Tíminn - 15.06.1967, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.06.1967, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGTJR 15. júnf 1967 TÍMINN „ÞAR VAR NU GEFIГ Athiygli vakti (það á laiugarda.g- inn fyrir k'psningar að fjöldi bíla var í suðurihlíðum Úlfarsfells fyrir ofan Reykjavík, og er upp í hlíðarnar var komið, m'átti sjá hópa fólks fylgjast með jeppa- aikstri, en þarna fór þá fram tor- fænuaksturskeppni Bifreiða- kluibbs Eeykjavíkur. Sextán öku- þórar tióku þátt í keppninni, 14 þeirra voru á Willys jeppum, en tveir á Gaz-jeppum (rússneskum). Að sögn formanns klúbbsins, Ás- geirs Þorvaldissonar fengust ekki aðrar tegundir en þessar tvær í keppnina, hvað svo sem því veld ur. Keppnin var tvíisikipt, og voru gefin stig fyrir hverja þraut, en þrautirnar voru aðallega fólgnar í því að aka upp brekikur og niður, og að aka um torfærur eins og nafn keppninnar 'bendir til. Rign- ingarúða gerði, er liðið var á keppnina, og gerði það 'hana erfiðari, en kannski meira spenn andi, og reyndi þá meira á öku- þórana. Ekki var laust við, að sumum álhorfendum sem óvanir eru torfæruakstri jeppa þætti nóg um, er „gefið“ var í upp brekkurn ar og bílarnir hentust til og frá á brúninni, svo að sá í „iljar“ jeppunum, en allt fór slysalaust fram. Það, sem háði keppn- inni voru hinir áköfu álhorfend- ur, sem héldu siig full nærri braut inni, sem ekið var um, en það er eins og alltaf þegar keppni fer fram, að sumt fólk virðist bók- staflega þurfa að vera með nefið í brautunum. Eins og fyrr segir, voru 14 Willys-jeppar í keppninni og röð-' uðu þeir sér í fyrstu fimm' sætin sem hér segir: 1. R-8S5S, ökumaður Pétur Guð mundsson, hlaiut 143,5 stig. 2. Y-1916, ölkumaður Engelhart Bjömsson hlaut 143,25 stig. 3. R-14496, ökumaður Vilhjálmur Öm, hlaut 141,75 stig. 4. R-12039, Sigurður Sveinbjömsson, hlaut 141,5 stig. 5. R48196, ökumaður Guðmundur Ólafsson, hlaut 138,25 stig. Mest er hægt að fá 200 stig. Þess má geta, að einn af Willys- ÓTTAR YNGVASON, hdl. BLÖNDUHLÍÐ 1, SfM! 21296 VIÐTALST. KL. 4—6 MÁLFLUTNINGUR LÖGFRÆÐISTÖRF BARNALEIKT/EKl ★ ÍÞRÓTTATÆKI Vélaverkstæð' Hernharðs Hannessonar Suðunancisbraui 12. Sinu 35810. jeppunum, Vilthjálms Arnar, er I annað sinn keppt um bikar, sem I son gat þess, að á döfinni væri með sex strokka vél. Bifreiðaklúibburinn hefur gefið í hjá klúhbnum góðaksturskeppni. Þetta er í þriðja sinn, sem keppnina. Verður keppt aftur um Fundir eru hjá klúbbnum á hverj keppnin fer fram og var nú í | bikarinn í haust. Ásgeir Þorvalds I um mánudegi í Golfskálanum. Þa8 ber ekki á öðru en sjáist undir „iljar" á honum þessum ,þegar hann kemur upp á brekkubrúnina. Hér leggur Engelhat sá sem varð' númer tvö upp gilið sem var einna mesta torfæran i allri keppninni. Séð yfir áhorfendahópinn við eina brekkuna sem jepparnir áttu að fara upp og fóru reyndar flestlr. (Tímamyndir: Kári) Á VÍÐAVANGI Farmannaverkfallið segir til sín Vísir segir frá því i fréttum í gær, að víða úti um land horfi til vandræða vegna far- imamnaveríkfállsins. Frásögn blaðsins er á þcssa leið: „Stöðvun kaupskipaflotans vegna farmannadeilunnar er nú farin að segja alvarlega til sín og er farið að bera á vöru- skorti víða um land. Einna mest um baga veldur olíuleysið, en olíubirgðir eru víða að ganga til þurrðar, einkum á Norður- og Austurlandi, svo og á Vest- fjörðum og hefur undanfarna daga verið reynt að flytja olíu milli staða eftir hálfófærum fjallvegum, frá þeim stöðum, sem þelzt eru aflögufærir. — Benzín er einnig þrotið víða og farið er að bera á skorti á mat- vörum. Til dæmis mun vera svo til kartöflulaust á Aust- fjörðum og verzlanir þar eru orðnar uppiskroppa með ýmsar nauðsynjar aðrar. Lítið sem ekkert bcnzín mun nú vera til á Akureyri og verður að flytja það frá nær- liggjandi stöðum á bflum, en þar er benzín víðast að verða uppurið og vcrður Norðurland bráðlega benzínlaust, nema að svo miklu leyti, sem hægt er að anna þörfinni með flutningi á landi að sunnan. Olíu skortir einnig á Akureyri og var sein- ustu lögginni, sem þar var til af fuclolíu lælt um borð í tog- ara í gær. Á ísafirði var búizt við að olía myndi ekki endast nema þessa viku og yrði þá ekki einu sinni til olía þar til kyndingar. í Vestmannaeyjum er búizt við að olía klárist í þessari viku og þýðir það, að um 50 bátar yrðu að hætta veiðum, eða sækja olíu til Reykjavíkur. f Reykjavík hafa hins vegar safnazt fyrir miklar birgðir, svo að jafnvel horfir til vand- ræða með geymslur, ef deilan leysist ekki sem skjótast. Augljóst er, að þó að déilan leysist fljótlega, verða fyrir- sjáanlegir örðugleikar næstu vikur og jafnvel mánuði, þar sem langan tíma tæki að birgja upp af olíu og öðrum nauðsynj- um víða um land og yrði fyrsta kastið að skammta hverjum stað smáslatta til þess að bæta úr þurrðinni“. Hvað gerir ríkis- stjórnin? Framangreind lýsing Vísis á afleiðingum farmannaverkfalls- ins er athyglisverð. Hún sýnir, að það er orðið mjög aðkall- andi að leysa deiluna. Það verð ur hins vegar vart gert, án að- stoðar ríkisstjórnarinnar. Far- menn styðja kröfur sínar glögg um rökum. Afkoma skipafélag- anna er hins vegar þannig, að þau geta illa risið undir hækk- unum, nema létt verði af þeim einhverjum þeim byrðum, sem ríkisvaldið leggur á þau. Það er hér, sem ríkisstjórnin verð- ur að koma til sögu. Hún hef- ur marga möguleika til að greiða fyrir skipafélögunum. Það gat verið afsakanlegt, að ríkisstjórnin léti þessi mál afskiptalítil eða afskiptalaus meðan kosningahríðin stóð nú. Nú er henni lokið og ríkis- stjórnin getur óskipt snúið sér að verkefnunum, ef hún hefur vilja til þess. Annars vofa vax- Framhald á bls. 15. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.