Tíminn - 30.06.1967, Qupperneq 9
V
FÖSTUDAGUR 30. júní 1967
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benedjktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug-
lýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur t Eddu-
búsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af-
greiðslusímí 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur,
simi 18300. Askriftargjald kr. 105.00 á mán innanlands — t
lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f.
Hvers vegna hélt
ríkisstjómin velli?
Menn ræða enn nokkuð um kosningaúrslitin og
ástæður þess, að ríkisstjórnin hélt velli, enda þótt saman-
lagt atkvæðamagn stjórnarflokkanna minnkaði talsvert.
Vafalaust eru á þessu ýmsar skýringar. Aðalskýring
er augljós. Ríkisstjómin hefur farið með völd á góðæris-
tíma. Stjómarandstaða á jafnan örðugt uppdráttar u-ndir
slíkum kringumstæðum. Þess eru vart dæmi, að rikis-
stjórn hafi tapað kosningum, þegar sæmilega hefur árað.
Þótt ríkisstjómir fremji afglöp, fyrirgefst þeim miklu
meira, ef menn búa þrátt fyrir það við þolanlega af-
komu. Það er tvímælalaust þetta, sem fyrst og fremst
bjargaði ríkisstjóminni að þessu sinni.
Að vísu var svo komið þegar á síðastl. vetri, að horf-
urnar framundan voru engan veginn álitlegar. Á þetta
bentu Framsóknarmenn rækilega í kosningabaráttunni.
Stjómarflokkamir héldu því hinsvegar fram, að engin
ástæða væri til að líta ástandið dökkum augum. Það
væri fjarstæða, að gefa til kynna að grípa þyrfti til
gengisfelílin'gar eða hliðstæðra ráðstafana. Ríkisstjómin
gaf óspart í skyn, að verðstöðvunin gæti haldizt. Ráðherr-
arnir prédikuðu flestir, að „grundvöllur viðreisnarinn-
arM væri traustur. Bersýnilegt er, að fleiri hafi trúað
þessum gyliingum stjómarflokkanna en aðvömnum
Framsóknarmanna.
Um margt minntu kosningarnar nú á kosningarnar
1946. Framsóknarmenn sýndu þá fram á fyrir kosning-
amar, að ógætilega væri stjórnað og myndu skapast af
því miklir erfiðleikar innan tíðar. Þetta var hinsvegar
ekki komið nógu glöggt 1 ljós. Framsóknarmönnum var
því ekki nægilega trúað. Þeir fengu þvi slæm kosninga-
úrslit. Tæpu ári eftir kosningarnar, var hinsvegar svo
komið, að grípa þurfti til ströngustu hafta og skömmt-
unar. Þá sýndi sig, að Framsóknarmenn höfðu sagt satt.
Og í kosningunum 1949 vann Framsóknarflokkurinn
mikinn sigur, fyrst og fremst vegna þess að fólk sá þá,
að talsmenn hans höfðu haft rétt fyrir sér í kosninga-
baráttunni 1946.
Reynslan á eftir að skera úr því, hvorir hafa flutt
réttara mál fyrir kosningarnar 11. júní, stjórnarsinnar
eða Framsóknarmenn. Þeim dómi kvíða Framsóknar-
menn ekki frekar nú en 1946. Það borgar sig alltaf
bezt að lokum að segja satt.
6
Aðalmál ráðherranna
Það er nú staðfest, sem áður var búið að segja frá
hér í blaðinu, að ráðherrarnir eru búnir að semja um,
að ríkisstjórnin haldi áfram með sömu mönnum og
áður. Miðstjórnarfundir í flokkunum hafa lagt blessun
sína yfir þetta samkomulag ráðherranna. Ríkisstjórnin
hefur birt tilkynningu sem staðfestir þetta.
Það er einnig staðfest, sem Tíminn hélt jafnframt
fram, að þótt búið sé að semja um áframlialdandi stjórnar-
samstarf og óbreytta stjórn, er með öllu ósamið um
þær efnahagsráðstafanir, sem óhiákvæmilegt er að gera
næstu mánuðina. Eðlilegt virtist. að um þau mál hefði
verið samið fyrst, og það látið ráðast af því. hvort stjórn-
in héldi áfram eða ekki. En ráðherrarnir eru ekki að
hugsa um slíka smámuni. Aðalmál þeirra er að tryggja
sér stólana áfram.
TÍMINN
Tom Wicker, New York Times:
Gerir Ky forsetakjöriö í Suður-
Vietnam að sýndarmennsku?
Ósennilegt að tiigangi Bandaríkjamanna verði náð
ÞÆR miklu vonir, sem rík-
isstjórn Johnsons forseta hef-
ir gert sór um skjótar og
blessunarríkar framfarir sem
afleiðingar af valdatöku kjör-
inmar ríkisstjómar í Suður-
Vietnam, kunna að hafa ver-
ið óitímabærar. Væntanlegar
kosningar í þessu hrjáða landi
virðast ætla að snúast á
sömu sveif og svo margt ann-
að, eða að framvindan verði
allt önnur en áætlað var.
í fyrsta lagi er þess að geta,
að tveir valdamestu mennirn-
ir í lierforin g j as tjórn i n n i,
sem með völdin fer í lamdinu,
eða þeir Nguyen Cao Ky og
Nguyen Van Thieu, keppa
um forsetakjörið. f þessu er
sú hætta fólgin, að klofningur
verði í hemum, en hann er nú
samsitæðast þeirra afla, sem
andstæð eru kommúnistum í
Suður-Vietnam.
Klofningur innan hersins
gæti aftur leitt til kjörs for-
setia úr borgarastétt, — og þá
sennilega Tran Van Huong,
sem virðist mætur maður og
nýtur virðingar. Og þetta gæti
horft til góðs út af fyrir sig.
En kjör borgaralegs forseta
gæti einnig leitt til óánægju
inman hersins og valdið þvi, að
hann styddi ekki Huomg sem
forseta, en það horfði senni-
lega til óheilliau
í ÖÐRU lagi neytir Ky for-
sætisráðhenra þess á margan
hátt að hann er æðsti maður
og má vera að hann grípi til
þessa fyrir þær sakir, eð hætta
virðist á að hann kunni að
lúta í lægra haldi vegna hins
óvænta framboðs Thieus. Ky
forsætisráðherra hefir þegrir
hækkað laun opinberra starfs
manna, dreift um allt land
auglýsingaspjöldum, þar sem
afirek hans em lofuð á hvert
reipi, en spjöldin em kostuð
af opinbem fé, lagt fyrir eftir
litsmenn sína með bliaðaút-
gáfumpi í landinu að líða ekki
neina gagnrýni á gerðir ríkis-
stjórnarinnar og heimilað sér
afnot af þyrlum ríkisstjórnar-
innar og útvarpsstöðvum sjálf
um sér til framdráttar í kosn
ingabaráttuna samkvæmt lög-
um.
Meðal almennings í Saigon
em á kreiki ýmsar getgátur
um, að hve miklu leyti Ky
forsætisráðhenra kunni að
reyna að létta sér róðurinn í
kosningabaráttunni með hag-
nýtingu lögreglunnar, sem lýt
ur stjórn hans, svo og hersins,
en mikill hluti hans er opinn
Lnn fyrir áhrifum forsætisráð
herrans, og ennfremur opin-
berra starfsmanna á landssvæð
um þeim, sem verið er að
reyna að friða.
KY forsætisráðherra hefir
einnig gefið til kynna, að
hann muni ekki láta sér lynda
kjör borganailegs forseta, sem
hyggst stefna að því að binda
endi á styrjöldina með samn-
ingum. „Verði hann kommún
isti eða hlutleysingi“ sagði
Ky, „beiti ég hiklaust her-
Ky marskálkur
valdi í baráttunni gegn honum.
í lýðræðisríiki hefir hver og
einn rétt til þess að vera á
öndverðum meiði við aðra.“
Þetta er nokkuð einstætt við-
horf til lýðræðis, en sennilega
er sá háski, að Ky kunni að
reyna að standa við hótunina,
sýnu minni en hinn, hve hótun-
in sjálf er líkleg til að slæva
allar rökræður í kosningabar-
áttunni Þegar þessi ógnun Kys
og algert vald hans yfir eftir-
litsmönnum ríkisstjórnarinnar
með blaðaútgáfunni leggst á
eitt, má heita loku fyrir það
skotið, að friðartillögum eða
uppástungum um viðræður við
Vietcong eða valdamenn í Hanoi
verði hreyft á opinberum vett-
vangi. En sannarlega er þó rík
ástæða til að leggja hlustir við
áliti almennings í Suður-Viet-
nam einmitt á þessum málum.
Allt eykur þetta á vanda rík-
isstjórnar Bandaríkjanna. —
Bandarískir forustumenn segj-
a:t fyrst og fremst óska eftir
ríkisstjórn sem fylgi hljóti í
frj'álsum kosningum, en minna
máli skipti, hvort hún sé af
borgaralegum eða hernaðarleg-
Tom Vicher, sem er höf-
undur þessarar greinar, er
einn af þekktusfu blaða-
mönnum New York Times.
Hann hefur nýlega verið í
Suður-Vietnam.
um toga. Meginatriðið sé, að
stjórnin styðjist við almennt
fylgi og verði af þeim sökum
fær um að sameina þjóðina og
stjórna landinu.
ENNFREMUR ber að hafa
það í huga, að stefna ríkis-
stiórnar Johnsons forseta er
byggð á þeirri forsendu, að
Suður-Vietnam sé frjálst og
oháð þjóðríki, sem orðið hafi
tyrir árás og kúgun aðvífandi
afla. Sé málum þannig varið
:aun og veru koma kosning-
arnar Suður-Vietnömum einum
við og Bandaríkjamenn hafa þá
ekki minmsta rétt til að blanda
sér í gang þeirra á nokkurn
hátt.
En haldi Ky áfram að hag-
ræða kosningaundirbúningnum
hér eftir sem hingað til jafn
mikið og berlega í eigin þágu
og til samræmis við eigin hug-
myndir um, hvað sé lýðræði og
hvað ekki, eru litlar líkur á, að
úrslit hinna „frjálsu“ kosninga
verði sá sigur fyrir beilbrigð
stjórnmál og eðlilegan áróður
sem ríkisstjórn Bandaríkjanna
hefur gert sér vonir um. Enn
síður er þess að vænta, að lir
slitin leiði til myndunar ríkis-
stjórnar, sem sé sannur fuli-
trúi þjóðarinnar i Suður-Viet-
nam.
Komi hins vegar til þess, að
snjall og hæfur borgaralegur
fulltrúi, eins og Huong til dæm-
is. beri sigur úr býtum fyrir
þær sakir, að herstjórnin gangi
klofin til kosninganna og berj-
ist innbyrðis, hlýtur aðstaða
væntanlegrar ríkisstjórnar að
verða mjög svo tvísýn. Suður-
Vietnamar hafa búið við styrj
öld og eyðileggingu í tvo ára
tugi og stjórnmálaþróunin beð
ið slíkan hnekki af þeim sökum
að ólíklegt er, að nokkur borg
araleg ríkisstjórn haldist við
völd nema við njóti öflugs
stuðnings hersins.
BANDARÍKJAMENN kynnu
að geta komið því til leiðar
með einbeittu áhrifavaldi að
Ky gætti framvegis meira hófs
í Kosningabaráttunni en hann
hefur gert til þessa Næði borg-
aralegur fulltrúi kjöri sem for-
seti kynnu Bandaríkjamenn
einnig að geta neytt valds síns
til að vernda hann fyrir hern-
um' í Suður-Vietnam.
En hvorug þessi leið er lík-
leg til að leiða til þeirrar út-
komu, sem mest þörf er á. en
það er traust og vinsæl rikís-
stiórn. Stjórnin þarf að vera
nægilega öflug til að sameina
öll öfl. sem eru andstæð knmm
úmstum í Suður-Vietnam, og
hún þarf að njóta nægilega mik-
illa vinsælda meðal almennings
til að koma þeirri hugmynd inn
his hinum hófsamari öflum
Vietcong, — einkum þó sunn
lendingum, — að hún geti veitt
þjóðinni stjórn, sem fremur sé
vert að semja við en kollvarpa.
Aðferðir Kys i kosningabar-
áttunni tii þessa sýna svart á
hvitu. að mestar líkur eru á að
mórg ár líði áður en unnt reyn
ist að mynda í Suður-Vietnam
þess konar ríkisstjórn, sem
drepið er á hér á undan. Banda
ríkjamenn hafa ekki aðeins
lítij tök á að flýta fyrir tilkomu
hennar, heldur er sennilega, að
ef þeii lát.a kosningarnar í ár
afskiptaiausar, þá muni Ky tak-
asf að neyta yfirburðastöðu
sinnar og tryggja sér völdin.
Snn einu sinni virðast því
no-fur a að hið eina, sem Suður
Vistnamai geta ekki gert eða
vilja ekm gera sjálfir. en
Bandaríkjamenn geta fyrir þá
gert sé að berjast. En sá kost-
ur er ærið vafasamur.