Alþýðublaðið - 22.12.1984, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.12.1984, Blaðsíða 5
Laugardagur 22. desember 1984 5 Gleðileg jól Farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á liðna árinu BURSTAFELL Byggingavöruverslun, Bíldshöföa 14 Gleðileg jól og farsælt nýár! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. MJOLKURBU FLÓAMANNA Gleðileg jól Farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á liðna árinu BlLABORG H.F. SMIÐSHÖFÐA 23 Blóðbankinn sendir öllum blóögjöfum og velunnurum sínum bestu jóla- og nýársóskir meö þakklæti fyrir hjálpina á und- anförnum árum. Sorptœknir í Grafarvogi: Þjóðarátak til hjálpar jólasveinunum Ég hef verið að velta þessum ís- lensku jólasveinum fyrir mér nú í nokkra daga og get ekki orða bund- ist. Þeir virðast eiga ákaflega fátt sameiginlegt með honunr Sankti Kláusi, sem i útlandinu ferðast um með pakkana á stórum sleða, sem nokkur hreindýr draga, undir for- ystu Rúdólfs með rauða nefið. Heimildir segja að íslensku jóla- sveinarnir tilheyri 15 manna stór- fjölskyldu ofan af fjöllum (aðrar heimildir segja reyndar að jóla- sveinarnir séu„einn og átta“og því um minni fjólskyldu að ræða, en færri aðhyllast þá söguskoðun). Og almennt virðist heimildum bera saman um að aldeilis sé ekki um pena fjölskyldu að rreða. Til dæmis fer heldur óhugnan- legum sögum af móður íslensku jólasveinanna, en hún ku nefnast Grýla. Henni er á einum stað lýst svo: „Tröllkerling leið og ljót með ferlega hönd og haltan fót“. En það er ekki nóg með að hún sé ljót þessi skessa, heldur er sagt að hún sé mannæta og að í þokkabót finnist henni best að borða börn, - þau er slysast hafa til að vera óþekk. Treður þeim í poka sinn og sýður þau! En gagnvart sinum eigin börn- um, jólasveinunum, virðist hún láta sér minniháttar refsingar duga; hún „flengir þá með vendi“. Óþarfi er að fjölyrða um fjölskylduföðurinn, Leppalúða, hann mun einnig vera Ieiður og ljótur, en þegar að sonunt þeirra hjóna kemur, er ljóst að þeir hafa lært ýmsa óknyttina og hlotið afleitan arf í bernsku (að hugsa sér, 13 synir í röð. Voru engar dætur? Bornar út eða étnar?). Þannig segir ein helsta heimildin um íslensku jólasveinana að þeir séu: „Lævísir á svipinn þeir leyndust hér og þar, til óknyttanna vísir ef enginn nærri var“. Þeir sem sé hika ekki við að hrekkja fólk og trufla þess heimilis- frið, en umfram allt virðast þeir hafa „heilann í maganum" þvi mat- ur virðist þeirra „ær og kýr“. Þann- ig segir sagan um þessa hungruðu félaga: Stekkjastaur nýtur þess mest að sjúga ærnar. Giljagaur felur sig í fjósum og stelur froðunni af mjólk- urafurðunum. Stúfur krækir í pönnur og hirðir agnirnar. Þvöru- sleikir stelst í þvörur til að sleikja þær. Pottaskefill platar skófir af börnum. Askasleikir stelur öskum frá hundum og köttum. Hurða- skellir nýtur þess að trufla svefnfrið manna (ekkert minnst á mat!). - Skyrgámur brýtur hlemma og hám- ar í sig skyr þar til Itann stendur á blístri. Bjúgnakrækir brögðótti hnuplar og étur bjúgu. Gluggagæg- irgrályndi húkir á gluggunt og reyn- ir að ná í allt sem álitlegt er, sjálf- sagt fyrst og fremst matarkyns. - Gáttaþefur rennur á lyktina af laufabrauði. Ketkrókur krækir sér í kettutlu þegar kostur er á. En - Kertasníkir tekur fram yfir matinn að elta litlu börnin til að ná af þeim kerti! En þrátt fyrir þessa ntjög svo óprúðmannlegu framkontu jóla- sveinanna, greina heimildir frá því að þeir séu í raun fyrirtaks skinn. Ástæðan: „Reyndar á bakinu bera þeir poka, bætir það töluvert mikið úr skák“. Með öðrum orðum blasir eftir- farandi við: Þrátt fyrir mannætu- foreldra og brögðótta, lævísa, þjóf- ótta, forvitna og hávaðasama jóla- sveina, má fyrirgefa alla slíka ókosti, með þvi að jólasveinarnir bæta þá upp með (mútu)gjöfum! Og svo sýna þeir þá kurteisi að koma til byggða og inn á heimilin í skömmtum, einn á dag, þannig að úr ósköpunum teygist og dregur, sem betur fer. Eða getið þið ekki imyndað ykkur ástandið ef öll fjöl- skyldan kæmi í einu inn á saklaust heimili: Öllu matarkyns yrði umsvifa- laust hnuplað, allur heimilisfriður yrði fyrir bý, menn og húsdýr of- sótt, hvergi næði fyrir glápi á glugga, hurðaskellir glymdu o. s. frv., allt fram á jólanótt! Og ímynd- ið ykkur örlög þeirra barna sem ekki gætu setið prúð og stillt undir þessum ósköpum: Grýla stingur þeint snarlega í poka, sýður þau og étur! Hætt er við, að gjafirnar yrðu að vera ansi stórar til að bæta hér úr skák. Ekki dygðu kerti og spil; und- ir slíkum kringumstæðum nægði ekkert minna en eins og ein sólar- landaferð, nýtt vídeó, verðtryggður sparireikningur með 10% vöxtum, Black & Decker borvél, ritsafn Halldórs Laxness og a. m. k. tvö bíl- hlöss af leikföngum, ásamt skaða- bótagreiðslum vegna skemmda og horfinna barna. Annars er ekkert undarlegt að þessi fjölskylda sé dulitið skrýtin, það er varla heppilegasti staðurinn til að hola sér niður, fjöllin. Er ekki ráð að grípa til landssöfnunar svo reisa megi jólasveinaathvarf ein- hvers staðar í byggð — að efna til þjóðarátaks til hjálpar jólasveinun- um? Sorptæknir í Grafarvogi. Gleðileg jól!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.