Tíminn - 22.06.1967, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 22. júní 1967.
ÍÞRÓTTIR TÍMINN i ÍÞRÓTTIR
13
\
Næstu leikir
Sundmeistaramót íslands hófst á mánudagskvöld I nýju laugunum I Laugardal. Á myndinni sóst viðbragð i 400 metra skriðsundi karla, en sigur-
vegari í þeirri grein varð Árni Kristjánsson, SH (á 5. braut), Um helgina fer svo aðalhluti mótsins fram. (Tímamynd ísak).
Næsti leikur í 1. deild í knatt-
spyrnu er leikur Vals og KR á
mánudagskvöld á Laugardalsvelli.
Á þriðjudaginn verða háðir tveir
leikir, en þá leika Akureyri og
Akranes á Akureyri og Fram og
Keflavík á Laugardalsvelli.
Ellert Schram og
Ársæll leika með
landsliðinu í dag
Jahsin, hinn tffeimsfrægi markvörður, varði mark Sovétríkjanna í leiknum f Helsinki í fyrrakvöld. Á myndinni
hér að ofan sjáum við kempuna á æfingu daginn fyrir leikinn.
Magnús Pétursson var fulltrúi
Islands í leiknum í Helsinki
Urvalslið Norðurlanda, skip-
að 5 finnskum leikmönnum, 2
&vrám, 2 Norðmönnum, og 2
D&uun, gerði jafntefli við Rússa
í afmælisleik finnska knattspyrnu
sambandsins, sem háður var í Hels
infei í fyrrakvöld. Urðu lokatölur
MMaMWMHW
2-2. Leikurinn vakti mikla athygli
og mikið skrifað um hann í blöð-
um á Norðurlöndum. Eins og
koniið hefur fram, átti íslatul eng
an fulltrúa í úrvalsliði Norður-
landa, en Magnús Pétursson, dóm
ari, var af blöðunum talinn full-
Næsta NM
haldið á
fslandi
Á norrænni knattspyrnuráð-
stefnu, sem haldin var í Hels-
inki nýlega, var samlþykkt, að
næsta Norðurlandamót ungl-
inga í knattspyrnM, verði hald
ið á íslandi. Hér er átt við,
lið sem skipuð eru leikmönn-
um 18 ára og yngri. Yrði það
í fyrsta skipti, sem slíkt mót
er haldið á íslandi, en mótið
hefur áður verið haldið á öll-
um hinum Norð-urlöndun
um nema Finnlandi, en í næsta
mánuði verður mótið fyrir ár-
ið 1967 haldið þar. Frá þessu
er skýrt í danska blaðinu Ber-
lingske Tidende” í fyrradag.
ísiland tók fyrst þátt í Norð-
urlandamóti unglinga 1965, en
þá var mótið haldið í Svíiþjóð.
í fyrra var mótið haldið í Nor-
egi og gerði ísl. liðið þá jafn-
tefli við Svía. Dagana 8. —
16. júlí n.k. verður mótið háð
í Finntandi.
trúi íslands í leiknum — og þar
með áttu öll Norðurlöndin aðild
að honum.
Þess má geta, að meðal áhorf-
enda að leiknum voru Kekkonen,
Finnlandsforseti og Sir Stanley
Rous, forscti alþjóðaknatt-
spyrnusambandsins.
Alf — Reykjavík. — Síðari
landsleikurinn milli íslendinga,
og Spánverja verður háður í Mad
rid í dag og hefst Ieikurinn klukk
an 5.15 eftir íslenzkum tíma. fs-
lenzka landsliðið hefur nú verið
tilkynnt, og í Ijós kemur að tvær
breytingar eru frá síðasta leik.
Ellert Scliram, KR og Ársæll
Kjarlansson, KR, koma inn fyr
ir þá Ingvar Elíasson og Högna
Gunnlaugsson.
Ekki liggur alveg ljóst fyrir,
hvaða leikaðferð íslenzka liðið
mun leika í dag, en samkvæmt
uppslillingunni verður líklega leik
ið „4-3-3“. Verður Ellert Sohram
þá tengiliður á miðjunni ásamt
þeim Eyleifi Hafsteinssyni og
Magnúsi Torfasyni. Annars verð-
ur liðið þannig skipað: Markvörð-
ur Guðmundur Pétursson, KR.
Bakverðir Árni Njálsson, Val,
og Jóhannes Atlason, Fram. Mið-
verðir Sigurður Albertsson, Ketla
vík og Ársæll Kjartanss’on, KR,
Tengiliðir Ellert Sohram, KR,
Magnús Torfason, Kcflavík os
Eyleifur Hafstcinsson, KR. Fram-
íherjar Elntar.Geirsson, Fram, Her
mann Gunnarsson, Val og Kári
Árnason Akureyri.
Engu skal spáð um úrslit lei'ks-
ins, en minna má á ummæli Reyn-
is Karlssonar, landsliðsþjálfara í
viðtali við íþrótlasíðu Tímans fyr-
ir utanferðina, en hann sagði, að
íslenzka liðið væri samstillt, en
aðstæður væru erfiðar. Var Reyn-
ir greinilega hræddur við
hinn mikla hita, sem er á Spáni
um þetta leyti, og jafnframt ótt-
aðist hann, að hið þunna loft í
Madrid gæti háft slæm áhrif á ísl.
piltana. En hvað um það, við skul
um vona, að liðinu gangi vel í
dag, og að við getum birt góðar
fréttir í blaðinu á morgun.
Halda ut-
dag
an í
Alf — Reykjavík. — ís-
lenzka landsliðið í frjáls-
íþróttum heldur utan í dag
en um helgina fer^ fram
keppni í Dulblin á frlandi
milli íslands, írlands og
Belgíu í undanrás Evröpu
bikarkeppninnar í frjáls-
íþróttum. Alls eru 13
keppendur í hópnum, auk
fararstjóra, Þórðar B. Sig-
upðssonar o| þjálfarans Jó-
hannesar SæniUndssonar.
Keppnin í Dublin fer
fram á laugardag og sunnu
dag en á þriðjudag munu
nokkrir úr ísl. hópnum taka
þátt í alþjóðlegu móti í
Cork. — íþróttasíðan óskar
ísl. frjálsíþróttamönnun
um góðrar ferðar og góðs
gengis.
Frá aðalfuaidi Bridgesambands íslands:
Fríirík Karísson var endur-
kjörinn formaíur sambandsins
Aðalfundur Bridgesambands ís-
Iands var haldinn í Domus Med-
ica þann 13. júní. Á aðalfundin-
um voru mættir fulltrúar frá
bridgefélögunum í Reykjavík,
Kópavogi, Hafnarfirði og Kefla-
vík.
Forseti sambandsins, Friðri'ít
Karlsson og gjaldkeri, Kristjana
Steingrímsdóttir, fluttu skýrslu
stjórnarinnar. Var hagur sam-
bandsins góður á sl. ári. Góð þatt
taka var í öllum mótum, sem
gengizt var fyrir og m.a. haldið
fjölmennarsta Islandsmótið til
þessa.
Nú er unnið að því að ssnda
sveit til keppni á Evrópumeistara
mótið í Dublin í haust en þa-ngað
m-un fara sveit Halls Símonar-
sonar, íslandsmeistari árið 1967.
Á næsta ári eru einnig mikil
verkefni fyrir höndum, þar sem
er Norðurlandamótið í Svíþjóð
og Olympíumótið í Frakklandi.
Þá kom fram mikill hugur hjá
stjórn sambandsins og þingfull-
trúum þess efnis, að reynt yrði
að festa kaup á húsnæði fyrir sam
tökin.
Fyrrverandi forseti sambands
ins, Sigurjón Guðmundsson,
Framhald á bis. 15.