Tíminn - 28.06.1967, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.06.1967, Blaðsíða 1
Auglýsing í TÍMANUM kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. Gerist áskrifendur að TIMANUM Hringið í síma 12323 GEIMFARARNIR FARA SENNILEGA EKKI I ÚSKJU VEGNA SNJÚA Gifurlega umfangsmiklar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar hvarvetna þar sem Kosygin hefur verið á ferð. 'Fyrir miðju sézt Kosygin, forsætisráðherra, Dobrynin, sendiherra í Bandaríkjunum og Gromyko utanríkisráðherra. Þeir eru að yfirgefa aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna til þess að halda til fundar við Johnson, forseta. Að baki sjást lögreglumenn og öryggisþjónustumenn. MIKIL LEYND HVÍLIR YFIR FUNDUM KOSYGINS 0G CASTRO Hittast de Gaulle og Kosygin á laugardag? NTB-París og Iiavanna, þriðju að Aleksej Kosygin, forsætis en frain að þeini tíma myndi dag. ráðherra Sovétríkjanna myndi liann dveljast á Kúbu, þar sem Haft var eftir áreiðanleg- á laugardag eiga viðræður við hann hefur rætt við Castró. nm heimildum í París í dag, de Gaulle, Frakklandsforseta Framhald á bls. 15. KJ-Reykjavík, þriðjudag. Líklegt er að ekki verði af því að bandarísku geimfararn ir fari norður í Öskju til jarð- fræðirannsókna og náttúru- skoðana, vegna þess hve mikill snjór er ennþá á Öskju-svæð- inu. Eru miklir snjóskaflar á vegin- um sein liggur í gegn um nýja hraunið upp að gígnum. Þá er mikil! snjór á öllu Öskjusvæðinu, að þvf er ferðalangar sögðu, sem farið hafa þangað. þá er snjór- inn, sem féll nú á dögunum, ekki enn horfinn, hvað þá fannir vetr- arins. Er líklegt að geimfararnir bandarisku hafi lítið að gera í Öskjv.. því að ekki hefur heyrzt að snjór sé á tunglinu, en geimfar arnir sem hingiað koma eru að þjálfa fyrir væntanlegar tunglferð ir sem kunnugt er. Þá var ráðgert að geimfararnir færu suður Sprengisand, en þar er nú mjög blautt um, og líkleg ast ekki fært bílum, jafnvel þó að Guðmundur Jónasson fjallabíl- stjóri sé þar við stýrið, en hiann og hans menn munu aka geimför unum hér. Nokkrar ferðir hafa verið farn- ar í Öskju frá Mývatni í sumar, og hefur fólk þurft að ganga nokk- uð langt frá bílum til þess að kom ast að Víti og Öskjuvatni. Á þess- um slóðum var 20 manna hópur úr brezka hernum fyrir nokkrum dög um og tóku þeir sér skóflu í hönd og ætluðu að moka sér braut en urðu að gefast upp þrátt fyrir góð an vilja Annað aða svæði sem geimfar- arnir átu að skoða, er Veiðivatna svæðið, en þarjgað mun fært núna, og fara þeir þvi líklegast þangað og bá á einhvern annan -stað. Geimfararnu. sca, kjii.. u.ngað, eru 23 talsins, og var í upphafi ráðgert að þeir færu norður í Herðuhreiðarlindir í flugvélum eða bílum, en flughraut er skammt frá skála Ferðafélags Akureyrar í Herðubreiðarlindum og geta lent þar nokkuð stórar flugvélar — jafnvel Dakotavélar, ef vindátt er hagstæð. Sáðan átti að fara með bílum inn í Öskju, dvelja þar í einn dag við jarðfræðiathuganir og náttúruskoðun, en halda síðan niður í Mývatnssveit og þaðan suður í Bárðardal og halda á Sprengisand, í Veiðivötn. Ekki er vitað til þess að neinir bílar hafi farið Sprengisandsleið í sumar, en ferðaiangar hafa komizt upp á Búðarháls, þrátt fyrir að blautt hefur verið um. Jarðfræðingarnir Sigurður Þór- arinsson og Guðmundur Sigvalda- son eru leiðangursstjóra gedmfar- anna til ráðuneytis um ferðir þeirra hér á landi. ROLLING ENGIN SEL VEIÐI í ÁR VEGNA VERÐFALLS Á SELSKINNUM OÓ-Reykjaivík, þriðjudag. Mikið verðfall hefur orðið á selskinnum á ueimsmarkaði og af því leiðir að mjög lítið hefur verið veitt af sel hér á landi i vor. Hafa útflytjendur selskinna tilkynnt þeim bændum, sem aðal- lega hafa stundað selveiðar undanfarin ár að þeir skyldu ekki leggja í mikinn kostnað við þessar veiðar þar sem óvíst væri, að hægt sé að selja skinn af vor- kópum nema undir kostnaðarverði. Aðalástæðan fyrir vcrðfalli sel- skinnanna er, að víða hefur verið rekinn mikill áróður gegn því, að þau séu notuð í peisa, og byggist þessi áróður á því, að miklar sögu sagnir hafa gengjð um, að kópar séu flegnir lifandi í Kanada og Aiaska og standa dýraverndun- FYRSTA JIIRTIN BLOMGAST I SURTSEY ES-Reykjavík, þriðjudag. — Sturla Friðriksson og þeir grasafræðingarnir sáu þarna fyrstu jurtina, sem ber blóm i eynni svo að vitað sé, sagði Sig- nrður Þorarinsson, jarðfræðing- ur þegar blaðið hafði samband við hann í dag og innti hann frétta af för þátttakenda í Surts eyiarráðstefnunni út í eyna i gær. — Það var fjörukál, sem hefur vaxið í eynni tvö s.l. ár, en ekki fundizt blómgað fyrr. Þeii fundu einnig þriðju tegund ina af æðr: plöntum. sem finnst í eynni, fjöruarfa, en áður höfðu fundizt þar fjörukál og melgresi. — Ferðin gekk annars ágæt- Lega, nema hvað útlendingunum hefur ef til vill þótt heldur slarksanjt i Surtsey. Við flug- uji til Vestmannaeyja um há- degið og fórum þaðan með varð skipinu Þór til Surtseyjar. Þar dvöldumst við góða stund, og fórum svo um borð í Þór aftur, m fengum þá fregnir af því, að Elugvöllurinr. í Vestmannaeyj- um væri iokaður. Þá varð úr, að við sigldum til Þorlákshafnar og komum þangað á öðrum tím ani’m , nótt. Þaðan var svo ekið til Reykjavíkur. arfélög fyrir þessum áróðri. Hef- ur þetta orðið til þess, að konur vilja ekki láta sjá sig í flíkum úr selskinni, sem voru áður að ná svo miklum vinsældum, sem fóru vaxandi. Fleiri ástæður koma þó til. Verð á skinnum og húðum yfirleitt heí ur farið lækkandi vegna vaxandi framboðs og má i þvi sambandi geta þess, að á Norðurlöndum hafa tugiþúsundir minkayrðlinga verið aflífaðir og verða skinn þeirra ekki nýtt. Er þetta gert til að koma í veg fyrir verðfall á minkaskinnum. í sambandi við selskinnamarkaðinn niá einnig taka fram, að selveiðar hafa auk izt mjög í Alaska og eru selskinn baðan bæði falleg og stór. Hér á íslandi hafa skinn aðal- lega verið seld til Þýzkalands og- Sviss og einnig nokkuð til ann- arra Bvrópulanda og i sambandi við markaði þar hefur það líka Framhald á bls. 15. STONES í FANG- ELSI NTB-Ohichester, þriðjudag. Einn ai aðalstjórnendum brezku bítlahijomsveitarinnar, Miek Jagger, á nú á hættu að lenda i fangelsi. í dag var hann staðinn að þvi að hafa i fórum sinum fjórar narkotika-töflur. Dóms yfir Jagger, sem er 25 ára að aldri, er ekki að vænta strax. þar sem dómstólar eiga fyrst eftir að fjalla um tná1 félaga hans, Richard, sem emnig er sakaður um að hafa óirglega eiturlyf i vörzlu sinni. Yerðux það mái tekið fyrir á morgun. Á meðan situr Jagger í eæzluvarðhaldi, að því að tal ið er j Lewis-fangelsinu í ná- grenni Ohiohester. Ákæra á hendur þeim félög- um var birt eftir að eiturlyf- in íundus’ við húsrannsókn hjá þeim þann 12, febrúar s.L

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.