Tíminn - 30.06.1967, Síða 16
E
144. tbl. — Föstudagur 30. júní 1967. — 51. árg.
Stöðva leikrítahöfundar fíutn-
ing verka sinna í útvarpinu}
OÓ-Reykjavík, fiinmtudag. I liefur sent Ríkisútvarpinu sam-
Félag íslenzki-a Ieikritahöfumia | þykkt þess efnis, að verði ekki gerð
GRJÓTEY LAGÐIST
Á HLIÐINA
Beykjavík, fimmtudag.
Sandflutningaskipið
Grjótey lagðist nærri á
hliðina í margun er leir
og sandur rann til í lestum
skipsins og fékk það á sig
mikla slagsíðu. Unnið var
að því að jafna til í lestun-
um í dag og tókst að réttta
skipið við fyrir kvöldið.
Skipið liggur inni á Sund
um og er notað við að
dýpka Sundahöfnina nýju.
Var það leir og sandur úr
botni hafnarinnar sem
rann til í lestunum.
(Tímamynd: Gunnar).
BRÁDABIRGÐAHOS LlK-
LEGA REIST AÐ KLEPPl
FIi-Reykjavík, fiinmtudak.
Mikill skörtur er á sjúkrarúm-
um hér, meðal annars fyrir geð-
sjúklinga. Nýju geðsjúkrahúsi hef
ur cnn ekki verið fyrirliugaður
neinn ákveðinn staður, en á hinn
bóginn færist Reykjavíkurliöfn
stöðugt nær Kleppsspítalanum.
Má búast við að spítalinn verði
ÞOTAN FERIFYRSTA
ÆFINGAFLUGID í DAG
ES-Reykjavík, fimmtudag.
Samningum Flugfélags íslaiids
við flugvélstjóra og flugvirkja
vegna Boeing þotunnar lauk um
E2. 4.00 í nótt, og getur þotan því
hafið æfingarflug á morgun.
Eins og greinl/ hefur verið frá
hér í blað*.nu, var ekki búið að
ganga frá samningum milli Flug
félags íslunds annars vegar og
flugliða og flugvirkja hins vegar
vegna Boeing þotunnar, og gat
því, æfingarflug á þotunni ekki
K-'-fizt eins og ætlað hafði verið.
| Þessir samningar tókust s. 1. nótt,
og hefst æfingarflugið á morgun.
Fer það þá fram á Keflavíkurflug
velli, og mun hver flugmiaður og
flugvélstjóri æfa nokkrar lending-
: »r. Síðdegis n. k. mánudag verður
| æfingnrfluginu svo haldið áfram,
en þá á Reykjavíkurflugvelli, þar
! sem æfðar verða lendingar.
| Fyrstu áætlunarferðir sínar til
útlanda fcr þotan svo, eins og skýrt
! hefur verið frá í fréttum, á L:ug-
| ardaginn. Fer hún í fyrstu ferð-
l Framhald á bls- 15.
að víkja fyrlr höfninni eihllVerh
tíma í náinni framtíð, en sjúkra-
rúmaskorturinn er hins vegar svo
knýjandi, að líklegt er að byggt
verði bráðabirgðalnis á lóð spítal-
ans, sem síðan verður fjarlægt
samtímis spítalanum, þegar nauð-
syn krefur vegna hafnarfram-
kvæmdanna.
A síðasta fundi borgarrá'ðs voru
lagðar frarn umsagnir haífnar-
stjórnar og skipulagsnefndar um
erindi yfirlækna Kleppsspítalans
frá því í mal síðast liðnum varð-
andi byggingu bráðabirgðalhúss á
lóð spítalans. Samkvæmt upplýs-
ingum Gunnars Guðmundssonar,
hafnarstjóra, var leitað umsagna
hafnarstjórnar um þetta mál, til
þess að borgarráð hefði yfirlit yf-
ir þær áætlanir, sem liggja fyrir
um útvíkkun hafnarinnar þarna,
áður en málið yrði afgreitt.
Haifnarstjóri sagði, að fyrsti
áfangi hafnarinnar væri reyndar
alvég í næsta nágrenni við spítalann.
Þarna verður einnig lagður vegúr,
sem mun koma til með að liggja
yfir Klepps'spítalalóðina, að vísu
nokkuð frá spítalanum sjálfum,
en þessi vegur mun koma fljót-
lega að sögn hafnarstjórans. Enn
fremur er verið að vinna að áætl-
unuim varðandi fjöruna fyrir inn-
an Kleppslóðina, en ekki er hægt
að segja til um, hversu iangt líð-
ur, þanaað til bæ- framkvæmdir
snerta lóðina sjálfa.
Borgarráð mun hafa gefið sam-
þykki sitt -il þess að teiknað yrði
bráðabirgða.hús til handa spítalan-
um, en Tómas Helgason prófessor,
yfirlæ'knir spítalans, sagði í við-
tali við blaðið í dag, að hann vildi
ekki ræða þessar byggingarfram-
kvæmdir fyrr en teikningar hefðu
verið samiþykktar, og að sjálfsögðu
er ekki hægt að segja um það,
á þessu stigi málsins, hvenær það
getur orðið.
FRAMSOKNARKONUR
Félag Framsóknarkvenna fer
skemmtiferð að Laugarvatni
þriðjudaginn 4. júlí. Lagt verður
af stað frá Tjarnargötu 26 kl. 1
eftir hádegi.
Þátttaka tilkynnist í síma 24946
fyrir iaugardagskvöld. Konur taki
með sér nesti. — Stjórnin.
ir samningar um greiðslur fyrir
fiutning lcikrita hjá Ríkisútvarp-
inu muni þeir stöðva allan flutn-
ing leikverka félagsmanna þann
1. sept. og gilriir stöðvunin þar til
gerðir verða samningar við lcikrita
höfunda sem þeir geta við unað.
Félag leikrifahöfunda sendi út
vnrpsstjóra eftirfarandi bréf, og
er það dagsett 28. júní:
Vér seijdum yður hér með sam
þykkt Felags íslenzkra leikrita-
höfunda viðvíkjandi samningum
um greiðslur fyrir flutning leik-
verka félagsmanna í Ríkisútvarpið.
Hefur félagið ákveðið, að sam-
þykktin tiaki gildi frá og með 1.
september þ. á., hafi samningar
ekki verið gerðir fyrir þann dag.
Vér væntum þess, að Ríkisútvarpið
tilkynni félaginu, ef það vill ganga
til samninga við félagið fyrir hinn
tiligreindia dag.
Samþykkt fél.-gsins er þannig:
„Félag íslenzkra leikritahöfunda
var stofnað 15. nóvember 1964. Því
nær allir leikritahöfundar íslenzk
ir, sem nú skrifa fyrir leikhús og
útvarp, eru innan samtakanna. Rík
isútviarpið hefur undanfarið samið
við höfunda persónulega um
greiðslu fyrir flutning leikverka,
eftir taxta, sem útvarpið hefur
sett sjá'lft, en sá taxti er mjög
lágur, ca. 1/6 af höfundalaunum,
sem greidd eru fyrir sams konar
verk á hinum Norðurlöndunum.
Hefur félagið gert endunteknar til
raunir til þess að ná siamningum
við Ríkisútvarpið og hefur lagt
fram sundurliðaðar kröfur, sem
Friamhald á bls. 15.
Reykjaneskjör-
dæmi - Kosninga-
fagnaður
Kosningafagnaður Frainsóknar-
manna í Reykjaneskjördæmi verð-
ur á sunnudagskvöldið í Hótel
Sögu .Súlnasal. Skemmtunin hefst
kl. 8,S0. Jón Skaftason alþm. og
Valtýi Gúðjónsson flytja stutt
ávörp. Ríótríó og Karl Einársson
skemmta. Miða er hægt að fá hjá
Eyjólfi Eysteinssyni, Keflavík,
Jóni Pálmasym, Hafnarfirði, Pétri
Krist.iónssyni, Neðstutröð 4. Kópa-
vogi og Hauki Nielssyni, Kjósar-
sýslu
Jón
Valtýr
FREYFAXI SIGLDI A
BRYGGJUNA Á HOFSÓSI
NH-iHof sósi, fimmtudag.
Klukkan 16,20 í dag sigkli sem-
entsskipið Freyfaxi á bryggjuna á
Hofsósi. Skipið var að koma hing-
að með sementsfarm,/ og kom það
á talsverðri ferð upp að og rakst
skáhalt á bryggjuna með þeim
afleiðingum, að gat rifnaði á það
um tvö og hálft fet fyrir ofan
sjólínu.
Þrír bátar höfðu legið við bryggj
una, en tveir þeirra voru búnir
að færa sig út á víkina til þess að
rýma til fyrir Fréyfaxa. Þriðji
báturinn lá enn við bryggjuna tals
vert ofarlega, cn það skipti eng-
um togum, að eftir að Freyfaxi
hafði lent á bryggjunni rann hann
áfram á heldur hægari ferð og
lenti síðan á bátnu-m, Berghildi,
22 tonn frá Hofsósi, og skemmdi
hann talsvert.
Málið er órannsakað enn, en
búið er að tilkynna tryggingarfé-
lögunum um slysið. Iíeyrzt hefur,
að eitthvað hafi verið að i vélar-
rúminu og vélsíminn ekki svarað.
Veður var gott á Hofsósi í dag,
þegar þetta slys vildi til.
KÚLURNAR KOMNAR
TIL SURTSEYJAR!
FB-Reykjavík, fimmludag.
— Fyrstu kúlurnar fundust í
Surtsey í morgun, þegar við
gengum þar á fjörur, sagði Sig-
urður Richter, náttúrufræði-
nemi í símtali við blaðið í kvöld.
Er hér um að ræða plastkúl-
urnar, sem settar vorn í sjóinn
Klaufinni á Heiniaey í síðustu
viku, og ætlunin var að sjá
að hve miklu leyti þær ræki
til Surtseyjar.
— Hér hefur rekið nokkur
nundruð stykki i norðan og vest
anattinni, sem var í nótt, sagði
Sigurður ennfremur. — Við
gengum á fjörur í gærkv., og
þá sást ekkert, en við urðum
varir við kúlurnar í dag.
Þar sem kúlurnar hafa nú
rekið frá Klaufinni til Surts-
eyjar, má telja líklegt, að sömu
leið hafi fræ farið af fjörukál-
inu, sem fundizt hefur í Surbs-
ey, en það vex einmitt í Klauf-
inni í Vestmannaeyjum.