam-
söngui á hvítasunnudagskvöld, og
tók Karlakórinn Vísir við þeim
á brvggjunni með söng. Þar var í
fulii hús og ágætar undirtektir. I
Að /oknurn söng ávarpaði fyrr-
verandi bæjarstjóri, Sigurjón Sæm
Framhald á bls. 14.
SKÁKIN
Svart: Reykjavík:
Jónas Þorvaldsson
Hallur Símonarson
Gunnlaugur Guðmundsson.
Margeir Steingrimsson.
42. Kgl—g2 Hh3—h5
43. Bel—d2