Alþýðublaðið - 03.01.1985, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 03.01.1985, Blaðsíða 1
alþýöu inFrnmMa Stuðningsmönnum stjórnarinnar fækkar Fimmtudagur 3. janúar 1985 1. tbl. 66. árg. Þær eru ekki fallegar kveðjurnar sem ríkisstjórninni eru vandaðar um þessi áramót. Gildir þá einu hvort kveðjurnar koma frá yfirlýst- um stjórnarandstæðingum, eða mönnum, sem hingað til hafa verið taldir stuðningsmenn hennar. í Morgunblaðinu sl. sunnudag Stœrstu fyrirtœki landsins 1983: Peningavaldið blómstrar I tímaritinu Frjáls verslun var fyrir áramót birtur að venju listi yf- ir stærstu (veltuhæstu) fyrirtæki og stofnanir landsins, árið 1983. Ljóst er að það ár hefur komið misjafn- lega út hjá hinum einstöku fyrir- T óbaksrey kingar takmarkaðar Á þessu ári sem nú er að hefjast er vissara fyrir tóbaksreykinga- menn að glenna upp skjáinn og lita vel í kringum sig áður en kveikt er í sígarettu, vindli eður pípu. Nú eru nefnilega gengin í gildi ný lög um tóbaksreykingar sem takmarka Framhald á bls. 2 tækjum, en þetta er sem sé fyrsta árið sem nokkurn veginn má eigna núverandi ríkisstjórn. Sem fyrr var það Samband ís- lenskra samvinnufélaga sem trón- aði á toppnum. Veltuaukningin hjá SÍS nam á því ári 95,3%, en til sam- anburðar skal nefnt að verðbólga ársins frá upphafi til enda nam 71,1%. Veltan hjá þessum risa ís- lensks atvinnulífs nam á árinu rúm- lega 7 milljörðum króna. I öðru sæti lenti síðan Landsbankinn með um 4,5 milljarða kr. veltu og 98,7% aukningu frá árinu áður. Sem áður segir var gengi fyrir- tækjanna mjög misjafnt árið 1983, en ekki er hægt að segja að það hafi fylgt ákveðinni atvinnugreinaskipt- ingu. Þó nrá sjá að orkufyrirtæki og peningastofnanir hafi gert það einna best. Mesta veltuaukningin varð hins vegar hjá Samlagi skreið- arframleiðenda (445%), íslensku útflutningsmiðstöðinni (229,6%), Sig. Ágústssyni, Stykkishólmi (211,5%) og hún jókst um yfir 150% hjá Landsvirkjun, íslenska járnblendifélaginu, Vikur/Saltsöl- unni og Sölustofnun lagmetis. Af öðrum fyrirtækjum sem gerðu það ansi gott á árinu má nefna til dæmis ÍSAL, Rarik, íslenska aðalverk- Franrhald á bls. 2 var rætt við nokkra forystumenn atvinnurekenda og launþegasam- taka og flutti hver þeirra smá ára- mótapistil. Páll Sigurjónsson, formaður Vinnuveitendasambands Islands hafði eftirfarandi m. a. að segja um efnahagsstefnu núverandi ríkis- stjórnar: „Að áliðnu sumri kom í Ijós að ríkisstjórninni bafði mistek- ist að framfylgja í eigin herbúðum þeirri aðhaldsstefnu sem nauðsyn- leg var í kjölfar febrúarsamning- anna og fóru þá vonir að dofna um varanlegan árangur í verðbólgubar- áttunni og við gerð kjarasamning- anna í haust komu vonbrigðin." Seinna í hugvekjunni segir Páll, að nú gæti vonleysis og uppgjafar bæði hjá almenningi og stjórnvöld- um. Ragnar Halldórsson, formaður Verslunarráðs íslands hafði þetta að segja: „Þegar líða tók á árið sló hins vegar í bakseglin. Efnahagsleg- ar þversagnir komu fram, svo sem að ýmsar þjónustugreinar blómg- uðust á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma og sjávarútvcgur leið fyrir tckjumissi vegna minnkandi Framhald á bls. 2 Sigurður E. Guðmundsson: Upplýsingaskrifstofu fyrir neytendur Á næsta fundi borgarráðs verður tekin til afgreiðslu tilluga stjórn- kerfisnefndar Reykjavíkurborgar um stofnsctningu embættis upplýs- ingafulltrúa og um leið sú breyting- artillaga Sigurðar E. Guðmunds- sonar, borgarfulltrúa Alþýðu- flokksins, að fulltrúinn hafi jafn- framt umsjón með rekstri á upplýs- ingaskrifstofu neytenda. Að sögn Sigurðar er hugmyndin sú með upplýsingaskrifstofuna að þar gefist borgarbúum tækifæri á að afla sér upplýsinga um verð, þjónustu og vörugæði á sem flest- um sviðum. „Fyrirmyndina sæki ég til Stokk- hólmsborgar, þar sem borgaryfir- völd reka sk. Konsum-lnformation í stóra Kultur-huset. Þar er jafnan stöðug umferð fólks sem afgreiðir sig að mestu sjálft á upplýsingunt, en starfsmannahald er í lágmarki. Hugmynd mín er sú að Reykjavik- urborg taki upp svipað fyrirkomu- lag, þannig að ekki yrði um bákn að ræða, því ég ætla að starfsmaður í hálfu starfi myndi duga. Það er mín skoðun að upplýsingaskrifstofa sem þessi gæti orðið mikilvægur vettvangur og stuðningur fyrir al- menning á tímum lækkandi launa, hækkandi verðlags og stöðugt sterkari upplýsingaáróðursý Sigurður tók það fram að til þessa hefði verið unnið prýðilegt starf hjá aðilunt eins og Leiðbein- ingastöð húsmæðra, Verðlagsstofn- un og Neytendasamtökunum, en ótvírætt væri þó tímabært að borg- in kæmi inn í það starf með umtals- verðum stuðningi. Ávarp forsœtisráðherra: Djúpstæður skoðanamunur milli stjórnarflokkanna „Með það í huga, að ekki er leng- ur að vænta afla á íslandsmiðum umfram það hámark, sem þegar hefur náðst, virðist mér ljóst, að 40 ára framfaraskeiði sé lokið. Það nýja, sem við skal taka, verð- ur að byggja á nýjum grunni hag- vaxtar. Þessi breyting markar mikil tímamót" Þetta sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra m.a. í ávarpi sínu í sjónvarpi og útvarpi á gamlárskvöld. Hann ræddi að- allega í upphafi ræðu sinnar nauðsyn þess að landsmenn gerðu sér grein fyrir grundvellinum, at- vinnulífinu sjálfu. Hann lagði áherslu á það, að enda þótt ljóst væri að nýjar háþróaðar atvinnu- greinar yrðu að koma til í auknum mæli, þá yrðu gömlu atvinnu- greinarnar áfram jafnmikilvægar. Síðan sagði Steingrímur orð- rétt: „Ég get ekki látið hjá líða að lýsa þeirri skoðun minni, að í raun ætti okkur íslendingum, sem svo mjög höfum efnast á undanförn- um árum, að vera auðvelt að kom- ast yfir það skeið samdráttar, sem við höfum nú átt við að stríða. Allar tölur um innflutning og einkaneyslu sýna, að í þjóðfélag- inu er mikið fjármagn. Það sér hver maður. Því miður virðist hins vegar sem byrðunum sé misskipt. Líklega er það rétt, sem fullyrt er og stutt fjölmörgum dæmum, að þeir eru margir í þjóðfélaginu, sem ekki taka þátt t því eins og þeim ber að gera; greiða kostnað- inn af hinu mikilvæga velferðar- kerfi. Hvaða íslendingur vill ekki góðar samgöngur, gott mennta- kerfi, fullkomna heilsugæslu og öryggi öllum til handa? Sú alvar- lega meinsemd, sem lýsir sér í því, að forðast með ólögmætum hætti að taka eftir efnum og ástæðum þátt í kostnaðinum við rekstur þjóðfélagsins, er ekki íslending- um eðlileg. í þessu hygg ég, að komi fram mesta meinsemd lang- varandi verðbólgu, siðferðisbrest- urinn. íslendingar hafa fengið orð fyrir að vera hreinskiptir og heið- arlegirl' Steingrímur sagði loks um skattamálin: „Ef allir greiða sín gjöld, verður byrðin létt. Þá væri unnt að lagfæra meira en gert hef- ur verið fyrir þá, sem búa við lök- ust kjörin, og reyndar eflaust að lækka gjöld þorra landsmanna. Þetta verður að breytast." Forsætisráðherra fór síðan nokkrum orðum um samdráttar- skeið, sem sótt hafa þjóðina heim. Sagði hann eitt slíkt samdráttar- skeið undanfarin þrjú ár hafa náð hámarki sínu nú. Sagði Stein- grímur næstu ár verða örlagarik fyrir okkur íslendinga og að efna- hagsbatann yrði að nota til að bæta kjör þeirra sem við lökust kjör búa og einnig til að renna stoðum undir íslenskt atvinnu- og efnahagslíf. Þá sagði forsætisráðherra það mikið áfall að endurvakin verð- bólga væri nú og á fyrstu mánuð- um ársins 1985. „Það er áfall fyrir ríkisstjórnina og efnahagsstefnu hennar, en þó fyrst og fremst fyrir þjóðarbúið og þjóðina í heildþ sagði hann. Steingrímur Hermannsson sagðist ekki skorast undan ábyrgð á þeirri sök, að efnashagslegum markmiðum hefði ekki verið náð. Hann sagði að ríkisstjórnin myndi ekki hlaupa frá borði þótt skipið hallaðist. Stjórnarflokk- arnir myndu endurskoða stefn- una á öllum sviðum. Forsætisráðherra fór nokkrum orðum um heimsmálin og drap einkanlega á skugga kjarnork- unnar, sem hvílt hefði sem ógn- valdur yfir heiminum öllum. Orð- rétt sagði liann m.a. um þau mál: „Ef til almenns kjarnorkuófriðar kemur, munu allir tortímast, einnig þeir, sem eru hlutlausir og saklausir. Eindregin andstaða gegn kjarnorkuvopnum á ís- lenskri grund er fyrst og fremst til þess að undirstrika þá skoðun okkar, að kjarnorkuvopn eigi hvergi að heimila, hvorki á landi, í sjó né í geimnum. Að því ber okkur að stuðla með opinberri af- stöðu, hvar sem við fáum því við komiðf í lok ræðu sinnar sagði Stein- grímur Hermannsson forsætis- ráðherra: „Að sjálfsögðu er skoð- anamunur í þjóðfélaginu mikill. Hann er m.a. á mörgum sviðum djúpstæður milli stjórnarflokk- annaí1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.