Alþýðublaðið - 05.01.1985, Síða 1

Alþýðublaðið - 05.01.1985, Síða 1
alþýðu Laugardagur 5. janúar 1985 3. tbl. 66. árg. Skattayfirvöld rannsaka SÍS Eftir umfangsmikla rannsókn á endurgreiðslur á árunum 1979— bókhaldi Sambandsins og dóttur- 1981 frá kaffiseljendum í Brasilíu, fyrirtækis þess Kaffibrennslu Ak- lentu hjá Sambandinu en ekki hjá ureyrar, hefur komið í Ijós að fimm Kaffibrennslunni, sem var þó kaup- milljónir bandaríkjadala, sem voru Framhald á bls. 2 Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins hélt í lok síðasta árs fjölmarga opna fundi víðs vegar um landið undir yfirskriftinni„Hverj- ir eiga ísland?". Fundir þessir voru mjög fjölsóttir og er Ijóst að Alþýðu- flokkurinn er um þessar mundir í stórsókn. Fundaherferð Jóns Baldvins: Fundaröð á Austfjörðum Fundaherferð Jóiis Baldvins Hannibalssonar, formanns Al- þýðuflokksins, undir yfirskriftinni „Hverjir eiga ísland?“, heldur áfram, en eins og menn muna fór Jón vítt og breitt um landið í lok síðasta árs við fádæma undirtektir. 1 gærkvöldi var haldinn opinn stjórnmálafundur á Egilsstöðum, en í dag kl. 14 verður haldinn fund- ur að Herðubreið á Seyðisfirði. A sunnudaginn verður síðan haldinn fundur í Egilsbúð á Neskaupstað og Austfjarðalotunni lýkur síðan með fundi í Valhöll á Eskifirði kl. 20.30. 20% hækkun raforku Rafmagnsveitur ríkisins hafa nú hækkað smásöluverð á raforku um 16—20% til jafnaðar. Gildir hækk- unin frá og með 1. janúar. Á sl. ári urðu talsverðar umræður um hið háa raforkuverð sem ís- lenskum neytendum er ætlað að borga. Barst það mál inn á Alþingi fyrir tilstilli þingmanna Alþýðu- flokksins. Fluttu þeir tillögu um að gerð yrði könnun á orsökum hins háa raforkuverðs og var sú tillaga samþykkt. Var ríkisstjórninni falið að skipa þrjá óháða sérfræðinga til að kanna gaumgæfilega og skila Alþingi skýrslu um orsakir hins háa raforkuverðs og leiðir til úrbóta. Eitthvað gekk erfiðlega að skipa þessa nefnd, því þegar Alþýðublað- ið hafði samband við Iðnaðarráðu- neytið sl. sumar var enn verið að leita að þriðja manninunt í nefnd- ina. Nú í haust var Eiður Guðnason með fyrirspurn til iðnaðarráðherra um hvernig þessi mál hefðu þróast. Sagði iðnaðarráðherra að loksins hefði tekist að skipa nefndina og væri hún nú að undirbúa störf sín. Ekkert hefur þó enn komið frá þessari nefnd um orsakir hins háa raforkuverðs, hins vegar kemur nú 20% hækkun ofan á hið háa raf- orkuverð. Gróusögur ýttu undir sjálfsvíg Þegar óróleikinn var hvað mestur á vinnumarkaðinum í haust gengu miklar tröllasögur um sjálfsmorðs- faraldur. Voru sumar sögurnar þess eðlis að fólk fór að spyrja sig áleit- inna spurninga um hvað væri eigin- lega á seyði í þessu þjóðfélagi. Al- þýðublaðið ætlar ekki að tíunda þessr sögur hér, en á sínum tíma kannaði DV sannleiksgildi einnar slíkrar sögu og reyndist hún Gróu- saga, sem ekki átti við neitt að styðjast. Þó þessi tiltekna saga væri upp- spuni þá höfðum við á Alþýðublað- inu fregnað að óvenju mikið hefði verið um sjálfsmorð í haust. Helgi Guðbergsson, borgarlækn- ir, gerði könnun á þessu og höfðum við samband við hann til að grensl- ast fyrir um hvaða niðurstöðu hann hefði komist að. Helgi sagðist hafa ákveðið að kanna þetta vegna þeirra miklu sögusagna, sem voru á kreiki, eink- um í októbermánuði, um mikinn sjálfsmorðsfaraldur. Niðurstaðan hefði verið mjög athyglisverð, því á meðan á þessum sögusögnum stóð var alls ekki mikið um sjálfsvíg. Hinsvegar varð veruleg aukning á sjálfsvígum í kjölfar þessara sögu- sagna. Margar þessar sögur voru mjög sláandi og þetta vakti þær spurningar hvort svona Gróusögur ýttu undir fólk, sem ætti við vanda- mál að stríða, að láta nú til skarar skríða. Ekki vildi Helgi samt full- yrða að svo væri, hinsvegar vökn- uðu þessar spurningar óneitanlega núna. í september og október var litið um sjálfsvíg en í nóvember og fram í desember varð mikil aukning á sjálfsvígunt. Sagði Helgi að í Framhald á bls. 2 RITSTJ ÓRNARGREIN Einræðiskomplexar Frá þvi aö Sjálfstæðisflokkurinn náöi á nýjan leik meirihiuta i borgarstjórn hefur lýðræðiö átt í vök að verjast í borgarkerfinu. Hreinsanir og uppstokkanir innan embætt- ismannakerfisins hófust fljótlega. Nægir þar að minnaáframkvæmdastjóramálió í Bæjarút- gerð Reykjavíkur, þegar reykvíska íhaldið með borgarstjóra í broddi fyikingar, bolaði tveimur hæfum og óumdeildum framkvæmdastjórum úr starfi til að koma flokksgæðingi að. En ekki hefur það nægt valdafíkn borgarstjórnarmeiri- hlutans, því tilteknum kjörnum fulitrúum í nefndum og ráðum borgarinnar skyldi einnig koma frá. Þannig voru skornir niður fulltrúar flokkanna í nokkrum nefndum með þeim af- leiðingum að smærri minnihlutaflokkarnir eiga nú ekki fulltrúa í fjölmörgum nefndum borgarkerfisins. Sömuieiðis var stórum og viðamiklum málaflokkum skeilt saman í eina allsherjarnefnd; valdið fært á færri hendur. Þá er ástæða til að nefna fækkun borgarfull- trúa, úr 21 í 15. í meðalstórum sveitarfélögum sem eru 10—20 sinnum fámennari en Reykja- vik eru fulltrúar í bæjarstjórnum venjulega 9 eða 11 talsins. Þykir það ekki of hátala. Með þvi aðskeraniðurfjöldaborgarfulltrúaereinungis verið að koma i veg fyrir að ýmsir minnihluta- hópar eigi þess kost að eiga fulltrúa í borgar- stjórn Reykjavíkur. Enn eitt merkið um sam- þjöppun valds. Borgarstjórinn í Reykjavík lýsti í blaðaviðtaii í gær þeirri skoðun sinni að tillögur minnihlut- ans um virkar hverfastjórnir væru einungis til að gera alla stjórnsýslu „dreifðari og ruglings- legri“, svo notað sé tungutak borgarstjóra. Hann sagði ennfremur í þessu blaðaviðtali, að hverfastjórnir væru aðeins til að tefja allar framkvæmdir geysilega og allt myndi enda í málþófi milii borgarstjórnar og hverfisstjórn- anna. Tillögur minnihlutans i borgarstjórn um hverfastjórnir miða vitaniega að aukinni vald- dreifingu og virkari þátttöku borgarbúa við stjórn borgarinnar. En það er augljóslega álit borgarstjórans, að um leið og almennir borgar- ar fara í ríkara mæli að skipta sér af borgarmál- efnum, þá þýði það aðeins tafir á framkvæmd- um og heljarins rugling. Það er aldeilis ein- kunn sem borgarbúar fá frá borgarstjóranum sínum. Astaða borgarstjórnarmeirihlutans til lýð- ræðis og valddreifingar er einkar merkileg, ekki síst í ijósi þeirrastaðreyndaað Sjálfstæð- isflokkurinn hefur jafnan hafnað miðstýringu og fámennisstjórnum kjörinna fulltrúa. I’ borg- arstjórn Reykjavíkur hafa sjáifstæðismenn hins vegar snúið við blaði í þessum efnum. Þar fer fram markviss samsöfnun á valdi í hendur örfárra; miðstýring í ætt við sjálfa Kremlverja og er þá langt tii jafnaðar. Heist vildi íhaldsmeirihlutinn í Reykjavík vafaiaust vera alveg laus vio aðra flokka f borg- arstjórn Reykjavíkur og einhverjar ráðgefandi fagnefndir borgarinnar. Best fyndist vafalaust foringja sjálfstæðismanna í borgarstjórn að al- ræðisvaldið lægi einfaldlega á kontórnum hjá borgarstjóra. Nægir þar að minna á leyndar- makkið, þegar borgarstjórnarmeirihiutinn gekk í sæng með hægri öflunum í fjölmiðlafyr- irtækinu ísfilm, og notaði blygðunarlaust skatta borgarbúa til að koma því einkafyrirtæki hægri afianna í landinu ákoppinn. Þáfengu al- mennir borgarfulitrúar ekkert um málið að vita fyrren borgarstjóri hafði undirritað stofnsamn- inginn fyrir hönd borgarstjórnar. m Olýðræðislegar tilhneigingar borgarstjórnar- meirihlutans vekja ugg. Það eru sveitarstjórn- arkosningar á næsta ári. Vafalaust munu borg- arbúar svara með viðeigandi hætti einræðis- kompiexum íhaidsforingjannaí borgarkerfinu í þeim kosningum. íslendingar vilja virða lýð- ræðislegar leikreglur. Meirihluti sjálfstæðis- manna í borgarstjórn hefur þverbrotið þær reglur og traðkað á grundvallaratriðum varð- andi lýðræði og valddreifingu. — GÁS.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.