Tíminn - 30.06.1967, Side 7
FÖSTUDAGUR 29. júní 1967
TÍMINN
— Mér finnst mjög ánægju-
legt, að fyrsta stóra verkefnið
mitt hér á landi skuli hafa
verið fyrir Hallveigarstaði, enda
þótt ég sé engin sérstök kven-
réttindakona — frekar jafn-
réttindakona, segir Eyborg Guð
mundsdóttir, og brosir. Hún
gerði á sínum tíma uppdrátt
að mjög skemmtilegu stigahand
riði, sem nú prýðir hina glæsi-
legu byggingu kvennasamtak-
anna. Reyndar er Eyborg þekkt
ari sem listmálari en sem list-
skreytingarkona, en hún hefur
haldið nokkrar málverkasýning
ar hér heima og erlendis, og
verk hennar hafa ótvírætt vak-
ið mikla athygli. Á hinn bóginn
hefur hún a.m.k. enn sem kom-
ið er lí.tið fengizt við lis.tskreyt
ingar, en þetta sveinsstykki
hennar lofar mjög góðu í þá
áttina.
— Ég hef fullt eins mikinn
áhuga á listskreytingum og list
málun, heldur hún áfram. Ég
held, að ; framtíðinni verði
lögð miklu meiri áherzla á þær
en verið hefur, og listskreyting-
ar eins og þær hafa þróazt
undanfarin ár, eiga mjög vel
við nútímabyggingaliist, jafnvel
betur en málverk. Það er ekki
þar með sagt, að ég álíti mól-
verkið sem slíkt, dautt, þvert
á móti. En mér finnst það röng
stefna að loka listaverk inni á
söfnum eða í hcimahúsum, það
á aðallega að hafa þau í opin-
berum byggingum og líta á þau
sem almenningseign.
— Finnst þér kannski þetta
viðhorf of lítið rikjandi hór á
landi?
— Ég held lað þetta sé að
Eyborg Guðmundsdóttir
glæðast. Það er greinilega vax-
andi áhugi á fagurfræði í líf-
inu hér sem annars staðar, og
mér skilst, að hér stefni í þá
átt að verja talsverðu fé til
skreytinga á opinberum bygg-
ingum.
»Ég hef trú á fólki“.
— Þú heldur þig við geomet-
ríuna, sé ég er. En inni í vinnu
Stiginn á HallveigarstöSum,
hátt, enda þótt ég finni ekki
hjá méir löngun til að vinna í
siama dúr.
„Ég geng ekki út frá einni
ákveðinni fyrirmynd“
— Hvernig vinnur þú verkin
þín. Eyborg? Á hvert verk sér
staka, eiginlega fyrirmynd.
eða yrnnur þú það samkvæmt
„inspírasjón“ af fjölmörgum
hlutum eJlegar áhrifum, sem
þú verðuar fyrir?
— Yfiríeitt legg ég ekkert
einstakt til grundvallar í hverju
verki. Ég túlka með því þau á-
hrif, sem ég verð fyrir án þess
að gera mér fulla grein fyrir
þeim á yfirborðinu. Allt, sem
við sjáum og heyrum hefur
sín áhrif, sumt frekar en ann-
að, þetta þróast alla vega með
okkur, og kemur fram í breytni
okkar og verkum, listaverkum
sem öðru. En það er fólkið, sem
á að leggja mat á listaverkin,
greina hvað í þeim býr og draga
sínar ályktanir af þeim.
— Hefurðu gert eittnvað af
listmumum?
— Já ég hef dálítið fengizt
við það M. a. sendi ég á kirkju
listarsýningu í Frakklandi í
fyrra, nofckuð stóran skreyttan
jórnkross, sem ég hafði þá
nýlokið við. Ég hefði ákaflega
g.aman að því að vinna eitthvað
stofu Eyborgar, þar sem við
sitjum og röbbum saman, eru
nokkur verk máluð í goemet-
rískum stíl, á léreft, pappa og
gler.
— Já, já. Það er alrangt,
sem sumir hafa haldið fram. að
þetta sé útdautt listform, og
ekkert meira við það að gera.
Ég vil meina, að það gefi lista-
manni ótakmarkaða möguleika
á því að túlka og tjá sig, og
það, sýnir frekast vinsældir þess
og gildi, hversu margir arkitekt
ar hafa notfært sér það eða
öllu heldur orðið fyrir meiri pg
minni áhrifum af því, eins og
sjá má í nútíma byggingalist.
— Hefur þú orðið vör við
beina andúð á þessari stefnu
hérlendis?
— Ekki frá almenningi, marg
ir hafa sýnt mikinn skilning og
áhuga á þessu. Á hinn bóginn
hafa ýmsir listamenn, sem feng
izt hafa við þessa grein, en hætt
við hana einhverra hluta vegna,
látið ýmislegt misjafnt fjúka,
og jafnvel gefið út yfirlýsingar
um, að geometrísk list eigi
varla rétt á sér.
— En þú vilt samt sem áður
meina, að fólk almennt skilji,
hvað þú ert að fara?
— Já, mér finnst það, en
auðvitað þarf þetta sinn aðlög-
unartíma eins og aðrar list-
greinar og stefnur, til dæmis
að taka nútímatónlist. Fólk,
sem hefur vanizt því að hlusta
á Baoh og Beethoven, þarf auð-
vitað sinn tíma til að venjast
tónskáldum eins og Boulez og
Messeaien og á sama hátt er
talsvert breitt bil á milli natura-
listískrar o? geometrískrar list-
ar. Til skamms tíma hcfur það
verið tekið sem sjálfsagður
hlutur hér á landi og víðar, að
myndir eigi að tákna eitthvað
sérstakt. eitlihvað, sem fólk
kannast við úr daglega iífinu,
og það hefur gert vart við sig,
og er í rauninni ofboð eðli'/.jt,
að ýmsir verði ringlaðir og jafn
vel hræddir, þegar þeir sjá
listaverk, sem þeir botna hvorki
upp^né niður í og geta ékki
heimfært upp á neitt, sem þeir
þekkja. En ég hef trú á fólki,
og ég veit, að það sem eitthvað
listagildi hefur, mun tala til
fólksins, þótt það taki kannski
nokkurn tíma. Yfirleitt hefur
mér fundizt sem fólk leitist við
að skilja verkin mín og geri
greinarmu.n i einu verki til ann
ars.
— Ekki má þó túlka orð þín
svo, að þú sért andvíg natúral-
isma í myndlist?
— Nei, alls ekki. Mér finnst
að algjört frjálsræði eigi að
ríkja í þessum efnum og lista
mönnum sé í sjáifsvald sett,
hvernig þeir tjá sig. Fígúratíf
myndlist getur verið stórkost-
leg. en ég held, að það sé
rangt að grafa stöðugt í sömu
gullnámunni, vitandi það, að
stærstu gullmolarnir hafa þeg-
ar verið teknir. Eða finnst þér
það ekki bíræfni hjá listamönn
um, sem séð hafa verk .eftir
Rembrandt, Vermier og aðra
álíka jöfra að þora að mála
í svipuðum dúr og þeir?
— Já, en nú mála listamenn
ekki bara til þess að keppa við
aðra?
— Nei, til allrar hamingju
gera þeir það ekki, að minnsta
kosti ekki þeir sem á annað
borð taka listina alvarlega. Auð
vitað á fígúratíf myndlist réitt
á sér. Ég er alls ekki hlynnt
því, að ríkjandi sé ein ákveðin
stefna, sem allir fara eftir,
enda getur það aldrei orðið
svo. Hver listamaður hlýtur að
faia þá braut, sem hann að-
hyllist, og þær eru margar og
margvíslegar, eins og einstakl-
ingarnir eru frábrugðnir hverj-
ir öðrum. Ég hef t.d. oft ákaf-
lega gaman af að sjá málverk,
sem eru gjörólík mínum eigin,
þau geta talað til mín á sinn
fyrir kirkjur, ekki af því að
ég sé neitt sérlega trúhneigð,
heldur vegna þess, að einmitt
í kirkjum fær hngmyndaflug
arkitektanna einna bezt að
.njóta sín.
— Finnst þér kannski, að
arkitektum sé talsvert þröngur
stakikur skorinn?
— Ég veit ekki, hvað segja
skal. Þeir hafa sjálfsagt ekki
aðstöðu til að gera margt, sem
þeir gætu vegna fjárhagssjón
Pramhald á bls. 15.
Skreyttur járnkross eftlr Eyborgu.