Tíminn - 18.05.1967, Qupperneq 14

Tíminn - 18.05.1967, Qupperneq 14
14 TIMINN SÖNGFÖR Framhald af bls. 2 undsson, kórinn, og þakkaði þeim bomuna. Hingað komu kórarnir í gærmorgun. Feröalagið var í alla staði mjög ánægjulegt og mjög gott veður. Söngstj. er Ragnar H. Ragnars, en undirleikari 15 ára sonur hans, Hjálmar H. Ragnars, og þótti hann standa sig prýðisvel. Fararstjóri var Einar B. Ingvarson. Einsöngvarar með kórnum voru Margrét Finnbjarnardóttir, Herdís Jónsdóttir, Gunnar Jónsson og Gunnlaugur Jónasson. Kórarnir báðu blaðið að flytja öllum innilegar þakkir fyrir hlýj- ar og góðar móttökur, og sömu- leiðis að þakka á'höfn Esju fyrir sérstaka lipurð í allri ferðinni. HÓTEL Framhald af Lls. 2 á miðhæð eru 4 herbergi og önn- ur 4 á efstu hæðinni. í snyrtingu þeirra er cteypibað. Til vígsluhátíðarinnar á laugar- daginr, var boðið öllum helztu framámönnum hér á Akureyri, fréttariturum blaða og útvarps og öllum þeim, sem unnið höfðu við verkið. Þar mættu einnig full trúar í framkvæmdaráði Góðtempl ara é Akureyri, en það eru 12 menn, Qg í stjórn þess eru Arn- finnur Arnfinnsson, formaður, en hann er einnig hótelstjóri, Eiríkur Sigurðsson, Stefán Ágúst Kristj- ánsson, Sveinn Kristjánsson og Hjálmar Jóhannesson. Frá Reykja vík komu einnig gestir, Magnús Jónsson fjármálaráðherra, Ólafur Þ. Kristjánsson stórtemplar og Pétur Sigurðsson ritstjóri Eining- ar. Fluitu gestirnir ávörp og árn- úðu Reglunni allra heilla með þetta fyrirtæki, sem þeim virtisrt vera mjög vel og skemmtilega af hendi leyst. Virtust gestirnir, sem þarna voru, mjög ánægðir með það, sem fyrir augu bar, og þær veitingar, sem fram voru bornar, en þess má geta að nýr matreiðslu maður hefur verið ráðinn til Varð borgar, Hallgrímur Jóhannsson frá Hafnarfirði, en hann er nýútskrif- aður úr Matsveina- og veitinga- þjónaskólanum. Arnfinnur Arnfinnsson, hótel- stjóri, hefur tjáð blaðinu, að rekst ur nótelsins hefjist af fullum krafti upp úr mánaðamótuim, en eins og stendur hefur mennta- skóiinn á Akureyri hótelið á leigu, og er þetta annar veturinn, sem nemindur skólans hafa þar að- setu,'. Skólinn leigir hótelið til 25. mai, og fyrr getur starfsemin ekki hafizt, nema hvað í ráði er að kvöldveitingar verði í nýju veitingastofunni út þennan mánuð. í sumar verður 14 manna starfs lið a Varðborg. DE GAULLE Framhals aí bls. 1. mannafundinum í gær, þar sem forsetinn var mjög svartsýnn á aðild Breta. Verður það nú verk- efni Wilsons fyrst og fremst að reyna að sannfæra de Gaulle um, að Frökkum muni verða hagur að aðild Breta að EBE. „EVA" Framhald af bls. 2 fund og sýndi þeim verksmiðjuna, bæði Prjónaverksmiðjuna á Akra nesi og litunarstöðina í Reykja- vík. Sagði hann að það væri ekkert launungarmál að í fyrstu hafi komið fram gallar á framleiðslu fyrirtækisins, — og það sem verra var, í vönum sem þegar vár búið að setja á markað. Reynt hafi-verið af venk- smiðjunnar hálfu að taka þessa vöru aftur en því miður skelltu alltoif margir kaupmenn skolla- eyrum við þeirri bón og héldu áfram að selja gölluðu sokkana. j Sem að líkum lætur kom þetta • óorði á framteiðsluna strax í byrj J un, en bnáðlega tókst að koma í j veg fyrir þá tæknigalla, sem háðu j framleiðslunni og hófst þá sala á Evusokkum undir ýmsum vöru- merkjum, eins og fyrr segir, og hafa heildsalar dreift þeim hver með sínu vönumenki. Aftur á móti geta smásöluvierzlanir nú keypt sokka beint frá verksmiðjiunni, með fyrrgreindiu vörumerki, ;,Ballerina.“ Á þeim rúmlega þrem órum, sem sokkaverksmiðjan hefur star.f að hafa verið framl.eidd þar um 1 milljón pör kvensokka fyrir innanlandsmarkað og 130 þús. pör verið flutt út. Þrátt fyrir nægan markað, inn anlands og erlendis hefur fyrirtæk ið allt frá byrjun átt við mikinn reksturfjársikort að rœða, og hefur það háð starf.seminni mikið, en samkvæmt frásögn framkvæmda- í stjórans hafa bankastjórar hrist ÞAKKARÁVÖRP Hjartans þakkir færi ég öt.um þeim, sem sýndu mér hlýhug og vináttu á sextugsafmæli mínu 7 maí s.l. Lifið heil. Nanna Jónsdóttir. Útför Ragnheiðar Jónsdóttur, rlthöfundar fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 19. þ. m. kl. 10,30. Athöfnlnni verSur útvarpaö. Guðjón Guðjónsson, börn og tengdaborn. Við þökkum af aihug auðsýnda vináttu við andlát og útför Arnheiðar Björnsdóttur Sveina Sveinsdóttir, Björn Pálsson, Jóna Sveinsdóttir, Þorkell Hjálmarsson, Þórunn Sveinsdóttir, Björn Stefánsson, Hulda Sigfúsdóttir, Einar Sveinsson og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda hluttekningu við fráfall og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, Guðrúnar Guðlaugsdóttur, Freyjugötu 37, börn, tengdabörn og barnabörn. höfuðin góðlótlega framan í hann og aðra forráðamenn fyrirtœkis- ins, þegar ipmrað hiefur verið á einhvers konar fyrirgreiðslu við þá, þrátt fyrir að eftirspurn eftir framleiðslunni er meiri en fram- boðið, þannig að öll framleiðslan er seld fyrirfram. Á Akranesi eru nú starfræktar 25 prjónavélar og vinna þar 11 marins í verksmiðjunni, en alls vinna 17 manns hjá fyrirtækinu. í Reykjavík hefur verið starfrækt litunarstöð síðan í fyrra og vinna við hana 6 manns. Áður var var- an send til útlanda til litunar, sem var bæði kostnaðarsamt og tímafrekt, en vel hefur tekist með litunarvélarnar hér og hafa þær skilað góðurn árangri. Fyrirtækið hefur frá upphafi verið aðjli að alþjóðlegum sam- tökiuim framileiðenda kvensokka, sem ákveða tízku og tízkuliti ár fram í tímann og ætti af þeim sökum að tolla í tízkunni, ekki síður en erlendir keppinautar. Þá eru framleiddir hjá Evu sokkar á unglingsstúlkur i 8 litum svo og glitsokkar. Nú eru framleiddar. þar 5 tegundir kvensokika í fjöl- mörgum litum. Útflutningur er aðállega til Finnlands og Belgíu, en margar fyrirspurnir hafa bor- izt frá fleiri löndum og hefur ekki reynzt unnt að staðfesta margar pantanir erlendis frá vegna rekst- urfjárskorts, en ilLmögulegt virð- ist fyrir verksmiðjuna að fá fram- leiðsluvíxla til að framleiða vöru til útflutnings. Að lökum sagði framkvæmda- stjóri sokkaverksmiðjunnar, Ingi Þorsteinsson: Stofnun fyrirtækisins er braut- ryðjendastarf í íslenzkum iðnaði og iagt í það að hefja þennan iðnað með atorku og kjarki þeirra einstaklinga, er standa að því. — í byrjun urðu miklir erfið leikar, sem sííöpuðust vegna tæk-ni galla á framleiðsilunni,• þuátt fyrir- að erlendir sérfræðingar stóðu að framleiðslunni. — Síðan urðu miklir erfiðleikar vegna þess að senda varð framleiðsluna til lit- unar erlendis. Miklar vanefndir og dráttur varð að hálfu hinna erlendu verktaka með litun og afgreiðslu. Jafnvel nú einu ári eftir að litun og fuillnaðarfrágang- ur hefst hérlendis, þá eigum við tal.wert magn ennþá erlendis, sem ekki hefur enn fe.ngizt sent til okkar. Allir byrjunarerfiðleikar vegna tæknivankunnáttu eru fyrir löngu úr sögunni, en samt þykir nauð- synlegt að fá 2 erlenda tækni- mann árlega til að líta eftir vél- um, stilla þær, þjál.fa og auka þekkingu starfsmanna. Aðaleigendiur fyrirtækisins hafa tréað á að fyrirtœkið eigi tiiveru- rétt, enda má segjia að sönnun hafi fengizt á þvi með því að öll framleiðslan selst jafnt og hún er tilbúin til afgreiðslu og stöðugt eykst eftirspurnin eftir afurðum verksmiðjuinnar, jafnt innanlands sem utan. En þeir byrjunarerfið- leikar, sem síðar komu í ljóis, stóðu yfir miklu lengur en stjörn endur fyrirtækisins gat órað fyrir og orsökuðu að öllum stoðum í upphaflegum áætlunum var hrund ið undan. Forráðamenn verksmiðjunn- ar hafa að undanförnu fram- kvæmt aðgerðir til að styrkja hag og rekstur verksmjðjunnar. Aukn ing fuamileiðni og hagræðing inn- an verksmiðjunnar er þar efst á baugi og er jafnframt því fram- undan sameining á allri starf- semi hinna ýmsu framleiðslu- deilda fyrirtækisins. VARÐLIÐAR Framhals af bls. 1. ili brezks sendifulltrúa í Shanghai og ovaut allt og bramlaði innan- stokks. Sendimanninn, konu hans og þrjú börn sakaði ekki. Pexing-útvarpið tilkynnti í dag, áð á morgun yrði haldinn fjölda fundu.- til þess að mótmæla „af- brotum og kúgun Breta á Kínverj um í Hongkong.“ Allt var í báli og brandi í Hong kong í dag. Hálfóðir unglingar fóru um götur, köstuðu grjóti, byggðu götuvirki og létu öðrum illum látum. Varð lögregla sums staðar að beita táragasi til að skakka leikinn. Nokkrir hafa meiðzt í ólátunum og 42 menn hafa verið handteknir. Fréttamaður NTB í Peking segir það almennt álit blaðamanna, að ástæða þessara mótmælaaðgerða sé að nokkru þörf kínverskra inn- anríkisráðuneytisins til þess að hressa upp á baráttuanda menn- ingaribyltingarmanna og sýna, að glóð byltingarinnar sé ekki enn kulnuð. BRUNI Framhals af bls. 1. og komust þau öll út án þess að verða meint af. Siókkviliðinu tókst að ráða nið- urlögum eldsins laust fyrir kl. 21. Húsið er mikið skemmt af eldi og vatni, sérstaklega neðsta hæðin og miðhæðin. Er talið vafasamt að það svari kostnaði að gera við húsið aftur. Gardahreppur Félagsheimilið Goðatún Kasningaskrifstofa B-listans er opin kl. 2—10 siðdegis — sími 52307. Kaffispjiallisfundir v-erða fnamvegis á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 8.30 síðdegis, og á laugardögum og sunnudög um kl. 3 síðdegis. Á fundunum mæta sérfræðingar ýmissa atvinnu greina. ,«Tj URA- OG SKARTGRIPAVERZL. K0RNELÍUS J0NSS0N SKÓLAVOBBUSTiO S ■ SÍMI: 1S560 TIL SÓLU Heima er bezt. Gott ein- taK. VerS kr 4500,00. — Upplýsingar í síma 23805. ^ VERKFÆRI V(RAX UmboCiS SIGHVATUR EINARSSON&CO SÍMI24133 SKIPHOLT 15 FIMMTUDAGUR 18. maí 1967. KÓPAVOGUR Síðasta Framsóknarvistin verður í Félagsheimilinu laugardaginn 20. maí kl. 8.00. Sigurður Brynjólfs- son stjórnar vistinni, Jón Skafta- son alþingismaður flytur ávarp og síðan verður dansað til kl. 2 eftir miðnætti. Þeir sem hafa sótt vist ina að undanfernu eru vinsamleg ast beðnir að tryggja sér miða sem fyrst. Allir vclkomnir meðan húsrúm leyfir. Skrifstofan er opin alla daga kl. 4 — 7 í Neðstutröð 4, sími 41590. Framsóknarfélögin í Kópavogi. BÆNDUR 12 og 14 ára drengir óska eftir að komast í sveit. — Þarf ekki að vera á sama bæ, annar vanur í sveit, og öllum vélum. Upplýsing ar í síma 22574. ATVINNA ÓSKAST nú þegar fyrri ungan reglu saman mann. — Stúdentspróf. Góð mála- kunnátta. Sími 16302. Ástralía Vdjið þér læra meir um Ástralíu? Ef svo, þá útfyllið meðfylgjandi pöntunarseðil og sendið okkur. Australian Embassy, Box 40067, Stockholm, Sweden. Gjörið svo vel og sendið mér Okeypis og póstburðar gjaldsfrítt yðar 76 blað- síðna bækling um ÁstraKu á norsku □ dönsku □ ensku □ Aðrar upplýsing- ar á íslenzku □ Nafn ...................... Staða ..................... Heimilisfang...............

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.