Tíminn - 20.05.1967, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.05.1967, Blaðsíða 8
8 TÍMINN LAUGARDAGUR 20. maí 1967. V• V'W''/^y//"^/"//•/"-y• ........ ff,. • ' ' ' '/"'"S'Sj?y'Wp~'r4',V-'tf%f- > t '•'"/'/''' 'pt' \ Við Kastalagerði, rétt vestan Kópavogskirkju, stendur nýtt hús, frábrugðið flestum öðrum húsum að því leyti að það stendur á hornsteinum, íslenzk um grágrýtisklöppum. — Kjána legt finnst byggingarmönnun- Benedikt Gunnarsson ásamt konu sinni og dóttur. ,Maður verður stöðugt fyrir nýjum áhrifum' um, — skemmtilegt finnst hús eigandanum, Benedikt Gunnars syni listmálara, og þar er blaða maður Tímans honum sammála. Og að enn öðru leyti er þetta íbúðarhús frábrugðið flestum flestum öðrum, það er vígt með málverkasýningu, áðu* en Bene dikt flytur inn í húsið með konu sinni og dóttur, sýnir hann þarn 85 málverk, sem hann segir að séu flestöll máluð á sl. 1. ári, og það var reyndar sýningin, sem blaðamaður Tím ans ætlaði að rabba um við lista manninn. — Notarðu allt húsið sem sýningarsal að sinni? — Já, að þvottahúsinu und anskildu, allt annað rými er nýtt, svefnherbargiö, eldhúsið, baðherbergið, vinnustofa mín, og svo stofan og forstofan. — Hvað kemur eiginlega til að þú sýnir hérna? Er það ef til vill hörgulUnn á almennileg um sýningarsölum? — Nei nei, mér fannst bara vel til fundið að vígja húsið á þennan hátt, annað var það ekki. En ég er kominn á þá skoðun núna, að þeir listamenn, sem aðstöðu hafa til, ætlu í ríkara mæli, að halda sýringai á heimilum sínum. Yfir heimil um er alltaf sérstakur blær, hlýlegur og frábrugðinn and- rúmsloftinu, sem almennt er ríkjandi í sýningarsölum, og þar eru myndir fyrst komnar í sitt rótta umihverfi. Meðan á þessu hefur staðið hef ég komizt að raun um, að það er ákaflega þroskandi íyrir okkur listmálara að halda sýn ingar í heimahúsum. Það er sllt annað og miklu erfiðara að hengja upp málverk í venju- legum íbúðarhúsum en sýningar sölum, lofthæðin er að sjálf- sögðu miklu minni, maður verð ur að taka tillit til glugga, hús gagna o. fl. — En það hlýtur að vera mjög óhentugt fyrir listmálara að halda sýningu einhvers stað ar inni í úthverfi? — Ekki þarf ég að kvarta yfir aðsókninni. Hér hefur ver ið stanzlaus straumur þessa daga, sem sýningin hefur verið opin. — Segðu mér, hvernig ferðu eiginlega að því að afkasta svona miklu, 85 málverkum á einu ári, auk þess að standa í húsbyggingu. — Ég veit ekki hvort ég er afkastameiri en margir aðrir, en ég reyni að nýta tímann sem bezt, vinn, vinn og vinn. — Þú býður sem sagt ekki eftir inspírasjónum? — Nei, ég helli mér bara út í þetta, segir Benedikt og bros- ir. — Og þú heldur þig við abstraktið? — Já, þetta eru meiri og minni abstraksjónir, en myndir mínar eru þá þó allar byggðar á einhverju, sem ég hef séð eða upplifað í náttúrunni en stílfært jafnvel gjörbreytt með tilliti il minna eigin hugmynda. Eg sýni nú m. a. stóran myndaflokk, Eldland, sem ég hef unnið út frá áhrifum, sem ég hef orðið fyrir af eldgosum, Surtseyjar- og Öskjugosinu. Þar er rauði liturinn yfirgnæfandi, og greina má hraunstrauminn vellandi fram eins og orm. Stærstu myndina úr þessum flokk, sendi ég á sýningu í Svíþjóð nú í vet ur, og Stokkhólmsborg keypti hana. Þetta var geysistór mynd þrír metrar á lengd, hinar eru allar talsvert minni. — Hvað hefurðu haldið marg ar málverkasýningar, Benedikt? — Þær eru 7 með þessari. Svo hef ég tekið þátt í nokkr- um samsýningum m. a. settum við, nokkrir listmálarar í Kópa vogi upp sýningu hér í Félags heimilinu ekki alls :.vrir löngu. Það eru nokkuð margir lista menn hér í Kópavoginum, lík- lega flestir flóttamenn úr Reykjavík. — Finnst þér þú hafa breytzt mikið í þinni listsköpun með árunum. — Auðvitað breytist maður alltaf og verður stöðugt fyrir nýjum og nýjum áhrifum. Til skamms tíma var ég mjög bund inn við ákveðinn litatón, málaði mest í gulu og rauðu, en notaði kalda liti lítið. En í fyrra fór ég til Mexico, og eftir að ég kynntist myndlist þarlendra, sem er yfirleitt ákaflega lit- skrúðug og að mínum dómi frá bær, breytti ég mjög til um litaval, og það er núna miklu fjöltoreyttara, og ég er orðinn ófeiminn við að nota miktð skæra og sterka liti. — Hvað á sýningin að standa lengi yfir hjá þér? — Ég hef auglýst hana til sunnudagskvölds, annars er mað ur nú orðinn nokkuð óþreyju fullur eftir að flytja inn í hús ið, segir Benedikt að lokum. gþe. Hvert stefnir í heilbrigðismálum? Margir aðilar, ekki sízt lækn ar, hafa orðið til þess undan- farið að vekja athygli á því hvert er hið raunverulega á- stand í heildbrigðisþjónustu hér á landi. Þó sést þess enn enginn vottur, að taka eigi al- varlega til greina þær rök- studdu ábendingar, sem fram hafa komið um bráða nauðsyn úrbóta. S síðasta tölublaði lækna- biaðsins er birt nefndarálit um framtíðarskipulag sipítalalæknis þjónustunnar. Er það frá nefnd, sem stjórn Læknafélags Reykja víkur skipaði 1964 og í sátu þrír kunnir læknar. Þar er meðal annars að finna þessi ummæli: „ í nefndinni var enginn ágreiningur um, að íslenzkir spitalar væru fyrir neðan meðallag um aðbúnað, starfs- aðstöðu og aðgang að sérfræði- kunnáttu". í sama nefndaráliti er bent á það, að engar lágmarkskröf- ur séu til um íslenzka spítala, hvorki frá heilbrigðisyfirvöld- om, læknasamtökum né öðrum. Margt fleira er það í þessu nefndaráliti, sem gerir mönn- um ljóst hve stórkostlegra breytinga er þörf á skipun sjúkrahúsamála, ef mögulegt á áð vera að veita þá heilbrigðis- þjónustu, sem menn gera kröf- ur til og nútíma læknavísindi og hjúkrunartækni eru fær um að veita, séu rétt skilyrði fyrir hendi. Meðal sjúkradeilda, sem illa hefur verið að búið, er fæðing- ar- og kvensjúkdómadeild Landsspítalans. í nefndaráliti iæknanna segir um hana: „Starfsemi fæðingardeildar- innar hefur verið í molum vegna sjúkrarúmaskorts og ó- fullnægjandi starfsaðstöðu. Þessari deild var til skamms tíma ætlað að sinna öllum fæðingum í Reykjavík og ná- grenni og sjúklegum fæðingum utan af landi, auk þess sem sú skylda hefur hvílt á deild- inni að framkvæma löglegar fóstureyðingar og vananir, og ætlazt liefur verið til, að hún tæki einnig að sér lækningar á krabbameini I legi. Þá hefur hún verið kennslustofnun H.í. (Háskóla íslands) í kvensjúk- lóma- og fæðingarfræðum og hefur jafnframt tckið að sér pjálfun Ijósmæðra. Öll þessi verkefm voru til skamms tíma ieyst af einum eða tveimur sér fræðingum við mjög frumstæð starfsskilyrði. Heldur hefur rætzt úr læknaskortinum, en starfsskilyrðin eru óbreytt". Þetta er ekki glæsileg lýs- ing, en kemur mjög heim við þær upplýsingar, sem yfirlækn ir deildarinnar veitti mér í viðtali. Fæðingarheimili Reykjavikur norgar hefur létt af fæðingar- deildinni varðandi eðlilegar fæðingar þau sex ár, sem það nefur starfað, þó ekki hafi ver- ið hægt að veita öllum sængur- konum rúm, sem þess hafa ósk- að. Sumar hafa komizt á fæð- ingarheimili í Kópavogi og í Hafnarfirði, þegar vel hefur staðið á þar. Hitt hefur svo tlltaf verið álitamál, hvort skyn samlegt hafi verið að reisa annað fæðingarheimili í Reykja vík í -stað þess að stækka fæð- ingardeildina á Landsspítalan- um svo, að úr yrði hæfilega stór eining til að verða full- komin kennslustofnun fyrir • ckna og ljósmæður. Lands- spítalinn er skyldugur að taka við öllum afbrigðilegum fæðing um, en hann á einnig að þjálfa lækna og Ijósmæður til að ann ist eðlilegar fæðingar. Það, að úr urðu tvær stotnanir en ekki ein, mun m.a. hafa stafað af því, að heildarskipulag heil- brigðisþjónustu hefur ekki ver- ið nógu gott. Meðal þess, sem alvarlegast má kalla i sambandi við þá stöðnun, sem orðið hefur i sjúkrahúsamálum er það, að eina sjúkrarýmið, sem ætlað er sérstaklega fyrir kvensjúk- dóma, eru 19 rúm af þeim 60 sem eru á fæðingardeild Lands spitalans. Yfirlæknirinn þar og yfirlæknirinn á fæðingarheim- ili Reykjavíkurborgar hafa báð ír sagt mér, að hreint neyðar- ástand ríki vegna skorts á sjúkrarými fyrir barnshafandi konur, sem af ýmsum ástæðum þarfnast sjúkrahússvistar yfir meðgöngutímann. Þá hefur það einnig verið upplýst, að á fæðingardeiidinni verður að hafa á sama gangi sængurkonur og konur, sem fara i geislameðferð vegna krabbameins í legi. Kveður yfirlæknirinn svo fast að orði um það, að hvergi annarsstað- ar í heiminum myndi slíkt vera látið viðgangast. Það er ekki hægt að sinna öllum beiðnum um sjúkraliús- vist vegna kvensjúkdóma, sem Landsspítalanum berast, enda er rúmafjöldinn, sem til þess Sigriður Thorlacíus er ætlaður, langt undir því lágmarki, sem reiknað er með annarsstaðar. Samanborið við Bretland ættu t.d. að vera mmnst 38 rúm á þessari sjúkra deild, miðað við mannfjöldann eins og hann er nú. Þau eru 19. Því lengur sem dregst að eysa sjúkrahúsaskortinn, því erfiðara verður það. Það er svo þungur dómur um íslenzk sjúkrahús, að þau séu „fyrir neðan meðallag um aðbúnað, starfsaðstöðu og aðgang að sér i'ræðikunnáttu", að full þörf er skjótrar stefnubreytingar á stjórn heilbrigðismála. Sigríður Thorlacíus.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.