Tíminn - 15.06.1967, Blaðsíða 13

Tíminn - 15.06.1967, Blaðsíða 13
 Slasaðist á knatt- spyrauvelli í fyrrakvöld slasaðist 15 ára pilt ur á Akureyri, er marksúla féll ofan á hann. Marksúlan er úr járni og því þung. Talið er að pilt- urinn hafi hangið í markslánni en súlan lét undan. Hlaut hann mikla áverka á andliti og er álit- ið að pilturinn sé kjálkabrotinn og jafnvel nefbrotinn. Slysið vildi til kl. 20,40 og s. 1. nótt flaug Tryggvi I-Ielgason með piltinn til Reykjavíkur og liggur hann nú á Landsspítalanum. afni frjáls- íþróttamanna Á fundi með blaðamönnum ný- lega skýrði stjóm Frjálsíþrótta- sambands íslands fná verikefnum islenzkra frjálsíþróttamannja á þessu sumri. Hér á eftir verður getið um þátttöku þeirra í mótum erlendjs. Bikarkeppni Evrópu í Dublin 24.—25. júní. Riðlakeppni fer fram í nokkr- um borgum Evrópu á i*;ssum iHmia, en í okkar riðli keppa auk íslands Belgia og írland. Luxem- burg hefur hætt við þátttöku í keppninni. Einn keppandi er í faverri grein. Gent er ráð fyrir aukakeppni í írlandi á eftir. Við höfum gert okkur von um lands- keppni við Skota í þessari ferð, en úr þvi getur ekki orðið að þessu sinni. Tugþrautarkeppni í Khöfn 1.—2. júlí. Tu'gþrautarkeppni í Kaupmanna höfn. Mót þetta er haldið í sam- bandi við 800 ára afmæli Kaup- mannahafnar. Óvíst er um fjölda þátttakenda héðan. Landskeppni unglinga 11.—12. júlí. Landskeppni unglinga milli Noregs, Finnlands og Sviþjóðar, sesm háð verðux í Stavanger í Nor egi. Þetta er árleg keppni þess- ara landa og hefur Frjálsíþrótta- samibandið nú óskað eftir því að nokkrir íslenzkir unglinigar gætu tekið þátt í þessu móti, ef ein- stök félög eða faéraðssambönd vildu senda sína beztu unglinga til þessarar keppni. Sambandsað- ilar eru vinsamlega beðnir að hafa samband við stjórn FRÍ um þetta mál. Danir hafa oft átt einstaka þátttakendur í þessu móti. Meistaramót Norðurlanda 16.—17. sept. Meistaramót Norðurlanda í tug þraut haldið í Kaupmannafaöfn. Óvíst er um fjölda þátttakenda faéðan. Landskeppni í tugþraut 27.—28. september. Landskeppni í tugþraut í Schwerin í Austur-Þýzkalandi. | Keppendur verða 3. Boð hafa borizt um þátttöku í fleiri mótum, t. d. í Skptlandi, en ekkert hefur verið ákveðið um þáttJtöku í þeim. Framtíðarverkefni. Ólympiunefnd faeíur nýlega ákveðið þátttöku íslands í sum- arleikunum í Mexfkó á næsta ári. Ennfremur gerum við ráð fyrir landskeppni við Dani og S'kota á næsta ári. Næsta Evrópumeistara mót verður háð í Aþenu 1069. KR-ingar stálu senunni, komu á þyrlu til Akraness Til tals hefur komið að fresta þremur leikjum í 1. deild, sein fram eiga að fara á sunnudaginn. Samkvæmt leikjaskránni á Fram að leika á Akranesi, Valur í Keflavík og á Laugardalsveliinum eiga KR og Akureyri að leika- Á- stæðan fyrir frestun, ef úr verður, er sú, að landsliðið á að fara utan á þriðjudaginn, en landsleikurinn í Madrid fer fram á fhnmtudaginn. Afstaða landsliðsnefndar, sem fer fram á frestunina, er að mörgu leyti skiljanleg, þar sem slysahætta er alltaf fyrir hendi og liún getur ekki val- ið leikmenn fyrir utan 20 manna hópinn. En þegar til- lit er tekið til hins þrönga leikjaprógranis, er frestun á þremur leikjum vafasamt fyrir tæki. Útilokað er að koma þess um Ieikjum fyrir fyrr en ein- hvern tímann í ágúst. í ágúst eru fáir mótleikir, enda er sá mánuður hugsaður sem frí- mánuður knattspyrnumann- anna. Hafa sumir þegar geng- »ii_mii.ifiii'Xiiri j.MMMaMmin ið frá utanlandsför á þeim tíina, en þeir yrðu að hætta við hana, ef leikjunum á sunnudaginn verður frestað. Þetta virðist kannski ekki vera merkileg afsökun, en er af- sökun þó. í mótskipulaginu verður að gera ráð fyrir ein- hverju liléi, sem knattspyrnu- menn geta notað til sumar- leyfa. Burtséð frá þessu, væri frest un á leikjunum þremur vafa- söm frá því sjónarmiði, að íslandsmótið yrði gert að al- gerri hornreku. Þegar spénna er að myndast í mótinu, er allt í einu kippt í spotta og leikjum frestáð. Öll spenna fýkur út í veður og vind. Auð- vitað er erfitt að gera upp á milli íslandsmótsins og lands- leikja, en þegar það er haft í huga, að leikirnir þrír eiga að fara fram á sunnudegi, eu landsleikurinn ekld fyrr en á fimmtudegi, virðist ástæðu- laust að fresta leikjunum. —alf. Þróttur mátti þakka fyrir sigur á Selfossi Fyrsti 2. dcildar leikurinn á Selfossi fór fram í fyrrakvöld og léku heimamenn gegn Þrótti á grasvellinum. Þróttur vann leik- inn 2:1, en í heild var leikurinn mjög jafn samkvæmt frásögn fréttaritara íþróttasíðunnar á Sel- fossi, og voru hinir ungii Selfyss- ingar óheppnir að krækja a.m.k. ekki í annað stigið. Öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik, en í síðari hálfleik átti miðherji Selfoss, Sverrir Einarsson nokkur mjög góð marktækifæri, en mistóksl að skora. Fyrsta mark leiksins skoraði Gylfi Gíslason, hinn efnilegi unglinsalandsliðs- maður Selfyssinga. en Hteukur Þor valdsson jafnaði fyrir Þrótt. Sig- urmarkið skoraði Axel Axelsson. — Leikinn dæmdi Einar Hjartar- son og var slakur. Virðist Einar ekki vera í æfingu. — Með þess- um úrsiitum eru Þróttur og Breiðabliik jöfn og efst í a-riðli 2. deildar, hafa hlotið 3 stig úr 2 leikjum. Selfoss hefur leikið tvo leiki og ekkert stig hlotið. Og Siglfirðingar, fjórða liðið í riðlinuim, hefur ekki byrjað keppni enn þá og hefur þar aí leiðandi ekkert stig hlotið. Það vakti almenna gremju knattspyrnuáhugamanna fyrir austan, að leikurin í gærkvöldi var lítið sem ekkert auglýstur. Þar af leiðandi kom færra fólk að horfa á leikinn en ella. Móta- nefnd má ekki gleyma 2. deildar leikjunum, þótt mikið sé að gera fajá henni. Handknattleiks mótið í Hafnar- firði og Vestm.eyjum íslandsmótið í handknattleik utanhúss verður háð í Hafnarfirði og Vestmannaeyjum. Fer keppni í meistaraflokki karla og kvenna fram í Hafnarfirði frá 20. júlí til 20. ágúst og verður keppt á mal- bikuðum velli, eins og áður hef- ur verið skýrt frá. Keppnin í 2. flokki kvenna verð ur háð í Vestmannaeyjum og fer fram dagana 22. og 23. júlí. Þessi skemmtilega mynd er frá leik 'Fram o<j Vals í fyrrakvöld. Þarna hafa Framarar sótt að Vals-markinu, en Gunlaugur Hjálmarsson (sem margir kalla 12. Framarann í gamni, þegar Valur og Fram leika), tekst að bjarga á síðustu stundu. Það er Helgi Númason, nr. 10, sem sæklr að. Fyrir aftan fylgjast Sigurjón, Val, Hreinn, Fram, Árni Val og Halldór, Val, með. (Tímamynd: Gunnar). og unnu 3-1 Alf-Akranesi, miðvikudag. KR-ingar og Akurnesingar börð ust af miklum krafti og eldmóði í gærkvöldi við undirleik brims- ins á Langasandi. Það var KR-dag ur á Akranesi í orðsins fyllstu merkingu. Þeir unnu leikinn 3-1 y og stálu senunni að öðru leyti, því að tveir af leikmönnum liðs- ins, þeir Bjarni og Gunnar Felix- synir komu með þyrlu til Akra- ness. Vakti þyrlan ekki minni at- faygli en sjálfur leikurinn. Það er skemmst frá því að segja, að KR-ingar voru allan tím- ann betra liðið. Baldvin skoraði 1-0 á 10. mínútu og bætti síðan öðru marki við á 40. mínútu. Gunn ar Felixson skoraði 3-0 á 35. mín- útu síðari hálfleiks, en Björn Lárusson skoraði eina mark Ak- urnesinga rétt fyrir leikslok. STAÐAN Valur 3 2 1 0 6:4 5 Keflavík 3 2 0 1 3:2 4 KR 2 2 0 0 4:1 4 Fram 2 1 1 0 4:3 3 Akureyri 3 0 0 3 3:6 0 Akranes 3 0 0 3 2:6 0 EBWMTra&A'GER 15. júni 1967 SÞRÓTTIR TÍMINN anrrm R Verður Islandsmótið hornreka enn einu sinni?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.