Alþýðublaðið - 22.12.1984, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.12.1984, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 22. desember 1984 'RITSTJÓRNARGREIN' Friðarbarátta — friðarbæn Aldrei hefur verið mikilvægara en nú að gefa gaum baráttunni fyrirfriði í heiminum. Heimur- inn er í dag ein stór púðurtunna og kveikurinn er stuttur — og styttist með áframhaldandi óbreyttri þróun mála. Biskupinn yfir íslandi, herra Pétur Sigur- geirsson, hefur sent prestum landsins bréf vegna jólahátíðarinnar, þar sem lögð er áhersla á að í kirkjum landsins verði sameinast í friðar- bæn um þessi jól. í bréfi biskups segir: „Veröld- in er stöðugt í sömu þörf fyrir friðarbænina, sem jólin hafa skapað sterkasta samstöðu um. Á þessum jólum horfir uggvænlega í heimi okkar. Milljónir saklausra manna búa við hung- ur og örvæntingu, sem í flestum tilfellum má rekja til valdníðslu og styrjaldarátaka." Síóan segirbiskup: „Á þriðja í jólum eru fimm ársíðan styrjöldin i Afganistan hófst með þeim afleiðingum að rösklega ein milljón Afgana hefur falliö. Á fimmtu milljón mannahefurflúið til nágrannaríkjanna. Paul Hartling fram- kvæmdastjóri FlóttamannahjálparSameinuðu þjóðanna hefur kallað þetta mesta flótta- mannavandamál vorra daga, enda þjáningar fólksins ólýsanlegar." í bréfi herra Péturs Sigurgeirssonar segir ennfremur: „Hungurvofuna í Eþíópíu þekkja landsmenn af upplýsingum, er þaðan koma. Um þessi jól erhjálparstarfi kirkjunnarsérstak- lega beint þangað. Þar torveldar grimmileg borgarastyrjöld hjálpinaog eykurstórum neyð- ina.“ „Mannréttindi svartra manna í Suður-Afríku eru fótum troðin,“ segir því næst í biskups- bréfi. „Enginn endir virðist vera á styrjaldará- tökum í Líbanon. í löndum Mið- og Suður- Ameríku er stöðugt styrjaldarástand." Biskup segir í niðurlagi bréfs síns að „yfir heimi blóðs og tára ríki svo kjarnorkuvopn- in með ógn sinni um endalok alls lífs á jörðinni.“ Hveturhann til friðarjólameðeft- irfarandi orðum: „í friðarljósinu á helgri jólanótt vakir bænin: „Lýs milda Ijós í gegnum þennan geim“. ísland getur lýst með þeim Ijóma og verið bænarákall um frið. — Til þess þarf samstöðu. „Nóttin hljóða“ gefur tilefnið og tækifærið." Alþýðublaðið tekur heils hugar undir hvatningu biskups um að allir sameinist í friðarbæn. Mikilvægt er að sem flestir gegni hlutverki friðflytjandans. Ekki að- eins prestar, heldur allur almenningur. w I dag munu fjölmörg frióarsamtök efnatil frið- argöngu undir heitinu, Friður á jólum — 1984. í ávarpi þessarafriðarhreyfingasegirm. a.: „Við viljum að fjármagni sé varið til þess að seðja hungur sveltandi fólks, til heiisugæslu og menntunar, en ekki til vígbúnaðar. Við viljum að íslendingar leggi lið sérhverri viðleitni á al- þjóðavettvangi gegn kjarnorkuvopnum og öðr- um vígbúnaði. Við viljum ekki að ísland verði vettvangur aukins vigbúnaðar á norðurslóðum og höfnum kjarnorkuvopnum í landi okkarog í hafinu umhverfis það, hvort sem eráfriðar-eða stríðstímum." Alþýðublaðið hvetur landsmenn til sóknar gegn ófreskju vígbúnaðarins og tortímingar- stefnu, en fyrir friði og lífi á jörðu. —GÁS. f-SUNNUDAGSLEIÐARI. Birta og gleði Vetrarsólstöður voru í gær, föstudag. Þá ríkti myrkrið. En fráog með deginum í dag fer birtan að sækja á. Myrkrið hörfar. Dagur lengist smám saman. Og það er líka annars konar birta sem leitar fram um þessar mundir. Það er það lífsins Ijós sem skín hvað skærast á jólum, þegar lands- menn minnast fæðingar frelsarans. Að vísu hefur mörgum fundist sem innihald jólanna, sá friðar- og kærleiksboðskapur sem þeim fylgir, hafi fölnað í öllu umstanginu kringum glaum- inn og glysið; hafi stundum gleymst í öllum erl- inum við jólagjafainnkaupin og annan verald- legan undirbúning. En jólin eru umfram allt gleðihátíð. Áhuginn beinist að því að gleðjast og ekki síður að gleðja aðra. Það er ekki aðeins myrkrið sem hörfar undan birtunni, heldur og lætur heiftin og biturðin undan síga fyrir brosi og gleði. Meira að segja skothvellir og ófriðardrunur þagna um stund. Við gefum þeim meiri gaum en áður, sem líða og þjást og höllum fæti standa. Og gleði jólannaerekki síst fólgin í því aó gefa. Ekki aðeins jólagjafir í formi einhvers varnings, heldur og getum við gefið af okkur sjálfum — góðvild og kærleika. Alþýðublaðið hefur mjög hvatt til þess að landsmenn bregðist vel við ákalli Hjálparstofn- unar kirkjunnar um að rétta hungruðum og þjáðum í Eþíópíu hjálparhönd. Landsmenn hafa svarað. Eða eins og Guðmundur Einars- son framkvæmdastjóri stofnunarinnar orðaði það í viðtali við Alþýðublaðið i vikunni: „Hinar góðu undirtektirlandsmannavið söfnun Hjálp- arstofnunarinnar, til að hjálpa þeim sem svelta í Eþíópíu, þökkum við fyrst og fremst skilningi og samúð íslendinga með þeim sem þola skort og líða kvalir." Margir ætla vafalaust að tillegg íslendinga í þessum efnum skipti ekki miklu máli, þegar litið er til framlags stórþjóða. En það er ekki aðalatriði málsins. Framlag fátæku ekkjunnar var minnst í krónum talið, en mest fyrir augliti Krists. Og í þessu sambandi ereinnig aðdáun- arvert að íslendingar skuli þúsundum saman vilja leggja þessu markmiði lið, að líkna þjáð- um, þótt hart sé á dalnum efnahagslega hjá þúsundum heimila. í þessu sem öðru erekki aðalatriðið hve mik- ið fólk læturaf hendi rakna, heldur umfram allt sá hugur er að baki liggur. Og íslendingar hafa sýnt það og sannað í gegnum tíðina, að þeir vilja gefa, vilja veita öðrum hjálp og gleði, ef þess er nokkur kostur. Samhjálpin er rík i landsmönnum þegar á reynir, þótt sérhyggju- sjónarmið hafi verið áberandi í málflutningi einstakra stjórnmálaafla. Friðarboðskapur jólanna er skýr og greini- legur. Hann byggir á kærleikanum og þeirri elsku, sem kristin trú grundvallast á. Alþýðu- blaðið hvetur landsmenn til íhugunar um eðli og grunn jólanna, friðar- og kærleiksboðskap þeirra. Blaðið sendir lesendum sínum og öðrum landsmönnum bestu óskir um gleðileg jól. — GÁS.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.