Tíminn - 30.06.1967, Síða 14
M
TÍMINN
FÖSTUDAGUR 30. júní 1967
AÐALFUNDUR SÍS
Framhaida aJ ti)s 1
íjlárafurða haustsins, hafa verið ó-
Ibreytt í krónutölu undanfarin 8
ár, þó að verðmæti þessarar fram
leiðslu hafi meira en þrefaldast;
aukizt úr 267 milljónum króna
1959 í 849 m-illj. króna 1966.
Kaup á rekstursvörum hafa hins
vegar vaxið í svipuðu hlutfalli og
framleiðslan. Þannig hefur notk-
un áburðar og kjarnfóðurs vaxið
úr 164 millj. króna 1959 í 450
millj. kr. 1966. Friam að þessu
hafa samvinnufélögin yfirleitt lán
að bændum út á væntanlegt haust
innlegg, en það er nú orðið þeim
ofviða af þessum sökum. Til þess
að reksturslánin næmu svipuðu
hlutfalli af afurðaverðmæti nú og
1959 þyrftu þau nú að vera um
250 milljónum króna hærri en þau
eru nú.
Fjárfestingarframkvæmdir voru
fcjög iitlar hjá Sambandinu á ár-
inu, hins vegar seldi það nokkrar
eignir. Riíkissjóður keypti fasteign
ir þess í Kirkjustræti í Reykjavík
og olíuskipið „Hamrafell“ var
selt á árinu, þar sem ekki voru
lengur verkefni fyrir það við flutn
ing olíu til landsins.
Víðtækar ráðstafanir hafa nú
verið gerðar og fleiri eru í undir-
búningi til að vinna bug á halla-
rekstri í ýmsum statrísgreinum
Sam'bandsinis ,en við ramman reip
er að draga vegna óhagstæðra
rekstursskilyrða í landinu. Þannig
hefur afkoma samvinnuiðnaðarins
stórversnað á undanförnum árum
og var reksturshalli á verksmiðj-
nýtt&betra
VEGA
KORT
um Samhandsins á árinu 1966
7,6 millj. króna. Aukning fram-
leiðslukostnaðarins hefur verið
miklu meiri hér á landi en í við-
skiptalöndum okkar, svo að út-
flutningsmarkaðurinn ber ekki
lengur framleiðslukoistnaðinn og
samkeppnisaðstaða á innlendum
mörkuðum fer einnig versnandi.
Verksmiðjur Sambandsins á Ak-
ureyri hafa um árabil flutt út tals-
vert magn af ullarvörum. Markaðs
verð hefur lítið breytzt í 5 ár en
framleiðslukostnaðurinn, að frá-
töldu hráefni, hefur tvöfaldazt á
sama tíma. í vaxandi dýrtíð hefur
þessi útflutningur þó ekki notið
neinna uppbóta eins og sjávarút-
vegurinn og er nú ekki lengur
neinn hagkvæmur grundvöllur
fyrir þessum viðskiptum. Nú hefur
verið ákveðið að loka þremur af
minni verksmiðjum Sambandsins
og það sitendur nú frammi fyrir
þeim vanda, hvað gera skuli í
málum stærri verksmiðjianna,
sem höfðu reksturshalla að upp
hæð 6.3 millj. króna árið 1966,
en hjá þeim starfa nú um 500
manns.
Það kom einnig fram í skýrslu
forstjórans, að ætlunin er að leysa
húsnæðisvandræði verzlananna í
Kirkjustræti í Reykjavík með því
að flytja þær í Austurstræti, en
leggja niður kjörbúðina þar. Jafn
framt verður kjötverzlun Sam-
bandsins við Snorrabraut aukin.
Að lokum sagði Erlendur Ein-
ansson;
„Um leið og Sambandið og sam
bandsfélögin leggja sig fram um
að vinna bug á erfiðleikunum,
verða þau einnig að vænta vel-
viljaðrar fyrirgreiðslu stjórnar-
valda til eflingar heilbrigðs rekst-
urs í landinu".
Aðalfundinum verður fram hald
ið á morgun, þann 30. júní.
Eldhúsið, sem allar
húsmœður dreymir um
Hagkvœmni, stílfegurð
og vönduð vinna á öllu
. U t L-U I <yjó I J
=t T • I l'FH k é
L.AUQAVEQI 133 ■lirii 117S5
Hömrum í ÞverárhlíS,
lézt á heimili sínu þann 27. júni. Jarðarförin verSur ákveðin síðar.
Einar Ásmundsson-
og börn.
\
»■■■■■■■«■■«■«»■«1111 i n i iii—iiimi iiiiiii——hiiiih
Hjartanlega þökkum viS auSsýnda vináttu og samúð við andlát og
jarðarför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa,
Sr. Vigfúsar Ingvars Sigurðssonar
frá Desjamýri.
Guð blessi ykkur öll.
Ingunn J. Ingvarsdóttir
og aðrir aðstandendur.
*
Fimmtán þjéðir bera
fram sáttatiBlögu
NTB-New York, - Amman, fimmtud.
15 hlutlaus riki báru í dag fram
málamiðlunartillögu milli ísrael og
Arabaríkjanna þess efnis, að
ísraelsmenn kölluðu til baka herlið
sitt í Arabalöndum. Abba Eban ut-
anríkisráðherra ísrael hafnaði þess
ari tillögu, og fullyrti, að fram
kvæmd hennar mundi koma af
stað algjöru ófremdarástandi í
Austuriöndum nær. Á hinn bóginn
er talið, að tillaga þessi muni njóta
mikils fylgis á Allsherjarþinginu,
þegar hún verður borin undir at-
kvæði. Hér er um málamiðtunartil-
lögu að ræða, þar sem þess er að
eins krafizt, að ísraelsmenn kalli
saman herlið sitt fyrst um sinn, en
GEIMFARAR
Framihalda al bls. 1.
an er bréf frá forseta íslands,
herra Ásgeiri Árgeirssyni, þar
sem hann býður geimfarana
velkoimna til íslands. Segir þar
m.a. að á tíundu öld hafi for-
feður okkar íslendinga verið
fyrstu Evrópuiþúar, sem stigu
fæti á meginland Ameríku, og
nú á tuttugustu öld verði ein-
hverjir úr þessum hópi geim
fara að líkindum meðal fyrstu
manna, sem stigi fæti á tungl-
ið. Þessir tveir atburðir, sem
þúsund ár skilja á milli í sög-
unni, séu staðfesting á ósigr-
andi hug og dug manna í for-'
tíð og nútíð. Rrautryðjendur
KAIRO
Framhald af bls. 8.
að komast í þvottaklefa og
bleyta á mér andlitið, það var
betra en ekkert.
Seinna hitti ég bæði vini
mína Norðmennina og þau
dönsku, oig uhdir kl. 9 að
morgni veittu Þjóðverjar öllum
kaffi en blessuð danska frúin
gaf brauð með.
Síðar hitti ég einn af' farar-
stjórum Þjóðverja. Sá var
þýzkukennari í Kaíró og við-
ræðugóður. Hann bauð mór far
með Þjóðverjum frá Krít,
til Þýzkalands (Miinohen). Það
kæmu herflugvélar til Krítar
*'Og tækju þá strax til Þýzka-
lands. Þáði ég þetta góða boð
með þöikkum.
En nú reis upp vandamál.
Sænski fararstjórinn vildi ekki
sleppa mér. Sæmd Svíiþjóðar
var nefnilega að bjarga öllum
finim Norðurlandaþjóðun-
um til Kaupmannaihafnar, en
færi ég, var ísland úr spilinu
— sjálfur skipti ég ekki máli
— það var ísland, sem þarma
skipti máli. Ég hélt samt fast
við miitt, því að ég ætlaði til
London, en ekki Kaupmanna-
■ hafnar að þessu sinni, og taldi
mér þá leið ódýrari og fliót-
farnari.
Loks samdist svo, að ég færi
a.m.k. í land á Krít sem Skand
inavi, en gæti svo skip; yfir a
hafnarbakkann, þá hefði þó
Svíþjóð bjargað öllum frá Norð
urlöndunum fimm til Krítar.
Um hádegið eða milli 1—2
höfðu Þjóðverjar eldað hádeg
ismat, fyrir alla skipverja. Var
þar um að ræða vel útilátið
hænsnakjöt með hrísgrjón-
uim. Auðvitað borðuðu þeir
fyrst, og þegar kom að okk
ur, hafði matseðillinn breytzt
lítillega og var nú spaghetti
í tómatsósu með örlitíu af
lauk.
ekki, að ísrael verði yfirlýstur árás
araðili, eins og Sovétríkin og flest
önnur kommúnistaríki hafa krafizt.
í dag fjarlægðu ísraelsmenn all-
ar vegatálmanir milli borgarhlutanna
itveggja í Jerúsalem, og hafa al-
gjörlega tekið í sínar hendur stjórn
gamla borgarhlutans. Múrinn sem
Jórdanir létu gera í hinu fræga
Jaffahliði árið 1948 var í dag
sprengdur og síðan hefur verið
látlaus straumur fólks inn til
gamla borgarhlutans sem hefur ver
ið lokaður í 19 ár saimfleytt.
ísraelsk mynf refur verið yfirlýst
sem eina löglega myntin í báðum
borgarhlutunum, lögreglumenn bera
ísraelska einkennisbúninga, en allt
vorra tbna berjist við örðug
leika til þess að færa úit þekk-
ingarsviðið og víkka sjóndeild
arhringinn á sama hátt og
brautryðjendur fortíðarinnar.
Á morgun munu Loftleiðir
bjóða geimförunium í kynnis1
för um höifuðborgina, og e.t.v.
einnig skreppa með þá í út-
reiðartúr og í svifflug yfir
Sandskeiði, ef veður leyifir. Á
laugardaig fara aillir geimfar-
arnir til Akureyrar, og á sunnu
dag er áætlað, að þeir fari til
Öskju. Á mánudag faria þeir til
Herðutoreiðar og koma á þriðju
dag aftur til Akureyrar. Það-
an fljúga þeir á miðvikudag
til Hellu, og fara þaðan til
Veiðivatn-a, - og síðan um Jökul
heima og Landmannalaugar
aiftur til Réykjav'íikiur. Til
Reykjavíkur kom.a þeir laugar-
daginn 8. júlí, og munu geim-
fararnir síðan halda aiftur ut-
an sunnudaginn 9. júlí. í leið
angrinum munu geimfararnir
fást við jarðfræðirannsókir og
náttúruskoðun, og er þetta lið
ur í þjálfun þeirra til undir-
búnings ferða mannaðra geim-
fara til tunglsins.
Geimfararnir, sem hingað
koma, eru 25 að tölu. Þekkt
astur þeirra mun vera Neil A.
Amstromg, sem tók þátt í geim
ferð Gemini 8., þegar tveimur
geimskipum var stýrt hvoru
upp að öðru i marz 1966. All-
ir geimfararnir hafa lokið há-
skóiaprófum, og 6 hafa doktors
nafnbót. Flestir þeirra eru fyrr
verandi orrustu'flugmenn, og
22 þeirra eru kvæntir og eiga
börn.
Til ráðuneytis um ferðir
geimfaranna hér á 1-andi verða
jarðfræðingarnir iSigurður Þór
arinsson og Guðmundur Sig-
valdason. Munu þeir ferðast
með þeim og aðstoða fyrirliða
þeirra við skipulagningu og
framkvæmd leiðangursins.
Geimfararnir munu ferðast í
fjallabifreiðum frá Guðmundi
Jónssyni þann hluta leiðarinn-
ar, sem ekki verður farinn í
flugvélum.
hefur verið með kyrrum kjörum 1
gamla borgarhlutanum í dag. Þess
ar aðgerðir ísraelsmanna komu mjög
til tals í Allsherjarþinginu i dag,
og lýsti Eban því yfir, að samþykkt
ísraelska þingsins um sameingu borg
arhlutanna, væru fyllilega réttlætan
legar og hann vildi leiðrétta þann
misskilning, sem fram hefði komið
í sambandi við sameiningu borgar
hlutnana, en þessi ráðstöfun
hefði einungis verið gerð
í því skyni, að taka fyrir óeirðir
í borginni, og koma atvinnulífinu
af'tur á réttan kjöl.
Jerúsalem er borg, þar sem
Arabar og Gyðingar eiga að geta
komið saman. Nú hafa allar tálm-
anir verið þar fjarlægðar, og þar
með skapazt auknir möguleikar á
bættri sambúð trúarflokkanna
tveggja, sagði Eban.
Á hinn bóginn gagnrýndi stjórn
Jórdaníu ísraelsmenn harðlega
vegna sameiningar borgarhlutanna,
og fullyrðir, að fsraelsmenn hafi
svívirt helga dóma kristinna
manna og Múhameðstrúarmanna
Þá hefur því verið lýst yfir, að
franska stjórnin sé mjög andvíg
þessum aðgerðum ísraelsmanna
og muni ekki sætta sig við, að
gamli borgarhlutinn lúti framveg-
is yfirráðum ísraelsmanna. Banda
ríkjastjórn hefur áður vítt ísraels
menn fyrir sameiningu borgarhlut
anna, og Páll páfi hefur lýst þvi
yfir, að gamli borgarhlutinn eigi
að vera undir alþjóðlegu etfirliti.
f I jót virkri
sjólflæsingu
KOVA er hægt að leggja
beint í jörð
KOVA röreinangrun þol-
ir mesta frost, hitabreyt-
ingu og þrýsting KOVA
þolir 90°C stöðugan hita
Verð pr. metra:
3/8” kr.25.00 T’kr.40.00
1/2” kr. 30.00 1 kr. 50.00
3/4” kr. 35.00 iy2"kr.55.00
SIGHVATUR EINARSSON&CO
SfMI 24133 SKIPHOLT 15
Pólsku tjöldin eru
sérstaklega stöguð fyrir
íslenzka veðráttu