Alþýðublaðið - 22.12.1984, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 22.12.1984, Blaðsíða 12
alþýóu- blaðió Laugardagur 22. desember 1984 Úlgefandi: Blað h.f. Sljórnmálaritsljóri og ábm.: Guómundur Árni Stefánsson. Rilsljórn: Friðrik Þór Guðmiindsson og Siguröur Á. Friðþjófsson. Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson og Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Eva Guðmundsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Rvík, 3. hæð. Simi:81866. Setning og umbrot: Alprent h.f., Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent, Siðumúla 12. Áskriftarsíminn er 81866 Friður á jólum 1984 Vala Augum lygnir hefur hljótt hrœðist ekki þögnina. Barnið sofnar sœlt og rótt sefur vœrt í alla nótt, lífið grunar ekkert Ijótt lofar kœrleikssögnina. Augum lygnir hefur hljótt hræðist ekki þögnina. Sigurður Á. Friðþjófsson. Við viljum undirbúa jarðveg friðarins með því að stuðla að réttlæti, vináttu og auknum samskiptum milli þjóða. Við viljum að fjármagni sé varið til þess að seðja hungur sveltandi fólks, til heilsugæslu og menntunar, en ekki til vígbúnaðar. Við viljum leggja áherslu á uppeldi til friðar með því að sporna við ofbeldi í kvikmyndum, myndböndum og stríðsleikföngum. Við viljum að íslendingar leggi lið sérhverri viðleitni á alþjóðavettvangi gegn kjarnorkuvopnum og öðrum vígbúnaði. Við viljum glæða vonir manna um betri heim og bjartari framtíð án kjarnorku- vopna og gereyðingarhættu. Við viljum ekki að ísland verði vettvangur aukins vígbúnaðar á norðurslóðum og höfnum kjarnorkuvopnum á landi okkar og í hafinu umhverfis það, hvort sem er á friðar- eða stríðstímum. Við viljum frið í anda jólaboðskaparins, frið sem grundvallast á réttlæti, frelsi og umhyggju í mannlegum samskiptum. Friðarhópur einstæðra foreldra Friðarhópur fóstra Friðarhópur kirkjunnar Friðarhreyfing íslenskra kvenna Friðarsamtök listamanna Hin óháðu friðarsamtök framhaldsskólanema Menningar- og friðarsatntök islenskra kvenna Samtök herstöðvaandstæðinga Samtök islenskra eðlisfræðinga gegn kjarnorkuvá Samtök iækna gegn kjarnorkuvá Samtök um friðaruppeldi ^ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA kum öllum samvinnumönnum og öðrum landsmönnum gíeðilegra jóla, árs og friðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.