Tíminn - 10.06.1967, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 9. júní 1967
ÍÞRÓTTIR
TlMINN
ÍÞRÓTTIR
13
Hvað skeður í
leikjunum í dag?
Valur gegu Akureyri og Akraues gegn Keflavík
ALF-Reykjavík. — Vegna
kusrtinganna fara engir knatt
spyrnuieikir fram á sunnu-
daginn, en hins vegar verða
tveir leikir í 1. deild leiknir
í dag, laugardag, annar í
Reykjavík, en hinn á Akra-
nesi. Er sjaldgæft, að leikið
sé í 1. deild á laugardögum.
í Re/kjavík mæta Valsmenn
Akureyringum á Laugardals-
vellinum og á Akranesi mæta
heimamenn Keflvíkingum.
Svo jöfn virðast 1. deildar-
liðin í ár vera, að erfitt er að
spá um úrslit .Þess vegna er
spurningin, hvað skeður í
leikjunum dag?
Skagaanenn leika nú sinn fyrsta
heimaleik í deildinni. Lið þeirra
kom á óvart gegn Val una síðustu
helgi og margir töldu þá óheippna
að tapa fyrir íslandsmciisturunum.
Liðið hefur tekið miklum fram-
fönum undir stjórn enska þjálf-
arans, en fynrverandi þjáiifari liðs
ins, Rikarður Jónsson, verður nú
í þeirri einkennilegu aðstöðu að
sitja á bekk með Keftvíkingum á
meðan leikurinn á Akranesi fer
fram. Keflvíkingar verða senni-
lega að leika án Jóns Jóhannsson
ar í dag og má liðið illa við þvi.
Leikurinn á Akranesi hefst kl. 4
Tekst Akureyringum loksins að
krækja í stig í dag? Akureyring-
ar hafa orðið að bíta í það súra
epli að tapa tsveimur fyrstu leikj-
um sínum, gegn Keflavík og
Fram, en hvort tveggja voru frek
ar jaifnir leikir. Mér gafst kostiur
á að sjá Afcureyringa leika á
heimavelli gegn Fram um síðustu
helgi og leizt nokkuð vel á lið
þeirra. Takist Valsmönnum ekki
að stöðva Kára Árnason og Skúla
Ágústsson, er þeim voðinn vís.
Það má reikna með jöfnum og
skemmtilegum leik milli Vals og
Akureyri, en leikurinn hefst á
Laugardalsvellinum klukkan 4.
Eins og Mnnuigt er, er staðan
í 1. deild sú, að Reykj avíkurfélög
in Vaiur, Fram og KR hafa hlotið
2 stig (eftir 1 leik), Keflavik 2
stig eftir 2 leiki, Akranes ekkert
stig eftir einn leik og Akureyri
hefur ekkert stig eftir tvo leiki.
Frá drengja-
keppnlnnS
Á fimmtudaginn fóru Hafnar-
fjarðarliðin í 3. flokki til Kefla-
víbur. FH lék gegn UM3FK. Lauk
þeim leik með sigri UMFK 1:0
og var um mjög jafna baráttu að
ræða, þax sem varnarmenn beggja
liða voru góðir. í síðari leiknum
mættuist Haukar og KFK. Og einn
ig þesisum leik sigruðu Kefla-
vikur-piltarnir — í þetta sinn
4:0.
Keppnin í 3. ftokki nær há-
marki í dag með leik Breiðabliks
og UMFK á Kópavogsvelli, en
hann hefst klukkan 4.15. Á eftir
leika Stjarnan og KFK. í Hafn-
arfirði leika bæjarliðin FH og
Haukay og hefst sá leikur klukk-
an 4.15.
Staðan í 3. flokki er þessi:
UMFK 4 3 1 0 8: 1 7
Breiðab. 4 3 0 1 16: 4 6
Framhald á bls. 15.
Á sunnudaginn vcrða liðin
10 ár frá stofnun Handknatt-
leikssambands fslands. Tíu ár
eru ekki langur tími, en á
þessum stutta tíma hefur sam
bandið slitið barnsskónum
og er í dag annað voldugasta
sérsambandiS innan ÍSÍ. l>að
hefur verið mikið lán fyrir
handknattleikinn á íslandi, að
til forustu í HSÍ hafa valizt
dnglegir og framsýnir menn.
Hefnr oft verið vitnað til
dugnaðar HSÍ-manna og er
vonandi, að þeir haldi áfram
á sömu braut. Núverandi for-
maður HSÍ er Ásbjöm Sigur-
jónsson, eins og kunnugt er,
en hann liefur átt sæti í stjórn
inni frá upphafi.
HSÍ heldur upp á afmælið
með hófi í Átthagasal Sögu í
dag á milld klukkan 3—5 og
eru allir velunnarar samhands
ins vetkomnir þangað. Hér á
eftir verð-ur getið um ýmsa
þætti í handknattleiMum á
íslandi.
Talið er, að handknattle;k-
ur hafi bonizt til landsins árið
1921 en að opdnberir kappleik
ir hafi fyrst komið til á árun-
um milli 1925 og 1930. Fyrsta
fslandsmótið var haldið innan-
Núverandi stjórn HSÍ. Fremrl röS frá vinstri: Axel Sigurðsson, Ásbjörn Sigurjónsson, form., og Jón Ás-
geirsson. Aftari röS: Rúnar Bjarnason, Elnar Mathisen, Valgeir Ársælsson og Axel Einarsson.
húiss, í iþróttahúsi Jóns Þor- húss var svo keppt árið eftir var Handknattleiksráð Reykja-
steinssonar, árið 1940. Utan- í kvcntiaflokki. 29. janúar 1942 víkur stofnað og þar með var
grundvöllurinn lagður að veru
legum uppgangi handknatt-
leiksins.
Árið 1945 þótti handkniatt-
leiksfótki sem það hetfði him-
ininn höndtrm tekið, er Hó-
logaiandshúsið fébkst til af-
nota eftir bandaríska herinn,
sivo mikil voru viðlbrigðm fró
hinum þrönga sal Jóns Þor-
steinssonar. Og 20 árum síðar
endurtekur sama sagan sig,
hinu langlþráða marki er náð:
að leika á velli af löglegri
stærð, er hin langþráða og
glæsilega Laugardalshöll kem-
ur til sögunnar. Og þá fyrst
skapast aðstaða til milliríkja-
keppni við löglegar aðstæður.
En rétt er að geta þess, að
fyrsti landsleikur innanhúss
háður á íslandi fór fram í
tþróttahúsi vamaliðsins á
KeflavíMrtflugvelIi, sem af vel-
vilja og skilningi rétti hand-
knattleiksmönnum hjálpar-
hönd. Fyrsti landsleiMr ís-
lands var leikinn gegn sví-
þjóð í Lundi, árið 1950 og sigr-
uðu Svíar 16:7, en fyrsti lands-
leiMr ísland's á heimavelli fór
fram á Melavellinum í Reykja
vík árið 1950 og mættum við
Framhald á bls. 15.
Landsiiðlð verður sennílega vallð á mánudagínn
Er nægilegt að hafa þrjá
varamenn til Spánar ?
Knattspyrna
um helgina
Margir knattspyrnuledMr
verða háðir í dag, en lítið
verður um . knattspyrmu á
morgun, kosningadaginn. Lít-
um á dagskrána:
Laugardagur:
Laugardalsv. kl. 4 Valur—
ÍBA (1. d.)
Akranesv. kl. 4 ÍA—Kefla-
vík (1. dl.)
Vestm. kl. 4. ÍBV—Fram
(Lm 3. fl.)
Akranes kl. 3 ÍA—Fram
(Lm 5. fl.)
Auk þessara leikja í lands-
mótunum fara fram í dag leik-
ir í yngrd aidursflokkunum í
RvíMrmótinu. Leika Vkingur
Framhald á bls. 15.
Alf-Reykjavík. — íslenzka
landsliðið í knattspyrnu, sem
leika á í Madrid 22. júní gegn
Spánverjum, verður sennilega val
ið strax eftir helgina. Íþróttasíð-
an hefur frétt ú skotspónum, að
KSÍ ætli eiuungis að senda 14
leikmenn til Spánar, en það er
einum leikmanni færra en venja
er að senda í keppnisferð eins og
þessa. Má í því sambandi minna
á, að Spánverjar komu hingað
með 15 leikmenn, þegar þeir léku
fyrri leikinn gegn okkur í Reykja
vík, þ.e. 11 aðalleikmenn og 4
varamenn.
Sé það rétt, að KSÍ ætli
að senda 14 leikmenn í stað 15
og hafa þá einungis 3 varamenn
með í förinni, verður það að telj
ast vafasöm sparnaðarráðstöfun,
þrátt fyrir þá staðreynd, að ein-
ungis má skipta tveimur vara-
mönnum inn á í knattspyrnuleikj
um í Olympíukeppninni, þ. e. vara
manni fyrir mark\rörð og öðrum
fyrir útispilarana. Það verður
nefnilega að taka með í reikning-
inn, að íslenzka landsliðið á langa
og þreytandi ferð fyrir höndum
og á að gista í landi, þar sem
miklir hitar eru og mataræði ó-
líkt því, sem við eigum að venj-
ast. Það er því fyrir hendi, að
menn geti veikzt áður en út í
leikinn er farið eða verið það
illa fyrir kallaðir, að þeir eigi erf
itt með að leika. Veitir þá nokk
uð af því að hafa 4 varamenn
með í förinni?
Eins og fyrr segir, verður lands
liðið valið strax eftir helgina,
sennilega á mánudaginn og bíða
margir spenntir eftir að heyra,
hvernig uppstilling þess verður.