Alþýðublaðið - 05.01.1985, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 05.01.1985, Qupperneq 4
alþýðu- blaðið Laugardagur 5. janúar 1985 Útgefandi: Blað h.f. Stjórnmálaritstjóri og ábm.: Guðmundur Árni Stefánsson. Ritstjórn: Friðrik Þór Guðmundsson og Sigurður Á. Friðþjófsson. Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson og Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Eva Guðmundsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Rvík, 3. hæð. Sími:81866. Setning og umbrot: Alprent h.f., Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 81866 Heimurinn í dag: Vopnin fram yfir félagsmálin Gagnvart hungursneyð og sjúk- dómum í heiminum er ekki óeðli- legt að mönnum verði hugsað til hernaðarútgjalda. Flestum verður þá sjálfsagt hugsað til þeirra millj- arða sem iðnríkin eyða i drápstæk- in. Frn því miður eyða þjóðir þriðja heimsins ekki síður sínum tak- mörkuðu sjóðum í vopn. Þannig má t.d. sjá í skýrslu Al- þjóðabankans fyrir árið 1984. Þar er gerður samanburður á útgjöld- um iðnríkja og þróunarlanda til hermáfa, heilbrigðismála og menntamála. Reyndar er tekið fram að erfitt sé að meta hvað skilgreina beri sem hernaðarútgjöld eða út- gjöld til varnarmála. En með tals- verðri nálgun kemur í ljós að áætl- að er að hernaðarútgjöld í heimin- um öllum hafi hækkað úr um 300 milljörðum dollara í 600 milljarða á síðustu tveimur áratúgum, miðað við fast verðlag 1982. Á þessu tíma- bili hækkuðu hernaðarútgjöldin í þriðja heiminum úr 30 milljörðum dollara í rúmlega 138 milljarða. Til saman teljast iðnríkin hafa varið um 4,9% af vergri þjóðarfram- leiðslu sinni til varnarmála, en aftur á móti aðeins um 0,3% til þróunar- samvinnu og þróunaraðstoðar árið 1981. Bandaríkjamenn vörðu þannig árið 1980 5,6% vergrar þjóðarfram- leiðslu sinnar til varnarmála — þ.e. nálægt 170 milljörðum dollara — og 0,28% eða 8,2 milljörðum doll- ara í þróunaraðstoð og samvinnu. Með samanburði kemur í ljós að hlutfallslega verja þjóðir þriðja heimsins nærfellt sömu upphæð til varnarmála og samanlagt til heil- brigðis- og menntamála. Sjálfsagt eru margar skýringar á þessum dökka veruleika, en óneitanlega gæti þessum peningum verið betur varið, eins og dæmin staðfesta. Iðnríkin eru auðvitað misjafn- lega dugleg við að verja fjármagni sínu í varnarmálin. Ef litið er til þjóða Atlantshafsbandalagsins ár- ið 1981 kemur þannig í ljós að Grikkir eru einna ósínkastir þeirra í fjárútlátum til þessa málaflokks, með 7% af þjóðarframleiðslunni og skáka Bandaríkjunum, þar sem hlutfallið var þá 5,9%. Hlutfallið hjá Bretum var 5%, Tyrkjum 4,9% og hjá Frökkum 4,2%, en einna minnst (utan íslands auðvitað) var hlutfall varnarmálaútgjaldanna hjá Luxemburg (1,2%) og Kanada (1,9%). Fjölgar fátœkum í heiminum á nœstu árum? Hægari fólksfjölgun — fækkun fátækra Sem kunnugt er fjölgar jarðarbú- um ört, einkum i þriðja heiminum. Um leið fjölgar þeim ört sem teljast undir ákveðnum fátækramörkum. Alþjóðabakinn veltir því fyrir sér í nýjustu skýrslu sinni hver þróunin verður til aldamóta og reynir að spá þar um eftir gefnum forsendum. Tölvur voru mataðar á ýmsum upp- lýsingum, þar sem annars vegar var miðað við hægan samdrátt í frjó- semi, en hins vegar við það dæmi að það tækist að draga verulega úr frjóseminni og þar með fólksfjölg- uninni í þriðja heiminum. í rannsókn Alþjóðabankans miðaði hann fátækramörkin við þjóðartekjur á mann upp á 135 dollara (verðlag 1980) og náði rann- sóknin til 40 þjóða þriðja heimsins, þar sem um 80% íbúa hans búa. Miðað var við almenna reynslu fjöl- margra þjóða um áhrif fólksfjölg- unar á tekjur snauðustu hópanná. Niðurstöður þessa uppsetta dæmis voru í grófum dráttum þær að hlutfall teknanna sem færi til hinna láglaunuðustu 40% íbúanna myndi vart breytast að ráði, til þeirra færi um 15% tekna árið 2000, miðað við 14% árið 1980. Hins vegar var ætlað að fjöldi snauðra myndi lækka vegna auk- inna þjóðartekna almennt. Miðað við hæga minnkun frjósemi var áætlað að fjöldi snauðra í þessum 40 þjóðum myndi fara úr 630 millj- ónum árið 1980 í 410 milljónir árið 2000. Þegar hins vegar var miðað við hraða minnkun frjósemis var áætlað að hinum snauðu myndi fækka um 100 milljón í viðbót, nið- ur í um 321 milljón. Þetta er auðvit- að enn há tala, hún samsvarar fólksfjölda í Bangladesh, Nigeríu og Pakistan til samans. Alþjóðabankinn leggur hins veg- ar áherslu á að þróunin yrði ærið misjöfn eftir landssvæðum, t.d. eru horfur í efnahagsmálum svo tak- markaðar í kringum Saharasvæði Afríku að þar benti allt til áfram- haldandi fjölgunar snauðra, en um 20% að minnsta kosti miðað við hraða minnkun frjósemis. í Asíu leit dæmið hins vegar skár út, þar sem hlutfallsleg fátækt taldist munu minnka um allt að 40%. Mið- að við hraða minnkun frjósemis var áætlað að fátækum í rómönsk Ameríku, Miðausturlöndum og N- Afríku gæti hlutfallslega fækkað- um allt að 70% og um 80—90% í Kína. Almennt eru tengslin milli fólks- fjölgunar og fátæktar talin vera mjög sterk, þegar þau fara saman við vaxandi þjóðartekjur, aukna fjárfestingu í menntun og aukinn kaupmátt. MOLAR T Eins og íslensk náttúra Hljómsveitin Mezzoforte gaf út hljómplQtuna Rising núna skömmu fyrir jól. Fékk hún mjög góðar viðtökur hér heima og svo virðist einnig sem fleiri kunni að meta tónlist þeirra félaga. Eftir- farandi dóm rákumst við á i danska dagblaðinu Aktuelt, nán- ar tiltekið gamlársdagstölublaði þeirra: „Hin nýja hljómplata ís- lensku hljómsveitarinnar Mezzo- forte uppfyllir þær kröfur, sem gera verður til góðrar diskótón- listar; það er auðvelt að dansa eft- ir henni og hún hljómar vel. En hér er líka upptalið það sem þessi tónlist á sameiginlegt með meðal- mennskusmellunum. Því þetta er nefnilega góð tónlist — fínt jass- funk á mörkum poppsins, en upp- full af ósvikinni leikgleði dug- legra tónlistarmanna. Öll lögin eru spennandi og vel samin. Á plötunni er ekkert uppfyllingar- efni, heldur ekki með auka hljóð- færum. Auk þess er öll framleiðsl- an til fyrirmyndar og hljóðið framúrskarandi. „Rising“ hlýtur að höfða til dýrkenda fullkom- innar popptónlistar. Hún er hrein og tær eins og íslensk náttúra. Og haldiði kj...., sveiflan er stórkost- leg!“ Strákarnir í Mezzoforte geta vel við unað, eða hvað finnst ykk- ur. „Þú stendur á“ Þetta gerðist á árinu sem var að líða. Mitterrand Frakklandsfor- seti var í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum og var Danielle eiginkona hans með í förinni. Reagan Bandaríkjaforseti bauð þeim í samsæti í Hvíta húsinu, eins og venja er við slíkar uppá- komur. Og þar sem siðvenja er fylgdi hann Danielle til borðs en Mitter- rand leiddi Nancy. Allt í einu stoppaði Danielle og yrti á Reag- an. Þar sem hann skilur ekki frönsku reyndi hann að ávarpa hana á ensku, en Danielle endur- tók bara sama hlutinn aftur á frönsku. Þannig stóðu þau graf- kyrr í góða stund og Danielle end- urtók hvað eftir annað setning- una, sem Reagan skildi ekki. Að lokum var þetta orðið hálf vand- ræðalegt og einhver góðhjartaður ofurhugi, sem skildi báðar tung- urnar kom til hjálpar. Upplýsti hann Bandaríkjaforseta um að frú Mitterrand væri að reyna að segja honum, að hann stæði á kjólfaldi hennar. • Merkilegt nokk Efnaðasta bæjarfélag landsins — þar sem efnaðasta fólkið býr að meðaltali — er Garðabær. Það hlýtur því að vekja athygli er listi yfir stærstu fyrirtæki landsins er skoðaður — en þar eru meðallaun tíunduð — að af 13 stærstu sveit- arfélögunum eru meðallaunin í Garðabæ allra lægst. Þar eru meðallaun 192 starfs- manna Garðabæjar 146 þúsund krónur árið 1983, en næst lægst voru þau hjá 141 starfsmönnum Selfoss, 155 þúsund kr. Til saman- burðar má svo nefna að meðal- laun voru hjá 4.627 starfsmönn- um Reykjavíkurborgar 256 þús- und kr. og hjá 192 starfsmönnum Isafjarðar 246 þúsund kr. Hjá Garðabæ og ísafirði unnu sem sé sami fjöldi starfsfólks, en meðal- launin á ísafirði voru að meðaltali 68,5% hærri... • Eldfimur formaður Þjóðviljinn gumaði sig af því á forsíðu sl. fimmtudag, að for- maðurinn þeirra hefði selst upp á gamlársdag. Þótti málgagninu mikið til þess koma að íslending- ar voru áfjáðir í að skjóta Svavari á sporbaug og sjá hann springa þar með miklu Ijósasjóvi. Einkum þótti þeim þó athyglisvert að meiri áhugi virðist á að sprengja Svavar en þá Steingrím og Albert og það jafnvel þó að verðlagið á ríkisstjórnarmönnunum væri mun lægra en á formanni Alþýðu- bandalagsins.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.