Tíminn - 22.06.1967, Side 9

Tíminn - 22.06.1967, Side 9
FIMMTUDAGUK 22. júní 1967. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánssön, Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastjóri: Steingrimur Gíslason Ritstj.skrifstofur t Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræti 7 Af. greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300 Askriftargjald kr 105.00 á mán innanlands. — t lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. t. Samvinnubú Framsóknarmenn hafa á undanförnum þingum flutt frv. til laga um samvinnubú. Tilgangurinn með setningu siíkra laga er sá að auðvelda mönnum að efna til sam- vinnubúskapar, ef áhugi er fyrir hendi. Höfuðrök fyrir frumvarpinu hafa verið þessi: Sökum fólksfækkunar í sveitum, hefur einyrkjubú- skapur færst mjög í vöxt. Reynslan sýnir, að hann hefur mikla annmarka. Starf einyrkians er mjóg bindandi. Hann þarf einn að leysa af hendi margvísleg verkefni, sem hann er misjafnlega fallinn til að vinna, og ef annað hjónanna á sveitaheimilinu forfallast um lengri eða skemmri tíma, þá getur það valaið miklum örðugleikum, þar sem einyrki á í hlut. Nauðsyn ber til þess, að leitað sé ráða til að skapa sveitabúskapnum sem mest öryggi. Til eru sveitir hér á landi, þar sem það er algengt, að skyldfólk vinni saman að búskap. Slíkur samvinnubú- skapur, þótt óformlegur sé víðast hvar, hefur víða gefið góða raun. Aukin samvinna í búskap ætti að geta valdið breytingum til bóta. Áhugi, framtak og félagshyggja einstaklinganna ræð- ttr úrslitum um það, hvort samvinnubúskapur nær út- breiðslu og blómgast. Reynslan ein fær úr því skorið, hver þróunin verður að þessu leyti. En augljóst er, að samvinnubúskapur hefur ýmsa kosti og mun gera sveita- fólkinu kleift að losna við annmarka, sem einyrkjabú- skap fylgja. Þar sem tveir bændur eða fleiri starfa saman að búrekstri, getur komizt á hagkvæm verkaskipting, framkvæmdir orðið hlutfallslega meiri en hjá einyrkjum, vélaaflið notazt betur og búin urðið hlutfallslega stærri. Það má þó telja enn mikilvægara, að með samstarfi í bú- skap skapazt öryggi, þannig, að búið verður ekki í bráðri hættu, þótt einn maður forfallist. þar sem samstarfsmenn hlaupa þá undir bagga. Með samvinnubúskap mun og gefast kostur á meira frjálsræð: til að taka þátt í nútíma þjóðlífi en einyrkjabúskapur leyfir. Samkvæmt framansögðu hafa Framsóknarmenn talið það tímabært, að með löggjöf verði lagður grundvöllur að stofnun samvinnubúa, svo ið þeir, sem hefðu áhuga fyrir slíkum búrekstri, geti stuðzt við löggjöf og notið heldur hjálpar í þeim efnum en hið gagnstæða. * Mbl. gefur Bjarna ráð Blöð Sjálfstæðisflokksins gera sér mjög tíðrætt um ósigur stjórnarandstöðunnar í kcsmngunum Staðreyndin er þó sú, að fylgi stjórnarflokkanna lækkaði úr 55,6% í 53,2% af greiddum atkvæðum, eða um 2.4%. Þá telja íhaldsblöðin, að aðalandstöðuflokkurinn, Framsóknarflokkurinn. hafi beðið mikinn ósigur. Fram- sóknarflokkurinn hélt þó hlutfal slega sama tylgi og 1963, en þá fékk hann hlutfallsiega meira atkvæðamagn en nokkru sinni fyrr. Sé þetta ósigur, hvað er þá að segja um aðalstjórnar- flokkinn, Sjálfstæðisflokkinn9 Hlutdeiid hans í greiddum atkvæðum stóð ekki i stað. neldur lækkaði úr 41.4% í 37,5%, eða um nær 4%, miðað við kosningarnar 1963. Mbl. segir, að Eysteinn Jcnsson eigi að draga þá ályktun af úrslitunum að legg.ia niður flokksforustu. — Hvað þá um Bjarna Benediktsson: Flokkur Eysteins stend ur i stað, en fiokkur Bjarna stórtapar. Verður þetta skilið öðru vísi en að Mbl. sé að gefa Biarna dulbúið ráð? Nú er að sja, hvernig Bjarni tekur þvi. TIMINN ERLENT YFIRLIT Árás israelsmanna mun skapa aukið hættuástand í framtíðinní Aldrei vonminna um samkomulag milli þeírra og Araba SITTHVAÐ er farið að benda til þess, að það get.i sann- azt á ísraelsmönnum, að skamma stund verður hönd höggi feginn. ísraelsmenn unnu óneiitanlega frækílegan sigur í árás sinni á Arabaríkin, en þeg- ar sigurvíman iíðux hjá er senni legit, að það Komi í ljós, að sigurinn hafi fremur aukið vandann en leyst hann. Fjand- sklaipurinn, sem hefur aðskilið Araba og ísraelsmenn, hefur aukizt og mun valda ísraels- mönnum mikilli áhættu í fram- tíðinni. Það er nú orðið augljóst, að það voru ísraelsmenn, er hófu árásina á Araþaríkin. Jafnframt sr það Ijósit af undirbúningi ísHcjelsmanna, að þeir hafa beðið eftir tækifæri til að gera hana. Trú þeirra hefur ^erið sú, að þeim væri nauðsrynlegt að lama Arabaríkin áður en þau yrðu hernaðarlega of sterk Þetta máttu Arabar vita og þv er ekki hægt hu.gsa sér stór felldari skyssu en þegar Nass er heimtaði varðsveitir Samein uðu þjóðanna burtu og þann- ' aði ísraelsmönnum siglingar um Akabaflóa. Við nánari atihugun mi>n Nasser hafa séð, að hann var búinn að tefla af sér, því að hann fékk mjög tregan stuðn ing Rússa, en bæði Bandaríkin og Bretland lýstu yfir því, að þau myndu gera ráðstafanir til að tryggjia frjálsar siglingar um flóann. ísraelsmenn þurftu því ekkert að óttast í þeim efn- um. Það mál hlaut fljótlega að leysast þannig, að Nasser yrði að láta undan síga. Nasser virð ist líka hafla verið farinn að undirbúa undanhaldið, því að kvöldið áður en ísraelsmenn hófu árásina, var tilkynnt að tveir egypzkir ráðherrar væru á förum vestur um haf til við- ræðna við Johnson forseta. ísraelsmenn hafa bersýnilega óttast, að tækifærið væri að ganga þeim úr greipum, því að næstu nótt geirðu þeir árásirnar á flugvelli Egypta. Þeir reynd- ust óviðbúnir. Flugvélar þeirra voru gereyðilagðar og þar með voru endalok styrjaldarinnar ráðin. ÞEGAR vopnahléð komst á, stóðu málin þannig, að ísra- elsmenn voru búnir eð laka her skyldi margfallt stærra land en ríki þeirra nær yfir. Mesf af því, Sinaiskaginn, er eyðimörk Verðmætasta hertekna landið er sá hiuti Jórdaníu, sem er vestan Jórdanárinnar, og Gaza svæðið, sem heyrir undir Eygyptaland. Æsingtaimenn með al ísraelsmanna vilja engu skila af þessu landi aftur. en þeir, sem ábyrgari eru, vilja Sinaiskagann af hendi, ef Isra- elsmenn fá tryggðar frjálsi-m siglingar um Suezskurðinn og Akabaflóa Hinsvegar vilja þeir halda Gaza-svæðinu og þeim hluta Jórdan, sem er vestan Jórdanár. Hið síðasta þýðir í reynd endalok Iórdar,íu. Hér er um að ræða iang frjósam- Leví Eskol asta hluta Jórdaníu, þar sem helmingur íbúa landsins býr. Ef Jórdanía missti þetta land, væri sjálfstæð tilvera landsins úr sögunni. Þá virðast ísraelsmenn allir sammála um að láta ekki Jerú- salem aftur af hendi, en henni v*r áður tvískipt milli ísraels og Jórdaníu. MEÐAN ístraelsmenn láita það í veðri vaka, að þeir ætli að notfæria sér sigurinn til land. vinninga, er vafalítið útilokað, að Araþar fáist að samninga- borðinu. Þeir vilja ekki koma þangað sem sigraðir menn, eins og ísraelsmenn gera raunveru lega kröfu til. Landa-kröfur ísraelsmanna standa þegar í yegi þess, að nokkrar við- ræður geti átt sér stað. Hætt er við, að ísraelsmenn þaki sér með þessu andstöðu miklu fleiri en Araba. Sú stefna á vaxandi fylgi i heim- inum, að landamærum megi ekki breyta með vopnavaldi. Hinar nýfrjálsu þjóðir Asíu og Afríku fylgja fast þessari stefnu. Þær eru því liklegar til að standa með Aröbum gegn landvinningakröfum ísraels- mianna. Þá mun það ekki aðeins valda andstöðu Araba, ef ísraelsmenn innlima alveg Jerúsalem. Þ«ð mun sæta harðri mótspyrnu allra M ú ham eðstrú a rman na, hvai sem er í heiminum. Því hefur páfinn Lagt til. að Jerú- salem verði sett undir alþjóð- lega stjórn. EN JAFNVEL þótt landvinn- ingakröfur ísraelsmannia stæðu ekki í vegi samningaviðræðna, er samt eftir erfiður þröskuld- ur, sem fram að þessu hefur spillt sambúð ísraeismanna og Araba framar öllu öðru. Þegar ísraelsmenn stofnuðu ríki sitt, ráku þeii mörg hundruð þús- unda Arab > bnrtu ^ss-i' apd flótta Arabar, sem enn hafast flestir við í hálfgerðum íanga. búðum á framfærslu S. Þ-, telja nú orðið meira en eina milljón. Það hefur verið meginkrafa Araba, að þeir fengju að fars heim til ísraels aftur. Allsherj arþing Sameinuðu þjóðanna hef ur hvað eftir annað skorað á ísraelsstjórn að leyfa heim- flutning þeirra, en hún neitað Meira en helmingur þessara dndflótta Araba hafast við á Gaza-svæðinu og þeim hluta Jórdaníu, sem Ísraelsmenn hafa hertekið. Margir þeirra hafa reynt að flýja austur yfir Jórdlamána, en langflestir eru þó enn á yfirráðasvæði ísraels mianna. Hlutlausir fréttaritarar hafa skýrt frá því, að ísraels- menn umgangist þetta flótta- fólk með fyllstu lítilsvirðingu og harðýðgi, eða ekki ólíkt og Þjóðverjar umgengust Gyðinga á fyrstu valdaárum Hitlers. Hætt er við, að framkoma ísraelsmanna við þetta flótta- fólk verði til að auka enn hatr- ið miUi þeirra og Araþa- Og aug Ijóst er, að sambúð Araba og ísraelsmanna kemst aldrei í viðumanlegt horf meðan þetta flóttamannamál er óleyst- Arab- ar munu aldrei sætta sig við annað en a. m- k. einhver hluti flóttafólksins fái að hverfa heim aftur. ‘I t Ti'- EINS OG NÚ hof'iir', virðisi það aldrei hafa verið vonminna, að samkomulbg náist milli ísraelsimanna og Araþa. Til við- bótar sárindum Araba vegn-a ó- sigursins, koma landvinningv kröfur ísraelsmanna og enn hörmulegri aðbúð fióttafólksins en áður. Fyrir Araba tjáir ekki_ annað en að viðurkenna, að ísraels- ríki er til og mun verða það. Margit bendir til, að þeir myndu óbeint vera búnir að gera þetta, ef ísraelsmenn hefðu hjálpað til við lausn flótta- mannamálsins. í því máli bafa ísraelsmenn hagað sér óhyggi lega. Við þetta bætist nú sigur stolt þeinra og landvinninga- Krnfur. Meðan það ástand helzt næst ekkert samkomulag milli þeirra og Araba. Arabar munu þá hefjla undirbúning næstu styrjaldar og munu njóta meiri samúðar þjóða í Asíu og Aflríku en áður. ísraelsmenn verða að leggja meira á sig veðna land- varna en þeir haf a getu til. Vel getur farið svo, að báðir aðillar stefni að því að fá gereyðingar- vopn til umráða og fjandskap þessum ljúki með rústum stór- borga í ísrael og Arabalöndum. Fyrir ísraelsmenn væri hyggi legra með tilliti til framtíðar- innar að stefna að bættri sam- búð við Araba en að ágirnast lönd þeirra. Vinir Ísraelsmanna eiga að stuðla að því, að ísrael falli frá liandvinningakröfum sínum og flaki eðlilegan þátt í lausn flóttamannamálsins. Þá mætti segja, að ísraelsmenn kæmu með framrétta hönd til sátta- Það væri og vegurinn til að tryggja öryggi ísraels til frambúðar. Hitt er hættuleg leið, ef ísraelsmenn nota nú sigurinn til landvinninga, sem munu aukia haitrið og ósátt- fýsina og viðhalda striðshætt- unni í Austurlöndum nær um ófyrirsjáanelga framtíð. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.