Tíminn - 28.06.1967, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.06.1967, Blaðsíða 8
8 TIMINN MIÐVIKUDAGUR 28. júní 1967 Maður hefur alítaf þörf fyrir að skapa eitthvað — Eg held, að listamenn geri sér yfirleitt ekki far um að vinna fyrir almenning, þeir eru flestir eigingjarniir og nota Hstformið til að tjá sig, og eingöngu fyrir sig sjálfa. Þannig fórust orð ungri konu, Sigrúnu Guðmundsdótitur, sem um nokkurra ára skeið hefur stundað nám í þeirri göfugu list- grein höggmyndalist. Síðustu ár- in hefur hún numið í Noregi, nú í vetur var hún í listaháskólanum í Osló, og í lok skólaársins sýndi skólinn henni þá virðingu að kaupa eina höggmynd hennar, konumynd, steyjta í sement. Sigrún er um þessar mundir í sumarleyfi hér heima og notaði Tíminn tækifærið til að hafa tíal af henni. — Hvað kom til, að þú valdir Noreg, þegar þú fórst utan til náms? — Mér var ráðlagt að velja eiitthvert Norðurlandanna fyrst í stað, veigma þess að skólarnir væru yfirleitt strangari en víða annars stiaðar og veittu betri aga. Það var eiginlega hara af hendmgu, að ég tók Noreg fram ytfir Dan- mörku og Svíþjóð, en ég hef kunn- að ágætlega við mig þar, og er að mörgu leyti ánægð með kennsl una, enda eru meðal kennara helztu listamenn Noregs svo sem Finn Faaborg, Per Palle Storm og fLeiri. En þetta er fremur líitill listahásfeóli, og kennsl'an er þiar af leiðandi ekki nógu margþætt, og möguleikarnir minni heldur en í mörgum listaháskólum. — Hafðir þú ekki talsverða und irstöðu héðan, þegar þú fórst út? — Ég hafði verið alls þrjá vet- ur í Myndlistars'kólanum við Freyjugötu, og þar lagði ég eink um stund á módelteikningu. — Varsitu þá þegar ákveðin í að helga þig höggmyndalist? — Já, ég ætlaði að minnsta kosti að gera það sem ég gæti á þessu sviði. — Ég fékk inngömgu í handíða skóla í Osló og stundaði þar nám sem óreglulegur nemlandi í einn og hálfan vetur og var mestmegn is við módelteikningar, en það er auðvitað bráðnauðsynlegt fyrir verðamdi myndhöggvara að kunna undirstöðuaitriði dráttlistar, og geta auðveldlega líkt eftir fyrir- myndum. Undirbúningsmenntun héðan hafði verið það góð, að ég var látin byrja með nemendum á 3. ári. En skólinn var mjög strang ur, hver skóladagur var eins og fullur vinnudagur frá 8,30 á morgn ana til 16.30. — Þið hiaifið ekki fengið að dunda neitt upp á eigin spýtux þarna í stoólanum? — Nei, megináherzlan var lögð á teikningar eftir lireinum natúralisma undir leiðsögn kenn ara, en án þeirra undirstöðuaitriði nær listamaður lítið áfnam, hvort sem er í abstrakt eða fígúratífri list. Við vorum mikið látin teikna eftir gipsmyndum eða þá lifandi fyrirmyndum, látin brjóta viðfangs efnin til mergjar og ekki einungis látin lýsa, hinum ytri formum, heldur toafa dýpra, leitíast við að ná fram skapgerðareinkennum fóltos og þess háttar. — En hvernig er þetta í lista- feáskólanum? — Það er líka strangur agi þar, en við fáum að vinnia miklu meira upp á eigin spýtur. En við fáumst svo til eingöngu við naturalisma, a.m.k. til að byrja með. — Hafa Norðmenn ef til vill ekki tileinkað sér að ráði nýung ar í höggmyndalist? — Jú, .jú, bæði abstrakt og pop hefur mjög rutt sér til rúms í höggmyndalist svo sem öðrum greinum myndlistar, og þessar stefnur eiga miklu gengi að fagna meðal almennings. Á hinn bóginn er nauðsynlegt fyrir alla listnema að kunna 'góð skil á natúralisma eins og ég sagði áðan. Prófessorarnir við listaháskólann eru þyí mótfallnir að veita okkur tilsögn í ahstrakt, bæði af því að þeir álíta það of snemmt fyrir okkur, og eins vegna þess að þeir telji sig ekki geta veitt viðhlítandi tilsögn í þeirri grein. Ungir norsk ir listamenn, bæði listmálarar og myndihöggvarar hafa talsvert til- einfcað sér abstraktlist, en þó held ég að Svíar séu miklu róttækiari í þessum efnum. — Finnst þér listáhugi vera al- mennur í Noregi? — Nei, ekki get ég nú siagt það, að minnsta kosfi ekki hvað tekur til myndlistar, þar sem ég er nú málum kunnust. Yfirleitt er mjög lítil aðsókn að myndlisitarsýning- um, og oft eru það ekki nema nán ustu ættingjar og vinir listamanns ins auk einhverra „séryitringa“, sem heiðna hann með því að líta á Sigrún Guðmundsdóttir. sýningar hans. Anmars eru sýning arsalirnir í Osló nokkuð góðir, en það er ekki nóg að hafa góða sýn- ingarsali, þegar listáhugann vant- ar. Þuð hefur verið úthúinn dálítill sýningarsalur í lisitaháskól'anum, þar sem við nemendurnir getum sýnt verk oktoair og haft þan JH sölu. Það þykir tíðindum sæta, ef einhver kemur þangað, og yfirleitt selst aldrei neitt. — Heldurðu, að það sé minni lisitíaáhugi í Noregi en til dæmis hér á landi. — Já, það er ég viss um, hvern ig sem á því stendur. Nú eigia Norð menn marga ágæta listamenn engu síður en við, og það er tvímæla laust búið betur að listamömnum í Noregi en hór heima. Ég er samt ekki svo viss um að þetta áhugi leysi einkenni Norðmenn sérsták- lega, heldur sé það mjög algengt víðasit hvar, að almenningur láti það afskiptalaust eða afskiptíailítið, hvað listamenn eru að bauka. — Kannski koma listamennirnir ekki nægilega til móts við fólkið? — Það er fólkið, sem á lað koma til móts við listamennina, en ekki öfugt. Sanmur listamaður vinnur etoki fyrir náunga sinn, heldur er bann eigingjarm og hugsar um það eitt að tjá sig, en fólkið á að kynma sér, hvað hann er að gera, ef það vill á annað borð fylgjast með listsköpuninni. Auðvitað á ekki að þvinga neinn til þess, en ég held að þeir, sem ekki gefa sig eitthvað að listum fari á mis við áfcaflega mikið. Maðurinm hefur alltaf haft þörf fyrir að stoapa eitt- hvað ellegar njóta þess, sem aðrir hafa skapað og þettía er ekki breytt, enda þótt hraði og spenma nútímans komi oft og tíðum í veg fyjir, að menn fái þessari þörf s®ni fullnægt, og geri sér jafnvel ejjki ljósa gyein jfyriy henni. ■— Þú heldur þá, að þetta áhuga leysi sé teira tímabilsbundið? — Ég gætí trúað því, en auð- vitað veit ég það ekki með vissu. — Þú minntist áðan á, að lista háskólinn í Osló væri lítill. — Já, þar er talsverð þröng á þingi, og nokkuð erfiðar aðstæður vegna húsnæðisskorts og fleira. (Það er efcki mikið um útlendinga þlar, en nokkur slæðingur samt. Við erum 11—12 í höggmynda- deild og þar af 3 útlendingar, ann ars getnr sikólimn efcki veitt svo mörguim útlendingum viðtöku, þar sem bann er varla nægilega stór til að þjóna þörfum Norð- manna. Þiaið sem manni gremst ednna mest í sambandi við skól ann, er það, hvað hann tekur mik inn af húsmæðrum og eldra fólki, sem er bara að þessu dundi að gamni sínu. Auðvitað er það sjálf sagt, að sem flestir fái tiisögn, en þegar um þrengsli er að ræða, ætti að liáta þá sitja fyrir skóal- vist, sem líklegt er, að ætli sér eitthvað áfram á þessu sviði, og það verður óneitanlega meina úr fólki, sem byrjiar ungt, heldur en miðaldra fólki, sem vill helzt hafa Hstina sem nokkurs konar dægra dvol. — Það hlýtur að vera af ein- skærri hugsjón, sem fólk fer út í höggmyndalist, að minnstía kosti er það ekki svo vænlegt til gróða? — Ég býst ekki við því, að maður græði mikið á listinni, þeg ar þar að kemur, enda hefur það aldrei verið ætlun mín. Það seg- ir sig sjálft, að almehnngur hef ur lítið að gera með að kaupa höggmyndir til eignar og það eru þá ekki nema listasöfn og bæj-ar félög, sem geta keypt af mynd höggvurum. — Hvað með framtíðina Sig- rún. — Ég geri ráð fyrir, að óg verði við listaháskólann í Osló að minnsta kosti næsiba. árið, en hvað þá tokur við er óráðið. Mig lang ar að fara suður á bóginn og vera kannski eitt ár ann-að hvort í Pairís eða Róm, en þ§ð fer eftir efnum og ástæðum, hvort úr því getur orðið. gþe. VÉLSJOÐUR TUTTUGU OG FIMM ARA Skurðgröfur Vélasjóðs hafa starfað í 25 ár. Hinn 1. júní 1942 var fyrst grafið með skurð igröfu í Garðaflóa við Akranes. Það var skurðgrafa af gerðinni Priestman Cup með 8 rúmfeta dragskófki, sem þar hóf störf. Litki síðiar, eða 25. júní var haf in vinna með annarri sams konar gröfu í Staðarbyggðarmýrum í Eyjafirði. Á 'þeim 25 árum, sem síðan eru Hðin, hafa verið grafnir rúmlega 15 millj. lengdarmetrar af fram- ræsluskurðum, sem eru um 62,5 millj. rúmanetra að rými. Þar af hafa verið grafnir tæplega 38 miHj. rúmmetra með gröfum Vélasjóðs, eða um 60%. Kostnaður við gröftinn hefur alls orðið um kr. 260 miUj. en af því hefur ríkissjóður greitt um 169 millj. en bændur 91 millj. Auk þess hefur Ivandnám rik- isins látið grafa í nýbýlahverfum og við landnámsframkvæmdir um 1,3 millj rúmmetra, sem kost að hafa um 5,3 miHj. kr. sem ríkissjóður hefúr greitt að öllu leyti. Meðtalkostnaður við skurð- gröft var tor. 1,57 á rúrnm. fimm fyrstu starfsár Vélasjóðs en er nú við sambærilegar laðstæðuir kr. 7,20 á rúmm. hefur sem sé tæplega firamfaldazt Til saman- burðai má geta þess, að á sama tíma hefur tímakaup verkamann'a tæplega nífaldazt. Framræsla með opnuni skurð um svarar til þess, að um 120 þúsund hektarar haíi verið ræst ir, en stærð allna túna á landinu er nú tæplega 100 þúsund hekt arar. Undanfarin 4 ár hafa verið gerðir 5800 km af lokræsum með lokræsaplógum, sem finnski pró fessorinn Penitti Kaitera fann upp og seldi síðan Vélasjóði frumsmíði sína og einkaleyfi, sem hiann hafði fengið hér á landi á þessari framræsluaðferð. Auk þessia hefur Vélasjóður látið gera nokfcrar tilraunir með hreinsun upp úr gömlum skurð um. Síðast liðið ár var keypt sfcurðhreinsunartæki, sem drefiir leðjunni úr skurðbotninum upp á bafckann lífct og mykjudreifari. Virðist það lofa góðu uim, að takast megi að hreinsa upp úr skurðum á ódýran og bagkvæm an háitt. Vélasjóður á nú 22 starfhæiar skurðgröfur auk tveggja lola-æsa plóga. Hins vegar hiafa framræslumál þróazt þannig undanfarin ár, að einstaklingiar og ræktunarsam- bönd hafa tekið að sér skurð- gröft í auknum mæli þannig, að hlutdeild Vélasjóðs í heildnaskurð greftri síðastliðið ár var aðeins um 25%. Flest vertoefni, sem Vélasjóður fær nú orðið, eru erf ið og vond á svæðum þar, sem samgöngur eru slæmar og landið grý’tt og illa fallið til ræktun'ar. Til að leysa þessi erfiðu verk- efni hafa verið keyptar 4 vökve knúnar skurðgröfur, auk einnar traktorgröfu, sem starfrækt hef ur yerið í Breiðaíjarðareyjum. Þessar vökvafcnúnu vélar eru hæf ari en víragröfuir til þess að vinmia í föstu og grýttu landi, en þær eru dýrar í viðhaldi o-g rekstri. Nú er útlit fyrir, að etoki verði starfræktar nema 10—12 stourð gröfur á vegum Vélasjóðs í sum ar. Fyrsta skurðgrafa, sem starf- rækt var hér á landi, var grafa Skeiðárveitunnar, sem keypt var 1919. Hún var 30 tonn á þyngd, stóð á brú yfir skurðinum, sem grafinn var, en brúarsporðarnir hvíldu á sporbrautum á bökkun um. Með henni voru grafnir skurð- ir Skeiðaáveitu og Flóaáveitu til 1929, aUs rúmliega 600 þúsund rúmm. Haustið 1926 var byrjað að griafa með sænskri flotgröfu í Sikagafirði Voru grafnir þar með henni -um 85 þúsund rúmm. á árunum 1927—1931. Síðan var hún flutt suður í Safamýri i Rangárvalla- sýslu og þaðan i Arnarbælisforir í Ölfusi en á þessum tveim stöð um voru grafnir um 310 þúsund rúmmetrar. Árði 1930 voru sett lög um skurðgröfur ríkisins þar sem heimiltað var að kaupa „ein-a skurðgröfu á ári fyrst um sinn“. Engar gröfur voru keyptar sam- kv. þess-ari heimild, en lögin um skurðgröfur voru felld inn i jarð ræktarlögin, þegar þau veru end urskoðuð 1942, sem V kafli þeinra um Vélasjóð. Árið 1942 kom svo fyrsta graf- an. Áimi G. Eylands sá um kaup thenmar siamkvæmt beiðni þá- verandi landbúnaðarráðherra, Hermans Jónassonar, en á bún aðarþingi 1941 var skurðgröfu- málið enn vakið upp fyrir atoeina Ásgeirs L. Jónssonar ráðunauts. Vlair fyrst ætlunin að kaupa að- eins ein-a skurðgröfu og lána han i til að byrja með áveitufélagi Sitaðarbyggðarmýra, sem hafði marig beðið um skurðgröiu. \rar það mýrasvæði þó forblautt os ekki vel flaiHið til að vinna á þvi með venjulegri beltagröfu. „Þeg-ar fróttist af þessum íyrir- huguðu gröfukaupum. brugðust tveir bjartsýnismenn við, þeir Björn Lárusson á Ósi i Skil maninahreppi og Þórður heitinn Ásmundsson á Akranesi og báðu mig að panta aðra gröfu til notk- unar á Akranesi og þar í nánd“ segir Á-rni G. Eylánds í skýrslu sinni um skurðgröfur Vélasjóðs 1942 — 1945. Voru þau kaup af- ráðin og síðan samþykkt. að grafan yrði keypf fyrir fé - íkis- sjóðs. Árið 1943 voru svo Keyptar þrjár nýjar gröfur og 1944 voru keyptar fjórar og ein 1945. Á ár unum til 1951 voru síðan keyptcr margar gröfur á hverju ári þann ig, að 1952 átti Vélasjóður 32 skurðgröfux, ræktunarsambönd áttu 11 gröfur og Landnám rikis ins fjórar. Þax að auki eignuð ust ýmis bæjarfélög og fyrirtæki skurðgröfur á þessu tímabili. Framhald á hls. 12.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.