Tíminn - 30.06.1967, Blaðsíða 8
8
TÍMINN
FÖSTUDAGUR 30. júni 1967
Sfl55uigt bárust fréttir og var
úfvarpað á ensku kl. 2,30 e. h.
og 8,30 e. h. Aiuk blaða er komu
snemma morguns og rituS eru
á ensku. Það var samiai sagan.
Airabar voru í gítfurlegri sókn,
þó sérstaklega sýrlenzki her-
inn. Sendirfáði Bandaríkjanna í
Kaíró var lokað og hetfur Kan-
ada tekið við þeirra málum.
Verið er að loka sendiráði
Bretlands enda mikill áróður
refcinn gegn Bandaríkjamönn
um og Bretum í Kaíró og það
svo, að hivítir menn máttu
vara sig eftir að miyrkt var orð
ið. Því kom sendiráðsritarinn
Nasser forseti fylgist með æfingu egypzka flughersins í námunda við Kairó.
Zóphónías Pétursson:
LENT
og lót mig hatfa sérpassa til
hjólpar hinium. Var þessi passi
á frönsku, ensku og aralbistou,
og stóð þar, að ég vœri undir
sérlegri vernd danska sendd-
ráðsins. *
Þetta fcveld, þriðjudaginn 6.
júní, var gerð mesta lotftárós
in. En það var aldrei gerð
nein loftórós á Kaíró sjólfa,
heldur á herstöðvar rétt utan
við borgina, og þetta kivöld var
aðalárásin gerð rétt norðan
við Kairó, að kunnugir töldu
á stórar herstöðvar hjá Meló-
pólis. Stóð þessi árás fró kl.
9 og fram yfir kl. 10 og voru
giífuriegar sbotdrunur og
sprengingar. Næsta dag, mið-
vikudaginn 7. júní, sat allt við
það sama, það var blásið vegna
loffcárása þrisvar um daginn,
en hin mesta þeirra varð ekki
fyrr en eftir kvöldmat og var
hún magnaðari en sú í gœr.
Finuntudaginn 8. júni: Nú
var greinilegt, að her Egypta
var á undanlhíaldi. Þeir viður-
benndu sjálfir að þeir hefðu
yfirgetfið fremstu víglínu og
væru nú á víglínu númer tvö.
Það hafði þó aðeins verið gert,
að því er þeir sögðu, til að
undirbúa stórárás. Það var
sem sagt „vamarsigur."
Nú var ég boðaður í sendi-
ráðið, bl. 5, og fébb þar að
vita, að sænsbt skip, m.s.
Wanja færi frá Alexandríu
nassta morgun og gæti ég farið
með, ef ég vildi. Sænska sendi-
ráðið hefði undirbúið þessa för
og yrðu um 200 Skandinavar
frá öllum Norðurlöndun-
um með, ef ég væri meðtal-
inn, en ég var eini fslending-
urinn. Farið yrði til Krítar,
en síðan vissu þeir ekki meir.
En sjálfsagt færu flugvélar það
an til Aþenu, og síðan áfram
heimieiðis.
Þáði ég þefcta umsvifalaust,
og var nú vel fagnað. Sendi-
herrann tók mig inn til sín
og fól mér diplómatapóst til
London eða Kaupmannahafn-
ar, eftir því, til hvors staðar
ég færi. Ég kvaðst fara til Lon
don, oig átti ég þá að skila
sérlegri kveðju til senddlherra
þar og eins í Reykjavík. Ég
lét nú samt nægja, þegar til
London kom að lóta einlhvern
undirritara bera þá bveðju
ásamt bvittun fyrir póstinum.
Eftir þetta fór ég heim harla
giaður og pakkaði niður. Nest-
istösku (flugtösku) með mat-
vælum fékk ég senda frá hótel-
inu, þar eð skipdð var fragt
skip, ca. 5 þús. tonn að stærð,
og var fyrirskipað, að hver
maður hefði tveggja daga nesti
meðferðis
Ileimferðin.
Næsta morgun, föstudaginn
9. júní væ- ég glaðvaknaður af
ferðahu'g kl. 4,30. Um kl. 7,30.
ÖNNUR
GREIN
ók sendiráðsritarinn mér tid
brottfararstaðar, en leggja átti
upp kl. 8 stundvíslega. Þarna
var mest um Svía, því næst
Finna, þá Norðmenn og síðan
Dani, og loks var ég, einn ís-
lendingur. Samtals urðum við
liðlega 80 í stað 200, er ráð-
gerðu að fara.
Lagt var af stað til Alexandr
íu og gekk ferðin fljótt
og vel. Leiðin er liðlega 200
km og var komið til Sænska
sjómannaheimilisins í Alex-
andríu kl. liðlega eitt. ar fór
fram liðskönnun, og var veitt
sm'álhressing. Einnig fregnuð
um við þar, að um 600 Þjóð
verjar yrðu einnig með skip
inu.
Loks var lagt af stað til skips
og fcollsköðunar og það verður
að segjast hér að höfn Alex-
andriu er bæði stór, fiögur
og fyrirmyndar hrein, skipu
lag gott og byggingar mjög
fagrar. Það mætti til dæmis
víða leita að jafn glæsilegri fcoll
stöðvanbyggingu og þar er, að
ekki sé talað um útlit utan
húss, en gróður og stór tjörn
með gosbrunni.
Hins vegar var tollsikoðunin
með öðru sniði. Hélt ég fyrst,
að sá óratími, er hún tók, v^ri
af völdum stríðsins, en tvær
frúr er ég kynntist þarna, önn
ur dönsk en him sænsk, báð-
ar gifiter Egyptum, fullyrtu, að
þetta væri aðeins egypzk
skriffinnska.
Loks M. 4 var lagt af stað
til skips, og þar sem ég hef
ávallt.verið fremur mikill láns
maður, þá lenti matarfcaska
mín og indverskt sjal, er
ég ætlaði að hvílast undir, nið
ur í lest, en allir aðrir báru
r slíkt með sér nema ég, er stóð
nú eins og ég átti sfcilið, tóm-
hentur glópur.
Meðan tollskoðun stóð yíir,
athugaði ég skip í höfn. E'kki
isá ég betur en að mestur floti
Nassers væri þar vel geymdur.
Ekki viriist eiga að fórna hon
um á hafi úti, og held ég, að
það hafi verið nokkuð ríkt i
þessum sameinuðu Aröbum,
að spara sig, en reyna að
fórna hinum samstarfsaðil-
anum og m.a. þess vegna far
ið sem fór.
Þar sem Þjóðverjar eru við
urkenndir dugnaðarmenn, pá
urðu þeir auðvitað fyrri ii]
skips en við. ffirbygging m.a.
Wanja var aftur á, m.ö.o. það
var afturbyggður fragtari um
5000 tonn með 4 lestir og aft
ur á var nokkuð stórt efra
deklk — skjóldekfc.
Auðvitað höfðu gestirnir
lagt undir sig aillt afturskiipið,
og annað það rými er þeir
töldiu sig þurfa, en við feng-
um náðarsamlegast fremstu
lest og hvalbak, þó þannig,
að þeir væru þar eftir geð-
þótta sinum, .þe.a.s. á hval-
bafcnum.
Ég stóð nú þarna, slyppur
og snauður, hafði hvorki mat
né nokkuð til að skýla mér,
ef ég legði'st niður. Skipið lagði
úr hötfn kl. 5 eJh. og var
áætlaður siglingartími ca. 25
tímar, en klukkunni yrði seink
að á siglingu um 1 tíma.
Eftir sikamma siglingu vitn-
aðist fram til okkar Skandin-
ava, að Þjóðverjar hefðu að
venju sinni skipulagt alla hluti
aftur á. Þeir hefðu yfirtekið
flestöll herbergi skipverja, og
setzt þar að með fararstjóra
sínum, og einnig væru þar kon
ur og börn. Einnig hefðu þeir
yfirtekið eldhús skipsims og
gæffu sínu fólki kaffi og brauð
frá skipinu, vel smurt dönsku
smjöri skipsins en handa ofck
ur væri ekkert atf slíku fáan-
legt.
Ég sat á tali við áðurnefnd
ar frúr og danskan vélfræðing,
er var fyrirliði danska hóps-
ins. Blessuð danska frúin var
svo vel stæð með matvæli, og
gjrf okkur af nesti
sínu, nokkru eftir, að lagt
var úr höfn. í þakkarskyni var
útbúið fyrir þær svefnpláss á
skjólgóðum stað, og tóku þær
á si'g náðir undir miðnættið,
en sá danski hafði ábreiðu með
ferðis, og stakk sér niður í for
lestinaa
Stóð ég nú einn uppi >g
ráfaði fram á og upp á hval-
bak. Sátu þá ekki þar brír
„ekta Norðmenn“ frá gamla
„Norge". Tveir blaðamenn og
forstöðumaður frá S.A.S. í
Kairó, er nú var laus þaðan
eins og á stóð. Svo ?em ágætir
Norðmenn drukku þeir úr
tveiim flösikium atf gamla Johnny
Walker beint af stút án allrar
blöndunar, enda vel til fallið
eins og á stóð. Var hinurn
eina íslendingi um borð vel
fagnað af frændum sínum, o?
boðið til samdrykkju. Þeir
urðu þó meir en lítið hissa, er
ég þáði með þöfckum félags-
skap þ / rra, en þáði ekki þeirra
göfuga whisky.
Þeir höfðu sem sé aldrei
heyrt getið um, og þvi síður
séð íslending, sem ekki drýkki
og það fremur fast en lint.
Annar bliaðamaðurinn, sá frá
Aftenposten, hafði m. a. verið
við rjúpnaskytteri á gamla
Fróni, og vissi ekki betur, en
að hver einasti íslendingur,
sem væri kominn til vits og ára,
þægi drykfc, ef í boði væri.
Sá bað fyrir kveðju til Finn-
björns Þorvaldssonar.
Eftir mjög ánægjulegar sam-
ræður við þessa ágætu og
bátu drengi, fór vínið að vebja
hjá þeim svengd, og eftir að
staðfest var „hertaka" Þjóð-
verja á skipinu vaknaði vík-
in.gslund þeirra einnig, og fóru
nú báðir blaðamennirnir í her-
leiðangiur. Komu þeir til baka
með sveðju eina, vopn mikið,
stóort skipstorauð, pylsudós og
0,5 kg. af dönsku smjöri. Var
matvælum þessum gerð beztu
ákfl.
Er hala tófc að kl. 2, voru
veigar á þrotum, og fóru nú
vinir mínir að taka á sig náðir.
Sat ég nú einn eftir. Gerði ég
fyTst tilraun til að sotfna þar
sem ég var bominn, uppisitj-
andi, en eftir þanr hita, sem
ég hafði lifað í undaníarið,
var þarna otf svalt, enda gola
af hafi og slbjóllítið.
Stóð ég því upp hálf skjálf-
andi, og tófc að ráfa um í
leit að samastað, en hann lá
nú efcki á lausu. Þó brá svo
undarlega við, er ég kom atftast
á sfcipið, o.g varð litið inn í
smákaífistotfu undinmanna
skipsins, að þar gaf að líta
laust pláss úti í horni, sæmi-
legt setpláss, en annars sátu
þarna Þjóðverjar og spiluðu
„skatt“, og auðvitað með kaffi
og brauð við hlið sér. Ég
breytti mér því þarna á stund-
inni í sannan Þjóðverja og
hertófc hornið. Þeir þýzku sátu
þarna alla nóttina og spiluðu.
en voru alltaf að skipta um
mannskap eftir því hverjir
vöfcnuðu til að fá sér kaffi
og brauð í borðsal, er var
næstur þessum klefa.
Það var því fremur ónæðis
samt þarna, en nú kom sér vel
að geta slaippað alveg af, 02
gert sig gersamlega hlutlaus
an gagnvart umnverfinu. Með
því móti tókst mér að sofa
þarna uppisitjandi, þrátt fyrir
hurðaskelli o g spilamennsku,
(Iþað var mikið barið í borð-
ið við spilin) í eina tvo tíma
liðuga, eða þar til hinir árris-
ulustu Þjóðverj ar fóru að tín
ast á fætur, milli kl. 5 og 6
að morgni þess 10. júní, er var
laugardagur.
Var nú tekið til að gera
kaffi, braiuði og smjcri sfcips-
ins veruleg skil. Ég gerði
nokkrar kurteislegar tilraunir
til þess að fá að vera með, en
var aHs stað— bægt frá.
Það var þvi ekki um annao
að ræða en að gera eins og
þeir, og ryðjast fram á völl-
inn eða svelta. Ég tók fyrri
kostinn og með herkjum tókst
mér að kræfcja í glas með kaffi
og væna sneið af brauði, og
leið mér nú öllu betur, þó
að ég væri bæði skítugur og
skeggjaður. Seinna tókst mér
Friamlhald á bls. 14.